Sunnudagsblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 7

Sunnudagsblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 7
hafði orðið fyrir sterkum trúarlegum á- hrifum, og varð það til þess, að hann hætti allri vínsölu. Hann seldi því allar vínbirgðir sínar og hætti svo. Breiðfjörð sigldi allt af með miðsvetrarferðinni eins og það var kallað. f>á fór hann með Láru til Kaupmannahafnar. Þá keypti hann vörur til verzlunar sinnar og var í förinni alllangan tíma. Einu sinni keypti hann skútu og gerðist útgerðarmaður. En út- gerðin gekk ekki vel hjá honum og varð hann að hætta. Skútuna kallaði hann Önnu Breiðfjörð, í höfuðið á konu sinni. Þá rak Breiðfjörð búskap og ræktaði mik- ið tún. Þar er nú Hagi, eða réttara sagt verksmiðjan Coca Cola. Hann lagði upp á sinn eigin kostnað veg frá Kirkjugarðin- um og að eigninni og þótti það á þeim tíma allmikið mannvirki. Hann byggði Þarna mikinn skála og var hann kallaður Breiðfjörðsskáli. Síðar var þetta hús, sem a hluta sögu Indriða Guð- ranglega var sagt til um föð- s í Barnaskóla Reykjavíkur. Ur Ólafsson frá Ólafsbakka. íki með Soffíu Wetley. var bæði stórt og vel vandað, rifið að grunni og þótti mörgum það furðulegt tiltæki. Fyrir neðan túnið, við Skerja- tjörð, lét Breiðfjörð búa til stakkstæði og t>ar lét hann verka og þurka af Onnu Breiðfjörð. Stundum bar það við á þurk- dögum, að vinnufólk og starfsfólk í búð- inni var kvatt til þess að breiða fiskinn og taka hann saman og þetta átti sér líka stað þegar þurka þurfti heyið á túninu. Ég man, að þetta þóttu okkur hin mesta upplyfting. Það var oft, sem við Halldóra vorum valin í þetta starf og gladdi það okkur bæði. Við vorum ung og þótti held- ur leitt að þurfa að hírast fyrir innan disk á góðviðrisdögum. Þetta var því ágæt til- breyting. Breiðfjörð var duglegur og harðger maður, en þó góður húsbóndi enda beitti hann hörkudugnaði sínum fyrst og fremst við sjálfan sig.. Oft sagði hann þá sögu, að þegar hann kom ungur til Reykja víkur átti hann aðeins nokkra aura — og svaf fyrstu nóttina í kirkjugarðinum, enda Þekkti hann engan í höfuðstaðnum. Hann > lærði síðan trésmíði og giftist efnaðri Stúlku, en sjálfur var hann duglegur fram- faramaður. Hann var, held ég, fyrstur æanna til þess að fara á reiðhjóli um Beykjavík, og man ég hve fallega og tígu- lega hann sat hjólhest sinn, sem þótti Jberkilegt farartæki í þann tíð. Hann sat hann þráðbeinn í baki og háleitur, en gætti þó vel vegarins, en vegirnir voru þá ekki aldeilis eins og þeir eru nú hér í höf- Uðstaðnum, þó að við séum ekki allt af ánægðir með þá. Þegar Breiðfjörð kom úr siglingunni, er hann varð fyrir trúarleg- um áhrifum gerðist hann mjög áhugasam- ur um kirkjuleg málefni. Það mun honum manna mest að þakka, að lagður var niður ljótur siður, sem lengi hafði loðað við í kirkjunni hér, — og jafnvel víðar um land, en sá siður var í því fólginn, að fólk rudd ist út úr kirkjunni um leið og presturinn hafði lokið predikun sinni. Breiðfjörð skrifaði um þetta og andmælti ósiðnum, en hann lét ekki þar við sitja. Hann sett- ist yzt við dyr og sat þar svipþungur og starði á fólk, sem stóð upp og ruddist til dyra áður en guðsþjónustunni var lokið. Og smátt og smátt hjaðnaði þessi ósiður — og þekkist nú varla, sem betur fer. Breiðfjörð gaf út blaðið Reykvíking og ritstýrði því sjálfur. Hann ræddi þar fjöldamargt, sem betur mátti fara í bæj- arlífinu, réðst gegn margskonar ósóma og ósið- og beindi mönnum af djörfung til bættra lifnaðarhátta, meira hreinlætis og umgengnismenningar. Hann lét sér fátt óviðkomandi og átti drjúgan þátt í margvíslegum framförum. Mér hefur allt af fundist, að Breiðfjörð lægi óbættur hjá garði. Hann lauk ævi sinni á þann hátt, að hann var í siglingu, og á heimleið í Leith, veiktist hann snögglega af lungna- bólgu. Honum var ráðlagt að vera um kyrrt í borginni og halda ekki heim með Láru, en það var ekki við það komandi. Hann vildi heim. Honum þyngdi æ á leið- inni, og þegar skipið var komið upp undir Vestmannaeyjar, létzt hann og var þá 56 ára að aidri. Eg á W. O. Breiðfjörð margt að þakka, ég vann hjá honum á viðkvæm- an og áhrifanæmum aldri — og ég leit upp til hans. ÉG FER AÐ LÆRA TRÉSMÍÐI EFTIR að dvölinni hjá Breiðfjörð lauk — og ég var þá kominn á átjánda ár, fór ég að hugsa um það, að ég yrði að fara að búa mig betur undir lífið. Þegar ég hafði hugsað mig dálítið um og leitað fyrir mér, fannst mér, að líkast til væri viturlegast að læra trésmíði. Það þótti fínt að vera útlærður „snikkari“, enda höfðu trésmiðir þá mikið að gera. Það var nefnilega margt sem benti til þess að þjóðin væri að byrja að rétta úr kútnum. Þetta var 1903. Þá stóðu timburbyggingarnar sem hæst og þóttust allir byggja vel, sem byggðu út timbri og bárujárni. Eg leitaði til eins af beztu trésmíðaméisturum bæj- arins, .Tóels Þorleifssonar, og spurðist fyrir um það, hvort hann vildi taka mig í trésmíðanám. Hann féllst á það og ég réðst til háns. Þá var Jóel á Skólavörðu- stíg 15. En áður en ég fór að læra hjá Jóel, fannst mér, að ég þyrfti endilega að skreppá austur að Hjálmsstöðum, en þangað hafði ég ekki komið síðan ég réðst til Breiðfjörðs. Eg gerði líka ráð fyrir að eftir að ég hæfi nám, myndi ég ekki fá mörg tækifæri til þess að kom- ast austur í Laugardal. Guðrún Guð- mundsdóttir frá Hjálmsstöðum, var stödd hér í bænum um miðjan marz og ætlaði austur 16. þess mánaðar. Það varð úr að ég slóst í för með henni. Guðrún varð seinna kunn hér í bænum. Hún var sér- kennileg kona, karlmannsígildi að öll- um burðum, nokkuð hörð í skapi, en framúrskarandi trj-gglynd. Börn bí- nefndu hana og kölluðu hana Klukku. Mér þótti vænt um Guðrúnu. Við lögð- um svo af stað og gengum. Við fórum austurveg um Heílisheiði. Fyrst fórum við að Vilborgarkoti, en þar bjó frænd- fólk Guðrúnar, og meðan við dvöldum þar fór að snjóa, en áður hafði verið þurrt veður. Þarna vorum við veður- teppt í sólarhring, siðan lögðum við af stað og komumst að Kolviðarhóli og þar vorum við þá nótt. Daginn eftir hafði veður skánað, en töluverður þæfingur var yfir fjallið. Við urðum samferða ver- mönnum yfir Hellisheiði, sem voru á leið austur, og var það óvenjulegt, að ver- menn sneru heim svo snemma á vertíð. Eg geri ráð fyrir, að þessum samférða- mönnum okkar hafi brugðist skipsrúm. Þanii dag komumst við í Grímsnesið og gistum í Norðurkoti. A fimmta degi komumst við svo alla leiðina heim að Hjálmsstöðum. Lesendur sjá af þessari tafsömu ferð, að verr gekk en þegar ég gekk einn austur, en nú var líka hávet- ur og færðin slæm, veður öll válynd og höfðu oft reynzt örlagarík. Guðrún þekkti á veðurútlit og kunni skil á nátt- úrunni — og ég vissi, að óhætt var að treysta henni. Hún var mikil göngu- kona — og ekki skorti hana áræði og dugnað. Guðmundur fóstri minn var nú hætt- ur búskap, en Páll tekinn við. Vitanlega var mér vel fagnað og virtist mér heim- ilisfólkið þykja frami minn allmikill, að hafa verið verzlunarmaður undanfarin ár hjá öðrum eins manni og Breiðfjörð -- og að ætla mér að fara að læra til „snikkara“, — var töluvert um þetta rætt. í dalnum og varð ég var við það að fólki fannst til mín koma. Það virtist ætla. að rætast úr drengnum þó að óvel- kominn hefði verið í heiminn. Eg var nú á Hjálmsstöðum í þrjár vikur og undi mér vel. Eg tók til hendinni eftir þvi sem með þurfti og hjálpaði Páli til dæmis með að gegna. Eg fór nokkuð á nágrannabæi og þá fór ég einnig að Haga, fannst mér ég hefði ráð á því, þar sem ég hafði brotist töluvert áfram og var orðinn sjálfstæður maðrm Þarna ræddi ég við skyldfólk mitt— og það tók mér vel. Ferðina að Haga fór ég á skaut- um og það var skemmtileg ferð. Þá voru Laugarvatn og Apavatn á ís — og ég labb- aði bara með skautana yfir frosna mýr- ina og að vatninu og svo rann ég áfram glaður og reifur yfir spegilsléttan ísinn á báðum þessum stórvötnum. Þetta urðu mér yndislegar vikur og sá ég sannarlega ékki eftir því að fresta því að byrja nám- ið til þess að geta farið austur. ÉG FER í IÐNSKÓLANN EG SNERI svo suður upp úr miðjum apríl og byrjaði námið hjá Jóel 1. maí. Mér féll’ strax vel við trésmíðina. Um haustið settist ég í Iðnskólann, en hann var þá nýbyrjaður. Hann var þá til húsa í Vinaminni. Þá var starfsdagur minn langur. Trésmíðanámið hófst á hverjum morgni kl. 6 og það stóð til kl. 7 að Standandi: Gísli Jóhannsson og Ólafur H„ Guðmundsson. Sitjandi: Indriði Guðmundsson. kvöldi. Skólinn byrjaði kl. 8 og laulö ekki fyrr en kl. 10. Vinnudagurinn var því hvorki meira né minna en ellefui tímar. — Og það var of langur vinnu- dagur. Skólastjóri var Jón Þorláksscn verkfræðingur síðar borgarstjóri og ráð- herra en kennarar voru, auk lians: séra Ölafur Frikirkjuprestur, sem kenndi ís- lenzku, Þorsteinn Erlingsson, sem' kenndi dönsku og síðar þýzku og enskn, Ölafur Daníelsson sem kenndi stærð- fræði og Þórarinn Þorláksson, seia kenndi teikningu. Ennfremur kennda við skólann Guðmundur Finnbogason landsbókavörður og Hallgrímur Jónsson, síðar barnaskólastjóri. Fyrsta veturinn var skólinn í tveimur deildum. Var skóla- starfið hafið með því að láta nemend'uí gera íslenzkan stíl til þess að hægt vaer-k að gera sér nokkra grein fyrir kunnátti* þeirra og greind. Séra Ölafur valdi efnið, sem skrifa átti um. Næsta dag skyldi rætt um stílana og flutti séra Ölafur dálitla ræðu, en hann var mikill mælskumaður og orðhagur vel. Sagði hann í þessarl ræðu sinni, að tveir stílanna hefðu borið af um efni og framsetningu. Meðan á ræð- unni stóð kom mér ekki í hug, að ég ætti annan þessara stíla og varð því ekki lítið undrandi, þegar séra Olafur sagði að stíl- ana hefðu skrifað Indriði Guðmundsson og Finnur O. Thorlacíus. En Finnur var þá nýbyrjaður á trésmíðanámi eins og ég. Finnur mun minnast á þetta atvik í endur- minningum sínum, sem út komu fyrir tvæimur árum í bókinni: Smiður í fjórura löndum. Eg varð fljótlega var við það, að vinnudagurinn var of langur til þess að ég gæti haft verulega gott af náminu i skólanum. Þetta munu og aðrir nemend- ur hafa fundið og einnig skólastjóri og kennarar. Varð því úr að meistararnir féllust á að stj’tta vinnutímann. Var eftir það unnið frá kl. 6 til 6 en skólína hófst svo kl. 7 og stóð til kl. 9. (Næsta frásögn: Orlögin vefa sínn vef...) ALÞÍÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSjBLAÐ J

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.