Sunnudagsblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 9

Sunnudagsblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 9
VIÐ sögðum frá því seinast, hvernig heimspekingurinn Bacon sveik herra sinn og velgerðarmann í hendur böðl- inum. Nú skulum við halda áfram að virða fyrir okkur æviferil þessa sérstæða manns. Vitnisburður Bacons gegn jarlinum af Essex varð til þess, að hann hækkaði um nokkur þrep í metorðastig- anum. Þegar Jacob I. kom til valda varð Bacon fljótt meðal æðstu manna landsins, aðalstitlum var hlaðið á hann og hann varð einkaráðgjafi krúnunnar. Bacon varð stöðugt meira metinn af konunginum, sem var brot af heimspekingi sjálfur, og Bacon launaði smjaðrið með dyggri þjónustu. Ekki var þó starf hans auðvelt, því konungurinn var hinn mesti þverhaus og fór sínar eigin leiðir, hvað sem Bacon ráðlagði. Stundum þegar ein- hverjar áætlanir konungsins fóru út um þúfur, vegna flautaþyrilsháttar hans og einþykkni, varð Bacon að koma til sögunnar og taka á sig sökina. Jacob konungur átti í stöðugum erjum við neðri deild þingsins og það gat því engum komið á óvart, að þing- menn hötuðu ráðgjafa konungsins, Bacon, eins og pest- ina. Þingmenn reyndu stöðugt að finna upp ráð til að klekkja á honum og þeir suðu saman ekki færri en 28 ákærur gegn honum fyrir að hafa þegið mútur. — Ákærurnar voru reyndar ekki svo fjarri lagi, Bacon hafði þáð mútur — og fór ekkert dult með það. Á þessum tímum var mútuþægni einhver algengasta synd embættismanna og ákærurnar því ekki byggðar á rétt- látri reiði vegna framkomu Bacons, heldur spunnar af pólitískum toga. Og dæmdur var Bacon. Samkvæmt dómnum var honum ætlað að greiða gíf- urlegt fó í sekt og þar að auki var hann rúinn öllum heiðri og þeim mannréttindum, sem unnt var að taka af honum. Fangelsaður var hann líka, og þar skyldi hann dúsa svo lengi, sem kónginum þóknaðist. — Kon- unginum þóknaðist að geyma hann þar í fjóra daga og sektin gleymdist einhvern veginn, er hann var kom- inn út. I En ekki var hægt að fara svo með allar ákvarðanir dómsins. Bacon var fallin fígúra og hann dró sig í hlé frá opin- beru lífi, hélt út í sveit og lifði þar í vellystingum prak- tuglega á sveitasetri sínu — og hafði þó eftir dóminn og brottreksturinn ekki úr sérlega miklu að spila. Þegar vinur hans einn gerð ist svo djarfur að reyna að ráða honum heilt með tilliti til fjármála hans, brást Bacon illur við og kvað það ekki koma til mála að gera neina breytingu á lifnaði sinum, „hann vildi ekki láta ræna sig fjöðrum sínum“. Hann tók nú meir og meir að helga sig vísindalegum at- hugunum sínum, en gaf þó aldrei að fullu upp von um að komast enn til fyrri valda í opinberu lífi. Þegar tækifærið loks gafst, var Bacou ekki lengur maður til að notfæra sér það. Karl I., sera tók við völdum í Englandi eftir dauða Jacobs I., mun hafa haft í hyggju að veita Bacon aftur völd og titla. En Bacon var þá orðinn veikur maður og ekki lengur til neinnar baráttu hæfur. Ári síðar dó hann, eins Og við sögðum frá í fyrra blaði. Framh. næst. EG VAR um daginn að rabba við ykk- ur um umferðina I borginni og kurteisi fólks í henni. Eg las í blaðinu það, sem ég hafði skrifað og varð fljótlega var við, að ég hafði algjörlega gleymt einu heljar miklu umferðarvandamáli. Það er nefni- lega umferð víðar en á götunum. Hvað um strætisvagnana og allan þann mann- fjölda, sem streymir um þá daglangt. Og nú ætla ég að taka svari karlmann- anna. Eg þarf daglega að ferðast með stræt- isvögnum langar leiðir og það getur ekki hjá því farið, að ýmislegt beri fyrir augu og eyru athyglisvert, því margt er skrýt- ið í kýrhausnum. Eg heyröi kvenmann býsnast yfir því um daginn, hve karlmenn væru gjörsam- lega lausir við alla riddaramennsku nú á tímum. Til að mynda tækju þeir upp öll beztu sætin í vögnunum, ryddust fyrst- ir inn í vagnana o.s.frv. Vesalings konan, það getur vel verið, að hún hafi lent á slæmum eintökum af karlkyninu um ævina, og er henni þá ekki láandi, þó að hvíni í tálknunum á henni. En svo heyrði ég í annarri konu um daginn (ég tek þaö fram að hún var pip- armey). Hún ræddi líka samskipti karla og kvenna í strætisvögnum og taldi bara ekki nokkra ástæðu til þess að karlmenn væru að rembast við að Sýna kvenfólki tillitssemi. Það ætti jafnt yfir Adam og Evu að ganga, gæti karlmaðurinn ruðzt, gæti konan það líka, gæti hann staðið upp á endann, væri henni ekki sárara um eigin ganglimi. Og svo kom að því einn daginn, aö ég var að nálgast dyrnar á strætisvagninum, sem er vanur að flytja mig heim. Skammt fram undan mér var maður, ungur, geðs- legur og gersamlega laus við allan troðn- ing, að því er ég fékk bezt séð. Honum var aftur á móti ýtt áfram, af þeim sem fyrir aftan stóðu. Skyndilega varð nokkur kurr í liðinu, því inn í fylkinguna fremst tróðst ábúðarmikill kvenmaður (ég kann ekki við að segja kona — því síður dama). Hún stjakaði við manni þeim, sem fyrr er get- ið og sagði með þjósti miklum. Hvað er þetta, ætlið þér ekki að leyfa mér að kom- ast inn. Ungi maðurinn varð á svipinn eins og „Jói heitinn aumingi”, ef þið vitið hver hann var. Hann rcyndi að gera eins lítið úr sér og unnt var. Pakkinn, sem hann bar í fanginu rakst þó í síðu kvenmannsins og varð henni tilefni nýs reiðilesturs. Enn lækkaði risið á „Jóa“. Þessum styinpingum lauk svo, að kven- maðurinn komst inn á mettíma. Þegar ég gekk fram lijá sætinu hennar á leið aftur í vagninn, var hún með miklum tilburðum, að breiða úr sér, og tautaði enn sáryrði, svo allir máttu heyra, um algjöran skort „þcssara ungu manna“ á kurteisi og almennum manna- siðum. Ef þið dömur mínar haldið, að ég sé að níðast á kvenþjóðinni, þá hef ég ekkert á móti því að fá frá ykkur lína. Æ, já. Svo var það þetta með konuna, í strætisvagninum. Vagninn var fullur af fólki. Ég sat aftarléga í honum. Konan kom þar að með böggla í fanginu. Éff gat ekki sóma míns vegna (hélt ég þá) látið sem ég sæi ekki vandkvæði henix ar. Ég stóð því upp og bauð henni sætl með þeirri riddaramennsku, sem unnD var að sýna í troöfullum almcnníngs*- vagni. Svarið, sem ég fékk var eins Off köld gusa. Ég skelf ennþá, er ég minnisft hennar: Það þýðir ekki að vera mc8 nein látalæti, þér getið ekki boöið DÖMþi UM sæti st;ona aftur í rassgati!!! (Aft* sakið orðbragðið, cn þetta er bara sanv vizkusamleg endursögn). H. E. o V / \ Ritstjóri: HBgni Egilsson Útgefandi: AlþýffublaffiS Prentun: Prentsmiðja Aiþýffublaffsins ALÞÝDUBLAÐIÐ - SUNNUDAG SELAS £

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.