Sunnudagsblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 10

Sunnudagsblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 10
7. ianúar 1905 g!‘- FRH. AF BLS. 4. f DAUÐI BJARNA EIRÍKSSONAR Bakkagcrði við Reyðarfjörð. BERGÞÖRA Pálsdóttir frá Veturhúsum við Eskifjörð, sem eftir bón minni segir frá afdrifum Finns Vigfússonar, er varð úti við fjárhirðingu í Eskifirði 8. jan. 1905 segir að hann og Bjarni Eiríksson er úti varð í sama veðri í Bakkagerði á Eeyðarfirði, hafi verið samtímis vinnu- menn á Hólmum, hirt sauði prestsins þar, bá hafi Finnur lagt grundvöllinn að sinni sauðfjáreign og búskap. Eg efa að Bjarni liafi gerf. það síður. Nokkuð er það, að þar eignast Bjarni Eiriksson konuna sína Guð- rúnu Halldórsdóttur. I húsvitjunarskýrslu Hólmaprestakalls 1863 eru vinnuhjú [ Hallgríms prests Jónssonar á Hólmum, Guðrún Halldórsdóttir 19 ára, Bjarni Eiríksson 26 ára og Finnur Vigfússon 22 ára. Margt fleira fólk er þar þá í heimili. Bjarni Eiríksson vai'ð langt til sjötugur að aldri. Heimilisfólkið þennan vetur var ekki nema þau hjónin. Hann fór í fjár- hiisið sitt um moi’guninn til að gefa án- um, það var framan bæjar, innan 100 faðma frá honum. Veðurútlit mjög ljótt. Mikill snjór á jörðu og stormur er stóð úr dölunum innan fjarðarins. Brátt gerði dimmviðrisbyl. Hey var allt við fjárhús- ið, en fjósið var heima við bæinn, svo kýr gjöfina varð að bera í poka heim. Bjarni var þannig bilaððir til lxeilsu, að hann hafði stirð liðamót um hné, og var því haltur og gekk við staf. Guðrúnu konu hans fer að lengja eftir „ honum, er á daginn líður, það varð til þess að hún festi línustreng við bæjar- hurðina og fer í hríðarmyrkri og ófærð að athuga um töf bónda síns í fjárhúsinu, en er hún kemur þar sér hún að Bjarni hefur yfirgefið fjárhúsið, og vegna hríð- ar og storms er ekkert hægt fyrir hana . að gera, þar sem ókleift er til næsta bæj- , ar, eins og nú stóð á. Það hefur verið löng . nótt og átakanleg, sem Guðrún hefur nú átt framundan. — Þegar upp birti hríð- inni fannst Bjarni xit og niðri við sjó allt að km. veg frá fjárhúsinu. Var gizkað á að hann hafi misst frá sér heypokann og elt hann. Halldór Pálsson. KVÖLDIÐ 7. JAN. 1905 STEINN Steinsson vinnumaður á Hræ- rekslæk í Hróarstungu var á leið heim til sín frá Litlabakka, en var orðinn vilt- ur í drífumuggunni og vissi því ekki um áttir. Hann heyrði köllin manna í gagn- stæðum áttum og tekur það fyrir að ganga á köllin í annarri áttinni og það varð til þess að hann náði að Hallfreðarstöðum. Steinn hefur heyrt köll á Hallfreðarstöð- um og á Litlabakka. Sögn Þorkells Björnssonar frá Galtar- stöðum. nan mmmmm um lieilu og höldnu. Svo vont veður var þennan dag, að all- víða hér í sveit var ekkl farið í gripahús, sem ekki stóðu mjög stutt frá bæjum. Aðeins einn maðrn- annar en Snorri Þórólfsson veit ég að færi í beitarhús þennan dag. Það var Sigurður Magnús- son vinnumaður á Ketilsstöðum, sem fór á beitarhús nálega hálf tíma gang frá bænum. Þegar hann hafði lokið hirðingu á beitarhúsunum, lagði hann af stað heim- leiðis, en um túnbala umhverfis beitar- húsin var torfgarður all hár og því ekki [ Frh. af bls. 8. ! Þú getur líka, ef þú vilt verða ódauð- legur í minningu lögreglunnar, stanzað á vegarbrúninni nálægt beygju á nóttu og staðið fyrir afturljósunum, meðan þú ert að ná í varadekkið, — einhver mun mjög sennilega muna þig alla ævi, sem náungann, er fór í klessu undan vöru- hílnum, sem lenti á þér. Eru staðreyndirnar ógurlegar? Getur verið, en þó cr hér aðeins minnst á það, sem tiltölulega saklaust má kalla. Það mun lögreglan geta borið um. Eftir er allt það, sem getur orðið til þess að þú þorir aldrei að snerta á bíl á ævinni. Það er ekki ætlunin að hræða þig til óbóta — en mundu, — það er miklu skemmra milli lífs og dauða á þjóðvegin- um en þú heldur. Miklu skemmra. hann, að snúa við, þar sem hann talcli mjög vafasamt, að hann finndi bæinn. — Hann finnur svo aftur garðinn og tekur þaðan stefnu á beitíarhúsin, en lendir fram hjá þeim og hittir garðinn hinum megin þeirra, en hlið var á garðinum, þar sem hann lá næst húsunum. Sigurður skreið nxi eftir garðinum að hliðinu og gat þaðan hitt húsin, þar sem ekki var nema 25-30 m. vegalengd um að ræða, enda gekk það að óskum. Endursagt, mai 1957. Halld. Pálsson. SPORI 1905 SIGBJÖRN SIGURÐSSON, Rauðholti í Hjaltastaðaþinghá, segir eftirfarandi sögu: 7. janúar árið 1905 fór Kristján Níels- son vinnumaður frá Kórreksstöðum norð- ur í Kirkjubæ í Hróarstungu — sem raunar er í vestur en ekki í norður frá Kóreksstöðum — til að sækja meðul handa húsmóður sinni, Þórunni Björns- dóttur ú Kóreksstöðum. Með honum var í þessari ferð hundur sá, er Spori hét og hafði orð á sér fyrir það, að vera viss á að rata. A heimleiðinni frá Kirkjubæ hreppti Kristján náttmyrkur svart og svo öra snjókomu, að dæmafá er, en Kristján hélt öruggur áfram og treysti á óskeikul- leik hundsins í því að rata, og hann vissi það eitt um för þeirra, að þeir væru á Ekrublánni. Allt í einu stanzar hundur- inn, sem á undan gekk, og ílir lítið eitt. Kristján, sem ekki vissi nú hvert halda skyldi, stanzar einnig og segir til hunds- ins með nafni hans: „Haltu áfram Spori.” Hundurinn fór á stað og Kristján á eftir, þó hann finndi, að hundurinn breytti stefnu. Stuttu síðar komu þeir að bæ. Það var ekki Kóreksstaðir heldur var það Ekra. — Hundurinn mun ekki hafa treyst sér til að rata heim í Kóreksstaði. Það var styttra að Ekru og hann mun hafa vitað hvar Ekra var, og því farið þangað heim. Þarna fór saman vit hundsins og for- sjálni Kristjáns. Aður en fullbirti af degi morguninn eftir, skall yfir voðalegt fár- viðri, sem olli manntjóni og sköðum. Kristján gisti að sjálfsögðu að Ekru um nóttina. Þó veðx-ið væri vont morguninn eftir, lagði hann af stað heimleiðis, og fylgdist með Snorra Þórólfssyni beitarhús- smala á Ekru; þeir áttu samleið til beit- arhúsanna, en lengra fór Kristján ekki, því veðrið fór enn harðnandi hvað veður- liæð snerti. — Milli Ekru og beitarhús- anna er Ekrubláin, á að giska einn km. á breidd, þétt sett torfvöðum til öryggis að rata í dimmum veðrum. Kristján snéri nú aftur með Snorra og hugðist rata með stuðningi frá vörðunum. Þetta fór þó svo, að þeir fundu ekki nema fyrstu vörðuna og höfðu því ekki nema veðurstöðuna til að halda áttinni með. Var því á valtan að róa í þessa ferð, þar sem túnið vai: ógirt, en kafald svo mikið, að hægt var að ganga rétt fram með húsi, án þess að. verða þess var. Svo gæfulega tókst þó til fyrir þeim fé- Framsýni Jæja, vesalingur. Viltu lofa því aff þú reynir ekki aff boia mér úr starfinu, þegar ég lief lokiff við aff þjálfa á þér skrokkinn? Frh. af bls. 2. ursamleg. Verkmaurarnir gefa frá sér í gegnum munninn kvoðukennt efni, sem minnir á steinlím, og troða því í sprung- ur og skörð, sem kunna að hafa myndast, og stóra fleti geta þeir líka endurnýjað. Tuttugu ferþumlunga stórskpmmt svæði geta þeir endurbætt á þrem stundar- fjórðungum. I Vestur-Afríku er algeng termítateg- und, sem einkennist af því, að hermaur- arnir hafa í höfðinu stóran kirtil, sem gefur frá sér áhrifamikið varnarefni. Fá óvinii-nir rækilega að kenna á því. En hvernig blindir termítarnir greina óvini frá vinum, er ein ráðgátan frá. Ýmsar termítategundir rækta sveppi sér til viðurværis, og eru bú þeirra af stærri tegundinni, aðallega keilulaga, og í Vestur-Afríku eru þau allt að fjögurra til fimm feta há. 10 SUNNTJDAGSBLAÐ — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.