Sunnudagsblaðið - 17.01.1965, Blaðsíða 4

Sunnudagsblaðið - 17.01.1965, Blaðsíða 4
nokkur einn maður tæki kostnað- inn á sig að miklu eða öllu ieyti. Þeir kunna að hafa útvegað kirkj- unni til eignar land, sem hafa mátti góðar tekjur af, tfl dæmis í reka éða vertollum eða öðrum hlunnindum, og þannig létt und- ir kostnaðinn við að halda henni uppi, og síðan hafi þeir reist kirkj- una á þvi landi. Hvort sem hefur verið, stóð Selárdalur vitanlega miklu bezt að vígi allra bæja í svei-tinni að þessu leyti. Er og húgsanlegt, að fyrst hafi kirkju verið komið upp á öðrum stað í sveitinni, en hún svo verið flutt þangað, þegar það sýndi sig, að þar var auðveldast að afla kirkj- unni tekna. .Á þetta kynni sú stað- reynd að benda, að tveir bæir í Ketildölum hétu Kirkjuból: Kirkiu ból í Feitsdal, sem nú heitir og hefur lengi heitið Feigsdalur, og Kirkjuból í Kolmúladal, sem ber þetta nafn enn. Engar heimildir eru til um kirkju í Feigsdal, en örnefni þar í túni benda til, að þar hafi verið kirkja. Á Kirkju- bóli í Kolmúladal segir jarðabók Árna Magnússonar að bænhús hafi verið að fornu, en eldri heim ildir geta þess að engu. Bæjanöfn- in sýna þó ásamt ömefnunum, að á þessum býlura hefur kirkja stað ið eða bænhús. Getur slíkt hús auðvitað hafa verið reist þar- eftir að kirkja var komin upp í Selár- dal, en getur líka verið eldra. Er að þessum möguleikum vikið hér til þess að sýna, hve margt er á huldu um byggingu og rekstur kirkna hér á landi á fyrstu öldum kristninnar. Fyrsli Selárdalsbóndinn, sem með vissu verður nafngreidur, er Bárður svarti Atlason. Mætti þó vel vera, að faðir hans og jafnvel afi hafi búið þar, en um bústað þeirra eru engin gögn til. Bárður var í karllegg kominn af, Geir- þjófi landnámsmanni i Geirþjófs- firði innst í Arnarfirði, en ann- ars rekur Landnáma ætt hans frá 9 landnámsmönnum. Atli Höskulds- son, faðir Bárðar, var í orrustu suður við Heiðabæ á Jótlandi ár- ið 1043 í liði Magnúsar góða Nor- regskonungs. Eftir orrustuna skorti jækna til að binda um sár manna. Segir í Heimskringlu, að Selárdalur í þá hafi konungur „gengið 4il þeirra manna, er lionum sýndist, og þreifaði um hendur þeim, en er hann tók i lófana og strauk um, þá nefndi hann til tólf menn, þá er honum sýndist sem mjúkhenzt ir mundu vera, og ségir, að þeir skyldu binda sár manna, en engi þeirra hafði fyrr sár bundið. En allir þessir urðu hinir mestu Iæknar.“ Einn þessara manna var Atli. Voru margir niðjar hans læknar góðir, en mest orð hefur þó farið af lækningum sonarsonar Bárðar svarta, Hrafns Sveinbjarn- arsonar á Eyri. Bárður svarti er í ættartölu- þætti Sturlungasögu kallaður göf- ugur bóndi. Hann hefur vei-ið far- inn að búa í Selárdal þó nokkru fyrir 1100 og búið þar fyrstu ára- tugi 12. aldar. Hann var í þing- reið með Þorgilsi Oddasyni á Stað- arhóli árið 1221 ásamt Aroni syni sínum. Þá risu deilur þeirra Þor- gils og Hafliða Mássonar á Breiða bólsstað sem hæst. Ætlaði Hafliði að banna Þorgilsi þingreið, því að hann var sekur maður. Frétti Þor- gils um fyrirætlun Hafliða, þegar hann var staddur með flokk sinn fyrir norðan Sandvatn ofan við Ármannsfell. Sendi hann þá menn á njósn niður á Þingvelli, og voru Arnarfii'ði. \ i ": • - . f • ' ; ’þeir Bárður og Aron feðgar váld- ir til fararinnar. Er greinilega frá •þessu öllú sagt í Þórgils sögu og Hafliða. Þar er svo að orði komizt, er þeir Bárður og Aron hitta Haf- liða Másson og flokk hans: „Og var þeim vel fagnað, af því að margir vissu deili á þeim feðg- um, því að þeir voru skilgóðir menn og margra göfugra manna vinir.“ Frá Bárði svarta er komin mik- il og merk ætt, Seldælir, er mjög lét að sér kveða á Vestfjörðum og raunar víðar. Frægastir menn í Seldælaætt eru þeir nafnar: Hrafn Sveinbjarnarson á Eyri, sonarson Bárðar svarta, og Hrafn Oddsson hirðstjóri, dótturson Hrafns á Eýri. Önnur grein Seldælaættar bjó í Selárdal, komin af Aroni syni Bárðar svarta. Ragnheiður dóttir Arons tók við búsforráðum 15 vetra og bjó til elli góðu búi og var hvers manns gagn, er hana sótti heim, segir í Hrafns sögu. Hún var tvígift og lifði menn sína báða. Synir hennar og Þórarins seinni manns hennar voru þieir Ragnheiðarsynir, sem víða eru nefndir í Sturlungu, vaskir menn og ótrauðir til allrar framgöngu. Frá því er sagt í Sturlungu, að 20 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.