Sunnudagsblaðið - 17.01.1965, Blaðsíða 5

Sunnudagsblaðið - 17.01.1965, Blaðsíða 5
einhverju sinni skömmu eftir 1200 rak reyðarhval góðan á land Ragn- heiðar í Selárdal. Ekki er frá þessu sagt þar vegna þess, að það þætti nokkur tíðindi í sjálfu sér, að þar ræki hval, heldur spunnust tíðindi' af þessum hvalreka, því að Þor- valdur Vatnsfirðingur fékk hval hjá Ragnheiði, en sumu af hvaln- um var stolið frá honum á heim- ieiðinni, og urðu af því íllindi og málaferli. En þess vegna er minnzt á þetta hér, að það sýnir, að ýms- ir voru bjargræðisvegir í Selár- dal og margt mátti þar auka bu- sæld bónda. Eins og kunnugt er, var það lengi ein helzta leið manna hér á landi til þess að ávaxta fé sitt ör- ugglega að koma þvi í jarðeign- ir. Jarðeigandinn átti vissar tekj- ur á ári hverju, landskuldina. Ef hann leigði einhverjar skepnur með jörðinni, svo sem algengast var, fékk liann einnig árlegar tekj- ur af þeim, leigurnar, en ábúand- inn varð að endurnýja leigupen- inginn á sinn kostnað. Forráða- mönnum kirkna gát auðvitað ekki duliztj hvílíkur ávinningur það var, að kirkjan sjálf ætti jarðcign- ir; það tryggði afkomu hennar og vcitti forráðamönnunum bæði völd og tekjur. Ekki hefur glöggum fjármálamönnum heldur lengi leynzt það, eftir að tíundarlögin gehgu í'gildf 1096, að tíund var ckki goldin af eignum kirkjunn- ar. Nú rann helmingur tíundarinn- ar — kirkjutíund og presttíund — að vísu til þess manns, sem átti kirkjuna og sá henni fyrir presti, en hinn helmingurinn — biskupsr tiund og fátækratíuiid — sparað- ist alveg af jörðinni, ef kirkjan átti hana eða hún var eignuð henni. Urðu sumar kirkjur og mjög auðugar að londum, þótt smámun- ir væru cignir þeirra hjá jarð- cignum biskupsstóla og klaustra. En hvernig var þá Selárdals- kirkja stæð um fasteigpir? Það er bersýnilegt, að fyrsta jarðeignin,. sem Selárdalskirkja eignaðist, hefur verið meiri eða minni bluti úr landi Selárdalsjarð- ar, hve mikill veit nú enginn. Lík- lega hefur kirkjan eignazt ein- hvern hluta í landinu jafnskjótt og hún var reist, þótt við hann' kunni að hafa bætzt síðar. Hafi nú eig- andi jarðar og kirkju verið hinn sami, eins og líjcast- er um Bárð svarta og niðja hans, hefur hann ráðstafað þessu að geðþótta, en auðvitað var ekki unnt að taka aftur frá kirkjunni það, sem henni hafði einu sinni verið ánafnað.'Svo er að sjá, að við sættina í Ögvalds- nesi 1297 milli Árna biskups Þor- lákssonar og leikmanna hafi Selár dalur komizt undir yfirráð bisk- ups, og má af því ráða, að kirkjan hefur átt meira en helming jarð- arjnnar. Og svo mikið er víst, að 1354 átti kirkjan jörðina alla. En Seldælaættin sýnist eftir sem áður hafa farið með forráð staðarins. Sumir þeir ættmenn voru sjálfir prestar, aðrir voru bændur, og hafa þeir þá haldið presta á staðn- um. Siðastur þessara ættmennaj sem forráð hafði fyrir kirkju og stað í Selárdal, svo að vitað sé, var Skallagrímur Auðunsson. Hann dó 1353. Hafði þá Seldæla- ætt setið staðinn hátt á þriðju öld eða lengur. Skallagrímur þessi lagði Selárdalskirkju til átta bæk- ur og ýmsa gripi aðra, sem taldir eru upp í máldögum, þar á meðal bjarnfell lítið, það er bjarndýrs- skjnn, og er ætlað, að prestur hafi haft það undir fótum sér til varri- ar gólfkulda, er hann stóð fyrir altari. Máldagar eru skrár um eignir kirkna, smáar og stórar, svo sem kunnugt er. Eru máldagar þessir ærið fróðlegir og veita miklar upp lýsingar um cfnahag kirkna og breytingar á honum og í’aunar um miklu fleiri hluti. Hinu er þó ekki að neita, að oft cru máldagarnir ógreinilegri en menn mundu óska, og slitrótt er sú saga, er úr þeim verður lesin. Elzti máldajgi SelárdalskirkjUj sem nú er til, er frá 1354. Þann máldaga lét Gyrður biskup ívars- son rita á yfirreið um Vestfjörð, en raunar er hann ekki til nema í eftirriti. Aiinar er máldagi, sem Vilchin biskup lét gera 1397, og liggja ekki nema 43 ár milli þess- ara máldaga. En næsti varðveitti máldagi Selárdalskirkju er í mál- dagabók, sem Gísli biskup Jóns- son lét gera eftir siðaskipti eða um 1570, meira en 170 árum eftir að Vilchinsmáldagi var ritaður. Þessir máldagar sýna, að 1354 á Selárdalskirkja ekki aðrar jarð- 'eignir en „lönd öll' milli. Lika- stapa og Hafragils hins norðra“, eins og það er orðað. Vilchinsmál dagi segir hið sama, nema hann nefnir mörkin Kálfadalsá í stað Hafragils. Líkastapi er skammt fyrir utan KoImúlJdal, sem nú er kallaður Fífustaðadalur, og skiptir stapinn nú lönd- um milli Fífustaða og Neðra- bæjar í Selárdal, en Kálfa- dalsá skiptir löndum milli Selár- dals og Krossadals í Tálknafirði. Hún er vestan á nesinu milli Arn- arfjarðar og Tálknafjarðar, og er um 8 kílómetra leið frá ánni út í Kópavíkj sem er framan í nes- inu og þó vestanhalt í því. Hlíð- arnar frá Kálfadal út að Kópavík heita einu nafni Selárdalshlíðar, því að þær vorú eign jarðarinnar Selárdals. Dalur, sem Skandadalur heitir, skiptir þeim i tvennt, Suð- urhliðar óg Norðurhlíðar. Bcit er mjög góð á Hlíðum síðari hluta vetrar, því að þar er snjólétt og sólríkt, en crfið er smalamennska þar, því að yfir fjall er að fara úr Selárdal eða fyrir nes að öðrum kosti, en það er löng leið og get- ur vérið toríafin. Én hinum gömlu Selárdálsprestum mun sjaldan hafa verið vant húskarla og varla talið eftir þeim sporin. Af orðalagi máldaganna mun óhætt að álykta, að upphaflega hef ur ekki verið nema ein jörð í Selárdal og sennilega strax á land námsöld náð yfir allt nesið beggja megin frá Líkastapa að Kálfadalsá e'ða Hafragili, sem er rétt fyrir utan ána. Síðar hefur svo annarri jörð, Neðrabæ, ver,ið skipt úr, og hún fengið land inn- an með firðinum að landamerkj- unum, Líkastapa. Enn síðar hafa Uppsalir frammi i dalnum orðið sérstakt býli. Þegar Gíslamáldagi er ritaður (um 1570), á Selárdalskirkja heima land milli Líkastapa og Kálfadals- ár eins og áður, en á því landi eru nú nefnd býlin Neðribæ og Uppsalir. Auk þess á hún fjórar jaröir: Granda og Öskubrekku í Ketildölum, Arnarstapa í Tálkna- «LÞÝ»U&LAÍ)I£) w eUNWODACSBLAB f|

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.