Sunnudagsblaðið - 17.01.1965, Blaðsíða 8

Sunnudagsblaðið - 17.01.1965, Blaðsíða 8
HEIMSMYND manna hefur breytzt mikið síðustu fjórar til fimm aldirnar. í augum miðaldar manna var jörðin miðdepill al- heimsins, hinn eini fasti punkt- ur, sem aðrir himinhnettir sner- ust um, sól, tungl og stjörnur. Al- mennt mun jörðin einnig hafa verið talin flöt eins og pönnu- kaka, en þó lifði jafnframt sú skoðun, komin frá Hellenum, að hún væri hnöttótt. Fræðimenn hölluðust yfirleitt að þeirri skoð- un, þótt kirkjuvaldinu og almenn- ingi þætti hin fyrri sennilegri og líklegri til sáluheilla. En um hitt efaðist enginn, að jörðin stæði kyrr og væri miðdepill alheimsins. Sá, sem á heiðurinn af því að ganga fyrst í berhögg við þessa viðteknu skoðun, var pólski stjarnfræðingurinn og presturinn Nikulás Kópernikus. Undir þeirri latínumynd nafns síns er hann kunnur, og við hana er bezt að halda sér, því að ekki er fullvíst, hvernig nafn hans hefur verið heima fyrir. Að öllum líkindum hefur það þó verið ritað Kopper- nigk. Þetta heiti, Koppernigk, kemur fyrst fyrir sem örnefni í Slésíu og er stafsett á ýmsa vegu i latneskum þrettándu aldar heim- ildum. Á fjórtándu öld kemur nafnið fyrir sem ættarnafn, en þess eru mörg dæmi víða að, að fólk kenni sig við heimabyggð sína. Og um þetta leyti eru tals- verðir fólksflutningar frá Slésíu til Póllands, og má ætla, að for- feður stjarnfræðingsins hafi þá fært sig um set, en um þá er ekkert vitað með vissu. ' Faðir Kópernikusar er sá íyrsti þeirrar ættar, sem heim- ildir ná til að gagni. Hann bar sama nafn og sonurinn, Nikulás Koppernigk, og var kaupmaður, bjó um skeið í Krakóv, en fluttist ekki síðar en 1458 til Torun, en þessar tvær borgir voru þá einna mestar í Póllandi. Hann andaðist í Torun árið 1483, og hafði áður komizt til nokkurra mannafor- ráða, meðal annars setið í borg- arráðinu. í Torun kvæntist hann auðugri stúlku, sem einnig var ættuð frá Slésiu, og áttu þau sam- an fjögur böm — tvær dætur og tvo syni. Nikulás var yngstur þessara systkina, fæddur 19. febr- úar 1473 í Torun. Um barnæsku Kópernikusar er fátt vitað, en tíu ára að aldri missti hann föður sinn. Móður- bróðir hans, Lucas Waezenrode, tók hann og systkini hans þá að sér og ól önn fyrir þeim. Lucas Waczenrode var kirkjunnar mað- ur og vel lærður. Hann var fædd- ur í Torun árið 1447, nam fyrst við háskólann i Krakóv, en hélt síðan til Ítalíu og lauk doktors- prófi í kirkjurétti við háskólann í Bologna árið 1473. Þá gekk hann í þjónustu kirkjunnar og lilaut þar skjótan frama. Hann varð fyrst kórbróðir við dómkirkjuna í Frauenburg í Prússlandi og síð- an vígður biskup í Ermlandi, einu kunnasta biskupsstifti í Prúss- landi, sem reyndar var sjálfstætt smáríki og laut forsjá biskupsins í veraldlegum efnum sem and- legum. Þessi preláti sendi Kópernikua frænda sinn fyrst til náms í Tar- un og síðan í klausturskóla skammt frá þeirri borg. Þar er sagt, að hafi verið kennari að nafni Wodka, en hann tók upp latneskt nafn að lærðra manna hætti og nefndi sig Abstemius, sem þýðir bindindismaður. Þessi Wodka var sérfræðingur í smíði sólúra, og það er sagt, að Kópernikus hafi gerzt dyggur aðstoðarmaður hanþ við þá iðju. En Kópemikus dvald- izt ekki til frambúðar á þessum stað. Átján ára gamall hélt hann til náms við háskólann í Krakóv. Pólland var stórveldi á þessurn tímum og höfuðborg þess vai þekkt um alla álfuna fyrir auð sinn og menningu. Háskólinn þar hafði verið stofnaður fyrst árið 1364 og þótti meðal ágætustu menntastofnana í norðanverðri Evrópu. Veturinn 1491-92 er inn- ritaður í bækur þessa háskóla „Nikulás, sonur Nikulásar í Tor- un.” Ættarnafn er ekkert með, en hins vegar tekið fram, að hann hafi greitt skólagjöld sín að fullu. Kópernikus var i Krakóv í fjög- ur eða fimm ár, og þar mun stjarnfræðiáhugi hans hafa vakn- að að marki. Hann tók að draga að sér bækur um stjarnfræði og stærðfræði og sumar þeirra bóka hafa varðveitzt til síðari tíma. Á spássíurnar hefur Kópernikus rit- að athugasemdir og gert eigin út- reikninga, og sumir þeirra benda til þess, að þá þegar hafi sú hug- mynd, sem síðar veitti honum heimsfrægð, verið farin að láta á sér kræla. Eftir Krakóvdvölina hélt Kóp- ernikus enn á fund móðurbróður síns. Waezenrode biskup var annt um að koma frænda sinum vel fyr- ir, helzt í þjónustu kirkjunnar. Og heimatökin voru hæg hjá hon- um, að gera Kópernikus að kór- bróður við dómkirkjuna í Frauen- burg, sem hann réð sjálfur yfir. maðurinn, sem stöðvaði sólina 24 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐrö

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.