Sunnudagsblaðið - 17.01.1965, Blaðsíða 9

Sunnudagsblaðið - 17.01.1965, Blaðsíða 9
En tala kórbræðranna var tak- mörkuð og því varð að bíða þess, að einhver félli frá. Þess var reyndar skammt að bíða, en páf- inn skipaði sjálfur eftirmann hans, svo að enn komst Kópernikus ekki í embættið. Þá ákvað biskup- inn að senda hann til frekara náms, þar til nýtt sæti losnaði. í Bologna á Ítalíu var frægasti kirkjuréttarháskóli í gjörvallri kristninni, og þangað var Kóp- ernikus sendur. Lagaskólinn þar var einhver elzti háskóli í Evr- épu og laut sínum eigin lögiun, eins og reyhdar allir háskólar þeirra tíma. í Bologna voru það stúdentarnir. sjálfir, sem fóru með stjórnina, og kennararnir urðu að lúta állströngum aga. Þeir urðu að vinna rektor skólans hollustueið, en að öðrum kosti skyldu þeir Siata kennsluréttindunum. Þeir voru sektaðir, ef þeir komust ekki nógu hratt yfir námsefnið, ef þeir slepptu einhverju úr því, ef þeir komu of seint í kennslu- stund eða töluðu of lengi í einu. Það varðaði einnig sektum, ef að- sókn að kennslu þeirra féll niður fyrir ákveðið lágmark. Kennarar þurftu að fá sérstakt leyfi hjá rektor og stúdentum til að fara í °r!of, og þeir fengu þvi aðeins að yfirgefa borgina, að þeir settu fjártryggingu fyrir því, að þeir kæmu aftur. Með yfirstjórn skólans fór rekt- or. sem kjörinn var til tveggja ára í senn, og sér til ráðuneytis hafði hann eins konar stúdenta- ráð, en æðsta vald háskólans hafði almennur fundur allra stúd- enta. Rektorsstarfið var enginn dans á rósum, og yfirleitt varð að þröngva mönnum til að taka við kosningu í það embætti. Um skéið var það siður, að kosningu nýr rektors var fagnað á þá leið, klæðin voru rifin utan af hon- um og hann síðan neyddur til að haupa rifrildin okurverði. Kópernikus innritaðist í Bol- °gna-háskóla haustið 1946, og þar évaldist hann fram á árið 1500. Þá hvarf hann til Róm ásamt bróð Ur sínum, Andrési, sem einnig hafði verið við laganám í Bologna. Þetta ár var júbileumár innan haþólsku kirkjunnar og pílagrímar °g Prelátar alls staðar að flykkt- Nikulás Kópernikus, ust til Rómar. Að öllum líkind- um hafa þeir bræður verið eins konar fulltrúar Ermlandsstiftis, en biskupnum, móðurbróður þeirra, hafði tekizt að fá þá bræð- ur báða kjörna kórbræður nokkru áður, þótt þeir tækju ekki við störfum fyrr en að námi sínu loknu. Heim hélt Kópernikus ár- ið eftir og var þá settur inn í embætti sitt, en hann fór strax fram á og fékk frekara orlof til að halda náminu áfram. Eftir skamma dvöl í Ermlandi hélt Kó- pernikus því aftur til Ítalíu. Háskólar voru á miðöldum hver öðrum líkir og stúdentum var frjálst að flytjast milli skóla. — Þegar Kópernikus kom til Ítalíu öðru sinni, hélt hann ekki aftur til Bologna, heldur innritaðist í háskólann í Padua. Þar í borg var engu ófrægari lagaskóli en í Bologna, en þar var einnig mjög ágætur læknaskóli, og Kópernik- us hafði í huga að leggja stund á læknislist samhliða kirkjurétt- inum. í Padua lauk Kópernikus laganámi sínu, en einhverra hluta vegna kaus hann ekki að útskrif- ast þar, lieldur fór til Ferrara- borgar og öðlaðist þar doktors- tign í kirkjulögum. Eftir nokkra dvöl þar snéri hami aftur heim til Padua og hélt þar áfram læknis- fræðinámi. Honum mun hafa orð- ið talsvert ágengt við það, því að siðar á ævinni gat hann sér mikið oi-ð sem læknir. Hann stundaði biskupinn móðurbróður sinn mörg síðustu ár hans og var iðu- lega kallaður að beði eftirmanna hans í embættinu. Og árið 1541 lét 'sjálfur hertogi Prússlands, Al- bel't, kalla hann til sín. Ekki síðar en 1506 var Kóper- ALÞÝÖUBLAÖK) - SUNNUDAGSBLAÐ 25

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.