Sunnudagsblaðið - 21.03.1965, Blaðsíða 3

Sunnudagsblaðið - 21.03.1965, Blaðsíða 3
COSA NOSTRA UM DAGMÁLALEYTIÐ 22. júní 1962 var framið morð í fangelsinu í Atlanta í Bandaríkjunum. Maður um sextugt, sem hafði verið dæmd ur til fimmtán ára fangelsisvistar fyrir eiturlyfjasölu, hafði náð í járnstöng og molað með henni höf- uð samfanga síns. Nafn morðingj- ans var Joseph Valachi. í fyrstu virtist sem um „venju- legt fahgelsismorð" væri að ræða, en brátt kom í ljós, að í þessum glæ'p voru margir þræðír samofn- ir. í fyrstu vildi Valachi enga skýringu gefa á verknaöi símun; hann sagðist allt í einu hafa orðið óður og ekki vitað, hvað hann gerði. En eftir nokkrar yfirheyrsl- ur óskaði hann eftir samtali við lögreglumann þánn, sem hafði tekið hann höndum á sinum tíma, en Valachi hafði einhverra hluta vegna öðlazt traust á þeim manni. Við þessari ósk var orðið, og þar með var allt sett á annan endann. Þetta morð, sem Valachi framdi i fangelsinu i Atlanta fyrir þrem- ur árum, hefur meðal annars leitt til þess, að öldungadeild Banda- rikjaþings skipaði nefnd, sem hef ur nú nýlega skilað skýrslu. í þeirri skýrsiu segir, að skipulögð glæpastarfsemi eigi sér stað í mjög stórum stíl í Bandaríkjunum; að glæpahringurinn, sem í daglegu tali er nefndur Mafían eða Cosa Nostra, græði milljarða dollara árlega á fjárhættuspili, eiturlyfja- sölu og vændi; að uro hendur hringsins fari ekki roinna en ti- undi hluti þjóðarteknanna eða um 300 milljarðar dollara á ári. í skýrslu sinni hvetur nefndin til róttækra aðgerða til að vinna bug á þessu glæpamannaveldi og fer fram á að þingið setji nýja löggjöf í því skyni. Þar er meðal annars lagt til, að hótanir gegn vjtnum i málum, sem varða Cosa Nostra, verði eftirlejðis talin brot £5£n alrikislögwmm (en það þýð- ír að alríkislögreglan getur alltaf gripið í taumana, ef slíkt gerist); að glæpamenn, sem beri vithi gegn hringnum, fái eftirgefna refsingu; að lögreglan fái aukin rétt til að hlera símtöl; og að það verði talið saknæmt að vera meðlimur í Cosa Nostra, jafnvel þótt engum venju- legum lögbx-otum sé til að dreifa, ÞÁÐ VAR JOE VALACHI, sem kom þessari skýrslugerð af stað. Hann leysti nefnilega frá skjóð- urini eftir morðið í fangelsinu i Atlanta, og þar með var hann fyrsti meðlimurinn í Cosa Nostra, sem þorði að rjúfa þann þagnar- eið, sem skilyrðislaust er krafizt af meðlimunum. Næstu átta mán- uðina eftir morðið var hann í vörzlu FBI, sem yfirheyrði hann stöðugt í vistarverum, sem var haldið stranglega leýndum. Og hann var aldrei látinn vera lengi á sama stað. Um tima var hann geymdur í húsi inn í miðri banda- rískri herstöð, og flokkur her- manna látinn halda stöðugan vörð um húsið. Ástæðan var sú, að það hafði fregnazt, að glæpamannafé- lagsskapurinn hafði sett 100.000 dollara til höfuðs honum, hafði lofað að greiða þ4 upp hæð hverj- um þeim, sem þaggaði niður í þessu hættulega vitni. Robert Kennedy var dómsmála- ráðherra, þegar Valachi byrjaði að skýra frá því, sem hann vissi. Kennedy kallaði upplýsingar Va- lachis „mesta sigurinn í barátt- unni gegn skipulögðum glæpafé- lagsskap í Bandaríkjunum", og hann sagði einnig, að það „væi'i staðreynd, að peningalegt og pólitískt vald skipulagðrar glæpa- starfsemi væri nú orðið svo mikið, að það hefðí bein eða öbein ábrif á líf livers einasta Bandaríkja- manns't 1 ■ - HVER ER HANN þá, þessi Val- aehi, sem hefur valdið svona roikl um úlfaþyt með því einu að tala? Og hvað veit hann um Cooa Nostra? ■ Jú, Valachi hefur verið roeðlim- ur félagsskaparins síðan 1939. Hann er nú 61 árs að aldri, þrek- vaxinn maður, nokkuð tekinn að grána á hár. Foreldrar hans flutt- ust frá ítaliu til Bandarikjanna, og hann ólst upp í New York. Þar hjaut hann sinn fyrsta íangelsis- dóm, fjögurra ára vist i Sing- Sing fyrir rán. Hann gakk i Cosa Nostra við hátíðloga athöfa, sem Cosa Nostra eða Mafían, sem sumiir kalia, eru §am- tök glæpamanna, sem hafa ótrúleg völd og áhrif í- , Bandaríkjunum. Meginhluti allrar glæpastarfsemi . ** ‘ ‘ •) í landinu er stjórnað af þessum illræmdu samtök- um. Síðusíu árin hefur þó athygli manna beinzt í æ ríkari mæli að þessum málum, og nú er að vænta, að yfirvöldin fari að láta til skarar skríða gegn glæpaveldinu. Frá þessum málum segir í greininni, sem hér fylgir með.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.