Sunnudagsblaðið - 21.03.1965, Blaðsíða 17

Sunnudagsblaðið - 21.03.1965, Blaðsíða 17
Konan sem fékk þess aö stofna friöarverö- iaunin ÞANN 10. desember ár hvert er út- hlutað eftirsóknar- og virðingar- mestu heiðurslaunum heims, hin- utn svonefndu Nóbelsverðlaunum. Sjálf friðarverðlaunin eru af- hent í Oslo, en önnur verðlaun úr sama sjóði, fyrir vísindaafrek í eðlisfræði, efnafræði, læknisfræði og bókmenntum, eru afhent í Stokkhólmi. TJndantekningarlftið taka verð- -launahafar sjálfir á móti heiðurs- laununum, sem eru heiðursskjal, gullpeningur og all stór fjárupp- ha?ð. Við staddir eru svo önnur stórmenni víðsvegar að. Er at- höfnin öll hin virðulegasta. Þar með hafa hinir nýkrýndu heiðurs- toenn haslað sér völl meðal annars afburðafólks, sem lagt hefur drjúg an skerf til eflingar friði og vís- inda í þágu mannkynsins. tað er talið, að allt frá árinu 1901 til 1959 hafi verið úthlutað llr verðlaunasjóði Nobels sem svarar 304 milljónum íslenzkra króna til 315 verðlaunaháfa, sem skiptast þannig: Karlar 297, kon- ur 11 og ýmsar stofnanir 7. Nokkr- 'r verðlaunahafar láta þegar af hendi verðlaun sín (í peningum) Wl sjóða eða sjóðsstofnunar í ákveðnu markmiði eða til vísinda- legra rannsókna. Sá, sem stofnaði þennan sjóð, var Svíinn Alfred Nobel, maður «ieð frékar hrjúfa og eigingjarna ^vndiseinkunn, sém hagnaðist um milljónir króna á uppfinningu og tilbúningi sprengiefna. Nú ber þess að geta, að við hlið hans stóð um árabil fögur og vel viti borin kona, barónsfrú Bertha Suttner, en það tók hana um 20 ár að tala til innri manns hans og beita áhrifum sínum í því skyni að fá hann til að fallast á stuðn- ihg við hugðarefni hennar, bar- áttu gegn stríði og hverskonar her- væðingu. Barónsfrúin átti þannig sinn þátt í að Alfred Nobel gerð- ist styrktarmaður þessa göfugu málefnis hennar og þeirra, sem að því stóðu með henni. Þegar Bertha, síðar baróhsfrú Suttner, hitti Nobel í fyrsta sinn, var hún bláfátæk, umkomulaus ung greifadóttir, sem leitaði til hans um starf sem einkaritari. For eldrar hennar voru Kinski greifi og kona hans. Faðir hennar, sem var fóringi í her Franz Jósefs Austurríkiskeisara, dó áður en hún fæddist, en þótt fjölskylda hennar byggi við bág kjör, var hún alin upp í anda samtíðarinnar og hug- arheimi heldra fólksins í Vinar- borg, eins og hann var og hét um miðja nitjándu öld. Hún kynntist öllum refilstigum skemmtanalífsins, af fullri var- færni samt. íhugul augu hennar og dómgreind voru vel á verði. Hún tók að nema tungumál; einn- ig samdi hún nokkur rómantísk smáleikrit. Söngrödd hafði hún allsæmilega, sem hana langaði til að þjátfa. Fór hún í því augna- miði til Parísar, en salqir fjárskprts varS hún að hætta spngnáminu og sheri þá aftur til Vínar. Þetta var árið 1873. Fékk hún þá stöðu sem kennslukona hjá Suttner bar- 6n, en þau hjón áttu meðal ann- ars fjórar ungar dætur. Þar á heimilinu hitti hún fyrst son þeirra hjóna Arthur að nafni, alúðlegan, myndarpilt. Hneigðust hugir þeirra brátt saman. Um hann skrif- ar hún seinna í endurminningum sínum: „Það stafaði af honum birtu og kærleika við fyrstu sýn". Þar með voru örlög hennar ráðin, þótt nokkur yrði aðdragandinn. Móðir Arthurs komst brátt á snoðir um samdrátt þeirra, seín ekki var alveg að hennar skapi. Ætlaði hún þessum einkasyni þeirra hjóna vissulega göfugra gjaforð, enda hún sjö árum eldri, 33 ára en hann 26 ára. Barónsfrúin lagði nú fæð á Berthu, sem sá sér ekki annað fært, en að fara af heimilinu. Það var sem þungu fargi væri létt af frúnni og til þess að flýta fyrir brottför hennar, benti hún henni á auglýsingu í einu dagblaði borg- arinnar, en hún hljóðaði eitthvað ú þessa leið: „Vel efnaður og menntaður roskinn maður í París óskar að ráða miðaldra konu með málakunnáttu sem einkaritara". Bertha sendi umsókn, og fékk Hún hét ÍRertha von Suttner og var um langt skeið einkaritari Alfreds Nóbels. í þesari grein, sem er eftir Harland Manchester, segir frá æviferli hennar — en hann var um margt óvenjulegur — og frá því segir einnig, hvernig hún beitti áhrifum sínum til að fá Nóbel til að veita fé til verðlauna í þágu f riðarhugs j ónarinnar. AI.b#f>UBLAI>tB -» SUNNTUJAGfiBLAR 241

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.