Vísir - 24.12.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 24.12.1962, Blaðsíða 1
"fevj' ."•-¦»":•:/•.y;. VISIR 52. árg. — Mánudagur 24. desember 1962. — 290 tbl. VÍSIR í DAG Vísir er eina blaðið sem kemur ut í dag, og er hann 32 síður að stærð. Efni blaðsins í dag er m. a. þetta: Á sjúkrahúsi um jólin, bls. 3 Jólakrossgátan, bls. 4 Jólakvikmyndir, bls. 7 KveSja frá Schweitzer, bls. 8 Viðtal við biskup, eftir Gunnar G. Schram, bls. 9 Jólanótt, eftir séra Emil Björnsson, bls. 17 Af dagbókarblöðum sumarið 1960, eftir Hannes Pétursson, bls. 18 Grein um írskar ölkrár, eftir Axel Thorsteinson, bls. 21 Þýzkir jóla og áramótasiðir, eftir Þorstein Jósepsson, bls. 23 Myndin og sannleikurinn, eftir Kurt Zier, bls. 24 Um Víkinga og Araba, eftir Þorstein Thorarensen, bls. 26 Heillandi hörmungartími, eftir Ólaf Sigurðsson, bls. 29 Útvarpið um jólin, bls. 32 GRÁ JÓL Það virðast ætla að verða grá jól í ár, sagði Jón Eyþórsson veður- iræðingur,pégaí' Vísir átti stutt við tál 'við Hahn í gær um jólaveðrið. Á aðfangadag mun verða vestanátt nieð éljum um vestanvert landið, en ckki snjókoma. A jóladag má f fyrstu búast við hægviðri og góðu veðri, en þegar líður fram á kvöld- ið má búast við að lægð, sem var tödd á Þorláksmessu yfir Nýja- ikotlandi á austurströnd Kanada, 'nri að hafa áhrif hér á landi. í gær var lægðarsvæði yfir Norð- iisturlandi en hins vegar mjög mik rSið háþrýstisvæði 1050 millibarar frost. fir Norðursjónum, en lægðarsvæði þetta teygðist síðan út yfir Atlants- haf. Þessi veðurskilyrði orsökuðu vest læga og suðlæga átt yfir norðan- verðu Atlantshafi og fremur milt veður, þannig að tveggja stiga hiti var víðast á Vesturlandi og 4 stiga hiti í Vestmannaeyjum og á Eyrar- bakka. Á Svalbarða vár 4 stiga hiti og er það fremur óvenjulegt á þessum tíma árs. Þótt háþrýsti- svæði væri yfir Norðursjó orsakaði það ekki mikið frost þar. I London var 1 stigs frost, í Kaupmanna- höfn 3 stig frost og í Osló 8 stiga MikiB ílogiS ígær Allt innanlandsflug lá niðri bæði á föstudag og laugardag sökum ó- veðurs, en f gær var mikið flogið og mun Flugf élag Islands hafá flutt þá samtals á 3. hundrað farþega, auk mikils jólavarnings á ýmsar flughafnir víðs vegar Um Iand. Farnar voru þrjár ferðir til Ak- ureyrar í gær og tvær til Horna- fjarðar. Enn fremur var flogið til Fagurhólsmýrar, Isafjarðar, Egils- staða, Húsavíkur og Þórshafnar. Hins vegar hefur gengið erfiðlega að halda uppi flugsamgöngum við Vestmannaeyjar undanfarna daga sökum rysjutíðar. Hefur ekki verið flugfært þangað frá því s.l. þriðju- dag, og var enn ófært þangað í gær. (Ljósm. Vísis: I. M.). Vísir sendir lesendum sinum nær o fjær kveðjur og árnar jbe/m öllum gleðilegra jóla Hafnarfjörður Þorgeir Ibsen skólastjóri sagði Visi ýmislegt um skreytingarn- ar í bænum: Mjög fallegt jóla- tré, sem bærinn lét reisa, stend- ur upp á Hamrinum. Aðaltréð er á Thorsplani, gjöf frá vina- þæ Hafnarfjarðar, Fredriksberg, fallegt og myndarlegt tré. — Barnaskólinn hefur gert mjög fallegar gluggaskreytingar á tveim efri hæðunum, og er haft ljés í skólanum til að lýsa mynd uti a irnar upp. Hús einstaklinga eru mörg ákaflega vel skreytt, sömu leiðis byggingar fyrirtækja og bæjarfélagsins. Skipin verða sennilega skreytt eins og venju- lega. Sólvangur er skemmtilega skreyttur. Stórt jólatré stendur fyrir utan og á þeirri hlið húss- ins, sem snýr niður að lækn- um, eru stórar stjörnur úr ljósa- perum. Hér hafa og verið auglýstar margar barnaskemmtanir milli jóia og nýárs, en mér er ekki kunnugt 'um dansleik hér, enda held eg að flestir fari til Reykja- víkur á skemmtanir. Ákranes Mesta jolasaia á íslandi — Það er samhljóða álit verzlunarmanna, að júlasalan hafi aldrei verið meiri en um þessi j'öl, sagði Sigurður Magn- ússon, formaður kaupmanna- morgun. Blaðið getur bætt því við, að sennilega sé þetta mesta jólasala, sem verið hefur á Is- landi. Sigurður sagði, að aukningin en sem næmi verðhækkunum, sem sé að um raunverulega aukningu í verzluninni hafi ver ið að ræða. Sigurður kvað kaupmenn al- þessa miklu sölu væri hægt að þakka meiri peningáráðum al- mennings en nokkru siniiF fyrr. Þá væri vöruúrval meira níí en áður, betri vörur og meira aff samtaka fslands við Vfsi í frá þvf f fyrra væri mun meiri mennt vera þeirrar skoðunar, að vörum í verzlunum en áður. Sigurður Vigfússon fréttarit- ari Vísis sagði: Hér hefur aldrei verið mikið um skreytingar, en aðallega í miðhluta bæjarihs við Skólabraut og Kirkjubraut, en þetta eru aðalverzlunargöturn- ar. Sementsverksmiðjan hefur sett upp mikla stjörnu á einr af hæstu geymunum, og sést hún langar leiðir. Þá er gríðar lega mikið um að penn setj upp jólatré framan við húsir, Frh. á bls. 5 NÆSTI ÚT- GÁFUDAGUH VÍSIR kemur' næst út þriðja i jólum, fimmtudaginn 27. des- ember. L

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.