Vísir - 24.12.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 24.12.1962, Blaðsíða 7
 V í SIR . Mánudagur 24. desember 1962. JOIAKVIK, Nýja B'ió: Tryggðavinir Jólamyndin í Nýja bíó nefnist Tryggðavinir og gerð eftir heims- frægri skáldsögu, /sem gerist í Hollandi og Belgíu. Höfundur sögunnar var hinn heimsfrægi höfundur Quida. Sagan hefst í flæmsku sveitaþorpi í grennd við Antwerpen um aldamótin síð- ustu, en þar á heima 12 ára drengur og afi hans fjörgamall., ftáð ep dýfasti dramur þessa iá,- tæka drengs að verða listmálari og í myndalok er honum gefið fyrirheit' um, að sá draumur ræt- ist. — Á ýmsu velturfyrirdrengn um áður en svo er komið og kem- ur þar við sögu félagi hans, hundurinn „Patrasche". — David Ladd fer með hiutverk drengsins og er þetta verðug mynd í alla staði til að sýna sem hátíðamynd. Stjórnub'ió: KAZIM Jólamyndin í Stjörnubíó er KAZIM, er. ';-amerísk' mynd i lit- um, gerð af Columbia-félaginu. Aðalhlutverk Victor Mature og Anne Aubrey. Kvikmyndin er gerð eftir sögu Richards Mai- baum. Þetta er áhrifamikil mynd, sem gerist á Indlandi, er Bretar réðu þar ríkjum, mynd um bar- daga og önnur átök og ástir dótt- ur brezks hershöfðingja og Kaz- ims, sonar indversks ættarhöfð- ingja. — Á jbarnasýningu verður sýnd myndin „Kátir voru karlar“. Hafnarb'ió: Velsæmið í voðn Jólamyndin í Hafnarbíó nefnist Velsæmið í voða (Come septem- ber). Myndin fjallar um ríkan Ameríkumann, sem árlega dvelst einn mánuð á Ítalíu, þar sem hann á stóra og glæsilega villu. Hefur hann eytt þeim tíma í fé- lagsskap vinkonu sinnar, sem nefnist Lisa. Hún er orðin þreytt á þessu fyrirkomulagi og hefur ákveðið að gifta sig, þegar Ame- ríkumaðurinn kemur í júlí í stað september, eins og hann var vanur. Hann finnur þá út að húsvörð- ur hans hefur notað húsið sem hótel ellefu mánuði á ári. Honum mislíkar það að finna húsið fullt af amerískum stúdentum, bæði karlkyns og kvenkyns. Hefur hann hinar mestu áhyggjur af að þau kunni að haga sér öðru vísi en siðsamlegt getur talizt og reynir að hindra þeirra samband sem mest. Og svo framvegis. og fengu fyrstu verðlaun í flest- um. Árið 1958 komu þeir fyrst fram í danska sjónvarpinu og hafa síðan komið fram víða um heim. Faðir þeirra var tónlistar- maður, en hefur nú algerlega lagt það á hilluna og er nú umboðs- maður, fyrir syni sína. Mun það vera hægur starfi, ekki sízt þar sem hann er að reyna að mennta þá um leið og þeir vinna fulla vinnu. Af efni myndarinnar má draga þá ályktun án þess að hafa séð hana, að hún muni frekar henta unglingum en fullorðnum. Tónab'ió: Víðóttan mikla í Tónabíó verður jólamyndin heimskunn stórmynd, sem nefn- i| ist Víðáttan mikla (The Big sW Country). Er myndin gerð eftir samnefndri skáldsögu eftir Don- ald Hamilton. Hefur verið mjög til myndarinnar vandað og hefur hún fengið mjög góða dóma. Myndin fjallar um Austurríkis- mann, sem fer vestur til Kali- forníu til að kvænast stúlkunni sem hann er trúiofaður. Þegar þangað kemur þykir hann nokk- uð sérkennilegur og ekki hreysti- mannlegur, ekki sízt vegna snyrti legs klæðaburðar. Dregst hann inn í alls konar ófrið þar. Mynd þessi er all löng. Þó má telja vafalaust að allir geti notið hennar, þar sem sett hefur verið íslenzkt tal við hana. Rock Hudson. Aðalhlutverk eru leikin af þeim gamaireyndu kassastjörnum Rock Hudson og Ginu Lollo- brigidu. Auk þeirra eru í aðal- hlutverkum Sandra Dee og Bobby Darin, sem eru hjón í raunveruleikanum, eins og þau raunar verða í myndinni. Það verður varla séð hvemig þessi mynd getur annað en gengið lengi, þar sem hún er vafalaust hæfil. rómanttisk og hefir stjörn- ur, sem reyndar eru að vinsæld- um. Austurbæjarb'ió: Marina Marina Jólamynd Austurbæjarbíós nefnist Marina — Marina. Er þar um að ræða þýzka dans- og söngvamynd í litum. Fjallar hún um unglinga, sem eru í mestu vandræðum með að finna ein- hvern stað til að æfa söng sinn og hljóðfæraslátt. Finna þau til þess gamlan kjallara og eftir það liggur leiðin að sjálfsögðu til frægðar og frama. I mynd þessari leika i tveir danskir drengir, ■ sem margir munu kannast við hér. Nefnast þeir Jan og Kjeld og eru 16 og 18 ára gamlir. Þeir komu fyrst að ráði fyrir almenningssjónir árið 1958, og hafa síðan verið vinsælir dægurlagaoöngvarar í Evrópu. Ganga þeir yfirleitt und- ir nafninu banjódrengimir. Þeir byrjuðu^að syngja 1957 og tóku þá þátt í mörgum söngkeppnum Mikill fjöidi þekktra leikara er I myndinni, svo sem Gregory Peck, Jean Simmons, Carroll Hóskólab'ió: Tara Tahiti Jólamynd Háskólabíós nefnist Taa Tahiti, brezk mynd að upp- runa, sem gerist að verulegu leyti á Suðurhafseyjum. Aðalleik- arar eru þeir gamalþekktu ieik- arar James Mason og John Mills. Myndin fjallar úm tvo menn, sem eru saman í hernum. Sá sem er þeirra hærra settur, hafði áð- ur verið lágt settur starfsmaður hjá frænda hins mannsins. Þessu getur hann ekki gleymt og þjáist af minnimáttarkennd. Leiðir það af sér að hann gerir hinum allan mögulegan óskunda. Leikurinn berst nú til Suður- hafseyja, þar sem þeir báðir ætla að setjast að. Lendir þeim tv?im saman og fara átök þeirra fram í góða veðrinu á Tahiti. Það eru nokkur viðbrigði fyrir okkur að sjá sól og hita hér á íslandi í desember og allt bendir til að þeir Mason og Mills muni geta skemmt fólki vel, eins og svo oft áður. Kópavogsb'ió: A grænai grein Jólamynd Kópavogsbíós heitir Á grænni grein og nefnist á ensku Jack and the Beanstalk. Þeir eru margir sem kannast við ævintýrið um Jakob og bauna- tréð, frá því að þeir voru börn. Þeir sem ehn eru börn, er þetta í enn ferskara minpi. Mynd þessi er léikin af þeim gömlu góðu gamanleikurum Bud Abbot og Lou Costello. Þeir eru vafalaust meðal þeirra skemmti- krafta, sem bezt hafa haldið vin- sældum sínum yfir árin. Það er ekki von á mörgum myndum enn, sem þeir hafa gert saman, því að Costello lézt fyrir nokkru. í myndinni eru þeir Abbot og Costello að passa böm, þegar myndin hefst. Annar þeirra fer að lesa söguna um Jakob og baunagrasið fyrir dreng sem þar var, en gengur illa. Verður það úr að drengurinn les fyrir hann, sofnar hann undir lestrinum og lifir alla söguna i draumi. Mynd þessi er upplögð fyrir börn, en vafalaust munu flestir fullorðnir hafa gaman af henni líka. Það er nóg af baminu í okk- ur flestum, til að hafa gaman af að sjá risa drepna til að bjarga konungsdótturinni og konungs- syninum og öll dreymir okkurum hænur sem verpa gulleggjum. Laugarásb'ió: r I leit að háum eiginmanni Gregory Peck. , ] Baker, Charlton Heston og Burl Ives, sem hlaut Oscar-verðlaunin fyrir leik sinn í þessari mynd. Myndinni er stjórnað af William Wyler. Eitt af því sem orð er á gert með mynd þessa, era slagsmál Gregory Peck ög Charlton Hest- on. Eru þau einhver þau hraust- legustu sem lengi hafa sézt enda tólc 14 klukkutíma að taka þau og voru báðir leikararnir svo eftir sig að þeir gátu ekki mætt til vinnu daginn eftir. Laugarásbíó sýnir um jólin mynd sem nefnist í leit að háum eiginmanni (Tail story). Fjallar hún um stúlku, sem hefur innrit- azt í háskóla nokkurn I Banda- ríkjunum, í þeim tilgangi einum að ná sér í hávaxið mannsefni. Hún snýr sér eðlilega að körfu- boltamönnum, sem gjarnan eru hávaxnir. Aðalhlutverkin í myndinni eru leikin af Jane Fonda og Anthony Perkins. Jane Fonda er dóttir hins kunn., leikara Henry Fonda, og segir hún sjálf að það hafi opnað sér allar dyr, þegar hún hóf leiklistarferil sinn. Hún hóf feril sinn á Broadway, eh fór fljótlega að leika í kvikmyndum og er þetta sú fyrsta þeirra. Faðir hennar, sem nú er mjög frægur, hafði ekki eins mikið meðlæti, því að hann varð að Ieika £ 60 kvikmyndum áður en hann fékk aðalhlutverk. Jane hef ur lagt stund á málaralist og tungumál og var ljósmyndafyrir- sæta, þegar hún var uppgötvuð. Anthony Perkins er einnig sonur leikara, Osgood Perkins, sem var þekktur leikari á Broad- way. Hann byrjaði að leika smá- hlutverlc í kvikmyndum, þegar hann var í Columbia háskólanum. Næst lék hann í leikritum á Broadway og fékk mjög góða dóma. Hefur ferill hans verið sigurganga síðan og er hann nú talinn einn efnilegasti leikari Bandaríkjanna, innan við þrítugt. . ! t > ... i t \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.