Morgunblaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 33
Hafði Jón forgöngu um ýmis mál er vörðuðu velferðarmál heimabyggð- arinnar og var einkar laginn að fá burtflutta Sandara til starfa að þeim málefnum sem félagið ætlaði sér að styðja og vinna að. Að segja nei við Jón eða að hafa ekki tíma var eitthvað sem hann þekkti ekki og ávallt var það þannig að fyrr en varði voru félagar komnir á kaf í verkefnið. Má þar nefna, m.a. byggingu Þorvaldarbúðar á Hellis- sandi. Ævinlega voru aðalfundir félags- ins haldnir í húsakynnum Jóns við Nóatún. Voru þar oft fjörugar um- ræður og menn skiptust á skoðunum um það sem brýnast var að gera og hvernig átti að skipuleggja uppá- komur og mannfagnaði innan félags- ins, eins og t.d. kútmagakvöldin, sem voru landsfræg, þorrablótin o. fl. Oft á þessum fundum, þegar fund- armenn voru ekki sammála, var það Jón sem tók af skarið og beitti sér fyrir lausn mála og rökstuddi niður- stöðuna vel með sínu raunsæi og út- sjónarsemi. Gengu allir sáttir frá borði. Lagði Jón til húsnæði til þess að undirbúa veisluföngin. En það voru tugir félaga sem unnu undir hans stjórn að verkinu. Má segja það að þessar stundir hafi verið ógleym- anlegar og eru það í minningunni. Beitti Jón sér fyrir því að heið- ursgestum búsettum fyrir vestan væri boðið á árshátíð félagsins og vildi með því auka tengsl burtfluttra Sandara við heimabyggðina. Við þökkum þér fyrir hönd Átt- hagafélags Sandara áratuga störf, stóran hug og ósérhlífni í þágu fé- lagsins. Ættingjum Jóns vottum við samúð okkar. Fyrir hönd Átthagafélags Sand- ara, Bárður H. Tryggvason, Sigurður Eggertsson. Í dag er til moldar borinn Jón Júl- íusson, vinur minn. Hann lést 8. nóv- ember sl. Það er táknrænt fyrir lífs- hlaup Jóns að kallið skyldi koma þar sem hann var staddur í Nóatúni 17, í fyrstu stórverslun hans, stofnaðri 1965, sem segja má að hafi orðið hornsteinninn að velgengni hans og fjölskyldunnar. Eiginkona Jóns, Oddný Sigurðar- dóttir lést 7. janúar 1997, langt um aldur fram, mikilhæf mannkosta- kona. Þau hjónin gáfu mikið af sér – vinum sínum og fjölskyldum beggja. Þau voru samhent í uppeldi barna sinna, þó Jón segði alltaf þegar börn- um þeirra var hrósað: – Þetta er allt henni Oddnýju að þakka. Í lífsbar- áttunni uppskáru þau ríkulega, nutu mikils, ferðuðust innanlands og utan og áttu gott líf með börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnum. Samlíf Oddnýjar og Jóns var fagurt og samheldnin þeirra styrkur. Eftir lát Oddnýjar fannst mér söknuður- inn setja mark sitt á hann þó hann tæki því af karlmennsku. Fyrstu kynni mín af Jóni voru þegar við sátum saman í bygging- arnefnd, þar sem Kvenfélagið Keðj- an, Sparisjóður vélstjóra og Far- manna- og fiskimannasamband Íslands byggðu Borgartún 18. Stundum bar í brýnu milli okkar Jóns og ekki voru alltaf allir sam- mála. En það átti eftir að breytast við nánari kynni. Jón var stjórnar- formaður í Sparisjóði Vélstjóra til margra ára og þar áttum við einnig sæti saman. Oddný gekk til liðs við Keðjuna og tók hún virkan þátt í félagsstarfinu og framkvæmdum á vegum félags- ins. Ekki lá Jón heldur á liði sínu og studdi við félagsmálastúss konu sinnar. Þau hjónin urðu liðsmenn í því ævintýri þegar félagið ákvað að reisa sér sumarbústað á Laugar- vatni og með sameiginlegu átaki og hvatningu varð þessi draumur að veruleika. Það var stór og góður hóp- ur fólks sem kom saman í ágústbyrj- un 1980 til vígsluhátíðar og gleði- fundar sem enn er í minnum hafður. Seinna fóru þau hjónin með okkur í ófáar vinnuferðir að Laugarvatni til gróðursetningar, hvort frost var far- ið úr jörðu eða ekki, þá er þar nú hinn myndarlegasti gróðurreitur. Sama máli gegndi um grillveisluna að lokinni vinnu; hún var haldin hvort snjóaði eða sólin skein. Jón var upplitsdjarfur og glaðvær og fram- kvæmdagleði hans dreif okkur í að halda fyrstu þrettándagleði Keðj- unnar sem enn er haldin ár hvert. Það féll vel að skapgerð hans að vinna með okkur í þeim anda Keðj- unnar sem segir að efla skuli samúð og vináttu vélstjórafjölskyldna. Vinir hans eiga honum margt að þakka. Hann auðgaði tilveruna með hrein- skiptni sinni, glaðlegri og hressilegri návist og hans er saknað um leið og ég þakka honum samveru og trausta vináttu í gegnum árin. Börn, tengdabörn og barnabörn sjá nú á bak föður og afa sem bar umhyggju fyrir þeim og gladdist með þeim í velgengni þeirra. Ég vona að lífsstíll hans og heilræði verði þeim ætíð styrkur og hvatning til framtíðar. Sigríður Smith. Endurminningin merlar æ í mánasilfri hvað sem var. Yfir hið liðna bregður blæ blikandi fjarlægðar, gleðina jafnar, sefar sorg. Svipþyrping sækir þing í sinnis hljóðri borg. (Grímur Thomsen) Þegar tvær manneskjur mætast við aðrar aðstæður en löngu fyrr á lífsleiðinni er tvennt til: Annað hvort þekkjast þær aftur eða ekki. Fyrir rúmum fimm árum stóðu Jón Júlíusson og Gígí í sömu spor- um, bæði búin að missa maka sína. Þau þekktust aftur og endurnýjuðu gömul kynni. Kærleikur, vinátta og virðing varð dýpri og traustari en á yngri árum og sólarlag í lífi beggja laugaði í gulli liðinn dag, eins og seg- ir í kvæðinu. Hin svala nótt kom skjótt og bar svefn í skauti sínu. Svefninn er kær- kominn þeim sem lengi hefur lifað og fundið kröftum sínum viðnám, eins og Jón Júlíusson. Hann var höfðingi í lund og höfðingi í raun. Hans er sárt saknað. Við vottum öllum börnum hans, vinum og vandamönnum, innilega samúð. Regína Waage, Helen og Nancy Gunnarsdætur. Nú þegar Jón vinur okkar er fall- inn frá, sem bar fremur brátt að, er margs að minnast. Við höfðum feng- ið sitt hvora lóðina í Austurgerði 10 og 12 þar sem við bjuggum hlið við hlið í 26 ár. Samgangur var mikill á milli heimilinna enda þekktumst við nokkuð frá fyrri tíð. Við létum teikna lóðir okkar saman án landamerkja og var þessi garðvinna unnin öll sam- an án utanaðkomandi vinnu. Oddný heitin var komin í garðinn eins og stormsveipur ef hún sá til okkar hjóna í garðinum og þá var ekki sleg- ið af fyrr en Jón var búinn að fylla hitapottinn og kallaði: „pása, náið þið í sundfötin og svo ræðum við dæg- urmálin“. Í fjölskylduboðum hvor hjá öðrum var oftast kallað yfir, án fyrirvara: „Komið þið í kaffi.“ Það var á jólatréskemmtun árið 1960 að Jón sagði okkur að hann væri kom- inn í land og hefði keypt litla verslun þar sem nú eru höfuðstöðvar Spari- sjóðs Vélstjóra. Þar komum við til að sjá þetta verslunarpláss sem var eins og minnstu búðir á landsbyggðinni. Besta tækið, í smákompu, var stór hakkavél, sem Jón sagði með sínu blíða brosi: „Hún á eftir að gera mig vel sjálfstæðan þessi,“ sem og varð. Þegar rífa átti þetta hús var hann svo heppinn að fá lóð upp við Nóatún og Laugaveg. Þar byggði hann stór- hýsi, Nóatún 17. Við ætlum ekki að tíunda velgengni hans sem athafna- manns. Hann var afburðamaður í hverju sem hann kom nálægt og hann hafði það barnalán að öll börnin hans unnu með honum í hans mikla verslunarrekstri. Þau hjónin fóru oft í hvíld til Kanaríeyja og Benidorm og voru það þeirra staðir. Við vorum tvisvar samtíða þeim á Kanarí og voru þau vel þekkt þar. Við Inga þökkum Jóni samfylgd- ina og sendum börnum hans og fjöl- skyldu innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Ingunn og Guðmundur Jónsson. Í fjarlægu landi barst mér and- látsfregn vinar míns og félaga Jóns Júlíussonar, betur þekktur sem Jón í Nótaúni. Jón hefði orðið 80 ára í jan- úar á næsta ári hefði hann lifað. Við Jón höfum þekkst lengi eða allt frá því hann opnaði sína fyrstu verslun árið 1960, sem var Þróttur við Sam- tún. Um haustið 1965 opnaði hann síðan sína fyrstu Nóatúnsverslun í Nóatúni 17 hér í borg. Óneitanlega er það táknrænt að í þessari sömu verslun sem hann opnaði fyrir nær 40 árum síðan hafi hann kvatt þenn- an heim, en þar fékk hann áfallið sem leiddi hann til dauða þegar hann var að kaupa sér í matinn. En svona er lífið.Við Jón störfuð- um mikið saman innan Kaupmanna- samtakanna að málefnum kaup- manna. Næg verkefni voru til staðar að vinna að fyrir forystumennina. Jón í Nóatúni var mikill félagsmála- maður og mjög fylginn sér. Það var styrkur fyrir samtökin að hafa slíkan mann innanborðs. Hann sat í stjórn félags kjötverslana í mörg ár og var formaður um tíma, einnig í fram- kvæmdarstjórn og var varaformaður um tíma. Auk þess sat hann í mörg- um ráðum og nefndum, nú síðast í ritnefnd sem hafði það verkefni að vinna að útgáfu 50 ára sögu samtak- anna. Sú bók kom út á afmælisárinu 2000 og fékk góðar viðtökur. Jón var sæmdur gullmerki Kaup- mannasamtakanna fyrir mörgum ár- um fyrir mikil og óeigingjörn störf innan þeirra. Eins og áður sagði opn- aði Jón sína fyrstu Nóatúnsverslun að Nóatúni 17 en síðan hafa fleiri bæst við. Þetta er mikil velgengni sem öll fjölskyldan hefur staðið að og ekki síst eiginkona Jóns, meðan hennar naut við en Oddný Sigurð- ardóttir lést 7. janúar 1997. Við félagar í kaupmannaklúbbn- um kveðjum góðan vin með söknuði og þökkum honum ánægjulegar samverustundir sem verða okkur ógleymanlegar. Jón var ávallt hrók- ur alls fagnaðar á fundum okkar og talaði kröftugt sjómannamál sem all- ir höfðu gaman af. Ekki má gleyma ferð sem við klúbbfélagar fórum ásamt konum um Snæfellsnes á síð- asta ári. Jón var fararstjóri í þeirri ferð enda hagvanur á þeim slóðum. Allir voru sammála um að þessi ferð hefði tekist mjög vel. Að endingu sendi ég og fjölskylda mín samúðarkveðjur til barna, tengdabarna og annarra ástvina Jóns Júlíussonar. Hvíl í friði, kæri vinur. Gunnar Snorrason. Ég minnist áhyggjulausra stunda á björtum sumardögum og röltsins um túnið og bæjarstæðið á Saxhóli undir Jökli með Jóni Júlíussyni. Jón sagði sögur af frændfólki sínu og frá vist sinni þar nokkur sumur. Hann rifjaði upp þegar Saxhólsfólk og Ber- víkingar lágu við úti á Saxhólsbjargi og unnu að eggja- og fuglatöku, mó- flutninga innan úr Dýjadal, lyngrifið, heyskapinn og ótalmargt fleira. Jón naut þess að setjast á veggjarbrotin, nefna hæðirnar og hólana. Á sama hátt báru sögur hans um lífshættina og frændfólkið í Þorvaldarbúð vott um það hvað hann átti góðar æsku- minningar frá báðum þessum heim- ilum. Sigríður móðir Jóns var frá Þorvaldarbúð og Júlíus faðir hans frá Saxhóli. Við sem eigum heima á Hellis- sandi litum á Jón Júlíusson sem æv- intýrapersónu. Hann var strákurinn frá Sólheimum sem fór allslaus út í heiminn og vann sig upp. En hann var alltaf sami Sandarinn. Ferðir hans hingað vestur voru margar. Stundum var komið til að skemmta sér, stundum færandi hendi til að styðja við einhverja uppbyggingu en alltaf til að halda tengslum við mann- lífið og byggðina hér á Hellissandi. Jón var í mörg ár í forustusveit Átt- hagafélags Sandara í Reykjavík. Við erum mörg Sandararnir sem nú við fráfall Jóns sendum börnum hans og öðrum aðstandendum sam- úðarkveðjur um leið og við þökkum fyrir stuðning hans og tryggð við æskubyggðina. Skúli Alexandersson. Kveðja frá Fylkismönnum Á umbrota- og erfiðistímum leitaði stjórn knattspyrnudeildar Fylkis til Jóns Júlíussonar og fjölskyldu sem þá var nýlega búin að opna versl- unina Nóatún í Árbæjarhverfi. Ekki þarf að hafa mörg orð um höfðing- legar viðtökur Jóns og fjölskyldu en Nóatún hefur allar götur síðan verið helsti styrktaraðili deildarinnar. Stuðningur Jóns og fjölskyldu mun aldrei gleymast og við Fylkis- menn vitum mætavel að án hans hefðum við ekki náð þeim árangri í starfi sem raun ber vitni. Um leið og við vottum fjölskyldu Jóns samúð okkar þökkum við Jóni þann stórhug sem hann sýndi félag- inu. Minning hans mun lifa. Knattspyrnudeild Fylkis. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2004 33 MINNINGAR Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Eiginkona mín, móðir okkar, systir, mágkona, frænka og vinkona, HERDÍS EINARSDÓTTIR fararstjóri frá Borgarnesi, lést að morgni 12. nóvember. Hún verður jarðsett í dag, þriðjudag, í Santa Maria á Mallorca. Minningarathöfn um hina látnu verður auglýst síðar. Miguel Calafat Nadar, Einar Elí, María Britt, Þóra Sigríður Einarsdóttir, Eyjólfur Torfi Geirsson, Gunnþórunn Aðalsteinsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Jóhanna Þ. Aðalsteinsdóttir, Valdimar Jóhannsson, aðrir ættingjar og vinir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, STEINDÓR SIGURÐSSON fyrrv. sérleyfishafi og sveitarstjóri, Klettási 2, Njarðvík, lést á Landspítala Fossvogi föstudaginn 12. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 19. nóvember kl. 14.00. Kristín Guðmundsdóttir, Helga Steindórsdóttir, Einar Steinþórsson, Guðmundur Steindórsson, Marie Belinda Michel, Ingibjörg Salome Steindórsdóttir, Sveinbjörn Bjarnason, Sigurður Steindórsson, Fríða María Sigurðardóttir og barnabörn. Okkar ástkæri, GUÐJÓN MAGNÚSSON, síðast til heimilis á dvalarheimilinu Seljahlíð, andaðist á Landspítala Hringbraut að kvöldi sunnudagsins 14. nóvember. Útförin verður gerð frá Seljakirkju þriðjudaginn 30. nóvember kl. 13. Álfheiður G. Guðjónsdóttir, Guðmundur Hlynur Guðmundsson og fjölskylda, Gunnar H. Guðjónsson, Aðalheiður Sigvaldadóttir og fjölskylda, börn Ingimars Guðjónssonar og fjölskyldur þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.