Morgunblaðið - 27.11.2004, Síða 11

Morgunblaðið - 27.11.2004, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 11 FRÉTTIR ÁRNI Magnússon félagsmálaráðherra sagði við setningu aukalandsþingsins að leita yrði leiða til að hemja út- gjaldaaukningu sveitarstjórnarstigsins rétt eins og rík- issjóðs. Sveitarfélögin yrðu að líta í eigin barm þegar rætt væri um bága fjárhagsstöðu þeirra og kanna hvað ylli því að útgjöld þeirra uxu hraðar en tekjur. Árni sagði að ríkisstjórnin hefði sett sér markmið um að auka útgjöld ekki meira en sem næmi 2% að raungildi á ári. Sveitarstjórnarstigið yrði að setja sér sambærilegt markmið og fylgja eftir með aðgerðum. „Við verðum jafnframt að gera okkur grein fyrir því að það er ekki hægt að endur- skoða tekjustofna sveitarfé- laga á nokkurra ára fresti og bæta við nokkrum milljörðum króna í hvert sinn. Ríki og sveitarfélög verða að eiga reglulegt samráð sem er í gagnsæjum farvegi. Þetta er sameiginlegt hagsmunamál ríkis og sveitarfélaga. Við verðum að horfa á hlutina í samhengi. Við erum að tala um sömu íbúana, sömu hagsmunina, sama heildarreikn- inginn. Menn mega ekki slíta hlutina í sundur og úr sam- hengi eins og alltof oft er gert. Við megum ekki leyfa okkur slíka nálgun. Hún slær ryki í augu íbúanna, sem við eigum að þjóna. Ríkissjóður er ekki ótæmandi og ef endalaust er gengið í hann er að- eins hægt að brúa bilið með því að seilast í vasa skatt- greiðenda. Við verðum því að horfa heildstætt á þjóð- arbúskapinn og taka höndum saman um að hemja vöxt opinberra útgjalda. Annað er óábyrgt af okkur sem kjörn- um fulltrúum almennings í þessu landi,“ sagði Árni m.a. Sveitarfélögin líti í eigin barm Árni Magnússon EFTIRLITSSTOFNUN EFTA hefur ákveðið að ljúka án frek- ari aðgerða máli vegna kvört- unar sem stofnunin fékk þess efnis að íslenska ríkisstjórnin hefði ekki við mat á umhverfis- áhrifum vegna Kárahnjúkavirkj- unar farið eftir tveimur tilskip- unum Evrópusambandsins. Fjallar önnur um mat á áhrifum sem tilteknar framkvæmdir kunna að hafa á umhverfið og hin um frjálsan aðgang að upp- lýsingum um umhverfismál. Umhverfisráðherra úrskurð- aði um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar 20. nóv- ember 2001 en það var í apríl 2003 sem Eftirlitsstofnun EFTA barst kvörtun vegna málsins. Í frétt frá umhverfisráðuneyt- inu kemur fram að Eftirlits- stofnun EFTA hafi með bréfi 23. nóvember ákveðið að ljúka mál- inu án frekari aðgerða. Skoðaði stofnunin kvörtunina og fékk að auki upplýsingar frá íslenska ríkinu. Þá segir í frétt umhverfis- ráðuneytisins að úrskurður um- hverfisráðherra hafi verið tek- inn til meðferðar á báðum dómstigum hérlendis. Var þess krafist að úrskurður umhverf- isráðherra vegna virkjunarinnar yrði ómerktur. Niðurstaða Hæstaréttar í janúar á þessu ári varð sú að staðfesta þá niður- stöðu héraðsdóms að kröfu um ómerkingu var hafnað. Eftirlitsstofnun EFTA um Kárahnjúkavirkjun Málinu lokið án frekari aðgerða AUKALANDSÞING Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, sem haldið var í gær, lýsir yfir fullum stuðn- ingi við störf fulltrúa sambandsins í tekjustofnanefnd og hvetur rík- isvaldið til þess að koma til móts við sjónarmið þeirra í nefndinni. Heitar umræður urðu á þinginu um störf tekjustofnanefndar og vildu sumir fulltrúar að sveitar- félögin slitu viðræðum við ríkið. Ákveðið var að fulltrúar sveitarfé- laga héldu áfram setu sinni í nefndinni og stefnt yrði að því fyrir lok janúar nk. að tekjustofnanefnd kæmist að niðurstöðu varðandi leiðréttingar á núverandi tekju- stofnum. Í ályktun, sem samþykkt var samhljóða, telur aukalandsþingið ekki forsendur vera til þess að færa ný verk- efni fyrr en núverandi tekjustofnar þeirra hafi verið styrktir með hliðsjón af þeim lögskyldu og venjubundnu verk- efnum sem þeim beri að sinna. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði í lok þingsins að sveitarfélögin yrðu að standa saman sem ein heild. Góð um- ræða hefði farið fram á þinginu og skilj- anlegt væri að ekki væru allir sammála félaga sem væru illa stödd fjárhagslega og leggja umræðu um flutning nýrra verkefna til hliðar. Staða meginþorra allra sveitarfélaga væri óviðunandi, að- eins væru innan við tíu sveitarfélög sem ættu „nóg af peningum“. Vilhjálmur gagnrýndi fyrrverandi sveitarstjórnarmenn úr röðum alþing- ismanna og sagði þá fljótt gleyma öllu sem sneri að sveitarfélögum og rekstri þeirra. Nefndi Vilhjálmur engin nöfn en sagði mikilvægt að þingmenn við- urkenndu fjárhagsvanda sveitarfélaga. Talað niður til landsbyggðar Í umræðum á þinginu kom fram gagnrýni á sveitarstjórnarmenn á höf- uðborgarsvæðinu. Helga Halldórsdótt- ir, bæjarfulltrúi í Borgarbyggð, sagðist vera orðin þreytt á að fulltrúar af höf- uðborgarsvæðinu töluðu niður til lands- byggðarinnar. Vísaði hún þar m.a. til ummæla Stefáns Jóns Hafstein borgar- fulltrúa á þinginu fyrr um daginn og sagðist sakna þess að sjá hann ekki leng- ur í salnum til að eiga við hann orðastað. Helga á sæti í sameiningarnefnd sveit- arfélaga og sagðist sannfærð um að þar næðist sú lending sem stefnt væri að með samstöðu allra, bæði ríkis, sveitar- félaga og íbúanna. um hvað gera þyrfti. Eflaust gætu ein- hverjir gert betur en stjórn sambandsins og tekjustofnanefnd hefði gert en mark- miðið væri fyrst og fremst að klára verk- efnið, að ná sátt um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga og verkefnaflutning frá ríkinu. Allir væru að reyna að gera sitt besta. Baklandið þyrfti að vera gott og mik- ilvægt að sveitarfélögin héldu hópinn. Vilhjálmur sagði að leggja ætti áherslu á að leysa vanda þeirra sveitar- Aukalandsþing sveitarfélaga styður fulltrúa sína í tekjustofnanefnd Engin ný verkefni nema tekjustofnar verði styrktir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Helga Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.