Morgunblaðið - 27.11.2004, Page 56

Morgunblaðið - 27.11.2004, Page 56
56 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ LEIKARINN Dustin Hoffman hefur látið uppi að hann hafi þurft að hætta neyslu kókaíns, því hann hafi átt við öndunarerfiðleika að stríða eftir að hann neytti þess. Hoffman segist líka hafa tekið þátt í þriggja manna ást- arleikjum og stundað kynlíf á opinberum stöðum. Um kókaínneyslu sína sagði Hoffman eftirfarandi: „Ég gat ekki andað í margar vikur eftir neyslu þess.“ Þá við- urkennir Hoffman að hann hafi lifað frjálslegu kynlífi um tíma, eftir að hann sló í gegn í kvikmyndinni The Graduate árið 1967. „Maður var eins og krakki í sælgætisverslun á þessum árum.“ Dustin Hoffman Með kókaínofnæmi Tækniframfarir eru óumflýj-anlegar, sérstaklega fyrirokkur Íslendinga. Fregnir frá Bretlandi herma að stærsta raf- tækjakeðja þar um slóðir, Dixons, ætli að hætta að bjóða upp á mynd- bandstæki til sölu. Og ástæðan er einföld, slík tæki, sem lengi vel hafa þótt nauðsynjaeign á hverju velmegunarheimili, eru steinhætt að seljast. Nú kaupa allir mynd- diskaspilara en salan þeim hefur aukist sjöfalt hjá Dixons á síðustu fimm árum. Þar með sér fyrir end- ann á 26 ára „ástarsambandi“, eins og blaða- maður BBC orðar það, við heim- ilistæki sem gjörbreytti áhorfs- venjum fólks og gerði því kleift að skreppa út, án þess að missa af neinu í sjónvarpinu. Þeir hjá Dix- ons búast við að klára myndbands- tækjabirgðir sínar fyrir jólin og þar með verður látið staðar numin – myndböndin kvödd. Stafræna byltingin virðist þar með endanlega búin að ganga af böndunum dauðum. Geisladiskarn- ir jörðuðu vínylplötur og hljóðseg- ulbönd fyrir góðum áratug og nú stefnir í að myndböndin fari sömu leið.    Þrennt er talið ráða mestu umþessa yfirtöku stafrænu mynd- diskaspilaranna, fyrir utan meiri gæði, og hefur auðvitað allt með budduna að gera. Hægt er að fá nothæfan spilara fyrir vel innan við 10 þúsund krón- ur hér á landi og verðið fer reynd- ar allt niður í 3 þúsund krónur í Bretlandi. Þá lækkar verðið hratt um þess- ar mundir á spilurum sem hægt er að taka upp á efni á úr sjónvarpi. Þeir tækniyfirburðir myndbands- tækisins heyra nú einnig sögunni til. Verð á áteknum mynddiskum, með kvikmyndum eða öðru efni á, er þá orðið töluvert lægra en á myndbandsspólum. Við þetta bætist að með stafrænu sjónvarpsvæðingunni hefur opnast sá möguleiki að taka upp efni á nýj- ustu gerðina á stafrænum móttöku- rum. Þetta rýrir enn notagildi myndbandstækisins en Íslenska út- varpsfélagið hefur lýst yfir að til standi að bjóða slíka móttakara í gegnum Digital Ísland átak sitt á næsta ári.    Hér á Íslandi hefur þróunin ver-ið á svipaða leið. Sala á mynd- diskaspilurum eykst ár frá ári en þó virðist þróunin í átt að staf- ræna alræðinu ekki alveg eins hröð og í Bretlandi. Hörður Friðriksson hjá Sjónvarps- og hljómtækjadeild ELKO segir sölu á myndbands- tækjum enn mjög góða og þótt hún hafi vissulega dregist töluvert sam- an við tilkomu mynddiskaspilara sé hún enn það mikið að ekki sjái beint fyrir endalokin á myndbands- tækjasölu á Íslandi. Ástæðuna fyrir því að við erum svo úr takti við Breta segir Hörður vera þá að við séum enn það mikið á eftir þeim í stafrænu sjónvarpsvæðingunni og því sé fólk enn fastheldið á gamla myndbandstækið sitt og að geta tekið upp á það. Staðan á markaði útleigu og sölu á mynddiskum og myndböndum segir samt heilmikið um að þessi stafræna bylting sé þrátt fyrir allt hafin hérlendis. Birgir Sigfússon, sölustjóri hjá Sambíóunum, segir að mynddiskarnir hafi gjörsamlega gleypt sölumarkaðinn: „Sala á myndböndum hér á landi er nær al- farið dottin upp fyrir – að und- anskildum barnamyndum.“ Birgir er reyndar þeirrar skoðunar að hér hafi aldrei verið neinn sölumark- aður til að tala um á meðan mynd- böndin voru ein við lýði. En með til- komu mynddiska séu menn farnir að sjá söfnunargildið í kvikmynd- um á diskum, enda sé heildarsala á mynddiskum nú þegar orðin marg- falt meiri en hún hefur nokkru sinni verið á myndböndum. Þá eru mynddiskarnir á góðri leið með að taka fram úr mynd- böndunum á útleigumarkaðinum, en að sögn Birgis Sigfússonar, sölustjóra hjá Sambíóunum, eru hlutföllin á leigunum nú eitthvað um 65% af myndböndum á móti 35% af mynddiskum. Sér hann fyrir sér að áður en varir verði þessi hlutföll búin að snúast við, til fram- búðar. Þótt Bretinn sýni gömlu mynd- bandsgörmunum ekki lengur áhuga og fagni nú fullnaðarsigri stafrænu tækninnar þá verða okk- ar stafrænu herrar að bíða ögn lengur með að blása upp partí- blöðrurnar, en þó ekki mjög lengi. Við erum má kannski ekkert svo nýjungagjörn eftir allt saman? Dauði mynd- bandsins vofir yfir ’Sala á myndböndumhér á landi er nær alfar- ið dottin upp fyrir – að undanskildum barna- myndum. ‘ AF LISTUM Skarphéðinn Guðmundsson skarpi@mbl.is Richard Gere Jennifer Lopez Susan Sarandon Sýnd kl. 3, 5.50, 8 og 10.10. H.L.Mbl.  KRINGLAN Sýnd kl. 12 og 2. Sama Bridget.Glæný dagbók ri t. l Sýnd kl. 3, 5.40, 8 og 10.15. Shall we Dance? KEFLAVÍK Sýnd kl. 2 og 4. Kvikmyndir.com  H.J. Mbl.  Kvikmyndir.is Sýnd kl. 3, 5.45, 8 og 10.10. SETH GREEN MATTHEW LILLARD DAX SHEPARD KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. B.i. 12 ára. Frá leikstjóra Mr Deeds kemur gamanmynd sem fær þig til að missa það algjörlega. Fór beint á toppinn í USA KOPS frábær sænsk grínmynd sýnd kl. 6. Ísl. texti. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12 ára. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. B.i. 12 ára. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2. Ísl.tal. Engar tæknibrellur og raunverulegir hákarlar gera OPEN WATER að mögnuðustu spennumynd síðari ára! Engar tæknibrellur og raunverulegir hákarlar gera OPEN WATER að mögnuðustu spennumynd síðari ára! sýnd kl. 8. sýnd kl. 10. Láffaire Marcorelle (Marcorelle málið) Miðaverð 700 krónur.Keyptu þér passa sem gildir á allar 8 myndirnar á 2200 krónur. Allar myndir m. enskum texta. sýnd kl.6. InspecteurLavardin Scenes de Crimes (glæpavettvangur) "Snilldarþriller! Skuggalega hrollvekjandi!" - Variety "Nístir inn að beini!" - Elle "Upplifun! Meiriháttar!" - Leonard Maltin Sjúklega sniðug! Steikir taugarnar í gegn!" - Peter Travers, Rolling Stone ill ill ! l ll j i! - ri t í i i i i! - ll lif ! i i ! - r lti j l i ! i i í ! - t r r r , lli t "Snilldarþriller! Skuggalega hrollvekjandi!" - Variety "Nístir inn að beini!" - Elle "Upplifun! Meiriháttar!" - Leonard Maltin Sjúklega sniðug! Steikir taugarnar í gegn!" - Peter Travers, Rolling Stone ill ill ! l ll j i! - ri t í i i i i! - ll lif ! i i ! - r lti j l i ! i i í ! - t r r r , lli t

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.