Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÍSLENSKIR nemendur í 10. bekk
eru í 10.–14. sæti samanborið við
hinar 30 OECD-þjóðirnar þegar
stærðfræðikunnátta er borin saman
milli landa, að því er fram kemur í
nýrri alþjóðlegri rannsókn, unninni
af Efnahagssamvinnu- og þróun-
arstofnuninni (OECD).
PISA-rannsóknin var unnin árið
2003, en niðurstöður hennar voru
kynntar fjölmiðlum í gær. Kunn-
átta 15 ára nemenda í stærðfræði,
lestri og náttúrufræði var könnuð í
öllum 30 OECD-löndunum, auk 11
annarra landa. Þetta er í annað
skipti sem þessi rannsókn er gerð,
síðast árið 2000, og er stefnt að því
að gera sams konar rannsókn árið
2006 til að samanburður milli rann-
sókna verði marktækari. Sérstök
áhersla var lögð á stærðfræði í
þessari rannsókn, en áherslan var á
lestur í rannsókninni árið 2000 og
verður á náttúrufræði árið 2006.
Þegar stærðfræðikunnátta nem-
enda er borin saman kemur í ljós
að íslenskir nemendur eru yfir
meðaltalinu, og eru í 10.–14. sæti
þegar þeir eru bornir saman við
hinar OECD-þjóðirnar, en í 13.–17.
sæti samanborið við allar þjóðirnar
41 í rannsókninni. Ekki er hægt að
skipa nákvæmlega í ákveðið sæti
þar sem ekki var marktækur mun-
ur á þeim þjóðum sem eru flokk-
aðar saman í sæti.
„Karla-gorgeir“
Athygli vekur að á Íslandi er
langmestur munur á getu
kynjanna, og eru íslenskar stúlkur
mun betri í stærðfræði en drengir.
Þegar kynin eru aðskilin kemur í
ljós að íslenskar stúlkur eru í 8.
sæti samanborið við stúlkur í hin-
um löndunum, en drengirnir eru í
20. sæti af þjóðunum 41. Ísland er
eina landið þar sem stúlkur eru
verulega mikið betri en drengir í
stærðfræði. Júlíus K. Björnsson,
forstöðumaður Námsmatsstofnun-
ar, segir að þetta sé staðfesting á
þeim grun sem menn innan stofn-
unarinnar hafi haft af fenginni
reynslu af samræmdum prófum.
Hann kann engar skýringar á þess-
um mikla mun, en segir að lögð
verði áhersla á að rannsaka hvern-
ig hann komi til og hvað megi gera
til að bæta árangur drengjanna.
Þrátt fyrir svo augljósan mun á
árangri drengja og stúlkna í stærð-
fræði eru stúlkurnar mun óörugg-
ari með stærðfræðikunnáttu sína,
og kvíða því að takast á við stærð-
fræðina. Drengirnir eru mun
öruggari með sig þegar þeir eru
spurðir um stærðfræðikunnáttu, og
hafa mun frekar þá mynd af sjálf-
um sér að þeir séu góðir í stærð-
fræði en stelpurnar. „Strákarnir
hafa miklu betra sjálfsálit og sjálfs-
öryggi í stærðfræði en stelpur,
sumar konur túlka þetta sem klass-
ískan karla-gorgeir, en ég veit ekki
alveg hvernig á að túlka það. Það
er allavega alveg ljóst að hér er
ákveðin þversögn á ferðinni,“ segir
Júlíus.
Um meðaltal í lestri
og náttúrufræði
Þegar árangurinn í lestri er
skoðaður eru íslenskir 10. bekk-
ingar í 17.–24 sæti af þjóðunum 41,
og einkunn þeirra er í meðallagi.
Samanborið við þá einkunn sem
fékkst í rannsókninni árið 2000
lækka íslenskir unglingar örlítið,
og þegar það er skoðað nánar
standa stúlkur í stað en drengir
lækka örlítið, segir Júlíus. Íslend-
ingar eru örlítið undir meðaltali í
náttúrufræði, og lenda í 19.–23.
sæti af 41., og standa í stað í stig-
um samanborið við rannsóknina
sem gerð var árið 2000.
PISA-rannsóknin er öðruvísi en
aðrar svipaðar rannsóknir, sem
gerðar hafa verið, svo sem
TIMMS-rannsóknin frá árinu 1995
þar sem slakur árangur íslenskra
10. bekkinga vakti mikil viðbrögð,
enda mældust þeir í 32. sæti af 41
þjóð. Í PISA-rannsókninni er leit-
ast við að meta hagnýta þekkingu
sem nemendur geta nýtt sér í líf-
inu, í stað þess að kanna eitthvað
sem eðlilegt er að þeim hafi verið
kennt. Alls tóku rúmlega 270 þús-
und unglingar þátt í rannsókninni í
löndunum 41, yfirleitt á bilinu 4.500
til 10.000 í hverju landi. Á Íslandi
tóku því sem næst allir krakkar í
10. bekk þátt, samtals um 3.900
einstaklingar.
Samanborið við niðurstöður ann-
arra rannsókna eru íslenskir nem-
endur í 10. bekk að hækka á sam-
anburðarlistum yfir stærðfræði-
kunnáttu, en erfitt er að bera
niðurstöðurnar saman milli rann-
sókna vegna þess að nú eru fleiri
þjóðir með í rannsókninni, auk þess
sem ekki er hægt að sjá þróun
nægilega vel með eingöngu tveimur
rannsóknum. Júlíus segir þó ljóst
að árangur íslensku krakkanna sé
betri nú en áður, sem sé skýr vís-
bending um að íslenska skólakerfið
sé á réttri braut.
Finnar bera af hinum
Norðurlandaþjóðunum
Íslenskir 10. bekkingar eru á
svipuðu róli og jafnaldrar þeirra í
Danmörku og Svíþjóð, en finnskir
krakkar standa sig áberandi best
af Norðurlandabúunum og voru í
1.–5. sæti af 41. Norskir krakkar
virðast þó vera fremur illa stödd,
og mælast í 20.–25. sæti af 41.
Tengsl milli efnahags þjóða og
frammistöðu nemendanna reyndust
veik, en athygli vakti slakur árang-
ur Norðmanna þar sem þjóðar-
tekjur þar eru háar en stærðfræði-
árangur slakur. Í Finnlandi er
efnahagurinn verri en námsárang-
ur mun betri, en hér á landi er ár-
angurinn í meðaltali miðað við
þjóðartekjur.
Í rannsókninni var leitast við að
kanna ástæðurnar fyrir árangri
hverrar þjóðar. Í ljós kom að
minnstur fjölbreytileiki á árangri
nemenda á milli skóla er á Íslandi
og í Finnlandi, og skiptir því
minnstu máli í þessum löndum í
hvaða skóla nemendurnir voru, ár-
angurinn var alls staðar svipaður.
Tengsl félagslegrar stöðu og stærð-
fræðikunnáttu var hvergi minni en
hér á landi. Þetta tvennt segir Júl-
íus benda til þess að jafnrétti til
náms sé með því besta sem gerist
hér á landi, og foreldrar þurfi því
ekki að hafa áhyggjur af því í
hvaða skóla þeir senda börn sín.
Júlíus segir niðurstöðurnar úr
rannsókninni benda eindregið til
þess að í þeim löndum sem standa
sig best sé ákvarðanataka um mál-
efni skólanna ekki miðstýrð, reynt
sé að jafna aðstöðumun til mennt-
unar en stjórnvöld setji viðmið og
leggi fram námskrár ásamt því að
sjá um mat á árangri. Einnig segir
hann að flest löndin, sem standi sig
best, séu með blandaða bekki, leggi
áherslu á einstaklingsmiðað nám og
þar komi sundurgreining náms-
brauta fremur seint á námsferl-
inum.
Alþjóðleg rannsókn á stærðfræði-, lestrar- og náttúrufræðikunnáttu 10. bekkinga
Íslenskir unglingar í 10.–
14. sæti af 30 í stærðfræði
Stelpur áberandi
betri í stærðfræði
en strákar
!
!" #$%% &
'(
()* %
%%
+! ,
-
' %
. % &
%
/0)1
2 3 !
% 4/ 2
/ &
%%
1
#5 % 6 7
# 0%
8
#/
99:
9;;
9;<
9=>
9=?
9=;
9=<
9<@
9<A
9<A
9<;
9<=
9B?
9B9
9B;
9BB
9:@
9:>
9:?
9:=
9:=
;@>
;@9
;@=
;@:
;@:
;>9
;>=
;>=
;?>
;??
;??
;;9
;=A
;<=
;<<
;BA
=>9
=?:
=9@
=9?
4*,
28
'
),
!
"
BC
<C
=C
;C
9C
?C
AC
>C
@C
B:C
BBC
B<C
B=C
B;C
B9C
B?C
BAC
B>C
B@C
<:C
<BC
<<C
<=C
<;C
<9C
<?C
<AC
<>C
<@C
=:C
=BC
=<C
==C
=;C
=9C
=?C
=AC
=>C
=@C
;:C
;BC
4%
-3 D5%%%5 ,)") %+"*%)
Morgunblaðið/Jim Smart
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í mennta-
málaráðuneytinu (t.v.), á kynningarfundi um PISA-rannsóknina sem fram fór í gærdag.
„ÞEGAR upp er staðið met ég það þannig að niðurstöð-
urnar úr PISA-rannsókninni séu mjög jákvæðar fyrir
okkur Íslendinga. Við erum búin að taka miklum og
stórstígum framförum, en engu að síður eru þarna
þættir sem við þurfum að huga sérstaklega vel að, og
þá er það sérstaklega þessi kynjamunur,“ sagði Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra eft-
ir að niðurstöður PISA-rannsóknarinnar höfðu verið
kynntar í menntamálaráðuneytinu í gær.
Ráðherra sagði ljóst að árangur Íslands væri betri nú
en í öðrum alþjóðlegum rannsóknum, t.d. TIMMS-
rannsókninni sem gerð var árið 1995 þar sem íslenskir
10. bekkingar voru talsvert undir meðaltali. „Það sem
maður veltir fyrir sér er af hverju árangurinn sé betri
nú en áður, hvað það er sem við erum að gera rétt varð-
andi stærðfræðina,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún segir
að Námsmatsstofnun muni nú, í samvinnu við mennta-
málaráðuneytið, kanna af hverju árangur íslenskra
unglinga er betri nú en áður og hvað þurfi að gera á
öðrum sviðum.
„Við erum að ná mjög jákvæðum og sérstæðum ár-
angri með stelpurnar. Við erum eina landið af þessu 41
sem er að ná þetta jákvæðum árangri með stelpurnar.
Þær eru að skara framúr og hífa okkur upp um öll
þessi sæti. Þó að strákarnir séu að standa sig ágætlega
– þeir eru í meðaltalinu og rétt að undirstrika það – þá
eru það stelpurnar sem eru að skara framúr. Ég held
það væri mikill fengur í því ef við færum í það að skoða
af hverju þessi kynjamunur er,“ segir Þorgerður Katr-
ín. Í framhaldi af því ætti svo að kanna hvernig má
stuðla að því að strákarnir nái sama árangri og stelp-
urnar, og þannig hífa árangur landsins enn ofar.
Gæðin eru að aukast
Spurð hvað þurfi að bæta til þess að íslenskir nem-
endur standi sig betur gagnvart samanburðarþjóð-
unum segir Þorgerður Katrín að skoða þurfi bak-
grunnsspurningarnar sem fylgi rannsókninni til að
finna hvað það er sem vel er gert og hvað megi bæta.
„Það hefur verið markvisst aukið fjármagnið sem sett
er í skólakerfið, við höfum verið að fá mikið út úr því
fjármagni sem við höfum sett í það. Síðan er spurningin
hvort hægt sé að bæta bæði fjármagnið og það sem við
þurfum að ætlast til að fá fyrir þá peninga sem við setj-
um í [skólakerfið]. Ég vil meina að það hafi gefist nokk-
uð vel hjá okkur, við erum greinilega að fá aukin gæði
út úr því sem við erum að setja í kennsluna og í skóla-
umhverfið.“
Þorgerður Katrín segir að íhuga þurfi að setja meira
fé í gæðaeftirlit með skólum á öllum skólastigum. „Við
erum að setja mjög aukið fé í allt skólastarf, og við
þurfum að vita að þar sem við erum að setja aukið fé
séum við að fá aukin gæði og ná þeim markmiðum sem
við höfum sett okkur.“
Niðurstöðurnar mjög
jákvæðar fyrir Íslendinga
BIRNA Hugrún Bjarnardótt-
ir, formaður stjórnar Flatar,
samtaka stærðfræðikennara,
segist ekki merkja það í
kennslutímum að stúlkur séu
betri í stærðfræði en drengir.
Stúlkurnar séu iðnari í tímum
og samviskusamari en á móti
fari drengirnir eigin leiðir,
sýni frumkvæði sem jafnan
hafi verið talinn þeirra styrk-
ur í stærðfræði. Ekki sé telj-
andi munur á kynjunum eins
og hún upplifi það í kennslu-
stofunni.
Munur á prófum
Hins vegar bendi niður-
stöður samræmdra prófa í 4.
og 7. bekk í stærðfræði til
þess að munurinn sé fyrir
hendi. Í 10. bekk eigi hins
vegar að hafa degið saman
með kynjunum, en svo sé
ekki samkvæmt rannsókninni
sem út af fyrir sig sé verðugt
rannsóknarefni. „Það virðist
ekki vera nein ein skýring á
þessu,“ segir Birna.
Formaður
stjórnar Flatar
Verðugt
rannsókn-
arefni
TENGLAR
.....................................................
Sjá ítarefni á mbl.is.