Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF BENSÍNVERÐ á heimsmarkaði hefur lækkað verulega á síðustu dög- um eða um rúmlega 15%. Mánudag- inn 29. nóvember kostaði tonnið af 95 oktana blýlausu bensíni 440 Banda- ríkjadali á markaði í Rotterdam en föstudaginn 3. desember var tonnið komið niður í 372 dali. Að sögn Magnúsar Ásgeirssonar, innkaupa- stjóra Olíufélagsins, er ástæðan fyrir þessari lækkun fyrst og fremst sú að bjartsýni á markaði hafi aukist. Hann segir að markaðsaðilar óttist olíuskort vegna húsakyndingar í Bandaríkjunum en eftir að birtar voru tölur um olíubirgðir í Banda- ríkjunum hafi eftirspurn minnkað. Þar með er meira framboð á olíu til bensínframleiðslu og verðið á bensíni lækkar. Í gær lækkaði Q8 í Danmörku bensínverð um 15 aura og hefur verð hjá fyrirtækinu alls lækkað um 25 aura í desember. Hjá Shell í Svíþjóð kostar bensínlítrinn nú 9,69 sænskar krónur en í byrjun desember kostaði hann 10,06 þar. Íslensku félögin bregðast við Olíufélagið, Skeljungur og Olís lækkuðu öll verð hjá sér á föstudag og í gær lækkuðu Olíufélagið og Skeljungur verð á bensíni með fullri þjónustu um 1,50 krónur og er það nú 107,6 krónur og 101,60 í sjálfs- afgreiðslu. Verð á bensínlítranum í sjálfsaf- greiðslu er lægst 99,9 krónur hjá ESSO Express. Hjá Olís er algengt verð frá 100,7 í 101,2 krónur í sjálfs- afgreiðslu en algengt verð hjá ÓB er 99,6 krónur. „Við lækkuðum verð á nánast hverjum degi í síðustu viku og erum enn að lækka,“ segir Samúel Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga- og áhættustýringasviðs Olís. „Við munum alltaf kappkosta að bjóða viðskiptavinum okkar sam- keppnishæft verð og góða þjónustu. Atlantsolía lækkaði bensínverð um miðnættið um 3,40 krónur, úr 102,90 í 99,50. Samkvæmst upplýsingum þaðan hefur verðið ekki farið undir 100 krónur síðan í lok ágúst. Heimsmarkaðsverð á bensíni lækkar ört      '     0123! 4 56 782   #            !""   Bensínlítrinn niður fyrir 100 krónur á Íslandi  # $%&       ' ' ()$* +,        ' ' -+- ./,       ' ' 0(, 11    ' ' 2-*, 3"       ' '    ! "#!$"% & '97 7:;;< = )#%  # ) + 4 56 7118 4 56 75 9 : (;:   "< + 1 74 " = " >"1 07>"1 ?" >"1 = " /  /  (< .<; 1 6 .6 "1   $@ ; $ 55 (;:   "<> A 5   ,  ( 1 195 = " (5< 9 6 9;" 5> ; 95 7B"9 > 9 C  D @" 3 9> " 08<5" ?EF1" ; 95 "" G@ ; $=( $:5 H<$595 " $85 9 89@ 9 C  @ )"<  ) C<< "< 9 89 " I "" 5 89 " D  95   J$F> <      &7$7 +5 5 >11 ( 1  *C;; 9 ?" E = "  )F1 F I: C<< "<H<= "  $E9   9 1 9          J J J   J   J  J J    J   J J J  J J   J  J  7 C "< : C  9 1 9 J   J    J J J J  J J J  J  J  J J J J J   J J  J J J J J J J J J J J KJ'L K 'L KJ  'L K  'L J J KJ 'L KJ  'L J J J K 'L J K'L KJ 'L J J J J J K'L K 'L J J K'L J J J J J J J J J J J   9 1 6 < " ) >9E1<  056$            J J J  J    J  J  J     J    J J J  J J  J   J                                 J                                                J I 9 1 6 EMB 1  +) N+@5<5"   (;8  9 1 6   J J J  J  J  J J  J   J J J  J J  J  J  ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Grettir hf. hefur keypt 16,3% hlutafjár í Straumi fjárfestingarbanka hf. Seljendur eru Tryggingamiðstöðin (TM) sem selur 9,22% hlut og Landsbanki Íslands hf. sem selur 7,08% hlut. Félagið er ný- stofnað og er það í 49,75% eigu TM, 49,75% eigu Landsbankans og 0,5% eigu Stefáns I. Bjarnasonar. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, segir Gretti vera al- hliða fjárfestingarfélag sem sé í upp- hafi stofnað um eignarhlutina í Straumi en vel geti til þess komið að félagið fjárfesti einnig í öðrum fé- lögum. Tilfærslur með 16,3% í Straumi ● ICELANDAIR hefur samið við Air France Services Ltd. um innritun far- þega og afgreiðslu flugs á Heathrow- flugvellinum í London. Fyrir stuttu bárust fréttir af því að Swissport UK, þjónustuaðili Icelandair, hefði hætt starfsemi en stuttu eftir það náðust samningar við Air France. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsinga- fulltrúa Flugleiða, er samningurinn til langframa en vegna samningsins hefur afgreiðsla Icelandair færst yfir í flugstöðvarbyggingu 2 á Heathrow þar sem mörg stærstu flugfélög heims hafa aðstöðu. Icelandair semur við Air France ● HLUTABRÉF lækkuðu lítillega í verði í Kauphöll Íslands í gær en Úrvals- vísitala fimmtán stærstu fyrir- tækjanna lækkaði um 0,2% í 3.451 stig. Mest viðskipti voru með hluta- bréf í Straumi vegna tilfærslu á eign- arhlut TM og Landsbankans til Grettis hf. Verð hlutabréfa í Kögun hækkaði mest, eða um 3%, og hlutabréf í Aust- urbakka lækkuðu mest, um 3,1%. Kögun hækkar mest ● SAMKEPPNISRÁÐ hefur bannað Landsímanum hf. að nota orðin frítt og ókeypis í auglýsingum sínum, sam- kvæmt kvörtun Og fjarskipta hf. en auk þess hefur Og fjarskiptum verið bannað nota orðið frítt í auglýsingum samkvæmt kvörtun Landsímans. Mega ekki nota frítt JÓN Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, er fjórði á lista yfir hundrað áhrifamestu menn í bresk- um tískuheimi í Bretlandi, sam- kvæmt nýrri samantekt Drapers Record. Hann er nú fjörutíu og sjö sætum framar á listanum en hann var í fyrra og er það næstmesta stökkið á milli ára. Áhrifamestur allra í tískuheimi Breta þykir auðjöfurinn Philip Green, sem á tískuverslunarkeðjur Arcadia og BhS. Annað sætið verm- ir forstjóri Next-tískukeðjunnar, Simon Wolfson, og í því þriðja situr Stuart Rose, forstjóri Marks & Spencer og fyrrum forstjóri Arc- adia. Neðar á listanum er að finna nöfn eins og Marc Jacobs fatahönn- uð (11.) og Wayne Rooney fótbolta- kappa (20.). Enn aftar á listanum sitja fyrirsætan Kate Moss (70.), Kevin Stanford sem seldi Baugi hlut sinn í Karen Millen (76.) og fata- hönnuðurinn Karl Lagerfeld (84.). Drapers stærir sig af því að hafa haft rétt fyrir sér um Jón Ásgeir í fyrra þegar það ráðlagði fólki að fylgjast með því sem hann væri að gera. Útlit sé fyr- ir hraðan vöxt tískufatafyrir- tækis Baugs, Mosaic, en til þess heyra versl- unarkeðjurnar Oasis, Coast, Whistles og Karen Millen. Gert sé ráð fyrir 500 millj- óna punda sölu í ár, miðað við 360 milljónir í fyrra og sögusagnir séu uppi um að fyrirtækið fari á markað innan tveggja ára. Umsvif Baugs í breskri tísku- verslun eru tíunduð í umfjöllun blaðsins og bent á að fyrirtækið hafi jafnframt fjárfest í annars konar smásölu í Bretlandi, t.d. mat- vörukeðjunni Big Food Group. Að lokum er spurt: „Vildum við ekki öll gjarnan vita hvernig innkaupalisti Jóns Ásgeirs fyrir árið 2005 lítur út?“ Jón Ásgeir Jóhannesson Jón Ásgeir meðal áhrifamestu í breska tískuheiminum EFNAHAGS- og samvinnu- stofnunin OECD mælir með því að fyrirhuguðum skatta- lækkunum verði frestað uns dregur úr þenslu íslensks efna- hagslífs. Þetta kemur fram í skýrslu stofnunarinnar fyrir Ís- land sem gefin var út á síðasta degi nóvembermánaðar. Í skýrslunni kemur fram að þenslan sé líklega ekki búin að ná hámarki og því sé frekari hækkunar stýrivaxta þörf. Jafnframt segir að mikilvægt sé að beita stöðugri fjármála- stefnu eigi vaxtahækkanir að skila árangri. Þess vegna séu skattalækkanir ekki ráðlegar að sinni. Samkvæmt spá OECD mun aukning einkaneyslu á Íslandi á þessu ári vera 7,3% frá fyrra ári en á næsta ári mun aukningin vera 4,8%. OECD: Skattalækk- unum verði frestað BURÐARÁS hefur aukið hlut sinn í sænska fjárfestingarbankanum D. Carnegie & Co. um ríflega 3,1 millj- ón hluta og á nú samtals tæplega 12 milljónir hluta sem samsvarar 17,87% af heildarhlutafé Carnegie. Kaupin fóru fram síðdegis á föstudag og kaupverðið var 85 sænskar krón- ur á hlut. Í kjölfar kaupa Burðaráss á 10,4% hlut í Carnegie í lok nóvember hafa sænskir sérfræðingar sett fram getgátur um yfirtöku og líklegt er að þær getgátur fái byr undir báða vængi í kjölfar nýjustu tíðinda. Burðarás eykur hlut sinn í Carnegie
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.