Morgunblaðið - 07.12.2004, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
BENSÍNVERÐ á heimsmarkaði
hefur lækkað verulega á síðustu dög-
um eða um rúmlega 15%. Mánudag-
inn 29. nóvember kostaði tonnið af 95
oktana blýlausu bensíni 440 Banda-
ríkjadali á markaði í Rotterdam en
föstudaginn 3. desember var tonnið
komið niður í 372 dali. Að sögn
Magnúsar Ásgeirssonar, innkaupa-
stjóra Olíufélagsins, er ástæðan fyrir
þessari lækkun fyrst og fremst sú að
bjartsýni á markaði hafi aukist.
Hann segir að markaðsaðilar óttist
olíuskort vegna húsakyndingar í
Bandaríkjunum en eftir að birtar
voru tölur um olíubirgðir í Banda-
ríkjunum hafi eftirspurn minnkað.
Þar með er meira framboð á olíu til
bensínframleiðslu og verðið á bensíni
lækkar.
Í gær lækkaði Q8 í Danmörku
bensínverð um 15 aura og hefur verð
hjá fyrirtækinu alls lækkað um 25
aura í desember. Hjá Shell í Svíþjóð
kostar bensínlítrinn nú 9,69 sænskar
krónur en í byrjun desember kostaði
hann 10,06 þar.
Íslensku félögin bregðast við
Olíufélagið, Skeljungur og Olís
lækkuðu öll verð hjá sér á föstudag
og í gær lækkuðu Olíufélagið og
Skeljungur verð á bensíni með fullri
þjónustu um 1,50 krónur og er það
nú 107,6 krónur og 101,60 í sjálfs-
afgreiðslu.
Verð á bensínlítranum í sjálfsaf-
greiðslu er lægst 99,9 krónur hjá
ESSO Express. Hjá Olís er algengt
verð frá 100,7 í 101,2 krónur í sjálfs-
afgreiðslu en algengt verð hjá ÓB er
99,6 krónur. „Við lækkuðum verð á
nánast hverjum degi í síðustu viku og
erum enn að lækka,“ segir Samúel
Guðmundsson, framkvæmdastjóri
fjárfestinga- og áhættustýringasviðs
Olís. „Við munum alltaf kappkosta að
bjóða viðskiptavinum okkar sam-
keppnishæft verð og góða þjónustu.
Atlantsolía lækkaði bensínverð um
miðnættið um 3,40 krónur, úr 102,90
í 99,50. Samkvæmst upplýsingum
þaðan hefur verðið ekki farið undir
100 krónur síðan í lok ágúst.
Heimsmarkaðsverð
á bensíni lækkar ört
' 0123!4 56
782
#
!"" Bensínlítrinn niður fyrir 100 krónur á Íslandi
#
$%&
'
'
()$*
+,
'
'
-+-
./,
'
'
0(,
11
'
'
2-*, 3"
'
'
! "#!$"%
&
'97 7:;;<
=
)#% #
)
+ 4 56
7118 4 56
75 9 :
(;: "< + 1
74 "
= " >"1
07>"1
?" >"1 = "
/
/ (<
.<; 1 6
.6 "1 $@ ;
$ 55 (;: "<>
A 5
,
( 1 195 = "
(5< 9
6 9;"
5> ;
95 7B"9 > 9 C D
@"
3 9> "
08<5"
?EF1" ;
95 ""
G@ ;
$=(
$:5 H<$595 "
$85 9 89@ 9 C @
)"< ) C<< "< 9 89 "
I "" 5 89 "
D
95 J$F> <
&7$7
+5 5 >11
( 1 *C;; 9
?" E = " )F1 F
I: C<< "<H<= " $E9
9 1 9
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
7 C "< :
C 9 1 9
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
KJ'L
K
'L
KJ
'L
K
'L
J
J
KJ
'L
KJ
'L
J
J
J
K'L
J
K'L
KJ
'L
J
J
J
J
J
K'L
K
'L
J
J
K'L
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
9 1 6
< "
) >9E1<
056$
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
I 9 1 6 EMB 1
+) N+@5<5" (;8
9 1 6
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Grettir hf.
hefur keypt 16,3% hlutafjár í Straumi
fjárfestingarbanka hf. Seljendur eru
Tryggingamiðstöðin (TM) sem selur
9,22% hlut og Landsbanki Íslands hf.
sem selur 7,08% hlut. Félagið er ný-
stofnað og er það í 49,75% eigu TM,
49,75% eigu Landsbankans og 0,5%
eigu Stefáns I. Bjarnasonar.
Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri
Landsbankans, segir Gretti vera al-
hliða fjárfestingarfélag sem sé í upp-
hafi stofnað um eignarhlutina í
Straumi en vel geti til þess komið að
félagið fjárfesti einnig í öðrum fé-
lögum.
Tilfærslur með
16,3% í Straumi
● ICELANDAIR hefur samið við Air
France Services Ltd. um innritun far-
þega og afgreiðslu flugs á Heathrow-
flugvellinum í London. Fyrir stuttu
bárust fréttir af því að Swissport UK,
þjónustuaðili Icelandair, hefði hætt
starfsemi en stuttu eftir það náðust
samningar við Air France. Að sögn
Guðjóns Arngrímssonar, upplýsinga-
fulltrúa Flugleiða, er samningurinn til
langframa en vegna samningsins
hefur afgreiðsla Icelandair færst yfir í
flugstöðvarbyggingu 2 á Heathrow
þar sem mörg stærstu flugfélög
heims hafa aðstöðu.
Icelandair semur
við Air France
● HLUTABRÉF lækkuðu lítillega í verði
í Kauphöll Íslands í gær en Úrvals-
vísitala fimmtán stærstu fyrir-
tækjanna lækkaði um 0,2% í 3.451
stig. Mest viðskipti voru með hluta-
bréf í Straumi vegna tilfærslu á eign-
arhlut TM og Landsbankans til Grettis
hf. Verð hlutabréfa í Kögun hækkaði
mest, eða um 3%, og hlutabréf í Aust-
urbakka lækkuðu mest, um 3,1%.
Kögun hækkar mest
● SAMKEPPNISRÁÐ hefur bannað
Landsímanum hf. að nota orðin frítt
og ókeypis í auglýsingum sínum, sam-
kvæmt kvörtun Og fjarskipta hf. en
auk þess hefur Og fjarskiptum verið
bannað nota orðið frítt í auglýsingum
samkvæmt kvörtun Landsímans.
Mega ekki nota frítt
JÓN Ásgeir Jóhannesson, forstjóri
Baugs Group, er fjórði á lista yfir
hundrað áhrifamestu menn í bresk-
um tískuheimi í Bretlandi, sam-
kvæmt nýrri samantekt Drapers
Record. Hann er nú fjörutíu og sjö
sætum framar á listanum en hann
var í fyrra og er það næstmesta
stökkið á milli ára.
Áhrifamestur allra í tískuheimi
Breta þykir auðjöfurinn Philip
Green, sem á tískuverslunarkeðjur
Arcadia og BhS. Annað sætið verm-
ir forstjóri Next-tískukeðjunnar,
Simon Wolfson, og í því þriðja situr
Stuart Rose, forstjóri Marks &
Spencer og fyrrum forstjóri Arc-
adia. Neðar á listanum er að finna
nöfn eins og Marc Jacobs fatahönn-
uð (11.) og Wayne Rooney fótbolta-
kappa (20.). Enn aftar á listanum
sitja fyrirsætan Kate Moss (70.),
Kevin Stanford sem seldi Baugi hlut
sinn í Karen Millen (76.) og fata-
hönnuðurinn Karl Lagerfeld (84.).
Drapers stærir sig af því að hafa
haft rétt fyrir sér um Jón Ásgeir í
fyrra þegar það
ráðlagði fólki að
fylgjast með því
sem hann væri að
gera. Útlit sé fyr-
ir hraðan vöxt
tískufatafyrir-
tækis Baugs,
Mosaic, en til
þess heyra versl-
unarkeðjurnar
Oasis, Coast, Whistles og Karen
Millen. Gert sé ráð fyrir 500 millj-
óna punda sölu í ár, miðað við 360
milljónir í fyrra og sögusagnir séu
uppi um að fyrirtækið fari á markað
innan tveggja ára.
Umsvif Baugs í breskri tísku-
verslun eru tíunduð í umfjöllun
blaðsins og bent á að fyrirtækið hafi
jafnframt fjárfest í annars konar
smásölu í Bretlandi, t.d. mat-
vörukeðjunni Big Food Group. Að
lokum er spurt: „Vildum við ekki öll
gjarnan vita hvernig innkaupalisti
Jóns Ásgeirs fyrir árið 2005 lítur
út?“
Jón Ásgeir
Jóhannesson
Jón Ásgeir meðal
áhrifamestu í breska
tískuheiminum
EFNAHAGS- og samvinnu-
stofnunin OECD mælir með
því að fyrirhuguðum skatta-
lækkunum verði frestað uns
dregur úr þenslu íslensks efna-
hagslífs. Þetta kemur fram í
skýrslu stofnunarinnar fyrir Ís-
land sem gefin var út á síðasta
degi nóvembermánaðar. Í
skýrslunni kemur fram að
þenslan sé líklega ekki búin að
ná hámarki og því sé frekari
hækkunar stýrivaxta þörf.
Jafnframt segir að mikilvægt
sé að beita stöðugri fjármála-
stefnu eigi vaxtahækkanir að
skila árangri. Þess vegna séu
skattalækkanir ekki ráðlegar
að sinni.
Samkvæmt spá OECD mun
aukning einkaneyslu á Íslandi á
þessu ári vera 7,3% frá fyrra ári
en á næsta ári mun aukningin
vera 4,8%.
OECD:
Skattalækk-
unum verði
frestað
BURÐARÁS hefur aukið hlut sinn í
sænska fjárfestingarbankanum D.
Carnegie & Co. um ríflega 3,1 millj-
ón hluta og á nú samtals tæplega 12
milljónir hluta sem samsvarar
17,87% af heildarhlutafé Carnegie.
Kaupin fóru fram síðdegis á föstudag
og kaupverðið var 85 sænskar krón-
ur á hlut. Í kjölfar kaupa Burðaráss á
10,4% hlut í Carnegie í lok nóvember
hafa sænskir sérfræðingar sett fram
getgátur um yfirtöku og líklegt er að
þær getgátur fái byr undir báða
vængi í kjölfar nýjustu tíðinda.
Burðarás eykur hlut
sinn í Carnegie