Morgunblaðið - 07.12.2004, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 07.12.2004, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 17 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Strandgata 32 • S. 555 2615 opið Laugardag 10 - 16 & Sunnudag 13 - 17 JÓLATILBOÐ Tilboð 1: kr. 20.000,- Göngu-, tölvu-, sjónvarps- eða lesgleraugu. Fjölskipt gleraugu, þ.e. fjær- + lesgleraugu. Tilboð 2: kr. 40.000,- Trönuhrauni 6, 220 Hafnarfjörður • Sími: 565 1533 www.polafsson.is • polafsson@polafsson.is púlsmælar fyrir alla þjálfun HREIÐAR Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, segir að sú mynd sem dregin er upp í dönskum fjölmiðlum af starfsemi bankans und- anfarna daga sé alröng, engin innbyrðis eigna- tengsl séu milli KB banka og annarra íslenskra fjármálastofnana. Umfjöllun danskra fjölmiðla, einkum Berl- ingske Tidende, um útrás íslenskra banka hef- ur einkum beinst að KB banka. Hefur meðal annars verið sagt að í kringum hann sé köngulóarvefur eignatengsla sem hafi verið bönnuð í Danmörku frá því á þriðja áratug síð- ustu aldar og sem auki líkur á að erfiðleikar komi upp í rekstri. „Það er verið að telja fólki trú um að við eig- um í einhverjum öðrum íslenskum bönkum og aðrir íslenskir bankar eigi í okkur og það er einfaldlega ekki rétt,“ segir Hreiðar Már. KB banki keypti í haust allt hlutafé í FIH, þriðja stærsta fyrirtækjabanka Danmerkur. Að mati Hreiðars Más kemur umfjöllun dönsku fjölmiðlanna í kjölfar kaupa Baugs Group, Straums Fjárfestingabanka, o.fl. á meirihluta hlutafjár í Magasin du Nord á dögunum. Hann segir athyglisvert að líta til eigna- tengsla í dönskum bönkum. „Í öllum stærstu bönkum Norðurlandanna er annaðhvort ríkið stór eignaraðili eða einhver innbyrðis eigna- tengsl á milli stærstu hluthafa og viðkomandi banka.“ Ekki þurfi annað en líta til stærsta banka Dana, Danske Bank, þar sem stærsti hluthaf- inn sé stærsta fyrirtækjasamsteypa Danmerk- ur, A.P. Møller Group. „Það er ljóst að útrás okkar hefur vakið mikla athygli og kannski ekki að furða, því að í upphafi þessa árs voru örfá dönsk fyrirtæki að greiða okkur vaxtamun en í lok þessa árs eru yfir 5.500 dönsk fyrirtæki að greiða íslenskum banka vaxtamun,“ segir hann. Ekki fiskimarkaður Að sögn Hreiðars Más hafa viðtökurnar ver- ið sams konar á hinum Norðurlöndunum, t.d. þegar bankinn hóf að fjárfesta í Svíþjóð fyrir nokkrum misserum. Samtök smærri fjárfesta þar í landi hefðu t.d. sagt að sænskur fjár- málamarkaður væri ekki fiskimarkaður og Ís- lendingar hefðu ekkert fram að færa. Umræð- an þar í landi hefði hins vegar snúist til hins betra. Í Bretlandi hafi umræða fjölmiðla um útrás íslenskra fjármálastofnana og fyrirtækja verið mun jákvæðari. Baugshlutur til sölu Berlingske Tidende birti síðan í gær viðtal við Sigurð Einarsson, stjórnarformann KB banka. Blaðið segir að Sigurður eigi sjálfur hlutabréf í bankanum fyrir yfir 1.100 milljónir íslenskra króna, en í viðtalinu vísar Sigurður því á bug að vexti fyrirtækisins megi líkja við vöxt tölvu- og tæknifyrirtækja í tæknibólunni fyrir nokkrum árum. Sagt er í greininni að verð hlutabréfa í KB banka hafi vaxið með miklum hraða; tvöfaldast í ár og er Sigurður beðinn um skýringu á því. „Ástæða gengishækkunarinnar er auknar tekjur. Gengi, innra virði og hagnaður sem hlutfall af markaðsvirði skýra framvinduna,“ er haft eftir Sigurði og einnig að eiginfjárhlut- fall bankans sé 16%, sem sé afar traust. Sigurður er spurður út í tengsl KB banka og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sem hafi nýlega keypt Magasin Nord í Kaupmannahöfn, þar sem bankinn eigi yfir fimmtung í Baugi Group, fyrirtæki Jóns Ásgeirs. „Þessi 22 prósenta hlutur í Baugi var staða sem við tókum þegar fyrirtækið var tekið af hlutabréfamarkaði. Þessi hlutur er til sölu,“ segir Sigurður í við- talinu. Hann undirstrikar að bankinn eigi ekki fulltrúa í stjórn Baugs og komi ekki nálægt rekstrinum. Þá vísar Sigurður því á bug, að „köngulóar- vefurinn“ í íslensku atvinnulífi, eins og blaðið orðar það, þar sem hópur fyrirtækja eigi hlut hvert í öðru, sé vandamál. Markmið KB banka sé að fjárfesta í óskráðum fyrirtækjum og selja bréfin eftir þrjú ár að jafnaði. „Þannig eignir eru nú minna en eitt prósent af eignum okkar. Það er talsvert minna en markmið okk- ar, sem er á milli 3 og 5 prósent,“ er haft eftir Sigurði. Sigurður er sagður eiga hlutabréf í KB banka fyrir yfir 1.100 milljónir króna og sam- tals eigi 14 stjórnendur bankans hlutabréf að virði 8.500 milljóna króna. Fullyrt er að slíkt eigi ekki fordæmi í Danmörku. „Það þýðir ekki að það sé rangt,“ svarar Sigurður. „Það er rétt, að þetta er stór upphæð, en hafa ber í huga, að fyrst þegar ég keypti hlutabréf í bankanum, árið 2000, var gengi bréfanna ann- að. Maður verður að skoða hvernig bankanum hefur reitt af og hver þróunin hefur verið á hlutabréfamarkaði síðan. Hefur þróunin orðið þessi bara vegna þess að við höfum hallað okk- ur aftur í stólnum og ekki aðhafst neitt? Eða er það vegna þess að við höfum eitthvað að- hafst, sem hefur leitt til þess að verðmæti bankans hefur aukist?“ spyr Sigurður að lok- um. Forstjóri KB banka um umfjöllun danskra fjölmiðla Dregin upp alröng mynd Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Vekja athygli Hreiðar Már Sigurðsson segir að í lok árs greiði yfir 5.500 dönsk fyrirtæki íslenskum banka vaxtamun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.