Morgunblaðið - 07.12.2004, Page 26

Morgunblaðið - 07.12.2004, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF                                     Suðurveri • Glæsibæ • Húsgagnahöllinni • Mjódd Gómsætar kynningar alla daga fram að jólum í Mjódd • S: 557 9060 Jólavörurnar komnar Frábærir Ítalskir götuskór með dempun í hæl fyrir dömur og herra Ekta leður Skóbúðin Mjódd sími 557-1291 Mikið úrval af úrum frá FOSSIL verð frá 6.900.- í Mjódd S: 567 3550 Á leikskólanum Seljaborg við Tungusel í Reykja- vík hafa nú verið inn- leiddir sérstakir skóla- búningar, sem samanstanda af bláum jogging- buxum, rauðum bómullarpeysum og rauðum flísjökkum. Framtak þetta er samvinna skólans og foreldranna. Eftir nokk- urra vikna reynslu af skólabúningunum telur starfsfólk Seljaborgar að stigið hafi verið mikið framfaraskref í þróun skólastarfsins með inn- leiðingu búninganna, en helstu rök með þeim eru þau að jafna aðstöðumun nemenda, minnka samkeppni og koma í veg fyrir vin- sældakeppnir, styðja börnin til sjálfshjálpar, ýta undir að ein- staklingurinn njóti sín án umbúða þar sem andlitið einkennir barnið en ekki fatnaðurinn, efla andann og skapa liðsheild, spara ágreining for- eldra og barna á morgnana og spara slit á öðrum fatnaði. Skólabúningarnir voru á hinn bóginn ekki tilviljunum háðir því Seljaborg hefur frá árinu 2001 unnið eftir Hjallastefnu Margrétar Pálu Ólafsdóttur. Það var einmitt frumkvöðlastarf Hjalla- stefnunnar að innleiða skólabúninga hér á landi, en nærri lætur að um 15 leikskólar víðs- vegar um landið starfi nú eftir stefnunni, sem reynst hefur frábært og gagnlegt áhald til að vinna eftir enda bæði skapandi og mannbæt- andi, segja þær Ágústa Amalía Friðriksdóttir leikskólastjóri og Jensína Edda Hermannsdóttir að- stoðarleikskólastjóri á Seljaborg þegar Daglegt líf brá sér í heimsókn í skólann á dögunum. Fimm karlar í starfi Ágústa tók við Seljaborg í árs- byrjun 2001 og fékk Jensínu, sem er Hjallaleikskólakennari, til liðs við sig eftir að óskað hafði verið eftir því við Leikskóla Reykjavíkur að innleiða „hjallísk“ vinnubrögð. Ágústa hringdi sömuleiðis í alla þá karlleikskólakennara, sem hún hafði spurnir af að væru að útskrifast, og af þeim tíu hópstjórum, sem starfa nú inni á deildum, eru fimm karl- menn eða helmingurinn og allir fag- lærðir, nema einn sem er nemi í KHÍ, sem hlýtur að teljast eins- dæmi. „Þessi ofuráhersla mín á að fá karlmennn í vinnu í bland við kon- urnar lýtur svo sem ekki að Hjalla- stefnunni beint þótt færa megi rök fyrir því að karlmenn falli vel að áherslum stefnunnar. Ég get bara ekki hugsað mér að starfa eingöngu í kvennaumhverfi vegna þeirrar staðreyndar að á kvennavinnustöð- um skapast allt önnur menning en á blönduðum vinnustöðum. Umræðu- efnin eru á annars konar plani auk þess sem starfsmannahópurinn í heild vinnur markvisst með heilindi. Þetta er flottur og samstilltur jafningjahópur sem staðið hefur þétt saman að þróun skólans og ver- ið einbeittur í æfingunni. Við göng- um í allt eins og einn maður og er- um á gólfinu með börnunum á meðan þau eru hér. Viðvera hóp- stjóra er mjög mikilvæg. Fundi  SELJABORG | Leikskólabörnin eru öll komin í skólabúninga, buxur, bómullarboli og flísjakka Gleðin er svo mikilvæg Margvísleg rök eru fyrir innleiðingu skólabúninga, að mati leikskólakennara á Seljaborg, sem merkja jákvæðan tón eftir nokkurra vikna reynslu. Jóhanna Ingvarsdóttir heimsótti krakka og kenn- ara á Seljaborg, þar sem gert er út á jafnréttið í sinni víðustu mynd í anda „hjallískra“ fræða. Morgunblaðið/Einar Falur Hjallastefnan er jafnréttisstefna þar sem aðalsmerki hvers kennara er jákvæðni, segja þær Ágústa Amalía Frið- riksdóttir leikskólastjóri og Jensína Edda Hermannsdóttir aðstoðarleikskólastjóri. „Hér eru engin hefðbundin leikföng til að dunda sér með, hvorki dúkkur né bílar.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.