Morgunblaðið - 07.12.2004, Qupperneq 41
stjórnarkosningum, árin 1990, 1994,
1998 og 2002.
Á þeim tíma lágu leiðir okkar Sig-
urðar saman bæði á sviði sveitar-
stjórnarmála árin 1990–1998 og síð-
ar á kjördæmavísu. Á því tímabili
sem Sigurður leiddi framsóknar-
menn í Kópavogi tókst flokknum að
vinna mikið fylgi með framsækinni
stefnu sinni og þrefalda fulltrúatölu
sína í bæjarstjórninni. Slíkur árang-
ur er mikið stjórnmálalegt afrek. Í
krafti þessara verka var Sigurði falið
starf bæjarstjóra Kópavogs um ára-
bil. Í störfum sínum að félagsmálum
stóð Sigurður aldrei einn. Kona
hans, Ólafía Ragnarsdóttir, studdi
hann og hvatti í þeim annasömu
störfum sem fylgja bæjarstjórastarfi
í fjölmennum bæ. Sigurður var ekki
einungis kraftmikill í sveitastjórnar-
málum, hann var einnig öflugur bar-
áttumaður fyrir hönd framsóknar-
manna í kjördæminu, fyrst
Reykjaneskjördæmi en síðar Suð-
vesturkjördæmi. Í Kópavogi tókst
Sigurði að byggja upp öflugt flokks-
starf meðal framsóknarmanna, í
samstarfi við framsóknarfélögin
þrjú sem þar starfa. Reglulegir
kaffifundir á laugardagsmorgnum í
félagsaðstöðunni á Digranesvegi
hafa verið mikilvægur þáttur í því
starfi. Á þeim fundum var hægt að
ganga að Sigurði vísum þar sem
hann var mættur með vínarbrauð
fyrir alla og tilbúinn til að greiða úr
málum, stórum sem smáum. Alltaf
var gaman að taka þátt í, fylgjast
með og læra af Sigurði í kosninga-
baráttunni hvort sem um var að
ræða í Kópavogi eða í kjördæminu.
Gaf hann mér mörg góð ráð í gegn-
um tíðina sem nýst hafa vel og ég
mun geyma alla tíð. Í síðustu alþing-
iskosningum, vorið 2003, var Sigurð-
ur í heiðurssæti framboðslista okkar
framsóknarmanna í Suðvesturkjör-
dæmi. Að morgni kjördags fór hann
snemma að kjósa ásamt konu sinni
Ólafíu, en á leiðinni hitta þau Sigl-
firðing búsettan í Kópavogi sem spyr
þau að því hvort það sé gott lið á
framboðslistanum með Sigurði.
Svarar þá Sigurður að bragði í vísu-
formi:
Lið sem eflir landsins hróður,
lið sem ryður braut og skorar.
Og líkt og annar eðalgróður,
eflist Framsókn þegar vorar.
Sigurður var mikill liðsmaður eins
og vísan ber með sér. Hann lét aldrei
deigan síga, enda keppnismaður sem
hafði sterka skoðun á því hvernig
Kópavogur og kjördæmið ætti að
blómstra og byggjast upp. Undir
stjórn Sigurðar tók Kópavogur
stakkaskiptum. Bærinn stækkaði ört
og uppbyggingin var slíka að mörg
önnur sveitarfélög fylgdust af áhuga
með hvernig til tókst og hvernig
staðið var að hlutunum. Ásýnd
Kópavogs í dag ber á margan hátt
vott um stórhug Sigurðar.
Sigurður vildi byggja upp og það
hratt. Til að undirstrika það var sýnd
sjónvarpsauglýsing af Sigurði fyrir
einar sveitastjórnarkosningarnar
þar sem fjölmargir kranar sáust í
baksýn. Sú auglýsing var lýsandi
fyrir foringjann, hann var maður
framkvæmda og framfara. Þrátt fyr-
ir áherslurnar á verklegar fram-
kvæmdir lagði hann ekki síður
áherslu á hin mýkri mál og lagði mik-
ið upp úr því að bærinn stæði m.a.
vel að rekstri skólanna, sinnti
íþróttafélögum og starfi eldri borg-
ara og veitti góða félagsleg aðstoð.
Þótt uppbyggingin undir stjórn Sig-
urðar væri hröð lagði hann mikla
áherslu á að reka bæjarfélagið með
hagkvæmum hætti. Sigurður var af-
ar ljúfur í allri umgengni og sá já-
kvæðu hliðarnar á verkefnunum
frekar en þær neikvæðu. Auðvelt var
að vinna með honum bæði fyrir sam-
herja sem aðra. Samstarf hans og
samstarfsflokksins í meirihlutanum í
Kópavogi, Sjálfstæðisflokksins, var
til að mynda afar gott og árangurs-
ríkt. Leiðir okkar Sigurðar lágu
saman víða á vettvangi stjórnmál-
anna. Eitt af mörgum minnisstæðum
verkefnum sem við tókum þátt í var
afhending Grænfánans í Salarskóla í
vor. Þar hélt Sigurður eina af sínum
smellnu ræðum sem allir skildu og
meðtóku, bæði kennarar og nemend-
ur. Eftirtektarvert var að allir
krakkarnir þekktu bæjarstjórann
sinn og hann náði til þeirra með því
að talaði við þau á jafnréttisgrund-
velli. Sigurður var mjög víðsýnn,
enda hafði hann reynt margt. Hann
þekkti vel til félagsstarfa bæði í
gegnum íþróttastarf og störf í ung-
mennafélagshreyfingunni, en sá
grunnur nýttist honum afar vel á
stjórnmálavettvangi. Störf í stjórn-
málum eru oft erfið og geta reynt á
þolrif manna. Aldrei fannst manni þó
Sigurður þreytast í ábyrgðarmiklu
og annasömu starfi sem bæjarstjóri í
fjölmennum bæ. Hann var ætíð
hress og kátur og uppfullur af góð-
um hugmyndum til að bæta bæinn
sinn, Kópavog. Ekki vantaði heldur
upp á að hann sinnti félagslífinu í
bænum. Við opnum myndlistarsýn-
inga, tónleika og alls kyns skemmt-
ana var hann yfirleitt fyrstur til að
mæta á staðinn. Þannig fylgdi við-
veru hans sérstakur bæjarbragur
alls staðar þar sem hann var nærri.
Sigurður naut mikillar virðingar
bæði samflokksmanna sinna sem og
fulltrúa annarra flokka. Það gat
maður glöggt fundið í reglubundnum
heimsóknum þingmanna allra flokka
kjördæmisins til Kópavogsbæjar í
gegnum tíðina. Þá leiddi Sigurður
umræðurnar og stóð sig eins og
hetja í hvert sinn. Við fráfall Sigurð-
ar hefur Framsóknarflokkurinn
misst einn af sínum sterkustu leið-
togum. Við framsóknarmenn mun-
um minnast hans með mikilli virð-
ingu og þakklæti og það verður best
gert með því að starfa áfram í hans
anda. Fjölskyldunni, Ólafíu, börnum,
barnabörnum og öðrum ástvinum
Sigurðar votta ég mínar dýpstu sam-
úð. Megi Guð blessa minningu hans.
Siv Friðleifsdóttir.
Hann var kvikur á fæti og léttur í
spori þegar hann gekk til starfa á
vettvangi bæjarins. Alltaf nóg að
gera og í mörg horn að líta. Af hon-
um skein áhugi á öðru fólki og því
sem það var að fást við og alltaf stutt
í brosið.
Þannig kom hann bæjarbúum fyr-
ir sjónir, held ég. Þessi smitandi
áhugi nýttist honum vel í vandasömu
starfi sínu sem bæjarstjóri og vann
marga til fylgis við þau mál sem
hann var í forsvari fyrir.
Sem oddviti Samfylkingarinnar
átti ég við hann mikil samskipti frá
því ég tók sæti í bæjarstjórn árið
1998. Þrátt fyrir að hann væri for-
ystumaður meirihlutans og ég
minnihlutans áttum við gott sam-
starf um marga hluti. Vitanlega tók-
umst við oft á um pólitíska sýn og
deildum nokkuð um einstök málefni,
það er eðli bæjarmálaumræðu. Sig-
urður lagði mikla áherslu á í sínu er-
ilssama starfi að vera bæjarstjóri
allra Kópavogsbúa, hvar í flokki sem
þeir stóðu og hafa hag bæjarins allt-
af í fyrsta sæti. Hann gat aðskilið
starf sitt sem bæjarstjóri frá hlut-
verki sínu sem oddviti Framsóknar-
flokksins. Til hans var alltaf hægt að
leita til að fá upplýsingar og leiðbein-
ingar, þó þær ætti að nota til að berja
á meirihlutanum. Það kom mörgum
á óvart að við, elsti og yngsti bæj-
arfulltrúinn, skyldum deila áhuga á
fundarsköpum, félagsmálastarfi og
fleiru af því tagi. Sigurður var fé-
lagsmálamaður í besta skilningi, al-
inn upp í ungmennafélagshreyfing-
unni og bar henni gott vitni. Hann
hafði mikinn áhuga á að leiðbeina og
þjálfa menn til starfa á vettvangi fé-
lagsmála. Töluðum við oft um það
mikilvæga starf sem fram fer í marg-
víslegum félögum hér í bænum og
leiðir til að efla það. Hann sýndi okk-
ur Samfylkingarfólki þá virðingu að
vera við vígslu á nýju húsnæði okkar
og færði okkur við það tækifæri gjaf-
ir frá bænum. Þeim fylgdu af heilum
hug hlýjar óskir um að okkar starf
gengi vel – en um leið lét hann þess
getið að vonandi fengjum við aldrei
að ráða neinu um stjórn bæjarins!
Sigurður var ágætur ræðumaður,
rökfastur og fundvís á veilur í mál-
flutningi andstæðingsins, en fús til
að viðurkenna það þegar andstæð-
ingar lögðu fram góðar hugmyndir.
Aldrei persónulegur í málflutningi
og kom með leiðbeiningar til mín í þá
veru sem trúlega voru réttmætar og
reynt að taka til greina. Oft létti
hann andrúmsloftið á bæjarstjórnar-
fundum með því að kasta fram vísu,
enda ágætt skáld. Sú hefð komst á að
ég héldi þessum kveðskap til haga og
er það orðið ansi skemmtilegt safn.
Í málflutningi hans var alltaf stutt
í gamansemina og hana notaði hana
iðulega til að afvopna andstæðinga
sína. Í kosningunum 1998 var að-
staða unglinga mikið til umræðu og
talaði ég nokkuð um þau mál á fram-
boðsfundum. Á fundinum í vestur-
bænum sagði Sigurður kímileitur að
það væri merkilegt að alls staðar þar
sem hann kæmi með mér á fund væri
farið að tala um „unglingavanda-
mál“.
Trúlega gera sér ekki margir
grein fyrir hversu erilsamt starf
bæjarstjóra var hjá Sigurði og í
mörg horn að líta. Hann lagði sig
sérstaklega eftir því sem ungt fólk
var að gera og eitt af hans síðustu
embættisverkum, laugardaginn 28.
nóvember, var að afhenda verðlaun í
Stíl, fatahönnunarkeppni ungs fólks.
Var það síðasta verkefnið á erilsöm-
um degi en það var regla frekar en
undantekning að Sigurður væri við
störf á laugardögum.
Það kom okkur öllum í opna
skjöldu að þessi spræki maður skyldi
falla frá svo snögglega. Hinn 6. nóv-
ember síðastliðinn var Sigurður í liði
bæjarstjórnar sem keppti í fótbolta
við gullaldarlið Breiðabliks og var að
stríða okkur ,,unga fólkinu“ þegar
hann sá hvað við vorum móð og
sveitt, okkur fannst hann varla blása
úr nös.
Sigurður var hreinskiptinn maður,
gerði ekki mannamun og lagði gott
til annarra. Hann var drengur góður.
Fyrir hönd okkar bæjarfulltrúa og
félaga í Samfylkingunni þakka ég
Sigurði Geirdal bæjarstjóra fyrir
samfylgd og gott samstarf. Frá okk-
ur öllum flyt ég Ólafíu og fjölskyld-
unni okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Flosi Eiríksson.
Horfinn er af heimi Sigurður Geir-
dal, bæjarstjóri í Kópavogi. Þar er
genginn mikilhæfur og ágætur mað-
ur, langt um aldur fram. Sigurður
var í eðli sínu mikill félagsmálamað-
ur og ber allur starfsferill hans því
ljósast vitni. Eftir nám í Samvinnu-
skólanum vann hann fyrst hjá Sam-
vinnuhreyfingunni, síðan var hann
framkvæmdastjóri UMFÍ um árabil
og framkvæmdastjóri Framsóknar-
flokksins var hann í fjögur ár. Á því
tímabili tókust með okkur góð kynni.
Sigurður var ágætur framkvæmda-
stjóri, vakandi, glaðsinna, kappsam-
ur og hafði mannheill, fólki líkaði vel
við hann og treysti honum. Sigurður
þekkti persónulega mikinn fjölda
fólks hvarvetna um landið og átti alls
staðar vinum að mæta. Ósérhlífni
hans og greiðvikni var við brugðið.
Hann var framsóknarmaður af hug-
sjón og vildi efla flokkinn til góðra
verka. Sigurður setti manngildið of-
ar auðgildinu, trúði á samhjálp og
samvinnu.
Að sjálfsögðu tók félagsmálamað-
urinn Sigurður mikinn þátt í starfi
Framsóknarflokksins í Kópavogi og
bar hag heimabæjarins mjög fyrir
brjósti og því ekki að undra að í
sveitarstjórnarkosningum 1990 var
honum falið að leiða lista flokksins
þar. Sigurður var kjörinn bæjar-
fulltrúi, myndaði meirihluta með
sjálfstæðismönnum og kom það í
hans hlut að gegna starfi bæjar-
stjóra en lét þá af framkvæmda-
stjórastarfi hjá Framsóknarflokkn-
um. Hann reyndist einstaklega
farsæll bæjarstjóri og starfaði við
vaxandi vinsældir. Sami meirihluti
hefur farið með stjórn Kópavogs síð-
an 1990 og Sigurður verið bæjar-
stjóri óslitið allan þennan tíma, það
segir sína sögu um Sigurð, lagni
hans og samstarfshæfni. Á bæjar-
stjóraárum Sigurðar hefur Kópa-
vogur vaxið miklu meira en nokkurt
annað sveitarfélag á landinu. Það út-
heimtir styrka stjórn bæjarins ef vel
á að fara og í Kópavogi hefur tekist
vel til. Sigurður var mikils metinn í
hópi sveitarstjórnarmanna og ann-
arra sem létu sig sveitarstjórnarmál
einhverju varða. Hann vildi leysa
hvers manns vanda og samúð hans
var með þeim sem minna máttu sín.
Á yngri árum var hann óvenjulega
fjölhæfur íþróttamaður og kappsem-
in fylgdi honum alla tíð. Hann var
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 41
MINNINGAR
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og amma,
MARGRÉT ARNGRÍMSDÓTTIR,
Skólagötu 2,
Bakkafirði,
sem lést mánudaginn 29. nóvember sl.,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtu-
daginn 9. desember kl. 13:30.
Hermann Ægir Aðalsteinsson,
Díana Bryndís Hermannsdóttir,
Víðir Már Hermannsson,
Brimar Örn Brynjólfsson,
Máney Dís Brynjólfsdóttir.
Lokað
Skrifstofur og stofnanir Kópavogsbæjar verða lokaðar frá kl.
13.00—18.00 í dag, þriðjudaginn 7. desember, vegna jarðarfarar
SIGURÐAR GEIRDAL, bæjarstjóra.
Bæjarritari.
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
MARELLA GEIRDAL SVERRISDÓTTIR,
Sjávargötu 25,
Álftanesi,
andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópa-
vogi laugardaginn 4. desember.
Ari E. Jónsson,
Sverrir Örn Ólafsson,
Steinar Arason Ólafsson,
Unnar Geirdal Valsson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og systir mín,
KRISTÍN HELGADÓTTIR
frá Fróðhúsum,
Dvalarheimili aldraðra,
Borgarnesi,
sem andaðist á Dvalarheimili aldraðra, Borg-
arnesi, þriðjudaginn 30. nóvember, verður
jarðsungin frá Stafholtskirkju miðvikudaginn 8. desember kl. 14.00.
Kristvin Guðmundsson,
Ólöf Ágústsdóttir,
Elsabet Jónsdóttir,
Þórir Jónsson,
tengdabörn, barnabörn,
barnabarnabörn
og Gunnar Helgason.
Konan mín og móðir okkar,
HÓLMFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hrísum,
Flókadal,
andaðist á Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 28. nóvember.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Sigurbjörn Björnsson,
Jóhanna Sigurbjörnsdóttir,
Þórdís Sigurbjörnsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ODDUR SVEINBJÖRNSSON
kennari,
Sléttuvegi 3,
Selfossi,
lést á heimili sínu að morgni sunnudagsins
5. desember.
Útför hans fer fram frá Selfosskirkju fimmtudaginn 9. desember kl. 13.30.
Jóhanna Margrét Einarsdóttir,
Sigríður Kolbrún Oddsdóttir, Magnús Kjartansson,
Sveinbjörn Oddsson, Ann-Helen Odberg,
Gunnar Oddsson, Dorthe Oddsson,
Einar Valur Oddsson, Steinunn Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.