Morgunblaðið - 07.12.2004, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 07.12.2004, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 43 MINNINGAR Elsku afi. Nú ertu lagður af stað í enn eitt ferðalagið þitt, en í þetta skipti kemurðu ekki til baka. Þú varst alltaf á ferðinni, hvort sem það var innanbæjar, uppi á jökli eða um framandi lönd. Oft fórum við Bryn- dís með þér á flakk, í sund, út að borða, á skíði eða í tívolí. Ég mun aldrei gleyma þessum ferðum. Þú veittir mér frábært tækifæri til að kynnast heiminum og að læra ensku þegar þú gafst mér ferðir í ensku- skóla í Englandi. Því mun ég alltaf búa að. Fyrirtækið þitt, sem þú stofnaðir 25 ára gamall, var líf þitt og yndi. Þótt þú teldist vera forstjóri þess, mátti yfirleitt finna þig niðri á verk- stæðinu, enda átti kyrrsetuvinna ekki við þig. Við stelpurnar nutum góðs af þessu, og þótt fáir viti það, þá var auka skrifstofa niðri á milliloft- inu í GG, þar sem við fengum skrif- borð, reiknivél, gamlar úreltar nótur og aðra hluti nauðsynlega fyrir al- varlegan skrifstofurekstur. Alltaf nenntir þú að hafa okkur að skottast í kring um þig, enda einstaklega barngóður maður. Nú, þegar þú ert farinn eigum við minningarnar. Minningar um mann sem var félagi í mörgum góðgerð- arsamtökum og hjálpaði mörgum. Minningar um mann sem var alltaf á ferðinni, og síðast en ekki síst minn- ingar um mann sem var á skyrtunni, jafnvel þótt það væri blindbylur. Nú í lokin ætla ég þó að óska þér góðrar ferðar, afi minn, og þakka þér fyrir þær stundir sem ég fékk að eiga með þér. Ásta Rut. Afi var mikill ævintýramaður og fannst ekkert skemmtilegra en að ferðast. Hann elskaði land sitt og þekkti hvern krók og kima. Hann var mikill jöklakarl og fór mjög oft á Vatnajökul. Þegar við horfum til baka sér maður afa fyrir sér sem klettinn sem var svo hraustur og elskulegur. Hann fylgdist alltaf vel með því sem við vorum að gera og studdi okkur í einu og öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Snemma á hverjum sunnudags- morgni í mörg, mörg ár kom hann heim til okkar og við drukkum morg- unkaffi saman. Oft vorum við syfj- aðar þegar hann hringdi og sagðist vera að koma og mamma eða pabbi kallaði; stelpur vaknið þið, afi er að koma. Hann var þá búinn að koma við í bakaríinu, helst hjá Oddi bak- ara. Yfirleitt keypti hann það sama með kaffinu, það var alveg óþarfi að breyta til. Þá sagði hann okkur sögur frá því í gamla daga og af ævintýra- ferðum hans. Nú er erfiðasta ferðalagi hans lok- ið og reyndist þessi síðasta ferð hans löng og ströng bæði fyrir hann og hans nánustu ættingja. Okkur systr- um fannst erfitt að horfa upp á hann þjást í veikindum sínum. Þrátt fyrir að allt stefndi í lok þessa ferðalags er maður aldrei tilbúinn, það er svo erf- itt að kveðja. En nú reynum við að ylja okkur við allar góðu minning- arnar og eru þær margar. Það er mikilvægt fyrir okkur að eiga þessar minningar um elsku afa okkar, klett- inn okkar, og munum við varðveita þær með okkur. Íris og Snædís. Það er skemmtilegt að rifja upp minningar um Gunnar frænda. Þeg- ar ég var stelpa fannst mér alltaf ein- GUNNAR GUÐMUNDSSON ✝ Gunnar Guð-mundsson fædd- ist í Reykjavík 26. desember 1924. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Skjóli 25. nóvember síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Hall- grímskirkju 6. des- ember. hver ferskur, hetjuleg- ur ævintýrablær yfir honum. Hann var hreystimenni sem aldr- ei þurfti að vera í yf- irhöfn. Var á skyrtunni í hríðarbyl og vetrar- kulda, jafnt sem sólaryl að sumri. Hann dvaldi oft á fjöllum eða uppi á jöklum og átti meira að segja sjálfur öll farar- tæki til að komast þangað, trukka, jeppa og jafnvel eigin snjóbíl. Hann átti líka það sem ekki var síst fyrir mig stelpuna, fjórar dætur sem hægt var að heimsækja og jafnvel gista hjá. Þá var nú oft fjör. Stundum var farið í sund í gömlu laugarnar eða leiki inni og úti en allra best var ef Gunnar frændi bauð okkur í bíltúr. Þá var sest upp í glæsikerru eina, Oldsmo- bile, og annan eins bíl var ekki að finna í Reykjavík í þá daga. Síðan var farið í bæinn og kannski keyptur ís og rúntað um. Það var sönn prinsessutilfinning sem fylgdi þess- um ferðum og Gunnar frændi lang- flottasti frændinn í bænum. Það er ekki síður ljúft að rifja upp minningar um hann sem nær eru í tíma. Alla tíð eftir að ég varð full- orðin reyndist hann örlátur höfðingi sem studdi við bakið á mér bæði í lífsins og listarinnar basli með ráð- um og dáð án þess að mikið bæri á. Hafi hann kæra þökk fyrir og bless- uð sé minning hans. Fjölskyldu hans sendi ég og fjölskylda mín innilegar samúðarkveðjur. Ólöf Erla Bjarnadóttir. Leiðir okkar Gunnars Guðmunds- sonar komu saman snemma vors 1968 þegar jöklarannsóknir Raun- vísindastofnunar Háskólans hófust. Fyrsta verkefnið var að prófa ein- faldan nýsmíðaðan tilraunabor. Ferðinni var heitið á Langjökul og nutum við aðstoðar tveggja þraut- reyndra jöklamanna, Gunnars og Harðar Hafliðasonar. Næstu ár eru mér eftirminnileg. Ég kynntist þá undraheim jöklanna og varð þeirrar gæfu aðnjótandi að starfa þar með einstæðum hópi sjálf- boðaliða úr Jöklarannsóknafélaginu. Minnisstæðastir eru mér félagarnir Gunnar, Hörður og Magnús Eyjólfs- son. Nú eru þeir allir látnir. Þeir kenndu okkur að það sem kann að reynast torleyst í bænum, er oft auð- leysanlegt á jökli, og aldrei þarf að örvænta. Næstu árin var farið í nokkar ferð- ir á Vatnajökul, þegar við vorum að þreifa okkur áfram í borsmíðinni. Vorið 1972 vorum við tilbúnir að leggja í meginverkefni okkar, að bora í gegnum íslög Bárðarbungu. Nú þurfti að flytja margfalt þyngri búnað upp á jökul en fram til þessa hafði verið gert. Forsenda þess að mögulegt var að ráðast í verkefnið var dyggur stuðningur félaga í Jöklarannsóknafélaginu og margra annarra, allt sjálfboðaliðar, bæði við flutninga á jökli og við borvinnuna. Lagt var af stað úr bænum 20. maí og þann 12. ágúst var loks farið með borkjarnana úr síðari hluta borvinn- unnar niður af jökli. Vikulega var farið með nýjan hóp sjálfboðaliða og vistir á Bárðarbungu. Erfiðleikarnir sem við mættum í þessu verkefni voru fjölmargir, bæði við ferðirnar og borvinnuna þegar bilanir af ýmsu tagi komu upp. Alltaf tókst að leysa vandann. Á engan er hallað þótt ég segi að enginn hafi stutt okkur svo vel sem Gunnar Guðmundsson. Í allri jökla- vinnu okkar á þessum árum var hann ávallt reiðubúinn til að ganga með okkur í sérhvert verk og oft lagði hann til farartæki. Hann var ósér- hlífinn, þrautseigur og ráðagóður – og ávallt glaðvær. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar ég kom niður af jöklinum. Ég hafði verið meginhluta sumarsins á Bárðarbungu. Það var því óvænt gleði að sjá konu mína og tvö yngri börn okkar bíða við jökulsporðinn. Gunnar hafði hringt í hana og hvatt hana til að koma með í þessa síðustu ferð sumarsins að jökli. Svona var Gunnar. Páll Theodórsson. Ég man fyrst eftir Gunnari á Skagaströnd vorið 1945 sem starfs- manni Almenna byggingafélagsins. Honum var falið að stjórna einni af stærstu jarðýtum sem þá voru til á Íslandi, við framkvæmdir vegna síld- arverksmiðjunnar þar. Til aðgrein- ingar frá nöfnum sínum gekk hann undir nafninu ýtu-Gunnar og var lengi þekktur undir því nafni. Hann sagði oft frá því þegar hann vann í svokallaðri „Bretavinnu“ á Reykja- víkurflugvelli. Þá var hann 16 ára gamall og handgróf skurði í ákvæð- isvinnu og sagðist hafa með miklum afköstum náð góðum launum. Síðar vann hann hjá Almenna meðal ann- ars við gerð Sóleyjargötu, fyrsta gatnagerðarverk sem boðið var út í Reykjavík. Það var lítið um stórvirk- ar vinnuvélar á þessum árum en Gunnar var fenginn til að stjórna vinnuvélum hjá Almenna og tókst vel að tileinka sér hina nýju tækni. Hann var því einn af fyrstu íslensku vinnuvélstjórunum. Um vorið 1949 festu Gunnar og faðir minn Óli Pálsson kaup á jarð- ýtunni sem Gunnar vann með á Skagaströnd. Hann sótti vélina að norðan og á leiðinni suður ruddi hann snjó á Holtavörðuheiðinni fyrir Vegagerðina. Þeir gerðu út þessa vél í eitt ár en faðir minn keypti hlut Gunnars og Gunnar keypti skömmu síðar eins vél og hóf eigin útgerð. Á næstu árum fjölgaði hann vinnuvél- unum og hóf jafnframt þungaflutn- inga. Starfsorka hans, lipurð og útsjón- arsemi gerði það að verkum að fyr- irtæki hans óx og var leiðandi í vinnuvélum og þungaflutningum. Útgerð Gunnars breyttist yfir í flutninga með tengivögnum og vinnuvélum fækkaði. Fyrirtæki Gunnars hefur svo sannarlega notið trausts viðskiptavina sinna. Gunnar vildi fylgjast vel með tækniþróun og hann var fljótur að átta sig á hagkvæmni í rekstri fyr- irtækisins. Helst vildi hann vera fyrstur með nýjungar. Það kom vel í ljós áhugi hans á tækjum þegar við fórum saman á vélasýningar erlend- is. Léttleiki var yfir ferðum okkar með glens á kostnað beggja. Gunnar stundaði mikið sundlaug- arnar sér til hressingar. Hann vildi hugsa vel um líkamann og stundaði leikfimi fyrir „heldri“ menn hjá Ár- manni í áratugi. Þangað dró hann mig 1970 í þennan skemmtilega og góða hóp. Á yngri árum var Gunnar annálað hraustmenni. Árið 1953 var Gunnar einn af stofnendum Félags vinnuvélaeig- enda og var hann virkur félagi alla tíð. Hann kom með jóladagatölin frá Lionsklúbbnum Frey til fjölskyldu minnar og hafði á orði, að allir vinir hans yrðu að kaupa af sér. Hann tal- aði oft um klúbbinn sinn og naut þess að sækja fundi, starfa innan klúbbs- ins og hitta þar félaga sína meðan heilsa leyfði. Jöklarannsóknafélagið var það fé- lag sem átti hug hans allan. Áhugi hans, þrautseigja og reynsla í ferð- um um jökla og óbyggðir, nýttust vel því ekki var tækjabúnaðurinn mikill á bernskuárum félagsins. Fjölskylda mín sendir aðstand- endum Gunnars hlýjar kveðjur. Gunnars Guðmundssonar verður lengi minnst í verkmenningu okkar Íslendinga. Tómas Grétar Ólason. Fallin er ein af helstu kempum ís- lenskra jöklaferða og jöklarann- sókna, Gunnar Guðmundsson, lands- þekktur sem GG. Gunnar var áratugum saman einn af lykilmönn- um í ferðum Jöklarannsóknafélags Íslands á Vatnajökul. Hann var einn þeirra harðduglegu jöklamanna sem hafði til að bera þá þrautseigju, út- sjónarsemi og kunnáttu sem gerðu slarkferðir í misjöfnu veðri hættulitl- ar og ánægjulegar. Gunnar fór fyrstu ferð sína á Vatnajökul vorið 1957, þegar fyrsti skáli Jöklarann- sóknafélagsins á Grímsfjalli var byggður. Upp frá því varð Gunnar tíður gestur í ríki Vatnajökuls. Hann var um langt árabil formaður bíla- nefndar Jöklarannsóknafélagsins. Á sama tíma byggði hann upp flutn- ingafyrirtæki sitt og naut félagið löngum góðs af dráttarbílum hans við flutning snjóbíla og annars bún- aðar í Jökulheima. Gunnar var gerð- ur að heiðursfélaga JÖRFÍ 1980 og hann sat í valnefnd félagsins til dauðadags. Gunnar var skemmtilegur ferða- félagi og orðlagður fyrir hreysti sína. Oftast var hann snöggklæddur þó aðrir væru dúðaðir, hann var ekki kulsækinn maður. Hann var maður athafna, hafði gaman af að takast á við það bras og erfiðleika sem oft fylgir jöklaferðum. Bílar bila, bílar festast, finna þarf leiðir gegnum krapa og íshröngl og í slæmum veðr- um hverfur allt í ólgandi hvíta iðu. Við slíkar aðstæður skiptir máli að taka réttar ákvarðanir. Sýna áræðni þegar það á við en umfram allt að hafa vit á að tefla ekki í tvísýnu og að betri er krókur en kelda. Þessa eig- inleika hafði GG í ríkum mæli eins og ferðafélagar hans frá liðnum árum vita. Síðustu árin átti Gunnar við van- heilsu að stríða. En alltaf þegar hann gat mætti hann í vikulegt kaffi jökla- manna eða á fundi í félaginu. Með óeigingjörnu starfi sínu, vinabönd- um og margvíslegum stuðningi sem honum var að vísu ekki að skapi að mikið væri um talað, gat Gunnar Guðmundsson sér þann góða orðstír sem ekki mun gleymast meðal jökla- manna. Magnús Tumi Guðmundsson, formaður JÖRFÍ. Við minnumst vinar okkar Gunn- ars Guðmundssonar léttklædds á Vatnajökli meðan allir aðrir voru klæddir lopapeysum upp í háls. Við minnumst þessa hrausta, glæsilega, ljúfa, ráðagóða og sívinnandi manns og ekki var nú hávaði eða læti í kringum hann. Við kynntumst Gunnari fyrst í gegnum Jöklarannsóknafélagið og Flugbjörgunarsveitina fyrir liðlega hálfri öld. Gunnar starfaði mikið í þessum félögum og í Flugbjörgunar- sveitinni sá hann um bíladeild sveit- arinnar ásamt öðrum félögum. Og í fjöldamörg ár mætti hann ásamt fleirum á mánudagskvöldum til þess að dytta að og gera við bílana enda einstaklega handlaginn. Á bernsku- árum Jöklarannsóknafélags Íslands var hann sjálfkjörinn bílstjóri á snjó- bíl félagsins. Var alltaf tilbúinn þeg- ar kall kom. Við stofnuðum Alpaklúbbinn, við vorum í leikfimi, í sundi, á skíðum og í hjónaklúbbi þar sem hist var mán- aðarlega heima hjá meðlimum og var var oft glatt á hjalla og mikið spjall- að. Ógleymanlegar eru fjölmargar frábærar ferðir um byggðir sem óbyggðir Íslands enda var Gunnar mikill náttúruunnandi, fróður um land sitt og þjóð og einstaklega góð- ur og skemmtilegur ferðafélagi. Við kveðjum í dag með miklum söknuði kæran vin okkar og félaga og þökkum honum fyrir ógleyman- legar samverustundir. Sendum börnum hans og öðrum ástvinum innilegustu samúðarkveðjur okkar. Gamlir vinir úr Alpaklúbbnum. Kveðja frá Lionsklúbbnum Frey Bresti ei niðjana þrautseigju og þrótt þá eru föng til að rækta og verma. (Hannes Hafstein.) Lionsklúbburinn Freyr var stofn- aður 29. febrúar 1968. Það voru Jöklaferðafélagar sem sammæltust um að stofna klúbbinn. Þeir höfðu oft í fjallaferðum sýnt þá þrautseigju og þrótt sem skáldið áleit atgervi til að rækta og verma. Gunnar Guðmundsson var einn þeirra hugsjónamanna sem tók þátt í því að stofna Frey. Honum var eig- inlegt að vera til þess að styrkja starf sem unnið er með kjörorðið „Við leggjum lið“ að leiðarljósi. Enda var hann hollur, traustur og heill í starfi klúbbsins. Það var eins og hon- um væri meðfætt að vera sannur og góður Lionsþegn. Minnisvert er mörgum klúbbfélögum hve sköru- lega hann tók þátt í hreinsunarátaki sem Freyr tók sér fyrir hendur í ná- grenni Reykjavíkur fyrir um það bil þremur áratugum. Hann lét félögun- um í té tvo stóra flutningabíla til að safna óreiðudóti á. Það gerði átakið mögulegt til fegrunar meðfram veg- um til og frá Reykjavík. Báðir bílarn- ir voru fylltir af brotajárni og öðru óreiðudóti sem mikil sjónmengun var að. Indælt var að verki loknu að sjá þá fegrun á umhverfi sem tekist hafði að koma í verk. Við minnumst líka þess að sæti Gunnars á fundum klúbbsins var aldrei autt á meðan hann hafði heilsu til að taka fullan þátt í fundastarfinu. En nú er það autt. Hann er allur. Hans er saknað. Honum er þakkað fyrir félagslega, fúslega skyldu- rækni við alla þátttöku í starfi Freys. Guð blessi minningu um góðan Freysfélaga. Niðjum hans og ástvin- um vottum við samúð. Gefi þeim Guð að varðveita holla minningu um heið- ursmann. Freysfélagar. Þökkum innilega samúð og vinarhug við fráfall föður, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS GUNNARSSONAR, Hrafnistu, Reykjavík, áður Skólatröð 5, Kópavogi. Jón Þór Ólafsson, Ólöf Högnadóttir, Gunnlaugur Dan Ólafsson, Stefanía Guðjónsdóttir, Kjartan Ólafsson, Susanne Marie Ólafsson, Sigtryggur Árni Ólafsson, Ingunn Helga Gunnarsdóttir. Þökkum innilega samúð og vinarhug við fráfall móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, GUÐRÚNAR SUMARLIÐADÓTTUR, Dalbraut 18, Reykjavík. Alúðarþakkir til starfsfólks á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi. Tryggvi Leósson, Soffía Ólafsdóttir, Birkir Leósson, Rakel Jónsdóttir, Víðir Leósson, Erla Úlfarsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.