Morgunblaðið - 07.12.2004, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 51
MENNING
VETRARMESSA er óformlegt
framhald sýningarinnar Draumar
Dystópíu sem haldin var í Klink og
Bank sl. sumar. Norræna húsið
virðist vera að vakna til nýrrar vit-
undar sem sýningarsalur ungra og
upprennandi listamanna og það er
gaman að því. Nú um stundir er
því mikið úrval íslenskrar sam-
tímalistar í boði í sýningarsölum
bæjarins, verk tuttuga lengra kom-
inna í Listasafni Íslands og hér
verk sextán listamanna með styttri
starfsreynslu. Listamennirnir hafa
allir lagt mikið í verk sín hér og
sýningin er fjölbreytt. Það er þó
eins og einhver dularfullur jöfn-
uður sé í gangi og rétt eins og í
Listasafni Íslands er enginn einn
sem sker sig úr. Kannski er líka
ómögulegt að skera sig úr þegar
allir eru svona ólíkir. Hvað gerist
þá? Verður til einhvers konar eins-
leitni margbreytileikans? Er eitt-
hvað slíkt mögulega til? Hljómar
neikvætt en er ekki hugsað þannig
heldur sem spurning um einkenni
samtímalistarinnar. Ef samsýning-
arformið er borið saman við önnur
listræn framsetningarform, smá-
sagnasöfn t.d. eða tónleikakvöld,
má merkja hér einhvern mun á
nálgun þeirra sem hlut eiga að
máli. Ef ætlunin er að vekja áhuga
lesenda á smásagnasafni getur
margbreytileiki vissulega verið
einn þáttur þar í en oftar en ekki
er e.t.v. reynt að finna einhvern
flöt sem gæti höfðað til almenn-
ings, eitthvert þema eða umfjöll-
unarefni sem vakið gæti forvitni.
Eins veljast hljómsveitir sem halda
saman tónleika oft saman vegna
þess að eitthvað tengir þær, tón-
listarlega eða hugmyndafræðilega.
Að mínu mati er fjölbreytnin ein
ekki áhugaverð nema upp að vissu
marki, sama gildir um þá stað-
reynd að ný verk listamanna eru,
eins og líka kemur fram í sýning-
arskrá, e.t.v. ekki lýsandi fyrir
eldri verk þeirra. En þrátt fyrir
þetta má finna fyrir ákveðnum
andblæ á þessari sýningu, andblæ
sem e.t.v. skapast vegna nálægðar
í aldri listamannanna, afstöðu og
hugsanlega tilvistar Klinks og
Banks. Manneskjan er í fyrirrúmi,
með áherslu á persónulega reynslu,
og samspil við áhorfandann er
þáttur í nokkrum verkanna, t.d. í
hljóðverki Gunnhildar Hauksdóttur
sem er áleitið og fyndið. Húmor er
í fleiri verkum, spilað er á hið
aumkunarverða í teikningum og
texta Ragnars Kjartanssonar, en
húmorískt háð ríkir í málverki
Hafsteins Michaels. Aftari salurinn
í Norræna húsinu er heldur sterk-
ari en sá fremri, þar myndast
meira samspil verka. Stílhreint út-
lit frakka og veggmyndar Jóns Sæ-
mundar kemur vel út og skúlptúr
Páls Banine spilar vel með verki
Jóns, hér skapast dularfull sam-
skipti sem geta kveikt í ímynd-
unaraflinu. Loðboltar Bryndísar
Ragnarsdóttur leggja líka orð í
belg en verk hennar er fjörlegt til-
brigði við skúlptúrhefðina. Dökkir,
loðnir boltarnir skapa fallegt mót-
vægi við myndbandið og bjóða
áhorfendum af yngri kynslóðinni
upp á leik.
Sýningin í Norræna húsinu er
fjörleg og forvitnileg og upplagt að
skoða hana í samhengi við sýn-
inguna í Listasafni Íslands. En
eins og sýningin þar vekur hún
margar spurningar um stöðu og
eðli samtímalistar, ein sú áleitnasta
er hvort misræmi sé milli fram-
sækni við sköpun listaverka og
framsetningarmáta þeirra? Enn er
fyrirbærið sýning í þar til gerðu
sýningarrými ef til vill of sjálfsagt
framsetningarform og spurning
hvort ekki þurfi að klæðskera-
sauma sýningar meira í anda
verka.
Manneskjan í fyrirrúmi á Vetrarmessu
Morgunblaðið/Þorkell
Málverk eftir Markús Þór Andrésson á sýningunni í Norræna húsinu.
MYNDLIST
Norræna húsið
Fram í janúar 2005. Sýningarsalir eru
opnir þri.–sun. frá kl. 12–17.
Vetrarmessa, samsýning 16 íslenskra
listamanna
Ragna Sigurðardóttir
ÓSKAR Árni Óskarsson hefur sent
frá sér nýja bók sem heitir því frum-
lega nafni Truflanir í Vetrarbraut-
inni. Óskar hóf feril sinn sem ljóð-
skáld en hefur í seinni tíð lagt sig
eftir prósaforminu og þessi nýja bók
inniheldur stutta texta sem flokkast
undir laust mál. Erfitt er að flokka
slíka texta reyndar, eru þetta prósa-
ljóð eða e.t.v. það sem hefur verið
kallað örsögur? Textar Óskars Árna
hafa margir dálítinn frásagnarkjarna
og eru því nær sögu en ljóði en þetta
er auðvitað ekki einhlítt því í sumum
textum er ljóðrænan áberandi þátt-
ur, reynt er á þanþol tungumálsins
og vakin hugrenningatengsl eða
grunur eins og gert er gjarnan í ljóð-
um. Hvað sem öllum skilgreiningum
líður eru hér á ferðinni textar sem
settir eru upp sem óbundið mál og
Óskar nýtir sér annars vegar kosti
prósaljóðsins þar sem ímyndunarafl
hans og óbeislað hugarflug kemur að
góðum notum og hins vegar nýtir
hann sér einnig frásagnarkjarna ör-
sögunnar sem snýst gjarna um eitt
atvik eða atburð.
Sem dæmi um vel heppnaðar fjar-
stæður má taka texta sem ber heitið
Bekkurinn. Upphafið er svohljóð-
andi: „Þeir sem setjast á bekkinn
verða þess fljótlega varir að úr póst-
kassa handan við götuna berst lág-
vær tónlist frá Nepal. Krossleggi
þeir fæturna geta þeir umsvifalaust
talað sjö tungumál. Fari þeir hins
vegar úr skónum byrja kirkjuklukk-
ur að hringja …“ Hinir jarðbundnu
hrista eflaust hausinn eftir lestur
svona texta en þeir sem kunna að
meta hinn frjálsa leik orðanna og hin
óvæntu tengsl sem fjarstæðurnar
vekja gleðjast með skáldinu. Það eru
margir fleiri fjarstæðutextar í Trufl-
unum í Vetrarbrautinni sem koma
skemmtilega á óvart. Nefna má: Á
báðum áttum, Vindlar, Ég hef aldrei,
Sending. Freistandi er að vitna hér í
einn vel gerðan fjar-
stæðutexta til við-
bótar sem nefnist
Sporin sem þú skildir
aldrei eftir. Sá endar á
mjög áleitinni fjar-
stæðu og í raun þver-
sögn: „Veistu hvernig
það er að láta sem allt
sé í stakasta lagi í
vinnunni meðan bók-
haldið verður sífellt
fóknara, snjónum
kyngir niður og sporin
sem þú skildir aldrei
eftir hverfa hægt og
hægt.“
Það má finna texta
sem ekki ná almennilega að lifna í
huga lesandans en þeir eru til-
tölulega fáir en nefna má Stutta lýs-
ingu á heimsenda en þar segir að
þangað geti „verið gott að skríða á
vetrarkvöldum með vodkafleyg og
sjálfvirkan og plaffa út á sjóinn“.
Undarlegur er endirinn á Þegar ég
varð kona sem annars er bráð-
skemmtilegur texti og lýsir umbreyt-
ingunni sem verður þegar karl breyt-
ist í konu en endirinn er gróteskur í
meira lagi því það eina sem mæland-
inn segist ekki hafa „náð nógu góðum
tökum á er bannsettur halinn“.
Eins og áður kom fram er líka að
finna texta í bókinni sem innihalda
frásagnarkjarna, þar sem lögð er
áhersla á að segja sögu. Í einum slík-
um sem nefnist Á Guðs vegum er frá-
sögnin lituð gáskafullri kímni og frá-
sagnargleði. Hér er sögð saga manns
sem kemur til borgarinnar að austan
og gistir á Hjálpræðishernum og
kynnist konu sem leiðir til mikilla
umbreytinga á högum hans. Í lokin
koma svo nýjar upplýsingar um for-
tíð mannsins sem krydda söguna enn
frekar. Bráðskemmtileg saga sem
sýnir að Óskar Árni gæti alveg reynt
fyrir sér sem sagnahöfundur þótt
undirrituðum finnist ljóðlistin vera
það listform sem hentar honum best.
En auðvitað geta skáldsögur verið
ljóðrænar eins og sannast hefur á
Thor, Einari Má, Gyrði og Steinunni
Sigurðardóttur og fleiri rithöfundum.
Að öllu samanlögðu er þessi prósa-
bók Óskars Árna bráð-
skemmtileg aflestrar og
hann sýnir meiri tilþrif í
þessari bók en flestum
fyrri bóka sinna. Les-
andinn finnur að hann er
með alvöruskáldskap
milli handanna og marg-
ir fjarstæðutextarnir
nálgast að vera tær
snilld. Dirfskan er ef til
vill einn helsti kostur
Óskars í Truflunum í
Vetrarbrautinni, hér er á
ferðinni nýjung í íslensk-
um bókmenntum sem
sýnir svo ekki verður um
villst að smáprósar eru
raunhæfur valkostur fyrir frumlega
rithöfunda. Ekki spillir fyrir útgáf-
unni hversu vönduð hún er, papp-
írinn þykkur og góður og öll hönnun
til fyrirmyndar. Bókarkápan er fal-
leg, látlaus en smekkleg og hér fer
saman gott útlit og innihald. Óhætt
er því að mæla með þessari bók fyrir
vandláta lesendur.
Tilverunni snúið á haus
BÆKUR
Ljóð
Óskar Árni Óskarsson. Útg. Bjartur.
Reykjavík 2004, 73 bls.
Truflanir í Vetrarbrautinni
Óskar Árni Óskarsson
Guðbjörn Sigurmundsson
SÉRSTÖK menningar, lista-
og félagsvísindaverðlaun Hol-
berg-sjóðsins, alþjóðlegs minn-
ingarsjóðs sem ber heiti norsk-
danska fræðimannsins Ludvig
Holberg voru veitt í fyrsta
skipti í Bergen í Noregi á dög-
unum.
Fyrst til að hljóta verðlaunin
var Julia Kristeva, forstjóri
skjala- og textarannsókna-
deildar Parísarháskóla en verð-
launin, sem Hákon Noregs-
prins afhenti, hlaut hún fyrir
brautryðjandastarf í rann-
sóknum á snertiflötum mál-
fræði, menningar og bók-
mennta.
Kristeva hlýt-
ur Holberg-
verðlaunin