Morgunblaðið - 07.12.2004, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 53
MENNING
VIÐ kynntumst munaðarleysingj-
anum Molly fyrir tveimur árum þeg-
ar hún komst yfir dáleiðslubókina,
lærði listina að dáleiða og varð ekki
bara snillingur á því sviði heldur sló í
gegn á Broadway. Hún og Rocky
besti vinur hennar lærðu þó bæði að
frægð og frami eru innantómt ástand
og efnishyggjudraumurinn holur í
gegn.
Nú er hún mætt aftur til leiks
magnaðri en nokkru sinni fyrr, ef
ekki besti dáleiðari í heimi. Hún get-
ur stöðvað heiminn og það mörgum
sinnum.
Líkt og í seinustu bók þarf hún að
glíma við glæpamann. Nú er það dá-
leiðarinn Primo Cell sem dáleitt hef-
ur hálfa Hollywood, og er yfirmáta
valdamikill og forríkur maður. Hann
hefur rænt barnastjörnunni Davinu
Nuttel og er um það bil að sölsa undir
sig heiminn. Molly fer því til Kali-
forníu ásamt vinum sínum, lendir í
miklum og hættulegum átökum en
gerir heldur betur óvæntar uppgötv-
anir á endanum.
Ég var mjög spennt að byrja á
þessari bók og varð ekki fyrir von-
brigðum. Byng tekst einstaklega lið-
lega að halda áfram með söguna þar
sem frá var horfið um leið og hún
leiðir nýja lesendur inn í þennan
spennandi heim.
Fyrst fannst mér sagan meira snú-
ast um það eitt að leysa glæpamál
miðað við fyrri
bókina sem hafði
verið uppfull af
dulúðugum lýs-
ingum, mögnuðu
andrúmslofti og
pælingum um til-
gang lífins. En
þegar á líður
verður geta
Mollyar svo sterk
á dáleiðslusviðinu
þegar hún fer inn á nýjar brautir og
hreinlega tengist alheiminum í krafti
sínum, að enginn getur verið svikinn
af þeirri framvindu.
Fyrri bókin hafði vissulega þann
undirtón að krakkar ættu að trúa á
sjálfa sig og styrkleika sinn.
Í þessari bók er gengið svo langt
að Molly hreinlega berst við illmenni
með huganum. Hugur hennar er
hennar sterkasta vopn og með hon-
um getur hún sigrað heiminn. Þetta
finnst mér mjög skemmtilegt og líka
hvernig hún notar innhverfa íhugun
til að róa sig á stundum.
Það er ekki vanþörf á álíka
boðskap meðal ungmenna nútímans
sem eru sérlega upptekin af útliti og
yfirborði (reyndar ekki þau einu).
Bókin er skemmtilega og vel skrif-
uð, lifandi og kímin. Persónulýsingar
eru sterkar og margar ansi skemmti-
legar persónur koma til sögunnar,
ekki síst frú Trinklebury og Nock-
man kokkur. Sumir atburðirnir eru
kannski full einfaldaðir og ótrúlegir
en ekkert sem eyðileggur fyrir í
barnabók.
Þýðing Jóns Karls Helgasonar er
framúrskarandi. Málið sem hann not-
ar er vandað og fallegt, um leið létt
og eðlilegt. Hann vílar ekki fyrir sér
að nota orð og orðatiltæki sem auka
við orðaforða og málskilning lesenda
um leið og honum tekst að ná tals-
máta unga fólksins. Ég er þó ekki al-
veg sátt við að hann hafi þýtt Sunset
Boulevard sem Sólsetursbraut. Af
hverju þá ekki að þýða Hollywood
eða Los Angeles?
Byng vanmetur ekki lesendur sína,
heldur segir þeim hreinlega frá heim-
inum öllum jafnt sem innri heimum.
Aðdáendur Mollyar Moon nýir sem
gamlir eiga eftir að spæna þessa bók í
sig enda skemmtileg og hryllilega
spennandi, sérstaklega í lokin. Allt er
gott sem endar vel og maður er glað-
ur og líður vel að lestrinum loknum,
en verður síðan leiður við tilhugs-
unina um að þurfa kannski að bíða í
tvö ár eftir næsta ævintýri hinnar
mögnuðu Mollyar Moon.
Hin kynngimagnaða Molly
BÆKUR
Barnasaga
Höfundur: Georgia Byng. Mynd á kápu:
David Roberts. Þýðandi: Jón Karl Helga-
son. 308 bls. Bjartur 2004.
Molly Moon bjargar heiminum
Hildur Loftsdóttir
Georgia Byng
JÓGVAN Isaksen er sagður eini
glæpasagnahöfundur Færeyinga. Í
bókum hans um ölkæra blaðamann-
inn Hannis Martinsson, sem hafa ver-
ið þýddar á íslensku, hafa verið fram-
in fleiri morð en í allri sögu Færeyja.
En þótt atburðarás sakamálasagn-
anna endurspegli ekki færeyskan
raunveruleika hefur höfundur notað
umhverfi þeirra til þess að draga upp
raunsæja mynd af færeyskum sam-
tíma. Slík samfélagsrýni er einmitt
helsti styrkur bókar hans, Brennu-
vargurinn, sem er spennusaga fyrir
börn og unglinga.
Sagan segir frá galvöskum ung-
mennum sem bregða á það ráð að
reyna að hafa uppi á brennuvargi sem
gengur laus í Þórshöfn í Færeyjum
þegar lögreglu mistekst að hafa
hendur í hári hans. Samvinna krakk-
anna undirstrikar ólíkan bakgrunn
þeirra, uppeldi, lífsviðhorf og sam-
félagsstöðu. Þar stangast hið gamla á
við það nýja, hið þjóðlega á við það
sem meira framandi er.
Kári fullyrðir að aðeins séu til 50
alvöru Þórshafnarbúar og hann sé
einn þeirra. Allir hinir séu sveita-
vargar. Hann borðar franskar kart-
öflur í gríð og erg og hlustar á Elvis
Presley. Magnús er hins vegar ætt-
aður utan af landi og er nýfluttur til
Þórshafnar. Hann syngur færeysk
kvæði og kemur með skerpikjöt, sem
er vindþurrkað kjöt að færeyskum
sið, með sér í skólann. Ólík gildi félag-
anna eru þeim oft ágreiningsefni.
„Þórshafnarbúar eru ekki Fær-
eyingar. Þið borðið „franskar“ og
„biksímat“,“ segir Magnús ásakandi
við Kára og fullyrðir að enginn sann-
ur Færeyingur gæti komið slíku nið-
ur. „En af hverju kemur sveitavarg-
urinn þá eins og hann leggur sig til
Þórshafnar ef hér er allt svona leið-
inlegt,“ svarar Kári og ögrar Magn-
úsi enn frekar með því að bæta við að
hann kæmi að meira gagni uppi í
sveit við það að gæta kindanna (bls.
74–75).
Einnig örlar á gagnrýni á hve lítið
bókhneigðir Færeyingar eru í sög-
unni um brennuvarginn. Eftir að
Færeyingar fengu aðgang að fjórum
erlendum sjónvarpsstöðvum hætti
mamma Róa sem vinnur á bókasafn-
inu að lesa bækur. Samt hnýtir hún í
Róa og systur hans fyrir að horfa of
mikið á sjónvarp og segir að þess í
stað ættu þau að
setjast niður með
bók. Svo virðist
sem sjónvarps-
stöðvarnar fjórar
hafi einnig átt
sinn þátt í því að
brennuvargurinn
fór á stjá.
Þótt aðal-
áherslan sé á
heim krakkanna í Brennuvargnum er
einnig skyggnst lítillega inn í heim
hinna fullorðnu og er honum lýst frá
sjónarhóli barnanna. Margir hinna
fullorðnu eru kómískar persónur.
Beyginga-Bartal er gott dæmi. Hann
er færeyskukennari sem sefur með
hárnet, staglast á málfræði í tíma og
ótíma og er sérlega hrifinn af veikt
beygðum kvenkynsorðum.
Brennuvargurinn er spennandi
saga sem fjallar um samfélag fær-
eyskra krakka á gráglettinn hátt.
Jógvan Isaksen hefur skrifað aðra
bók um ævintýri þessara sömu
krakka og gaman væri ef sú bók yrði
einnig gefin út á íslensku.
„Þórshafnarbúar eru
ekki Færeyingar“
BÆKUR
Barnasaga
Höfundur: Jógvan Isaksen
Þýðandi: Guðlaugur Bergmundsson og
Jóhanna Traustadóttir
Kápa: Ólafur Gunnar Guðlaugsson
Prentun: Prentmet
Blaðsíðufjöldi: 127 bls.
Grámann bókaútgáfa, 2004.
Brennuvargurinn
Sif Sigmarsdóttir
Jógvan Isaksen
LEIKSKÁLDIÐ Eve Ensler er
hér á sviðinu í nýjasta leikriti sínu
„The Good Body“, eða „Líkaminn
góði“ sem frumsýnt var á Broad-
way á dögunum. Tekur það með
kómískum hætti á ýmsum við-
horfum kvenna til líkama síns en
Ensler er þekktust fyrir einleik
sinn „Píkusögur“ sem slegið hefur í
gegn víðsvegar um heim, meðal
annars á Íslandi. Hefur einleik-
urinn verið leikinn á að minnsta
kosti 35 tungumálum frá árinu
1996.
Reuters
Ensler
snýr aftur
á svið
Munið
að slökkva
á kertunum
❄
❄❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
Vindsveipur eða
gegnumtrekkur getur
kveikt eld á ný.
Slökkvilið
Höfuðborgarsvæðisins
❄
❄
❄
❄
❄
MEÐLAGSGREIÐENDUR!
Gerið skil hið fyrsta
og forðist vexti og kostnað
INNHEIMTUSTOFNUN SVEITARFÉLAGA
Lágmúla 9 - 108 Reykjavík - Kt. 530372 0229 - www.medlag.is
Banki 0139-26-4700 - Sími 590 7100 - Fax 590 7101