Morgunblaðið - 07.12.2004, Síða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
KENNARAR samþykktu naumlega nýj-
an kjarasamning grunnskólakennara og
sveitarfélaganna í atkvæðagreiðslu sem
lá ljós fyrir síðdegis í gær. 51,2% greiddu
atkvæði með samningnum og 36,4%
greiddu atkvæði gegn honum. Auðir seðl-
ar voru 12,1% atkvæða og ógildir 0,3%.
Á kjörskrá voru 4.912 og atkvæði
greiddu 4.515 eða 91,9%.
Fulltrúar í Launanefnd sveitarfélag-
anna samþykktu samninginn í gær með
átta atkvæðum en einn sat hjá.
„Þetta er í raun og veru það sem við
mátti búast, að það yrði tiltölulega lítill
meirihluti sem myndi samþykkja þetta,“
segir Eiríkur Jónsson, formaður Kenn-
arasambands Íslands, um úrslitin. Hann
segist álíta að margir kennarar hafi sagt
„já“ til að deilan færi ekki fyrir gerðar-
dóm.
Birgir Björn Sigurjónsson, formaður
samninganefndar sveitarfélaga, fagnar
því að samningur skuli vera kominn á.
„Þetta er mjög dýr samningur og
margt í honum gekk raunverulega þvert
á það sem hafði verið vænst og stefnt að
hjá okkur,“ segir Birgir Björn. „Ég held
að menn hafi samt metið fórnarkostnað-
inn það mikinn að það væri nauðsynlegt
að gera þennan samning.“/4
51,2% greiddu at-
kvæði með samningi
! #
$
%
&'
""
&'
"&'
()
*
+
&
&"'
,
$
#-
.
! #
&
.&.'
!
+
/
0,
"
OLÍUFÉLÖGIN
lækkuðu verð á
bensíni í gær. Bens-
ínlítrinn með fullri
þjónustu kostar nú
107,60 krónur hjá
Skeljungi og Olíufé-
laginu Esso. Sjálfs-
afgreiðsluverð hjá
Olís, Skeljungi og Esso er almennt
rúmlega 101 króna en fer allt niður í
99,9 hjá Esso Express, 99,6 hjá ÓB og
99,5 hjá Atlantsolíu. Þeir síðastnefndu
lækkuðu verðið um 3,40 krónur en sam-
kvæmt upplýsingum þaðan hefur verð
bensínlítrans ekki verið undir 100 krón-
um síðan í lok ágúst sl.
Bensínverð á heimsmarkaði hefur
lækkað verulega á síðustu dögum eða
um rúmlega 15%. Mánudaginn 29. nóv-
ember kostaði tonnið af 95 oktana blý-
lausu bensíni 440 Bandaríkjadali á
markaði í Rotterdam en föstudaginn 3.
desember var tonnið komið niður í 372
dali.
Bensín-
verð fer
lækkandi
Heimsmarkaðsverð/16
HALLDÓR Ásgrímsson forsætis-
ráðherra skrifaði í gær formönnum
stjórnmálaflokka sem sæti eiga á
Alþingi og óskaði eftir tilnefningum
frá þeim í stjórnarskrárnefnd sem
hafi það hlutverk að vinna að breyt-
ingum á stjórnarskrá íslenska lýð-
veldisins. Halldór skýrði frá þessu í
ræðu í Þjóðmenningarhúsinu í gær
vegna loka heimastjórnarafmælis.
Hann sagði að í þessu starfi þyrfti
að tryggja að löggjafarstarf Alþing-
is gæti gengið fram með eðlilegum
hætti, en einnig að tryggja lýðræð-
islegan rétt almennings til að fá
fram atkvæðagreiðslur um mál sem
miklu skipta. Þá þyrfti að skýra bet-
ur hlutverk forseta, Alþingis og rík-
isstjórnar í stjórnskipuninni. Einnig
þyrfti að gæta þess að hin lýðræð-
islega uppbygging væri einföld og
skýr, en týndist ekki í frumskógi
formsatriða og formreglna.
Í ávarpi Halldórs kom fram að
stjórnarskrárnefndin yrði alls skip-
uð níu fulltrúum; þremur sem til-
nefndir eru af Sjálfstæðisflokki,
tveimur fulltrúum frá Samfylkingu
og Framsóknarflokki og einum full-
trúa Vinstri hreyfingarinnar –
græns framboðs og Frjálslynda
flokksins. Skipar forsætisráðherra
formann nefndarinnar úr hópi
nefndarmanna. Að auki mun fjög-
urra manna sérfræðinganefnd
starfa náið með stjórnarskrár-
nefndinni, en formaður hennar
verður Eiríkur Tómasson, lagapró-
fessor. Aðrir í sérfræðinganefnd-
inni verða Kristján Andri Stefáns-
son lögfræðingur, Gunnar Helgi
Kristinsson prófessor í stjórnmála-
fræði og Björg Thorarensen
lagaprófessor.
Að sögn Halldórs verður báðum
nefndum ætlað að hefja störf sín í
upphafi nýs árs og ljúka störfum
ekki síðar en í byrjun árs 2007, enda
verði stefnt að því að kjósa um
stjórnarskrárbreytingar í alþingis-
kosningum það ár.
Stjórnarskráin á að vera hafin
yfir pólitískt dægurþras
„Ég vil sérstaklega lýsa því yfir
að enda þótt stjórnarskrá Íslands sé
vitaskuld í eðli sínu hápólitískt
plagg þá er það skoðun mín að hún
eigi að mestu að vera hafin yfir póli-
tískt dægurþras sem er í eðli sínu
mjög háð tíma og rúmi. Ég óska því
eftir góðu samstarfi allra stjórn-
málaflokka um þá mikilvægu vinnu
sem framundan er við endurskoðun
hennar og ítreka, að gefnu tilefni, að
engin ákvörðun hefur verið tekin
um breytingar á einstökum köflum
hennar eða greinum. Stjórnar-
skrárnefnd og sérfræðinganefnd
hennar hafa frjálsar hendur við sín
störf, en hljóta þó að taka mið af
þeirri frjóu umræðu sem hefur
spunnist um þessi mál síðustu mán-
uði og misseri.“
Forsætisráðherra óskar eftir tilnefningum í stjórnarskrárnefnd
Skýra þarf betur hlut-
verk forseta og Alþingis
Morgunblaðið/Sverrir
Vigdís Finnbogadóttir, Halldór Ásgrímsson og Geir H. Haarde við athöfn
í Þjóðmenningarhúsinu í gær vegna loka heimastjórnarafmælisins.
Lýðræði/11
HLUTUR KB banka í Baugi er
til sölu, að því er Sigurður Ein-
arsson, stjórnarformaður KB
banka, segir í viðtali við Berl-
ingske Tidende í Danmörku.
„Þessi 22 prósenta hlutur í
Baugi var staða sem við tókum
þegar fyrirtækið var tekið af
hlutabréfamarkaði. Þessi hlut-
ur er til sölu,“ segir Sigurður í
viðtalinu. Hann undirstrikar að
bankinn eigi ekki fulltrúa í
stjórn Baugs og komi ekki ná-
lægt rekstrinum.
22% hlutur
KB banka í
Baugi til sölu
Dregin upp/17
VESTURBYGGÐ fær úthlutaðan mestan
byggðakvóta á yfirstandandi fiskveiðiári, alls
218 þorskígildistonn, samkvæmt ákvörðun
sjávarútvegsráðherra sem hann kynnti í
gær. Samtals er úthlutað 3.200 þorskígildis-
tonnum til fjörutíu byggðarlaga í 32 sveit-
arfélögum.
Annars vegar var úthlutað byggðakvóta til
byggðarfélaga sem lent hafa í vandræðum
vegna samdráttar í sjávarútvegi en hins veg-
ar til byggðarlaga sem orðið hafa fyrir
óvæntri skerðingu á heildaraflaheimildum og
var þar fyrst og fremst horft til samdráttar í
hörpuskel- og rækjuveiðum. Samkvæmt út-
hlutuninni fær Vesturbyggð mestan kvóta
allra sveitarfélaga nú, alls 218 tonn. Þar af
fær Bíldudalur 138 tonn, Patreksfjörður 75
tonn og Brjánslækur 5 tonn. Þá fær Ísafjarð-
arbær úthlutuð 210 tonn. Sé hinsvegar tekið
mið af einstökum byggðum fá Siglufjörður
og Stykkishólmur mestan kvóta, alls 205
tonn en í báðum tilfellum er kvótanum ætlað
að mæta samdrætti í skel- eða rækjuveiðum.
Þá er Súðavíkurhreppi úthlutað 150 tonnum
og Sandgerði 145 tonnum.
Úthlutun byggðakvóta
Vesturbyggð
fær mest
Mestur/12
LÖGREGLUÞJÓNAR úr Kópa-
vogi meiddust lítillega við skyldu-
störf þegar ökumaður nokkur
gerði sér lítið fyrir og ók vísvit-
andi á lögreglubíl þeirra við Ársel
í Breiðholti gærkvöldi. Ökumað-
urinn stakk síðan af og var hafin
leit að honum.
Aðdragandi málsins var sá að
ökumaðurinn hafði elt annan bíl í
Kópavogi og hringdi ökumaður
þess síðarnefnda í lögregluna í
Kópavogi og bað um aðstoð. Lög-
reglan fann báða bílana á bíla-
stæði við Ársel en þegar átti að
tala við ökumanninn bakkaði
hann frá og keyrði tvisvar inn í
hlið lögreglubílsins. Að því búnu
stakk hann af. Eftir sátu lög-
regluþjónar á stórskemmdum bíl
með uppblásnum líknarbelgjum.
Lögregluþjónar frá Reykjavík að-
stoðuðu við leitina en ekki hafði
náðst til ökumannsins seint í gær-
kvöldi þrátt fyrir mikla leit.
Ók á lögreglubíl og stakk svo af
Morgunblaðið/Júlíus
Ökumaður ók vísvitandi utan í bíl lögreglunnar í Kópavogi seint í gærkvöldi. Hann fannst ekki þrátt fyrir leit.