Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ein vinsælasta bók ársins! Góðir Íslendingar! 2. sæti Handbækur* * Bóksölulisti PE/BMM 8. – 14. des. 2004 2. sæti Handbækur Hverjir eru Íslendingar? Hvað finnst þeim um lífið og tilveruna? LANDEIGENDUR í Reykjahlíð í Skútustaðahreppi hafa óskað eftir því að iðnaðar- og viðskiptaráð- herra beiti sér fyrir því að teknar verði upp viðræður við Landsvirkj- un um kaup landeigenda í Reykja- hlíð á Kröfluvirkjun og Bjarnar- flagsvirkjun en þetta verkefni kalla landeigendur „Arðinn heim í hérað“. Landeigendurnir, sem eru um tuginn, hafa gert arðsemis- og fjárfestingaráætlun vegna kaup- anna og telja sig geta fjármagnað þau. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst gæti kaupverðið fyrir virkjanirnar verið á bilinu 3,5 og allt upp í 6,5 milljarða króna að því gefnu að verðið fyrir megavattið sé á bilinu ein til 1,5 milljónir dala. Gengur ekki að skilja fólkið bara eftir án atvinnu Ólafur H. Jónsson, formaður landeigenda, segir málið snúast um það að eftir að kísilgúrverk- smiðjunni hafi verið lokað renni allur arður af virkjunum burt úr héraðinu. Það gangi hins vegar ekki að fólkið sitji bara eftir með sárt ennið. Þessi leið sé hin eina rétta í stöðunni, ekki síst ef Landsvirkjun (LV) verður gerð að hlutafélagi, vegna þess að þannig komist arðurinn heim í hérað. Þingmenn svæðisins hljóti að styðja þetta. Ólafur segir nú liggja fyrir, eftir að hann hafi fengið greinargerð frá forstjóra LV, að staðið hafi yfir viðræður milli LV og ríkisins um að Landsvirkjun yfirtaki þetta svæði algerlega og þá með sér- samningum við ríkið um að þeir borgi fyrir eitthvað sem ríkið ekki á. Landeigendum hafi hins vegar ekki verið greint frá þessu eða þeir spurðir. „Þetta er háalvar- legur hlutur vegna þess að ef ríkið telur að það eigi þarna endalausan virkjunarrétt fyrir Kröfluvirkjun sem upphaflega var samið um fyrir nokkrar milljónir á sínum tíma þá er það alger misskilningur af þeirra hálfu, ef þeir halda að þeir geti endalaust bætt við megavött- um úr sama svæði án þess að tala við landeigendur þá þekkja þeir ekki hvað stjórnarskráin segir og hvað eignarrétturinn er sterkur,“ segir Ólafur. „Nú eru breyttir tímar og við viljum að arðurinn komi á þann stað þar sem hann myndast en sé ekki útdeilt eftir geðþótta á suðursvæðinu.“ Í bréfi sem landeigendurnir hafa sent ráðherra segir að þeir hafi viljað leggja sitt af mörkum til at- vinnuuppbyggingar í Mývatnssveit og hafi í þeim tilgangi reynt að hraða framkvæmdum sem þeir séu að semja um við Orkuveitu Reykjavíkur. „Landeigendur hafa um langt skeið reynt að eiga já- kvæð samskipti við Landsvirkjun en án árangurs. Nú er orðið ljóst að Landsvirkjun gerir allt sem það félag getur til að trufla framgang nýtingar landeigenda á eigin auð- lindum. [–] Landsvirkjun sækir nú í hitaréttindi landeigenda til rann- sóknar með kröfu um forgang til virkjunar – allt í því skyni að koma í veg fyrir og trufla framgang heimamanna sjálfra.“ Þá segir í bréfinu að nái Lands- virkjun (LV) fram yfirlýstum markmiðum sínum muni hún virkja orkulindir Mývetninga ef og þegar LV hentar og halda síðan áfram að veita orku frá þeim auð- lindum og arði af þeirri starfsemi þangað sem LV hentar hverju sinni. Tekið er fram að landeigendur hafi gert arðsemis- og fjárfesting- aráætlanir vegna kaupanna og að þeir telji sig geta fjármagnað þau og rekið virkjanirnar á a.m.k. jafn- arðsaman og öruggan hátt og LV. Þá er tekið fram að landeigendur telji sig eiga vísan stuðning Skútu- staðahrepps og áréttað er sérstak- lega að Orkuveita Reykjavíkur komi ekki að beiðni landeigenda og sé ekki fyrirhugaður bakhjarl eða þátttakandi í kaupunum. Landeigendur vilja kaupa Kröfluvirkjun Morgunblaðið/Birkir Fanndal Hara VGK-verkfræðistofa átti snaran þátt í að hanna Kröfluvirkjun, en upphaf virkjunarframkvæmda á háhitasvæðum hér á landi má rekja aftur til 1974. Segja Lands- virkjun og ríkið vera að semja bak við tjöldin EIGENDUR Nóatúns, sem jafnframt eiga og reka lágvöruverðsverslanir Krónunnar, hafa opnað kjöt- borð í Krónunni við hlið Nóatúns við Hringbraut. Sem kunnugt er skemmdist verslun Nóatúns í elds- voða og verður hún ekki opnuð aftur fyrir jól. „Við erum að líta til þeirra viðskiptavina sem hafa treyst á okkur og leitað til okkar og vilja versla hjá okkur. Það er ansi langt í næstu Nóatúnsbúð,“ segir Sigurður Gunnar Markússon, rekstrarstjóri Nóatúns, um opnun kjötborðsins. Þá hefur afgreiðslutími Krónuverslunarinnar jafnframt verið lengdur. „Við sáum þarna pláss og skelltum upp lítilli Nóa- túnskjötdeild í Krónunni,“ segir Sigurður, og að þrátt fyrir smæð sé um fullgilt kjötborð að ræða sem af- greiði alla algengustu hluti úr kjötborði. Þess má geta að starfsmenn í kjötdeild Nóatúns við Hring- braut sjá um kjötborð Krónunnar. Að sögn Sigurðar er vinna við enduruppbyggingu Nóatúnsverslunarinnar í fullum gangi þótt ekki liggi fyrir hvenær hún verður opnuð að nýju. Sem stendur sé unnið að því að endurhanna lagnakerfi verslunar- innar. Morgunblaðið/Jim Smart Guðmundur Hauksson sýnir girnilega jólasteik sem fæst í kjötborði Nóatúns – sem nú er komið í Krónuna. Kjötborð Nóatúns í Krónuna Starfsmenn við Hringbraut færa sig á milli húsa Leita álits á kæru á lagasetningu STJÓRN Kennarasambandsins hef- ur samþykkt að fela formanni KÍ að leita álits lögmanna á því hvort kæra skuli lagasetningu á verkfall grunnskólakennara. Á vef KÍ kem- ur fram að telji lögmenn rétt að kæra málið til Alþjóða vinnu- málastofnunarinnar, ILO, og/eða til Mannréttindadómstóls Evrópu, samþykki stjórnin að fela lögmönn- um framkvæmd slíkrar kæru. Lést af einu höggi á gagnauga BRÁÐABIRGÐANIÐURSTAÐA úr krufningu á Ragnari Björnssyni sem ráðist var á inni á veitingastað í Mos- fellsbæ um síðustu helgi liggur fyrir. Samkvæmt henni voru það áverkar af einu höggi á gagnauga og efri kjálka sem drógu hann til dauða. Lögreglan í Reykjavík hefur yf- irheyrt hinn grunaða sem og vitni að atburðinum. Segir Hörður Jóhann- esson yfirlögregluþjónn að rann- sókn málsins sé mjög langt komin. Hinn grunaði hefur verið úrskurð- aður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 27. janúar að kröfu lögreglunnar. Hann hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Ríkissaksóknari fær áfrýjunarleyfi HÆSTIRÉTTUR ákvað á miðviku- dag að veita ríkissaksóknara leyfi til að áfrýja dómi sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjaness í haust í máli manns sem ákærður var fyrir árás á þáverandi eig- inkonu sína. Refsingu yfir mann- inum var frestað og haldi hann skil- orð fellur hún niður. Sökum þess hve refsing í málinu var væg þurfti ríkissaksóknari að fara fram á sérstakt áfrýjunarleyfi. Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti er fremur fátítt að rík- issaksóknari óski eftir áfrýj- unarleyfi Hæstaréttar. Upplýsingar um fjölda beiðna um áfrýjunarleyfi sem berast frá ríkissaksóknara eru á hinn bóginn ekki teknar saman sérstaklega. Í fyrra var alls óskað eftir 46 áfrýjunarleyfum og veitti Hæstiréttur 22 leyfi en rétturinn hafnar yfirleitt fleiri umsóknum en hann samþykkir. Níu vilja stjórna Gæslunni NÍU manns sóttu um embætti for- stjóra Landhelgisgæslu Íslands en umsóknarfrestur um starfið rann út sl. miðvikudag. Hafsteinn Haf- steinsson lætur af störfum sem forstjóri Gæslunnar 1. janúar næstkomandi. Fallist hefur verið á ósk hans um tilflutning í starfi og mun hann hefja störf sem skrif- stofustjóri í utanríkisráðuneytinu. Þeir sem sóttu um starfið eru: Ásgrímur Lárus Ásgrímsson deild- arstjóri, Friðrik Jónsson sendi- ráðunautur, Georg Lárusson, for- stjóri Útlendingastofnunar, Halldór Ólafur Zoëga for- stöðumaður, Kristján Björn Garð- arsson forstjóri, Lárus Jóhanns- son, fv. yfirdeildarstjóri, Magnús Gunnarsson fjármálastjóri, Pálmi Jónsson stýrimaður og Rafn Sig- urgeir Sigurðsson sjómaður. Í hvaða síma- fyrirtæki er verið að hringja? KVARTANIR hafa borist til Neyt- endasamtakanna vegna þess val- kosts að flytja farsímanúmer milli símafyrirtækja. Óánægjan beinist að því að nú er ómögulegt að vita í hvaða símafyrirtæki er verið að hringja en dýrara er að hringja milli símafyrirtækjanna en innan kerfis eins og kunnugt er. „Áður vissum við þegar við hringdum úr kerfi eins símafyr- irtækis og í kerfi annars símafyr- irtækis og vissum að það er dýr- ara en að hringja innan sama símakerfis,“ segir í frétt á heima- síðu Neytendasamtakanna. „En vegna númeraflutningsins vitum við ekki lengur hvenær við hringjum á milli símakerfa.“ Þetta telja samtökin óviðunandi og hafa Neytendasamtökin hvatt Póst- og fjarskiptastofunun til að grípa til aðgerða sem tryggja nauðsynlega upplýsingamiðlun til neytenda í þessu sambandi. Þá benda Neytendasamtökin á að nú hafi ítölsku neytenda- samtökin hvatt til að gemsarnir verði hvíldir í dag milli kl. 12 og 14. Neytendasamtök í fleiri lönd- um ætla að taka þátt í baráttu Ítalanna, í Póllandi, Portúgal, Litháen, Spáni og Slóvakíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.