Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 40
sumum þeirra er jafnvel fullyrt að skartgripir hennar séu „afar áhuga- verðir“ og þeir „heitustu“ í Köben um þessar mundir. Þekktasti við- skiptavinur Fríðu er engin önnur en krónprinsessa Danmerkur, Mary Don- aldson, en sjálf vill Fríða ekki gera of mik- ið úr því. „Það vantaði steina í trúlofunarkjól prinsessunnar og ég var fengin til að redda því og bjó þá til eyrnalokka í stíl. Það stóð nú aldrei til að ég færi að segja frá þessu, en þetta lak í slúð- urpressuna,“ segir Fríða. Sérstakir steinar Fríða bjó um nokkurra ára skeið í Svíþjóð, ásamt þremur börnum sínum, og vann þar við ýmislegt er til féll, m.a. aðstoð við drykkjusjúklinga og geð- sjúklinga, sem voru að fóta sig á ný í samfélaginu. Hún heklaði þá talsvert úr íslenskum lopa og hélt því áfram eftir að hún flutti aftur til Danmerkur. Þar vöktu hekluðu húfurnar hennar talsverða at- Það er eitthvað vinalegt við andrúmsloftið íversluninni hjá Fríðu Hrefnu Thomas viðÓðinsgötuna í Reykjavík. Kannski ein-hver keimur af nostalgíu eða fortíðarþrá, því manni verður strax ljóst þegar maður hittir Hrefnu að hún á rætur í gamla hippatímabilinu. Skartgripirnir hennar eru þó síður en svo eft- irlegukindur frá hippatímanum. Þvert á móti eru þeir sérstakir, handunnir að hætti Hrefnu og engir tveir eyrnalokkar eða tvær hálsfestar eru eins. „Það er rétt hjá þér að ég var hippi hér í „den“ og bjó meira að segja í einni af fyrstu kommúnunum í bænum. Þetta var rétt eftir 1970 og við bjuggum þarna nokkur saman á Vesturgötu 24, í húsinu hans Sæla kafara. Þetta var orðinn rosalegur hjallur, en það mátti ekki rífa hann einhverra hluta vegna. Þarna vorum við með leðurverkstæði og þannig byrjaði ég í leðrinu. Svo flutti þessi kommúna aust- ur í Gljúfurárholt í Ölfusi og við rákum þar líka leð- urverkstæði. Síðan flutti ég til Vestmannaeyja, rétt eftir gos, og hélt leðurvinnslunni áfram þar.“ Í skartgripahönnun fyrir tilviljun „ Í Eyjum var mikill gestagangur hjá mér og Bubbi Morthens, þá óþekktur far- andverkamaður, hékk tímunum saman á verkstæðinu hjá mér og spilaði á gítarinn. Ég var nú stund- um að reyna að stugga honum í burtu því ég hélt að hann myndi fæla frá mér kúnna. Í dag þyrfti ég eflaust að borga honum fúlgur fjár fyrir að spila í búðinni hjá mér.“ Hrefna segir að á þessum árum hafi hún m.a. selt dálítið af leð- urvörum til handverskgallerís í Færeyjum, sem bar nafnið Vogs- botn. Jafnframt var hún með ann- an fótinn í Kaupmannahöfn og bjó þá meðal annars um skeið í hinni víðfrægu Kristjaníu. „Ég fór alltaf á sumrin út til Danmerkur til að kaupa inn það sem ég þurfti í leð- urvinnsluna og bjó þá stundum hjá vinum og kunningjum, meðal annars í Kristjaníu. Mannlífið þar var skrautlegt á þessum árum og þar voru margir að vinna fyrir sér með sjálf- bæru handverki. Í framhaldi af þessum ferðum til Danmerkur fór ég að gæla við þá hugmynd að flytja bara út og prófa að búa í Kaup- mannahöfn í stað þess að djöflast hér heima í síld eða saltfiski til að eiga fyrir hráefninu í leðurvinnsluna og 9. apríl 1976 flutti ég til Kaupmannahafnar. Hlutirnir æxluðust hins vegar þannig að ég vann aldrei neitt í leðr- inu eftir að ég kom út. Verkfærin mín skiluðu sér ekki í pósti og aldr- ei varð neitt úr leðurvinnslunni þarna úti. Þegar ég var í leðrinu hafði ég hins vegar gert alls konar hálsfestar líka og byrjaði að þreifa fyrir mér á því sviði og svo álpaðist ég eiginlega inn í þessa skartgripahönnun fyrir tilviljun,“ segir Fríða, en hún hefur unnið tals- vert sem skartgripahönnuður fyrir Beadhouse of Copenhagen. Ekki verður annað sagt en að skart- gripir Fríðu hafi vakið athygli í Danaveldi og hafa birst myndir með skartgripum eftir hana í þekkt- um og víðlesnum tískublöðum á Norðurlöndum. Í hygli og urðu vinsælar í Kaupmannahöfn og segir sagan að leikkonan Sofie Grabol hafi verið mikill aðdáandi hekluðu húfanna. Fríða er nú gift banda- rískum saxófónleikara, Luther Thomas, og vegna starfs hans hafa þau verið á talsverðu flakki á milli New York og Kaupmannahafnar, en ef vel gengur með verslunina á Óðinsgötunni hafa þau fullan hug á að flytja alkomin hingað til lands. „Ég nota mikið silfur og svo messing,“ segir Fríða aðspurð um skartgripagerðina. „Svo er ég með alls kyns steina, skeljar, perlur, bein horn, kopar og stundum leður. Steinarnir mínir eru dálít- ið sérstakir og þegar ég hanna skartgripi úr stein- um fyrir einstaklinga finn ég út hvaða steinn á við hvern og einn, og hönnuninni fylgir þá sérstök lýs- ing á eiginleikum steinanna. Það er nefnilega þann- ig að þú velur ekki steinana, heldur velja þeir þig.“  HÖNNUN| Fríða Hrefna Thomas höndlar hér með handunna skartgripi eftir langa útivist Steinarnir velja þig Fyrirsæta á forsíðu tímaritsins Costume: Skartar eyrnalokk- um frá Fríðu.  Sérstæðir eyrnalokkar: Voru til umfjöllunar í tímaritinu Woman. Skartgripirnir hennar Fríðu: Hafa vakið athygli á Norðurlöndum. Morgunblaðið/Kristinn Fríða Hrefna Thomas: Skartgripahönnuðurinn í verslun sinni við Óðinsgötuna. Fríða Thomas Design Óðinsgata 1, Reykjavík, Veffang: www.fridathomas.com Netfang: frida@fridathomas.com svg@mbl.is 40 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF iðunn tískuverslun Kringlunni, s. 588 1680 Seltjarnanesi s. 561 1680 Glæsilegt úrval af náttfötum í jólapakkann Vönduð díóðuhöfuðljós / hlaupara- ljós með langa rafhlöðuendingu. Góður ljósstyrkur. Fást hjá Afreks- vörum, Vesturröst, Útivist og veiði. Höfuðljós Sigurbjörn Bárðarson & Benedikt Líndal LYNGHÁLSI 3 SÍMI: 540 1125 Benni´s Harmony comfort Benni´s Harmony elegant Verða viðskiptavinum MR búðarinnar til aðstoðar laugardaginn 18. desember AIREX DÝNUR FYRIR JÓGA OG LEIKFIMI polafsson.is Trönuhrauni 6 // 220 Hafnarfjörður // Sími: 565 1533 Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.