Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Þær eru saman í sauma-klúbbnum Snældunum,hittast mánaðarlega yfirkaffi og kruðeríi og greiða í hvert skipti 2.500 krónur í ferðasjóð. Sjóðurinn er vel geymdur inni á ferðareikningi sem gott er að grípa til þegar spennandi ferðir bjóðast. Það gerðist einmitt nýverið þegar frúrnar pökkuðu niður sólardressum og héldu á vit ævintýranna á Jam- aíku. Ferðin var á vegum Heims- ferða, sem þær eru sammála um að eigi hrós skilið fyrir góða skipulagn- ingu enda hafi væntingar staðist fullkomlega. Þótt aldarfjórðungur sé nú liðinn frá stofnun klúbbsins hafa orðið mannabreytingar í gegnum árin, konur hætt og aðrar komið í staðinn. Núverandi meðlimir og þar með ferðafélagar eru: Særún Sigurgeirs- dóttir, Kristjana Möller, Aðalheiður Þórhallsdóttir, Emma Magn- úsdóttir, Bjarndís Lárusdóttir og síðast en ekki síst Anna Lárusdóttir, sem sér um ferðasjóðinn. „Okkur fannst þessi ferð hljóma spennandi þegar við sáum hana auglýsta og ákváðum að slá til enda var sjóð- urinn orðinn það bústinn að hann dugði vel fyrir herlegheitunum,“ segir Særún, spurð um tilurð ferð- arinnar. Flogið var með tékknesku leigu- flugfélagi, millilent í Gander í Kan- ada þar sem stoppað var í klukku- stund. Tvær máltíðir voru framreiddar í hvorri ferð, en að öðru leyti var þjónusta um borð í lág- marki. Þegar lent var á Jamaíku tók við frábært veður með 30°C á daginn og um 25°C á kvöldin. Alltaf var smágola á daginn og hitinn það góð- ur á kvöldin að yfirhafnir reyndust óþarfar. Einstakt náttúruundur „Fyrsta daginn fórum við í skoð- unarferð til Montego Bay, sem er annar stærsti bærinn á Jamaíku og fjölsóttasti ferðamannastaðurinn þar. Kynnisferðin hófst á heimsókn á plantekruna Rose Hall þar sem við kynntumst sögu staðarins, sem nær til ársins 1700. Við komum við í leik- húsi sem tileinkað er konungi reg- gie-tónlistarinnar, Bob Marley. Þar sáum við stutta kvikmynd um líf og tónlist listamannsins. Í lok ferð- arinnar var svo farið á markað þar sem heimamenn og listamenn selja vörur sínar. Á öðrum degi fórum við í stutta kynnisferð um miðbæ Ocho Rios og snæddum hádegisverð á The Ruins, mjög skemmtilegum útiveitingastað með rennandi fossum. Þaðan héld- um við til Dunn’s fossanna, sem eru einstakt náttúruundur. Ævintýri lík- ast er að klífa fossana með aðstoð þrautþjálfaðra leiðsögumanna sem leiddu hópinn í halarófu upp fossana. Að loknu klifrinu, sem tók um klukkutíma, gafst tækifæri til að kíkja á markað staðarins. Næstu dögum vörðum við svo í hugguleg- heitum í hótelgarðinum og sleiktum sólina. Fjórar úr hópnum fóru í báts- ferð á vegum hótelsins þar sem gest- um gafst m.a. kostur á að „snorka“ í sjónum,“ segir Særún. Hópurinn hélt til á Wyndham Rose Hall, sem er í vernduðu um- hverfi á fyrrum plantekru í útjaðri Montego Bay, hinni sögufrægu Rose Hall landareign. „Aðbúnaðurinn var allur hinn flottasti og allt það til staðar sem konur í fríi kann að dreyma um: fín herbergi, glæsilegur sundlaugargarður, golfvöllur, tenn- isvöllur, líkamsræktarsalur, fjöldi veitingahúsa og kráa innan dyra sem utan. Ekki spillti það svo að aldrei þurfti að taka upp veski því allur matur og drykkir voru innifald- ir í hótelverði. Allur matur reyndist frábær og fór vel í okkur. Við nutum þess skemmtanalífs sem hótelið bauð upp á og reyndist bara fínt fyrir okkur. Hljómsveit spilaði á hverju kvöldi og alls kyns skemmtikraftar tróðu upp. Það hvarflaði hins vegar ekki að okkur konunum að álpast niður í bæ á kvöldin. Lítið fór fyrir verslun þrátt fyrir að sex konur væru saman á ferð enda lítið hægt að kaupa á þessum slóðum nema kannski minja- gripi. Í ofanálag átti ferðin svo alls ekki að vera verslunarferð,“ segir Særún, en þess má geta að Snældu- konur hafa áður farið til Parísar, Hamborgar, Amsterdam og Barce- lona.  Á EYJU Í KARABÍSKA HAFINU | Saumaklúbburinn Snældurnar Úr sólinni á Jamaíku Sex vinkonur, sem nú skipa saumaklúbbinn Snældurnar, flatmöguðu í sól og sumaryl í viku á karabísku eyjunni Jamaíku á meðan frosthörkur léku lausum hala á Íslandi um miðjan nóvember. Wyndham Rose Hall Resort and Country Club P.O. Box 999 Montego Bay Jamaica Sími: 876 953 2650 wyndhamrosehallresort.com Veitingastaðurinn The Ruins 17 Da Costa Drive Main Street Ocho Rios Jamaica Sími: 00876 974 8888 theruins@cwjamaica.com http://www.ruinsjamaica.com/ Snældurnar: Anna Lárusdóttir, Bjarndís Lárusdóttir, Kristjana Möller, Að- alheiður Þórhallsdóttir, Emma Magnúsdóttir og Særún Sigurgeirsdóttir. Aðbúnaðurinn: Stóðst allar væntingar. join@mbl.is Munið að slökkva á kertunum ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ Treystið því aldrei að sjálfslökkvandi kerti slökkvi á sér sjálft. Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins ❄
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.