Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 47 UMRÆÐAN AÐ GEFNU tilefni tel ég sjálf- sagt og rétt að lesendur Morg- unblaðsins geti á þessu stigi fjár- söfnunarinnar kynnt sér orðrétt Yfirlýs- inguna ,,Innrásin í Írak – ekki í okkar nafni“, sem birt verður með heilsíðuauglýs- ingu í bandaríska stór- blaðinu New York Times í janúar. Í auglýsingunni í New York Times verð- ur nefndur fjöldi þeirra Íslendinga sem kostuðu birtinguna. Hér fer því frum- texti Yfirlýsing- arinnar, sem birt verður í New York Times: - YFIRLÝSING - Innrásin í Írak – ekki í okkar nafni ,,Við, Íslendingar, mótmælum ein- dregið yfirlýsingu íslenskra stjórn- valda um stuðning við innrás Banda- ríkjanna og ,,viljugra“ bandamanna þeirra í Írak í mars 2003. Með þeirri yfirlýsingu voru brotin íslensk lög, alþjóðalög – og íslensk lýðræðishefð. Ákvörðun um stuðning við innrás- ina tóku forsætisráðherra og utan- ríkisráðherra Íslands einir án þess að málið fengi fyrst umfjöllun í utan- ríkismálanefnd Alþingis Íslendinga. Er það þó skylt samkvæmt íslensk- um lögum, sem segja að þar skuli fjalla um öll meiriháttar utanrík- ismál. Ákvörðun þessi hefur hvorki verið afgreidd formlega frá Alþingi né ríkisstjórn Íslands. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur lýst inn- rás Bandaríkjanna og bandamanna þeirra brot á Stofnsáttmála Samein- uðu þjóðanna og þar með brot á al- þjóðalögum. Alþingi Íslendinga neitaði að lýsa yfir stríði á hendur Þýskalandi og Japan árið 1945, sem var þá skilyrði fyrir stofnaðild að Sameinuðu þjóð- unum. Með stofnaðild að NATO árið 1949 tóku Íslendingar sér- staklega fram að þeir myndu ekki lýsa yfir stríði á hendur annarri þjóð, enda hefur Ísland aldrei haft eigin her. Ákvörðun íslensku ráðherranna um að styðja innrásina í Írak er til vansæmdar ís- lenskri stjórnmálasögu og hnekkir fyrir lýð- ræðið. Gengið er í ber- högg við hefðir Alþingis Íslendinga, elsta löggjafarþings heims. Allar skoðanakannanir hafa sýnt að yfirgnæfandi meirihluti ís- lensku þjóðarinnar er mótfallinn stuðningi íslensku ráðherranna við innrásina í Írak. Við biðjum írösku þjóðina afsök- unar á stuðningi íslenskra stjórn- valda við innrásina í Írak. Við krefjumst þess að nafn Ís- lands verði umsvifalaust tekið út af lista hinna ,,viljugu“ innrásarþjóða. Ísland hefur átt vinsamleg sam- skipti við Bandaríkin um langa hríð. Þau samskipti hafa byggst á gagn- kvæmu trausti og hreinskilni. Því teljum við skyldu okkar að koma þessum skoðunum á framfæri – bæði við Bandaríkjamenn og aðrar þjóðir.“ Þjóðarhreyfingin – með lýðræði www.thjodarhreyfingin.is Yfirlýsingin í New York Times Hans Kristján Árnason fjallar um væntanlega yfir- lýsingu í New York Times Hans Kristján Árnason ’Í auglýsingunni í NewYork Times verður nefndur fjöldi þeirra Íslendinga sem kostuðu birtinguna.‘ Höfundur er viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri Þjóðarhreyf- ingarinnar – með lýðræði. MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 5171020 Opið: mán. - föstud.11-18 laugard.11-15 Spennandi gjafavörur og húsgögn Milljónaútdráttur Þar sem einvörðungu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigendi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 12. flokkur, 17. desember 2004 Kr. 1.000.000,- 900G 3589E 7180F 15046G 19394F 30396B 30954F 43199B 45843E 45951E 46577F 47344B 51892B 52499G 59250F
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.