Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VIÐ vaxtahækkun Seðlabankans um 1% stig fór gengi íslensku krón- unnar í nýjar hæðir. Flestum ætti þó að vera ljóst, stjórnendum Seðlabankans líka, að núverandi gengi er til lengdar óbærilegt fyrir bæði út- gerð og fiskvinnslu þrátt fyrir að miklar framfarir og framlegð- araukning hafi orðið í sjávarútvegi á síðustu árum. Sama máli hlýtur auðvitað að gegna með aðrar atvinnugreinar í útflutningi eða þær sem keppa við vöruinn- flutning. Seðlabankastjóri sagði aðspurður að vaxtahækkunin miðaði að því að halda verðbólgu í skefjum og sterkt gengi krónunnar væri skárri kostur. En hvernig virkar nú þessi aðgerð bankans? Henni er ætlað að draga úr eftirspurn og slá á þenslu og þar með verðbólgu. Virkar hún þannig? Greinum þetta aðeins: Með þessari vaxtahækkun jókst vaxtamunur milli krónu og erlendra gjaldmiðla. Þetta leiðir til þess að spákaupmenn, bankar og sjóðir þar með taldir, taka í auknum mæli er- lend lán sem skipt er í krónur til þess að hagnast á þessum vaxtamun. Einnig er eitthvað um það að fyr- irtæki og jafnvel einstaklingar breyti krónuskuldum í erlent lán, sem hlýtur þó að vera mjög misráðið við núverandi aðstæður. Gjaldeyr- isinnflæði eykst því og styrkir krón- una enn frekar. Spákaupmennska eykst að sama skapi. Íslendingar eru kappsöm þjóð og djörf, með næmt auga fyrir að nýta vel tækifærin sem gefast. Því leiðir hátt gengi krónu til stóraukins innflutnings og neyslu og kröfur um ríflegar launahækkanir hafa ætíð verið fylgifiskar slíks ástands, því allir vilja taka þátt í „veislunni“. Þá er líklegt að fyrirtæki í inn- flutningi og verslun nýti sér lágt verð á gjaldeyri til þess að hirða aukinn ágóða með því að lækka ekki vöruverð í samræmi við geng- isþróunina, sú hefur að minnsta kosti verið reynslan hingað til. Mönnum þykir líka hyggilegra að búa sig á þann hátt undir bakslagið sem þeir þykjast vita að óhjákvæmi- lega komi síðar. Þessu til viðbótar og reyndar sem rök- rétt afleiðing af fram- ansögðu, þá hafa útlán úr bönkum til fyr- irtækja og almennings, að verulegum hluta fjármögnuð með er- lendum lántökum, auk- ist stórkostlega á allra síðustu mánuðum. Og hver er þá árang- urinn af hækkun stýri- vaxta? Jú, vextir í óverðtryggðum krón- um hækka auðvitað. Þau lán munu hins vegar vera aðeins lítill hluti af heildarútlánum bank- anna og það má reyndar leiða að því líkur að sá lánamarkaður skreppi enn meira saman við þessar aðgerðir Seðlabankans. Niðurstaðan virðist því sú að þrátt fyrir að breytingar á stýrivöxtum Seðlabanka séu viðurkenndar sem virkt hagstjórnartæki um allan heim, þá virkar slík vaxtahækkun alls ekki til þess að slá á þenslu við þær gjörólíku aðstæður sem hér ríkja. Þvert á móti er löng reynsla fyrir því í hagstjórn hér að útsala á er- lendum gjaldeyri eins og nú ríkir leiði ætíð til eftirspurnarþenslu, vax- andi viðskiptahalla og vel að merkja verðbólgu! Með núverandi ráðslagi stefnir því í öfuga átt. Útflutningsfyrirtækin eru blóðmjólkuð, þau flýja land sem það mögulega geta og gjaldeyr- istekjur dragast saman. En það eru stjórnvöld sem bera mesta ábyrgð á ástandinu. Þau af- námu allar hindranir og komu á al- gjöru frelsi í fjármagnsflutningum til og frá landinu, án þess að setja því frelsi viðunandi skorður. Seðla- bankanum er síðan ætlað að tryggja stöðugleika með því að haga aðgerð- um eftir tilteknum verðbólgumark- miðum eins og kallað er. Til þess virðist hann sem stendur aðeins hafa tvennt, þ.e. ákvörðun um stýrivexti og inngrip á gjaldeyrismarkaði með kaupum eða sölu gjaldeyris og hvor- ugt dugar. Niðurstaðan er því sú að núver- andi hagstjórn eða öllu heldur óstjórn felur í sér módel að miklum sveiflum í gengi krónunnar og mikil hætta á að skammtímasveiflur í genginu verði mjög miklar. Hættan er síðan sú að slíkar sveiflur leiði til alvarlegs samdráttar með tilheyrandi atvinnuleysi og áföllum sem snerta öll heimili í land- inu og vega að fjárhagslegu öryggi þeirra. Það er æðsta skylda ríkisvaldsins að tryggja eins og kostur er traust efnahagslegt umhverfi og fjármála- legan stöðugleika í landinu. Með nú- verandi ráðslagi vanrækja stjórn- völd bersýnilega þessa skyldu. Þetta eru stór orð en þau eiga því miður að öllum líkindum eftir að sannast. Einar Oddur Kristjánsson alþing- ismaður er eini stjórnarliðinn sem sent hefur stjórnendum Seðlabank- ans tóninn vegna síðustu vaxta- hækkunar, enda maðurinn vanur því að tala tæpitungulaust. Það er líka til vestfirskt orða- tiltæki sem segir að það sé skamm- góður vermir að míga í skó sinn. Að- gerðir bankans nú bera óþægilega mikinn keim af slíkri ráðstöfun. Undarleg hagstjórn Óskar Þór Karlsson fjallar um vaxtahækkun Seðlabankans Óskar Þór Karlsson ’Það er æðsta skyldaríkisvaldsins að tryggja eins og kostur er traust efnahagslegt umhverfi og fjármálalegan stöð- ugleika í landinu. Með núverandi ráðslagi van- rækja stjórnvöld ber- sýnilega þessa skyldu. ‘ Höfundur er framkvæmdastjóri fiskvinnslufyrirtækis og formaður Samtaka fiskvinnslu án útgerðar. MIKIL tilhneiging er til þess meðal Íslendinga að eiga sér eitt- hvert gæludýr. Er þetta mest áber- andi í borgum og bæjum. Ýmsar kvaðir hvíla á þeim, sem vilja stunda gæludýrahald. Má þar nefna það meðal ann- ars hvað varðar hundahald að sjá til þess að dýrið sé hreinsað einu sinni á ári og sér dýralæknir um að framkvæma það. Þá hvíla sérstakar kvaðir á hundeig- endum um það að hreinsa upp eftir þá, ef þeir skíta á almanna- færi. Vilji fólk halda slíka skepnu í fjölbýlis- húsum verður að leita til þess samþykkis þeirra sem í hús- næðinu búa og yfir því ráða. Ein- hverjar svipaðar reglur gilda líka um kattahald. Það verður þannig ekki sagt að slíkt sé fyrirhafn- arlaust. En margur vill til þessa vinna og telur það ekki eftir sér. Þessi umræddu gæludýr eru eig- endum sínum oft ómetanleg og skal ekki gert lítið úr því. Einkum eru þau þó þeim mikils virði, sem við einsemd og einmanaleika búa. Þá ber og að geta barnanna, sem ef til vill kæmust annars ekki í snertingu við dýr alla sína ævi, ef ekki væri haldið dýr á heimilinu. Það er hins vegar kunnara en frá þurfi að segja að mikil vinna felst í því að halda hund á heimili. Sumar hundateg- undir eru seldar dýrum dómum. Þarf þá að hafa komið til ættbók- arfærsla dýrsins, sem krefst nokk- urrar vinnu. Ég hef undanfarin 19 ár búið úti á landi og þannig haft að- stöðu til að fylgjast með þessum málum bæði í strjálbýli og þéttbýli. Það hefur sýnt mér á óyggjandi hátt hversu mikils virði fólki eru gælu- dýrin þess. Þau verða oft á tíðum eins og einn meðlimur hverrar fjöl- skyldu. Greinin, sem ég er að skrifa, hefur ekki þann beina tilgang að fjalla um gæludýrahald. Hún á miklu fremur að varpa ljósi á það hversu aum afkoma þeirra er sem stunda sauðfjárhald sem sína einu atvinnugrein og gera samanburð á afkomu þeirra, sem selja hvolpa og hinna, sem framleiða matvöru. Tök- um sem dæmi tík, sem eignast 7 hvolpa. Hver hvolpur er seldur á 165.000.00 krónur og gerir gotið þá samtals 1.155.000.00 krónur. Miðað við að hvert sláturlamb leggi sig á 5.000.00 kr. þarf 33 lömb til að vega upp á móti verði hvers hvolps. Sauð- fjárbændur hafa verið að fjölga fé sínu und- anfarin ár til þess að bæta hag sinn. Ég hef bent þeim á það að arðvænlegra væri að koma á fót hundarækt samhliða sauðfjárrækt- inni til að hafa í sig og á. Umrætt got tíkarinnar, sem fyrr var nefnt, mundi svara til 231 haust- lambi. Ekki ber að fela það að á svo litlu og fámennu landi, sem Ísland er, þá er markaður fyrir sölu á hundum auðvitað takmarkaður. En dæmið, sem ég er með í huga, er þess eðlis að beðið var eftir öllum hvolpunum sem fæddust og þeir seldir samstundis. Undanfarin ár hefur þeim fækkað verulega í sveit- um þessa lands sem lagt hafa stund á sauðfjárbúskap einhliða. Það heyrir víðast til undantekningar að synir sauðfjárbænda taki við búi af foreldrum sínum. Þannig fara jarð- irnar hver af annarri í eyði eða eru seldar borgarbúum. Ef ríkisstjórn- inni tekst ekki að breyta þessu sé ég ekki annað en sauðfjárbýlin hverfi hvert af öðru í hendur þéttbýlis- manna eða leggist í eyði. Minnug skulum við þess að einmitt þessi at- vinnugrein hélt lífinu í íslensku þjóðinni um áratuga og alda skeið. Það voru forfeður okkar sem héldu þetta út og undu glaðir við sitt. Ég ólst upp á heimili tveggja bræðra, sem báðir voru giftir og áttu mörg börn. Býlið var nefnt í kaupfélags- reikningum Bræðrabúið á Hvanná. Þessir bræður voru með samtals rúmar 400 kindur. Á þessu heimili var ætíð allt til alls. Og þegar hreppsnefndarmenn komu saman til að leggja útsvar á bændur í sveit- inni nefndu þeir Hvannárbændur bændurna með breiðu bökin og lögðu á þá hátt útsvar og enginn kvartaði. Nú eru sauðfjárbændur gjarnan með 500 fjár og komast í rauninni ekki af. Hvort var verð fyr- ir afurðirnar svona tiltölulega miklu hærra eða hefur vélvæðingin étið þennan mismun allan upp? Á þess- um árum æsku minnar voru orfið og hrífan notuð við heyskapinn og heyið flutt heim af engjum á hest- um. Kostnaður var nánast enginn, en vinnan ströng. Og víst var um það að ekki þurfti að sækja tíma í heilsuræktarstöðvum til að ná af sér óþarfa fitu. Að lokum varpa ég upp þeirri spurningu til ráðamanna þjóðarinnar, hvað sé til ráða í ís- lenskum sauðfjárbúskap. Líður hann undir lok eða finnst eitthvert ráð til að hefja hann til vegs og virð- ingar á ný? Sauðfjárbúskapur og hundarækt Bragi Benediktsson skrifar um sauðfjárbúskap ’Ef ríkisstjórninni tekstekki að breyta þessu, þá sé ég ekki annað en sauðfjárbýlin hverfi hvert af öðru í hendur þéttbýlismanna eða leggist í eyði. ‘ Bragi Benediktsson Höfundur er prófastur á Reykhólum. AÐVENTAN er undirbúningur jólanna þar sem við búum okk- ur undir komu Jesú- barnsins, sem fæddist í Betlehem, eins og spáð hafði verið. Senn kem- ur aðfangadagskveld. Helg hátið jólanna hefst, allt verður svo hátíðlegt, við finnum hina sönnu innri gleði, þar sem friður og kær- leikur Krists hefur fengið rúm í hjarta okk- ar. Flest eigum við kæra minningu um bernskujólin, þegar undirbúningi jólanna var lokið og hátíðin gekk í garð. Allt var svo hreint, öðruvísi og betra en vanalega. Mörgum er þessi minning afar dýrmæt. Stundum hefur hún verið eina huggunin um jólin þeim sem hafa átt um sárt að binda síðar á lífsleiðinni. Það er mikilvægt að öll börn upplifi sanna jólagleði þar sem friður Krists ríkir. Hin sanna friðarhátíð, þar sem fæðing Frels- arans er uppspretta jólagleðinnar. Eins og oft áður fyrir jólin hafa undanfarnar vikur birst óbeinar aug- lýsingar í fjölmiðlum, með fag- urskreyttum vín- flöskum og ýmsum hátíðarréttum í tilefni jólanna. Ekki stendur á viðbrögðum við þessum auglýsingum. Lögð er mikil vinna í að sauma út fallega poka utan um jólavínið til að skreyta jólaborðið. Hvað erum við að skreyta og hvaða skila- boð erum við að senda börnum okkar? Erum við ekki að setja eitt mesta böl heimsins í fagurskreyttan búning á veisluborð jólanna, áfengisbölið og allt sem því fylgir, sjúkdómar, heimilisböl og ofbeldi? Gefum börnum okkar minningu um jólin þar sem eingöngu fæðing Jesú Krists er upp- spretta jólagleði fjöl- skyldunnar. Við megum ekki spilla innra friði jólanna og bernsku- minningu barnanna okkar með neyslu áfengis á jólahátíðinni. Gleðileg jól. Hátíð jólanna án áfengis! Sigríður Laufey Einarsdóttir skrifar um jólin og áfengis- neyslu ’Við megumekki spilla innra friði jólanna og bernskuminn- ingu barnanna okkar með neyslu áfengis á jólahátíðinni.‘ Höfundur situr í stjórn og fjölmiðlanefnd IOGT á Íslandi. Sigríður Laufey Einarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.