Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 57
breytt útivistarsvæðum geysi mikið á heilum landsvæðum. Þess vegna verður að segja þeim satt um það. – Skóggróður þarf framræslu, sé landið blautt. Svo þarf að hafa það í huga að við erum svo lítilvirk. Hugsjón okkar er að rækta um það bil 5% láglendis Íslands á næstu 40 ár- um. Það er 2% af heildar flat- armáli landsins. Ef þetta markmið á að nást, þurfum við að rækta 5.400 ha ár- lega, næstu áratugina. Afköst okkar eru aðeins þriðjungur þess, nú um sinn. Það er fráleit kenning að eyði- mörkin sé hið upprunalega Ísland og skógrækt sé óprýði og skemmd á landinu! Ísland var vel gróið og frjósamt, búsetan hefur sneytt gróðurmagnið svo og eld- virkni og kólnandi veðurátta. Vel- megun okkar er slík nú, að við erum vel fær um að gjalda land- inu nokkuð til baka, af því, sem forfeður okkar þurftu að yrja á erfiðum árum (árum ísa og ösku- falls). Tæplega held eg að mönn- um geti verið alvara, þegar þeir tala um að varðveita landið í nú- verandi ástandi. Landið getur framfleytt svo margfalt fleirum, sé það grætt upp. Land, sem nú eru sandar og melar, geta gróið upp og verið þá tilbúið til að taka við framtíðar þörfum, hvort sem er útivist- arland eða akrar, eyðisandana þurfum við að klæða lúpínu, til dæmis, þá er landið að safna gróðurmætti og er tilbúið til nota, sem framsýnustu menn sjá nú í hillingum (t.d. kornforðabúr Evr- ópu). ’Það er fráleit kenningað eyðimörkin sé hið upprunalega Ísland og skógrækt sé óprýði og skemmd á landinu!‘ Höfundur er skógarbóndi í skjóli Vesturlandsskóga, Ferstiklu, Hvalfjarðarströnd. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 57 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Til jötunnar hverfum, ei vöggu má sjá litli Drottinn Jesús liggja þar má hans elskaða höfuð í heyinu lá stjörnur himins hann horfir á. Kvikféð það baular, en barnið vakir hljótt. Litli Drottinn Jesús hann hvílir svo rótt. Ég elska þig Drottinn Jesús, líttu niður til mín Stattu við beð mitt, vermi mig blessun þín. Ver hjá mér Drottinn Jesús, um vernd og huggun bið. Elska mig og blessa og stattu mér við hlið. Blessa elsku börnin sem hvíla svo rótt og leiddu oss til himna hina hinstu nótt. (Marteinn Lúther.) Þýð.: JÓHANNA BRYNJÓLFS- DÓTTIR WATHNE, Lindargötu 61, Reykjavík. Jatan Frá Jóhönnu Brynjólfsdóttur Wathne: EITT merkasta skáld þjóð- arinnar, Jón Thoroddsen, fæddist á Reykhólum í Austur-Barða- strandarsýslu árið 1818. Hann varð stúdent frá Bessastaðaskóla 1840, dvaldist við laganám í Kaup- mannahöfn 1841–1850 en lauk ekki prófi að því sinni. Var um fjögurra mánaða skeið hermaður í liði Dana í stríði þeirra við Þjóð- verja 1848. Jón var settur sýslumaður Barðastrandarsýslu 1850, en fór aftur utan 1853 og lauk lagaprófi 1854 og fékk sama ár veitingu fyr- ir sýslunni. Árið 1861 fékk hann veitingu fyrir Borgarfjarðarsýslu og bjó á Leirá frá 1863 til æviloka. Á Hafnarárum sínum gaf Jón í félagi við Gísla Brynjúlfsson út tímaritið Norðurfara (1848–1849). Þar birtist fyrsta saga hans á prenti, Dálítil ferðasaga, en fyrsta kvæðið sem Jón birti, Kveðja, kom hins vegar út í Fjölni 1847. Hann samdi í Höfn 1848–1849 fyrstu skáldsögu á íslensku í nú- tímaskilningi, Pilt og stúlku, og hóf á árum sínum í Haga ritun Manns og konu, en fulllauk ekki þeirri sögu fyrir andlát sitt. Þessi tvö verk gera Jón að brautryðj- anda í íslenskri skáldsagnagerð. Einnig orti hann ljóð sem enn lifa á vörum þjóðarinnar, svo sem Ó fögur er vor fósturjörð og Hlíðin mín fríða. Það er ekki vansalaust að ekk- ert minnismerki skuli vera til á Íslandi um þennan merka mann. Og hvergi á það betur heima en á fæðingarstað hans Reykhólum þar sem „hlíðin mín fríða“ þ.e. Barmahlíð er skammt undan. Reykhóladeild Lionsklúbbs Búðardals hefur ákveðið að beita sér fyrir gerð þessa minnismerkis sem valinn hefur verið staður fyr- ir framan hjúkrunar- og dval- arheimilið Barmahlíð á Reykhól- um. Samið hefur verið við einn af kunnustu myndlistarmönnum þjóðarinnar, Finn Arnar Arn- arson, sem hefur lagt fram mjög áhugaverðar og óvenjulegar til- lögur að gerð þessa minn- ismerkis. Fyrir liggur kostnaðar- áætlun að upphæð 2.500.000 kr. m/vsk. Safnast hefur u.þ.b. helm- ingur af þeirri fjárhæð en betur má ef duga skal. Eru því allir áhugasamir Íslendingar sem áhuga hafa á bókmenntum og sögu þjóðarinnar hvattir til að láta fé af hendi rakna til þessa góða málefnis. Hægt er að leggja peninga inn á reikning Reykhóla- deildar Lions hjá Sparisjóði Vest- firðinga í Króksfjarðarnesi. Bankaupplýsingar: 1118-05- 300045 Kennitala reikningseiganda: 690101-3270. BJÖRN SAMÚELSSON, EINAR ÖRN THORLACIUS, félagar í Reykhóladeild Lions. Minnismerki um Jón Thoroddsen skáld á Reykhólum Frá Birni Samúelssyni og Einari Erni Thorlacius: MIG langar til að kynna varma- dælukerfið „Tepidus“, sem ég hef vitað um lengi en ekki haft ástæðu eða tækifæri til að kynna fyrr en nú. Ástæðan er sú hug- mynd Húsvíkinga að flytja út heitt vatn frá jarðhitakerfi þeirra. Það gæti verið áhugavert fyrir þá að athuga þetta. Fyrirtækið Clim- ateWell AB framleiðir þetta kerfi. Tepidus-kerfið er varmadæla og varmageymsla, sem nýtir efna- fræðilegt ferli sem vinnur á eft- irfarandi hátt: Tveir geymar I (orkusafnari) og II (þéttir/eimir) eru tengdir sam- an við undirþrýsting. Geymir I inniheldur gufugleyp- andi efni, Na2S. Geymir II inni- heldur gufumyndandi efni, þ.e. vatn. Öllum gösum nema vatns- gufu er dælt burtu með lofttæmi- dælu. Vatnsgufan sogast fljótt í saltið, þar sem það er afar vatnsdrægið. Það veldur því að vatnsgufan, sem gufar upp af vatninu í geymi II, sogast í saltið í geymi I. Gufan verður að kristalvatni í saltinu. Varmaorku er veitt til geymis II til að láta vatnið gufa upp. Þessi varmaorka færist til geymis I þegar vatnsgufan sogast í saltið. Geymir II kólnar og geymir I hitnar. Sem dæmi má nefna að ef geymi II er haldið stöðugt við til dæmis +10°C hita er gerlegt að taka varma við 65°C hita frá geymi I. Þrýstingurinn er alltaf lægri yf- ir saltinu í geymi I en yfir vatninu í geymi II. Hitamismunur er alltaf 55°C. Geymir I er hlaðinn þannig að hann er tengdur við varma- gjafa, sem t.d. getur verið jarð- hiti, og geymi, sem svarar til geymis II. Saltið þurrkast við að vatnsgufan flyst yfir í geymi II og eftir verður orka bundin í saltinu. Þegar geymir I er lokaður tapast enginn varmi og hægt að geyma hann lengi ef þörf er á. Síðan má aftengja geymi I og flytja hann þangað sem þörf er á varma, t.d. til húshitunar, jafnvel í öðru landi, með því að tengja hann á sama hátt. Hægt er að hafa hitastigið, sem tekið er út úr I, hærra og þá er hærra hitastig á varmanum (t.d. jarðhitavatni) sem veitt er til geymis I. Þegar lokið er við að nota varmann í geymi I er hann fluttur aftur í hleðslu. Þessi tækni hefur verið þróuð í mörg ár. GÍSLI JÚLÍUSSON, Akraseli 17, 109 Reykjavík. Efnafræðileg varmadæla Frá Gísla Júlíussyni rafmagnsverkfræðingi:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.