Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 69 MINNINGAR svakalega sem menn römbuðu burt frá þessari guðlegu lukt, þá breytti það engu, því eins og Jó- hannes guðspjallamaður segir um orðið, þá lýsti ljósið í myrkrinu og myrkrið gat ekki kæft það. Á þessum grundvelli reistu þær mikla ljómaborg blessunarorða, heillaóska, gjafmildi, örlætis og blíðu sem ég hef ekki rekist á hliðstæða í óeigingirni sinni og einlægum vilja til að gera það sem var rétt og gott nema kannski hjá einum munki. Hinn svokallaði nútími með sínum tvö- földu botnum og óeiginlegu merkimiðum var einfaldlega ekki runninn upp í þeirra garði. Samt var ekki eins og hún amma Hegga hafi gengið á skýi í gegn- um öldina sína. Á meðan hún prjónaði sagði hún okkur frá föð- urleysi og lífsháska bernskunnar; „herleiðingunni“, þegar fjölskyld- urnar á Atlastöðum voru nauð- beygðar til að flytja vestur í Skagafjörð. Því þau langafi voru fyrst og síðast Svarfdælingar, þau töluðu öðruvísi en Skagfirð- ingarnir, þau voru sparsöm, iðin, aðhaldsöm og varkár – ekki lynd- iseinkunnir sem Skagfirðingar hafa státað af – og þau blésu okk- ur í brjóst með tali sínu óútskýr- anlegri þrá eftir heimkynnum sem við þekktum ekki, en fundum í barnshuganum að voru í goð- sögulegum mikilfengleika sínum fullkomnari en önnur lönd. Á tímabili hugsaði ég stundum að það hefði ekki verið mér hollt að alast hálfur upp í annarri vídd. Læra að ganga í myrkri til að spara ljósin, að stilla útvarpið lágt til að geyma betur batteríin, að hafa logakvikuna undir hlemmunum á olíueldavélinni sem einu tíruna á vetrarmorgnum. Þetta eru lífshættulegir lærdóm- ar í okkar heimi. En þá man ég að nútíminn færði líka henni lang- ömmu ýmislegt, svo sem nýja þuli í útvarpið, fallega kjóla, betri handáburð og nýjar tegundir af súkkulaði til að gauka að gestum. Kona sem ekki gleymdi að blessa kindurnar og kýrnar á Hofdölum áður en hún dó – með henni dó ekki öld öfganna, heldur allar ald- irnar þar á undan. Við Gerður þökkum þér fyrir að hafa haldið hurðinni opinni inn í bakherbergi tímans. Kristján B. Jónasson. Í nafni guðs föður, sonar og heil- ags anda. Guð minn góður komi til mín og varðveiti mig frá öllu illu til lífs og sálar þessa nótt og alla tíma í Jesú nafni. Amen. Þessi bæn hef- ur fylgt mér frá upphafi eins og langamma mín Helga Rögnvalds- dóttir. Öryggið, ástúðin og hlýjan sem fólst í þessari athöfn sem lítill krakki að hátta sig og leggjast á dívaninn undir risinu á efri hæð- inni á Hofdölum og fara með þessa bæn og margar fleiri sem amma Hegga kenndi mér hefur reynst mér ómetanlegt veganesti. Þetta var ritúal af blessunarorðum og bænum sem mig minnir að mér og Stjána bróður hafi þótt misgaman að en þessu fylgdi alltaf hlátur og bros. Amma Hegga brosti nefni- lega mikið og hló og hún skamm- aði aldrei, setti í mesta lagi upp pínu hneykslunarsvip eða varð bara sár ef maður gerði eitthvað sem ekki mátti. Það varð til þess að það hvarflaði varla að manni að gera eitthvað af sér. Nærvera hennar var einfaldlega einstök; hún var alltaf að draga þetta góða fram hjá okkur, reyna að gera heiminn betri með blíðum orðum, endalausri bjartsýni og fallegri hugsun sem hún vildi koma til okkar. En það var ekki eingöngu já- kvæð hugsun sem hún reyndi að innleiða í litlar sálir heldur líka hollt og reglusamt líferni með ör- fáum hliðarsporum. Dagurinn hófst með brosi og lýsistöku í lítilli skeið. Sem verðlaun fengum við fyrst djús úr litlu, fallegu glasi og svo einn bita af Siríussúkkulaði sem kom upp úr djúpri, hvítri skúffu í eldhúsinu og svo kand- ísmola sem var endapunkturinn á ánægjulegri og afslappaðri morg- unathöfn. Í minningunni situr afi Trausti á meðan á bekknum og sötrar heitt vatn með mjólk út í af undirskálinni og brosir með okkur. Iðni, verklagni og snyrtimennska var einnig mikilvæg og forsenda góðs lífs. Þau sátu hjónin beint á móti hvort öðru í hægindastólum sem höfðu gorma í setunni og fjöðruðu vel og með fæturna á skemlum og gátu horft til vesturs út um fallega risgluggann. Þar voru prjónaðir vettlingar í margs- konar mynstrum, þæfðir og kembdir. Þar var líka lesið, spilað á spil og ekki síst talað við mig, krakkann sem var leyft að sitja á skemlinum og kennt að prjóna, hekla, sauma krosssaum, flétta og lesa. Það hafa verið forréttindi að fá að kynnast ömmu Heggu, fá að lifa með henni, læra af hennar lífs- gildum og fá frá henni hvatningu. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Rannveig Jóna Jónasdóttir. Elsku amma Helga. Jákvæðni, bjartsýni og óþrjótandi lífsvilji voru þín aðalsmerki. Nú þegar þú ert farin leitar hugurinn til baka. Heima á Hofdölum eru minning- arnar tengdar rúsínum og súkku- laði sem stungið var í litla munna okkar bræðra. Það var spiluð kas- ína, blindtrú og vist og lesið fyrir okkur, já og ekki skemmdi ef bæk- urnar voru kristilegs eðlis. Kvæð- in, sálmarnir og bænirnar sem þú þuldir yfir okkur, sumt situr eftir, ótrúlegt en satt! Oft talaðir þú um það þegar Atli flutti til þín og svaf inni hjá þér þegar afi Trausti dó, það þótti þér vænt um. Ekki fannst honum slæmt að geta valið um þrjú eld- hús, ef vont var hjá mömmu kíkti hann við hjá ömmu Jónu og lá leið- in beinustu leið til þín í geymsl- una, litla eldhúsið ykkar, ef honum leist ekkert á réttinn hennar ömmu Jónu. Ógleymanlegt er þeg- ar Helgi og Trausti fengu tindát- ana í jólagjöf með alvæpni, áður en mátti leika sér að þeim settust þið Helgi niður og klipptuð öll vopn af þeim við lítinn fögnuð Trausta fyrst um sinn, en það var fljótt fyrirgefið, annað var ekki hægt. Alltaf fylgdist þú vel með okkur hvort sem var í okkar skólagöngu eða framkvæmdunum heima í sveitinni, hvar var verið að rækta, smíða og öllum skepnufjöldanum. Skylda var að sýna þér árangur okkar að prófum loknum og fannst okkur það sjálfsagt. Einu sinni þegar Trausti og Helgi voru búnir að sýna þér spjöldin sín hugsaðir þú þig um smá stund og sagðir svo: „Atla mínum gekk nú alltaf vel í skólanum, það var bara öðru- vísi gefið fyrir þá.“ Sérstakar þakkir eru þér færðar fyrir að sjá um að öll rúmin væru umbúin og strokin, fötin tínd upp og brotin saman. Þegar þú varst komin á Krókinn og við heimsóttum þig mátti ekki klikka að kvitta í gestabókina og líta í nammibaukinn. Sátt og ánægð kvaddir þú okk- ur, gafst okkur vangann og við fór- um heim sælir og glaðir með guðs- blessun þína í farteskinu. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Atli Már, Trausti Valur og Helgi Hrannar. Elsku amma Hegga. Mikið var alltaf gott að gefa þér vangann. Nú ertu farin til Guðs, sátt og ánægð, ég geymi fjársjóð minn- inga og mynda hjá mér. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, – augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin – amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann – lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undurblítt á kollinn hans. Breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum.) Friðrik Andri. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt, hafðu þar sess og sæti, signaður Jesús mæti. (Höf. ók.) Hún amma Hegga var hundrað og eins árs. Samt var hún ótrúlega sterk. Þegar ég heimsótti hana á Dvalarheimilið þá knúsaði hún mig svo fast. Hún amma mín var líka með svo stórt og fallegt hjarta. Sofðu rótt, sofðu rótt. Nú er svartasta nótt. Sjáðu sóleyjar vönd, geymdu hann sofandi’ í hönd. Þú munt vakna með sól, Guð mun vitja’ um þitt ból. (Jón Sig.) Þinn Ísak Óli. Elsku Helga. Þú átt alltaf stað í hjarta okkar. Nú vantar tón í lífsins lag, og leiði í sálu minni, því kærleiksríka konu í dag, við kveðjum hinsta sinni. Í hjarta myndir lifa læt, af ljúfmennsku og hlýju, og vonast til að minning mæt, móti hljóm að nýju. (E. K.) Hafðu þökk fyrir allt og allt. Klara og Gunnhildur. Jæja, Helga mín. Nú hefurðu kvatt þennan heim, tæplega 102 ára að aldri. Já, ,,lengi lifir í göml- um glæðum“. Þannig hljóðaði málshátturinn sem þú fékkst síð- ustu páska. Alveg fannst þér hann kostulegur, enda átti hann mjög vel við. Þú varst alveg merkileg kona. Þú varst alltaf svo yndisleg við mig og þegar ég kom fyrst og heimsótti þig á Dvalarheimilið þá tókstu mér svo vel. Þú komst fram við mig eins og þú hefðir þekkt mig í fjöldamörg ár. Það fannst mér svo þægilegt. Þótt ég hafi bara þekkt þig í þessi fáu ár þá lærði ég svo margt af þér. Þú varst alltaf að tala um lífið við mann, mannasiði og fleira sem ég geymi hjá mér og gleymi aldrei. Þú kunnir alveg ógrynni af vísum og ljóðum og þegar ég sat á rúm- inu hjá þér þá þuldir þú þetta upp, óhikandi í nokkrar mínútur. Já, minnið var svona magnað þrátt fyrir háan aldur. Fjölskyldan var þér svo mikið. Þegar ég kom og heimsótti þig þá spurðir þú alltaf frétta af Hofdöl- um, hvort búskapurinn gengi ekki vel og hvort allir væru ekki við hestaheilsu. Þegar ég vann á Dvalarheim- ilinu sumarið 2003 kynntumst við vel. Ég bauð þér alltaf góðan dag- inn á morgnana og góða nótt á kvöldin. Það kunnir þú að meta. Þú varst alltaf svo þakklát fyrir allt sem maður gerði fyrir þig, al- veg sama hversu stór greiðinn var. Það er góður eiginleiki. Það voru algjör forréttindi að fá að kynnast manneskju, slíkri sem þú varst. Þú varst yndisleg kona og minning þín mun lifa í hjarta mínu. Ég votta fjölskyldu þinni mína dýpstu samúð. Hvíl þú í friði. Sara Katrín Stefánsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRDÍS VIGFÚSDÓTTIR, lést á Droplaugarstöðum miðvikudaginn 15. desember. Jarðsungið verður frá Fossvogskirkju mánu- daginn 20. desember kl. 13. Vigfús Guðmundsson, Helga Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Brynjólfur Kjartansson, Sjöfn Guðmundsdóttir, Steinn Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar okkar ást- kæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, HARALDAR GESTSSONAR, Mánavegi 9, Selfossi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Suðurlands fyrir góða umönnun. Jóna Sigurlásdóttir, Gestur Haraldsson, Kristbjörg Óladóttir, Erla Haraldsdóttir, Kristinn Bjarnason, Sigþór Haraldsson, Ólöf Garðarsdóttir, Birgir Haraldsson, Margrét Auðunsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS GUÐMUNDSSONAR framkvæmdastjóra. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks hjúkrunar- heimilisins Skjóls fyrir frábæra umönnun. Eiríkur Gunnarsson, Valgerður Stefánsdóttir, Trausti Gunnarsson, Berglind Rut Sveinsdóttir, Hildur Gunnarsdóttir, Guðjón Pétur Ólafsson, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Bjarni Snæbjörnsson, Unnur Gunnarsdóttir, Auður Gunnarsdóttir, Hjörtur Jakobsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og út- för okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengda- föður, afa og langafa, BJARNÞÓRS EIRÍKSSONAR, Þorlákshöfn. Sérstakar þakkir viljum við senda starfsfólkinu á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Anna Jóhannesdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, PÁLÍNA KR. ÞÓRARINSDÓTTIR, Álfaskeiði 64-b6, áður Mjósundi 3, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landakots þriðjudaginn 14. desember. Jarðarförin fer fram frá Kapellunni í Hafnarfirði mánudaginn 20. desember kl. 13.00. Ómar Valgeirsson, Elín Birna Árnadóttir, Valgeir Árni Ómarsson, Aníta Ómarsdóttir, Örnólfur Elfar, Bjarki Dagur Anítuson, Ómar Örn Elfar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.