Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 77
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 77 DAGBÓK ❄❆ ❄ ❆ ❄❄ ❆ ❄❄ ❄ ❄ Heilsustofnun NLFÍ óskar landsmönnum gleðilegra jóla og góðrar heilsu á komandi ári. Starfsfólk Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði ❄ Félagsstarf Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Gönguhópur fer frá Kirkjukvoli kl. 10.30. Félagsstarf Gerðubergs | Næstu viku er opið virka daga kl. 9–16.30, (lokað á aðfangadag), vinnustofur, spilasalur og fl. Á mánudag skötuveisla í hádeg- inu í Kaffi Berg. Allir velkomnir. Hæðargarður 31 | Fjölskylduganga Háaleitishverfis fer frá Hæðargarði kl. 10. Eftir göngu kl. 10.30 er á boðstólum súkkulaði og heit rúnstykki. Bók- menntahópur, æfing kl. 11. Upplýsingar í síma 562–3132. Kirkjustarf Grafarvogskirkja | Helgistund í and- dyri Húsgagnahallarinnar kl. 14 á veg- um Grafarvogskirkju. Þorvaldur Hall- dórsson mun syngja og spila. Tilvalið fyrir fólk að staldra við í jólainn- kaupum á stundu sem þessari. Háteigskirkja | Við aðventusöngva við kertaljós i Háteigskirkju mun vígslu- biskupinn, sr. Sigurður Sigurðarson, flytja hugvekju. Mikið verður sungið, barnakór sýnir helgileik og kirkjukór Háteigskirkju syngur. Öllum verður af- hent kerti, sem tendruð verða í at- höfninni, sem hefst kl. 20, allir eru vel- komnir. Staður og stund http://www.mbl.is/sos ARNA Valsdóttir listakona býður gestum og gangandi að heimsækja sig í Ketilhúsið á Akureyri nú um helgina, en þá mun hún setja upp ljósræna rannsóknarstofu og vinna við það í 2 daga að kanna snertifleti ljóss og skugga, hljóðs og þagnar, hreyf- ingar og kyrrstöðu í tilteknu rými á til- teknum tíma. Arna kallar verkefnið sem hún er að vinna að um þessar mundir Lífræna Kviksjá. „Ég hef til fjölda ára þróað ákveðið listform sem ég hef nefnt Listvísindasmiðju/Listvirkjun og hefur það nú þróast út í fyrirbæri þar sem mannslíkaminn er í raun orðin arðan í kviksjánni eða stjörnukíkinum eins og þetta var kallað á mínum sokkabands- árum,“ segir Arna. „Ég set ég upp eins konar gagnvirka leikmynd með nútíma- tækni t.d. myndvörpum, speglum, skjá- vörpum og videotökuvélum, og gef gest- um færi á að leika sér með eigin skynjanir á samspili ljóss og skugga, mynstri, speglun, hljóði og hrynjandi svo eitthvað sé nefnt. Ég vinn út frá manninum sem margmiðlunarfyrirbæri með einstaka hæfni til margslunginna samskipta og skilningarvitum okkar sem innbyggðum margmiðlunarbúnaði.“ Arna lauk námi frá fjöltæknideild Jan van Eyck academie í Maastricht í Hollandi árið 1989 og hefur síðan unnið að því sem hún kallar listvirkjun, bæði í gegnum eigin sýningar sem og fjölþætt starf með skólafólki á öllum skólastigum. „Ég hef menntun bæði í tónlist og myndlist og einnig sterkan bakgrunn í leikhúslífi og hef markvisst unnið að því í lífi og starfi að virkja tengsl hinna ýmsu listforma og einnig tengsl listarinnar við daglegt líf. Ég hef nýtt eigin söngrödd sem grunn að hljóðverkum eða raddmyndum sem ég tengi síðan við rými og tíma.“ Rannsóknarstofan verður opnuð kl. 14 í dag og lýkur með uppskeruhátíð kl. 17 á morgun. Lífræn Kviksjá í Ketilhúsinu Brúðkaup | Gefin voru saman 22. maí sl. í Laugarneskirkju af sr. Bjarna Karlssyni þau María Erla Pálsdóttir og Hrafn Árnason. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Skugginn/Barbara Birgis Brúðkaup | Gefin voru saman 17. júlí sl. í sumarbústað í Holtunum af sr. Eð- varð Ingólfssyni þau Hrafnhildur Þór- hallsdóttir og Guðjón Ingi Viðarsson. Skugginn/ Barbara Birgis SÝNING listakonunnar Öldu Ár- mönnu í Sparisjóði Hafnarfjarðar í Garðabæ hefur verið framlengd sökum jólaanda. Í stað þess að loka nú um helgina mun sýningin standa gestum Sparisjóðsins til boða fram á Þorláksmessu, en þá býður Spari- sjóðurinn gestum sínum upp á heitt súkkulaði í jólaösinni. Sýning Öldu Ármönnu framlengd Brúðkaup | Gefin voru saman 26. júní sl. í Dómkirkjunni í Reykjavík af sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni þau Hanna Margrét Einarsdóttir og Björgúlfur Ólafsson. Með þeim á myndinni er dóttir þeirra Margrét Birta. LJÓÐ, leiklist og léttar veitingar verða í boði í Borgarleikhúsinu í dag kl. 14, en þá verður haldin hátíð til heiðurs skáldunum Braga Ólafssyni og Kristínu Ómarsdóttir. Á þessari klukkustundarlöngu dagskrá lesa höfundarnir tveir upp úr nýjum skáldsögum sínum, leikrit þeirra verða kynnt með stuttum at- riðum og nemendur leiklistardeildar LHÍ lesa ljóð eftir skáldin og bjóða upp á söngatriði úr væntanlegri leiksýningu. Kynnt verða 2 ný leikrit eftir Kristínu Ómarsdóttur sem verða frumsýnd í janúar: Spítalaskipið í leiklistardeild Listaháskólans, í leik- stjórn Maríu Reyndal, og Segðu mér allt á Nýja sviði Borgarleikhússins, í leikstjórn Auðar Bjarnadóttur. Þá verður metsölustykkið Belg- íska Kongó, sem hefur gengið fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu síðan síðasta vor, kynnt stuttlega. Eggert Þorleifsson, sem hlaut Grímuverð- launin á þessu ári fyrir hlutverk Rósalindar í Belgísku Kongó, segir einnig frá samskiptum sínum við þá gömlu. Veitingasala Borgarleikhússins verður opin á meðan á dagskránni stendur og tilboð verða í miðasölu hússins: Þannig verða m.a. miðar á fyrstu fjórar sýningarnar á „Segðu mér allt,“ seldir á 1.800 krónur. Miðasalan er opin frá tólf til átta og gilda tilboðin allan daginn. Nemendaleikhús Listaháskólans býður einnig tvo leikhúsmiða á verði eins á sýningarnar á Spítalaskipi. Einnig verða eldri bækur skáld- anna til sölu í Borgarleikhúsinu og Samkvæmisleikir Braga Ólafssonar og Hér Kristínar Ómarsdóttur verða á sérstöku tilboðsverði. Dagskráin er unnin í samstarfi Borgarleikhússins, Borgarbóka- safnsins og leiklistardeildar Listahá- skólans. Braga og Kristínu fagn- að í Borgarleikhúsinu Kristín Ómarsdóttir Bragi Ólafsson HIN árlega andkristnihátíð íslenskra pönkara, trúleysingja, stjórnleysingja og annarra menningarkima fólks sem hugsar út fyrir hina hefðbundnu ramma samfélagsins, hefst í kvöld, en þetta er í fimmta skiptið sem hátíðin er haldin. Andkristnihátíðin stendur nú yfir í þrjá daga og hefst á Grand Rokk kl. 23 með tónleikum þar sem hljómsveit- irnar Sólstafir, Changer og Dark Harvest leika. Á mánudag verða síðan tónleikar á Gauki á Stöng kl. 21, þar sem Sólstafir, Heiða og Heiðingjarnir og Curse leika og á þriðjudag, dimmasta dag ársins, verða síðan stórtónleikar í Hellinum, tónleikasal Tónlistarþróunarmið- stöðvar á Granda, kl. 17, en þar leika sveitirnar Changer, Momentum, Klink, The saddest day, Crepascular Rays, Hrafnaþing, Krakkbot, Dark Harvest og Terminal Wreckage. Þvert á það sem margir kynnu að halda er hátíðin ekki haldin vegna jólanna eða kristni, heldur er henni ætlað að minna á það að jólin eru hátíð allra manna, en ekki einungis krist- inna, enda eru jólin ein elsta hátíð nor- rænna manna og víðar í heiminum. Þá er því fagnað að daginn fer aftur að lengja og birtir í hjörtum mannanna, hvort sem þeir eru kristnir, múslimar, ásatrúar eða engrar trúar. Rokkararnir vilja minna á að jólin eru hátíð alls mannkyns. Andkristnihátíð hefst í kvöld LEIKFÉLAG Hafnarfjarðar, sem fagnar í ár 68 ára afmæli, sýnir í kvöld kl. 20 leikritið Birdy, en hér er um að ræða næstsíðasta verkið í röð sígildra nútíma- verka sem félagið ákvað að setja á fjalirnar en síðasta verkið, Saga úr dýragarð- inum, verður sýnt eftir áramót. Þetta er síðasta sýning leikfélagsins fyrir jól. Leikstjóri Birdy er Ingvar Bjarnason. Leikritið Birdy tekur á hörmungum stríða. Síðasta sýning á Birdy fyrir jól JÓLAMYND Kvikmyndasafns Ís- lands í ár er danska kvikmyndin Babettes gæstebud eða Gestaboð Babette, en hana gerði leikstjórinn Gabriel Axel eftir samnefndri skáldsögu Karen Blixen. Myndin verður sýnd í Bæjarbíói í dag kl. 16, með íslenskum texta. Hér segir frá Babette, sem vinn- ur í happdrætti og efnir til veislu. Veislugestir eru tólf og hún sjálf sú þrettánda. Hún eldar af snilld og snýst í kringum gesti sína. Myndin dregur fram hugartengsl við síðustu kvöldmáltíðina sem haldin var fyrir tvöþúsund árum. Þetta er síðasta sýning fram að jólum en sýningar hefjast aftur 11. janúar á nýju ári. Gestaboð Babettu er jólamyndin í Bæjarbíói
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.