Morgunblaðið - 20.12.2004, Side 1

Morgunblaðið - 20.12.2004, Side 1
STOFNAÐ 1913 347. TBL. 92. ÁRG. MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2004 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is www.postur.is 21.12. er síðasti öruggi skiladagur á jólakortum og -pökkum innanlands! Sorg um hátíðarnar Jólin oft erfið fyrir þá sem misst hafa ástvin á árinu | Daglegt líf Íþróttir og Fasteignir í dag Íþróttir | Ólafur bikarmeistari á Spáni  Viggó ætlar sér toppsæti í Túnis  Norskir Evrópumeistarar Fasteignir | Verð á húsnæði hækkar enn  Á verði gegn eldi og vatni  Mikið sjávarútsýni í íbúðum við Herjólfsgötu MINNST 62 menn lágu í valnum í gær eftir tvær bílsprengjuárásir í helgustu borgum sjíta í Írak, Najaf og Karbala. Talið er að uppreisnarmenn úr röðum súnníta hafi ver- ið að verki og markmið þeirra sé að koma af stað átökum milli íraskra sjíta og súnníta fyrir þingkosningarnar 30. janúar. „Fyrir þeim vakir að fá sjíta til að hefna sín og grafa þannig undan einingu þjóðar- innar,“ sagði talsmaður helsta flokks ír- askra sjíta. Klerkar sjíta hvöttu þá til að svara ekki árásunum með ofbeldi sem þeir sögðu að myndi leiða til borgarastyrjaldar. AP Írakar á torgi í Najaf-borg eftir sprengju- tilræði sem kostaði 48 menn lífið í gær. Najaf. AP, AFP.  Minnst 62 bíða bana/13 Um 60 sjítar falla í árásum UM tuttugu snjóbrettakappar léku listir sínar inni í Smáralind er þar fór fram fyrsta snjó- brettasýning innandyra hér- lendis svo vitað sé. Fimm sleða- kerrur fullar af snjó voru fluttar inn í Vetrargarðinn af þessu tilefni. Vitað var að snjór- inn myndi bráðna hratt og var hann því fluttur inn rétt áður en sýningin hófst. Lagðar voru sérstakar brautir í anda hjóla- brettabrauta með hindrunum sem sýnendur stukku yfir. Fjöldi manns fylgdist með sýn- ingunni. Morgunblaðið/Kristinn Snjóbrettakappar í Smáralind ÞINGKOSNINGAR fóru fram í Túrkmenistan í gær en þar sem kjörstaðir voru nánast mannlausir allan daginn í höfuðborginni Ashgabat var gripið til þess ráðs að fara með kjörkassana inn á heimili íbúanna til að tryggja að þeir kysu. Þrátt fyrir lítinn áhuga meðal almennings á kosningunum sögðu yfirvöld að kjörsóknin hefði verið 76,88%. Þingið í Túrkmenistan, fyrrverandi sovétlýðveldi í Mið-Asíu, er nánast valdalaust. Um 130 frambjóðendur kepptu um 50 þingsæti og þeir eru allir í Lýðræðisflokknum, eina flokkn- um sem leyfður er í landinu. Hann er undir forystu Saparmurats Niyazovs, sem er titlaður „forseti til lífstíðar“ og einnig nefndur Turkmenbashi, eða „Faðir allra Túrkmena“. Allir frambjóðendurnir studdu stefnu Turkm- enbashi og í kosningabaráttunni vitnuðu þeir oft í bók hans, „Rukhnama“, sem fjallar um rétta breytni. Til að auka kjörsóknina ákváðu yfirvöld að gefa öldruðum kjósendum og þeim sem kusu í fyrsta skipti ýmsar gjafir, svo sem bók forsetans, hand- klæði og minnisbækur. Atkvæðin sótt inn á heimilin Ashgabat. AP. STÆRSTU flokkarnir í Ísrael, Likud og Verkamannaflokkurinn, reyndu í gærkvöldi að leysa síðustu ágreiningsmálin um stjórn- arsáttmála sem á að tryggja að hægt verði að koma í framkvæmd áætlun Ariels Sharons forsætisráðherra um að leggja niður allar byggðir gyðinga á Gaza-svæðinu á næsta ári. Stefnt er að því að stjórnarsáttmálinn verði undirritaður á næstu dögum og nýja stjórnin taki við völdunum fyrir lok vikunnar. „Með aðild okkar að stjórninni er Gaza- áætlunin í höfn og nú hefur verið tryggt að hún nýtur stuðnings meirihluta þingsins í mars þegar brotthvarf frá fyrstu byggðunum á Gaza-svæðinu verður ákveðið,“ sagði Giora Ayalon, talskona Verkamannaflokksins. Einn flokka strangtrúaðra gyðinga, UTJ, hefur þegar fallist á að ganga í stjórnina. Sharon vonast til þess að annar strang- trúarflokkur, Shas, fallist á aðild að stjórn- inni og hyggst ræða við leiðtoga þingflokks hans í dag. „Gaza-áætl- unin í höfn“ Jerúsalem. AFP. BANDARÍSK stjórnvöld hafa hvatt íslensk stjórnvöld til þess að draga til baka boðið til bandaríska skákmannsins Bobby Fischers um dvalarleyfi á Íslandi. Þetta kom fram í orðsendingu sem utanrík- isráðuneytinu barst síðastliðinn föstudag sam- kvæmt upplýsingum Illuga Gunnarssonar, að- stoðarmanns utanríkisráðherra. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins áréttaði bandaríski sendiherrann að ákveðið ferli væri í gangi í Bandaríkjunum gagnvart Bobby Fischer, þ.e. að hann hefði verið ákærð- ur og væri þar eftirlýstur og að ekki stæði til að falla frá því og því væru íslensk stjórnvöld hvött til þess að draga boð sitt um dvalarleyfi fyrir Fischer til baka. Bobby Fischer hefur verið í haldi í Japan síðan í júlí og hann hefur verið eftirlýstur í Bandaríkjun- um síðan hann tefldi við Borís Spasskí í Júgóslavíu 1992, þvert á viðskipta- bann sem var í gildi, en lögmenn hans hafa barist gegn því að honum yrði vísað úr landi. Íslensk stjórnvöld samþykktu beiðni Fisch- ers um landvistarleyfi hér á landi um miðjan mánuðinn en það var Útlendingastofnun, að höfðu samráði við dómsmála- og utanríkisráð- herra, sem tók ákvörðun um að bjóða Fischer hingað og komið hefur fram að hann muni þekkjast boð Íslendinga. Í gildi eru samningar milli Íslands og Banda- ríkjanna um framsal sakamanna og eins voru sett hér sérstök lög á sínum tíma vegna al- þjóðlegs viðskiptabanns Sameinuðu þjóðanna á Júgóslavíu. Davíð Oddsson utanríkisráðherra hefur sagt að brot Fischers myndi teljast vera fyrnt að íslenskum lögum. Davíð sagði það ekki rétt, sem haldið hefði verið fram, að kæmi krafa um framsal ætti sjálfkrafa að verða við henni. „Íslensk yfirvöld hefðu leyfi til að leggja á það mat hvort þessi athöfn hans væri brotleg samkvæmt íslenskum lögum. Hún myndi ekki teljast það, að minnsta kosti ekki lengur,“ sagði utanríkisráðherra. Bobby Fischer Hvetja Íslendinga til að draga boðið til Fischers til baka

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.