Morgunblaðið - 20.12.2004, Qupperneq 6
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
HALLUR Magnússon, sviðsstjóri
þróunar- og almannatengslasviðs
Íbúðalánasjóðs, segir það ekki rétt
sem fram komi í fréttaskýringu
Morgunblaðsins í
gær, að sjóðurinn
geti komist í þrot
ef framhald verð-
ur á miklum upp-
greiðslum á útlán-
um sjóðsins.
Hallur segir að þó
að ýmislegt í grein
Morgunblaðsins
standist fræðilega
séð, þá séu ýmsar
staðhæfingar og ályktanir sem dregn-
ar séu í greininni rangar.
„Það er alveg ljóst að staðhæfingar
um að stjórnendur Íbúðalánasjóðs
hafi ekki gert ráð fyrir innkomu bank-
anna og uppgreiðslum lána eru rang-
ar,“ segir Hallur. Hann bendir á að
sérstaklega hafi verið haldið fyrir ut-
an skuldabréfaskiptin sl. sumar rúm-
lega 120 milljörðum kr. í húsbréfum.
Þar að auki tryggi skiptiprósentan í
útboðinu sjóðnum annað eins. „Það
þýðir að öllu óbreyttu að sjóðurinn er
með hátt í þriðja hundrað milljarða
getu til þess að takast beint á við þess-
ar breytingar, óháð öðrum þáttum
sem við getum gripið til og höfum ver-
ið að grípa til í gegnum okkar mjög
svo virku áhættu- og fjárstýringar-
stefnu og fjárstýringaraðgerðir.“
Hallur segir alveg ljóst að gerðar
hafi verið ákveðnar grundvallarskipu-
lagsbreytingar á kerfinu, eins og
réttilega hafi verið bent á í greininni.
„Húsbréfakerfið hafði þann eigin-
leika, sem fram kemur í greininni, að
dregið var út húsbréf á móti húsbréfi.
Hins vegar gleymist til dæmis alger-
lega sú forsenda að eignir Íbúðalána-
sjóðs voru núvirtar þegar skipt var úr
Húsnæðisstofnun yfir í Íbúðalánasjóð
á ávöxtunarkröfunni 4,02% en ekki á
þessari háu ávöxtunarkröfu sem hann
[blaðamaður Morgunblaðsins] gefur
sér að sé á sjóðnum í heild sinni. Það
þýðir einnig að ákveðinn hluti af þess-
um uppgreiðslum er hagnaður fyrir
okkur,“ segir hann.
Hröð uppgreiðsla á óvart
Hallur segir einnig ljóst að stjórn-
endur Íbúðalánasjóðs hafi gert ráð
fyrir því í sínum áætlunum að hrina
uppgreiðslna á útlánum sjóðsins yrði
hægari en raunin er og það komi þeim
því dálítið á óvart hversu snögg og
hröð hún er.
„Það breytir ekki grundvallaratrið-
inu að í þessum breytingum var hug-
að að þessu og gert ráð þessu og við
gerðum ráð fyrir því í áætlunum okk-
ar að geta staðist að útlánsvextir yrðu
3,5% en ekki fjármögnunarvextir.
Það er töluvert mikill munur á því.“
Hallur segir einnig varðandi það
sem fram kemur í fréttaskýringunni
að útboðslýsing fyrir skuldabréfa-
skiptin í sumar hafi verið birt tiltölu-
lega seint, að það hafi verið með vilja
gert og vegna ráðlegginga Deutsche
Bank, sem vann með sjóðnum að und-
irbúningi og framkvæmd skulda-
bréfaskiptanna. „Sá aðdragandi tók
rúma sex mánuði og markaðurinn
vissi sex mánuðum áður hvað myndi
gerast en útfærslurnar komu fram í
útboðslýsingu, sem er sú langítarleg-
asta og vandaðasta sem um getur á ís-
lenskum skuldabréfamarkaði. Þar
var mjög vel vandað til þessa en það
er gefið í skyn að svo hafi ekki verið,“
segir hann.
Hallur segir að um mjög alvarlegar
vangaveltur sé að ræða í greininni,
sem ekki standist og hefði verið eðli-
legt að mati stjórnenda Íbúðalána-
sjóðs að þær hefðu verið bornar undir
þá. „Til þess í fyrsta lagi að benda á þá
þætti sem misskilningur ríkir um og í
öðru lagi að kommentera á þessar
niðurstöður. Það í sjálfu sér væri óháð
því þótt það væri sannleikskorn í
þeim, þá væri það eðlileg blaða-
mennska að okkar mati,“ segir Hall-
ur.
Hann segir það fjarri lagi að stefni í
þrot Íbúðalánasjóðs og forsendur
þess sem segi í frétt Morgunblaðsins
að það stefni í tugi milljarða geng-
istap sjóðsins séu rangar. ,,Sú niður-
staða byggist á forsendum sem gefn-
ar eru sem eru ekki réttar.“
Mat Moody’s staðfestir að
sjóðurinn er ekki í hættu
Hallur bendir einnig á að starfsemi
Íbúðalánasjóðs heyri undir eftirlit
Fjármálaeftirlitsins. „Við erum í stöð-
ugu sambandi við Fjármálaeftirlitið.
Þeir fylgjast með því sem við erum að
gera og hafa ekki gert athugasemdir
við okkar fjárstýringu og deila ekki
áhyggjum með Morgunblaðinu hvað
þetta varðar,“ segir Hallur.
„Hins vegar fylgjast með okkur tvö
virtustu lánshæfismatsfyrirtæki í
heimi Moody’s og Standard &
Poor’s,“ segir hann og vísar til þess að
Moody’s hafi staðfest lánshæfismat
Íbúðalánasjóðs með einkunninni Aaa
og telur að horfur sjóðsins séu stöð-
ugar. Moody’s staðfesti að sjóðurinn
væri ekki í hættu. Íbúðalánasjóður
væri með sama lánshæfismat og ís-
lenska ríkið.
Í fréttatilkynningu sem Íbúðalána-
sjóður sendi frá sér í gær um lánshæf-
ismat Íbúðalánasjóðs segir, að þessi
niðurstaða Moody’s hafi borist í sein-
ustu viku og komi í kjölfar heimsókn-
ar sérfræðinga Moodýs í haust, þar
sem sérfræðingarnir hafi m.a. farið ít-
arlega yfir skuldabréfaskipti Íbúða-
lánasjóðs síðastliðið sumar og afleið-
ingar þess fyrir áhættu- og fjár-
stýringu sjóðsins.
Athygli veki hvað lánshæfismat
Íbúðalánasjóðs sé miklu hærra en
lánshæfismat bankakerfisins, sem þó
fái mjög gott mat hjá Moody’s.
Hallur Magnússon, sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði, gagnrýnir fréttaúttekt Morgunblaðsins
Fjarri lagi að sjóðurinn stefni í þrot
Hallur Magnússon
6 MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Spennandi myndasaga
5. sæti
Börn og unglingar
Penninn Eymundsson
og Bókabú›ir MM
8. – 14. des.
Sjálfstætt framhald
verðlaunabókarinnar
Blóðregns.
„Útgáfan á Brennunni
er glæsileg.“
Páll Baldvin Baldvinsson, DV
„Spennandi og lifandi
teiknimyndasaga.“
Ragna Sigurðardóttir, Mbl.
Athugasemdir vegna ummæla
sviðsstjóra hjá Íbúðalánasjóði
HALLUR Magnússon, sviðsstjóri
hjá Íbúðalánasjóði, lét þung orð
falla um undirritaðan blaðamann
á Morgunblaðinu í hádegis-
fréttum Ríkisútvarpsins í gær, í
tilefni af grein í blaðinu um þann
vanda sem Íbúðalánasjóður getur
staðið frammi fyrir. Í greininni
var fjallað um það að vegna þess
hvernig staðið var að skuldabréfa-
skiptum sjóðsins síðastliðið sum-
ar, þegar húsbréfakerfið var lagt
af og hið nýja peningalánakerfi
sjóðsins tók við, væri raunveruleg
hætta á því að sjóðurinn gæti
komist í þrot. Ástæðan var sögð
sú að vegna mikilla uppgreiðslna
á útlánum sjóðsins, eftir tilkomu
íbúðalána bankanna, þá væri lík-
legt að sjóðurinn þyrfti að fjár-
festa í vöxtum sem væru lægri en
vextir af skuldum hans.
Hallur Magnússon kaus í viðtali
við Ríkisútvarpið að svara í engu
þeim efnislegu rökum sem sett
voru fram í greininni. Hann sagði
einfaldlega að „ásakanir“ blaða-
manns væru rangar en tók reynd-
ar undir að fræðilega séð gæti það
gerst sem frá var greint.
Í greininni var leitast við að
varpa ljósi á hvað gæti gerst ef
framhald yrði á uppgreiðslum á
útlánum sjóðsins. Í því felast ekki
ásakanir. Það eru heldur ekki
ásakanir fólgnar í því að benda á
að líkleg skýring á þeirri stöðu
sem getur blasað við sjóðnum sé
sú, að hann hafi ekki reiknað með
bönkunum þegar skiptiálagið í
skuldabréfaskiptunum var ákveð-
ið.
Íbúðalánasjóður hefur dregið
mjög úr þeirri góðu upplýs-
ingagjöf sem áður einkenndi störf
sjóðsins. Mjög hefur verið kvart-
að undan þessu, til að mynda með-
al greiningaraðila á markaði.
Upplýsingagjöf frá Íbúðalána-
sjóðir er mjög mikilvæg vegna
hinna miklu umsvifa sjóðsins.
Það er miður að upplýs-
ingastjóri jafnmikilvægrar rík-
isstofnunar og Íbúðalánasjóður er
skuli ekki geta rætt efnislega um
þau vandamál sem geta blasað við
sjóðnum. Vonandi verður umfjöll-
un Morgunblaðsins í gær til þess
að sjóðurinn gefi upp hvernig
hann ætlar að fara að því að
ávaxta það fé sem hann fær inn
vegna uppgreiðslna á útlánum
sínum. Það væri uppbyggilegra
en upphrópanir.
Grétar Júníus Guðmundsson
blaðamaður.
„ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR er að fullu kom-
inn undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins frá
og með miðju þessu ári,“ segir Páll Gunn-
ar Pálsson, forstjóri
Fjármálaeftirlitsins.
„Sjóðurinn hefur
verið að byggja upp
áhættustýringu sína
í nýju umhverfi og á
samkvæmt reglum
til dæmis að skila
okkur skýrslu um
áhættustýringu sína
ársfjórðungslega.
Hann hefur nú síð-
ast gert það fyrir þriðja ársfjórðung.
Sjóðurinn á að uppfylla ákveðin eig-
infjárskilyrði samkvæmt reglugerð og
Fjármálaeftirlitið fylgist að sjálfsögðu
með þessu og mun fylgjast með því hvern-
ig sjóðurinn mun spila úr áhættustýringu
sinni í nýju umhverfi,“ segir Páll Gunnar.
Hann vildi ekki tjá sig um efni frétta-
skýringar Morgunblaðsins í gær um
Íbúðalánasjóð eða um stöðu sjóðsins að
öðru leyti.
Forstjóri Fjármálaeftirlits
um Íbúðalánasjóð
Páll Gunnar
Pálsson
Fylgst með
hvernig sjóðurinn
spilar úr áhættu-
stýringu sinni
FYRSTA MasterCard-örgjörvakort-
ið með fullgildum dulkóðunarlyklum
var útbúið hjá Reiknistofu bankanna
nýlega. Að sögn Bergþóru K. Ketils-
dóttur, forstöðumanns upplýs-
ingatækni hjá Kreditkortum hf., er
reiknað með að öllum greiðslukort-
um landsmanna verði skipt út með
nýju örgjörvakortunum á fyrri hluta
næsta árs.
Örgjörvavæðingin er að sögn
Bergþóru alþjóðlegt verkefni Mast-
erCard International og VISA Int-
ernational til að sporna gegn korta-
svindli, sem færst hefur í aukana á
undanförnum árum. Með ör-
gjörvakortunum megi einnig hraða
afgreiðslunni, því í stað undir-
skriftar verða korthafar beðnir að
slá inn PIN-númer kortsins á korta-
lesara í verslunum til að staðfesta
greiðslu, í stað þess að kortalesarinn
hringi inn til að sannreyna leyni-
númer kortsins. Aðspurð segir
Bergþóra að korthafar eigi ekki að
verða varir við neinar útlitsbreyt-
ingar á kortinu aðrar en þær að lítil
örflaga verður greypt ofan í plastið
en leyninúmerið verður það sama og
áður, auk þess sem áfram verður að
finna segulrönd á kortinu.
Að sögn Loga Ragnarssonar hjá
Fjölgreiðslumiðlun hf., er unnið að
undirbúningi að uppsetningu á bún-
aði hjá þeim söluaðilum sem valdir
hafa verið sem sérstakir samstarfs-
aðilar um verkefnið í byrjun. Bún-
aðinum er ætlað að geta lesið allar
gerðir innlendra og erlendar ör-
gjörvagreiðslukorta. „Við höfðum
vonast til að geta sett þetta í gang
um miðjan janúar en hvort það næst
stjórnast að framgangi verkefnisins
næstu vikurnar. Verkefnið er gríð-
arlega umfangsmikið og margir sem
að því koma sem gerir alla áætl-
anagerð og framkvæmd svolítið
snúna.“ Að sögn Loga hafa nær allir
posar í landinu verið uppfærðir í
nýrri gerðir en enn er unnið að
breytingum á þeim hugbúnaði sem
þarf að vera til staðar í tækjunum
svo allt virki eins og til er ætlast.
Vinnu við breytingar á hrað-
bankakerfinu miðar hins vegar, að
sögn Loga, ágætlega og er þess að
vænta að fyrstu hraðbankarnir sem
styðja hina nýju tækni verði tilbúnir
undir lok janúarmánaðar.
Fyrsta örgjörvakortið tilbúið
Morgunblaðið/Golli
Dæmi um nýjan posabúnað er getur
lesið nýju örgjörvakortin.