Morgunblaðið - 20.12.2004, Page 17

Morgunblaðið - 20.12.2004, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2004 17 MENNING Þeir eru kröftugir Knorr teningarnir. Taktu enga áhættu við sósugerðina með hamborgarhryggnum um jólin. Knorr kjötteningarnir gefa sósunni þinni rétta bragðið. Notaðu Knorr teninga – í krafti bragðsins. SVÍNSLEGA KRÖFTUGIR FRÆNDURNIR Ólafur Kjartan Sigurðarson óperusöngvari og Vovka Stefán Ashkenazy píanóleik- ari héldu tónleika í London á dög- unum fyrir fullu húsi áhorfenda. Uppselt var á tónleikana sem haldn- ir voru í Leighton House rétt við Holland Park, en það er eitt af glæsilegri húsum í London frá Vikt- oríutímabilinu og þykir gefa ein- staka innsýn í líf heldri borgara þar í borg á þeim tímum. Efnisskráin var hvoru tveggja alvarleg og til léttrar skemmtunar og innihélt meðal ann- ars Árgalann eftir Jóhann Tryggva- son, afa Vovka Stefáns, og ljóða- flokkinn Of Love and Death eftir Jón Þórarinsson. Jón og eiginkona hans voru gestir á tónleikunum og hylltu tónleikagestir tónskáldið að loknum flutningnum. Af öðrum gestum sem voru við- staddir má nefna sendiherra Íslands í London, Sverri Hauk Gunnlaugs- son og konu hans Guðnýju Aðal- steinsdóttur, Lord og Lady Ash- burton, eigendur óperuhússins Grange í Hampshire og stjórnendur Holland Park-óperunnar þar sem Ólafur Kjartan hefur komið fram. Nýverið var einnig gengið frá því að þar muni hann syngja titilhlutverkið í óperunni Macbeth eftir Verdi á komandi sumri. Auk þess að spila með söng Ólafs Kjartans lék Vovka Stefán verk eftir Rachmaninov og Rögnvald Sigur- jónsson og Ólafur Kjartan skemmti viðstöddum með aríum úr óperum Mozarts og endaði kvöldið svo með flutningi á Hamraborginni. Að sögn tónleikagests voru Ólafur Kjartan og Vovka sérstaklega sam- ræmdir í flutningi sínum og lifandi á sviðinu. Greinilegt sé að báðir þessir ungu menn séu í glimrandi formi og áhorfendur vildu vart sleppa þeim af sviðinu í lok tónleikanna. Þess má geta að Ólafur Kjartan og Vovka Stefán eru fjórmenningar í móðurætt, og hafa tvisvar flutt sam- an tónlist á Íslandi. Tónlist | Ólafur Kjartan og Vovka Ashkenazy á tónleikum í London „Greinilega í glimrandi formi“ Vovka Ashkenazy og Ólafur Kjartan Sigurðarson að tónleikum loknum. BLOKKFLAUTAN var oftast af- skrifuð hér á landi sem undirbún- ingshljóðfæri fyrir yngstu grunn- skólanema. Það breyttist þegar Camilla Söderberg settist hér að fyrir tæpum aldarfjórðungi og tón- skáldin okkar fóru að semja verk fyrir hana. Á þessum nýja diski eru fimm verk eftir jafnmarga höfunda frá sjö ára tímabili eða h.u.b. 1996– 2002 (aldur tveggja er ekki gefinn upp). Tvö fyrir eina flautustærð án rafhljóða, hin þrjú með. Upptakan er í öruggum höndum Halldórs Vík- ingssonar, og fylgir greinargróður bæklingur um verk og flytjanda í umsjón Atla Heimis Sveinssonar. Á sinn hátt gæti virzt harla kyn- legt að semja framsækna módern- íska músík fyrir þetta ævaforna tónamboð sem er mun eldra en margur hyggur eða frá því snemma á miðöldum og hefur, ólíkt flestum öðrum blásturshljóðfærum, sáralítið breytzt í tímans rás. Þannig er blokkflautan ekki eins og þver- flautan búin nútíma klappakerfi er auðveldar alla fingrasetningu þegar fjær dregur grunntóntegund, eins og allir vita sem reynt hafa við bara Gamla Nóa í H-dúr á C-flautu og reka sig strax á grúa gaffalgripa. Hvers vegna engum hefur enn hug- kvæmzt að sameina auðvelda hljóð- myndun blokkflautunnar þægileg- um klappabúnaði þverflautunnar (þar sem sjálf tónmyndunin er erf- iðust) er manni eiginlega hulið. En þar við situr. Og þó að sjálf- sagt reyni ekki jafnmikið á gaff- alfimi Camillu í þessum nútíma- verkum og t.a.m. í hröðustu þátt- um blokk- flautuverka Bachs og Tele- manns, þá kemur víðfeðm og til- finningaþrungin túlkun á móti. Ekki sízt í undir- hljóðslausu atriðunum, þar sem Djúp er sorgin eftir Atla Heimi ber af hvað hreina melódíska fegurð snertir. Þetta er ekki allra músík. Hún gerist oft kyrrlát og íhugul, þó að rafhljóðin geti á hinn bóginn stund- um verkað firrandi og jafnvel stressuð. En innan um eru vissulega líka bráðfallegir staðir sem eiga til að beina lúnum huga á bak og burt frá amstri staðar og stundar. Og spilamennskan er tærasta snilld. Framsækinn forngripur TÓNLIST Íslenskar plötur Íslenzk tónverk fyrir blokkflautur og raf- hljóð eftir Atla Heimi Sveinsson, Hilmar Þórðarson, Hjálmar H. Ragnarsson, Kjartan Ólafsson og Lárus H. Grímsson. Camilla Söderberg blokkflautur. Hljóð- ritað í Víðistaðakirkju 6/2001 og 11/ 2002. Upptökustjórn og hljóðvinnsla: Halldór Víkingsson / Fermata Record- ings. Lengd: 64:35 mín. Útgefandi: Smekkleysa, í samvinnu við Íslenzka tón- verkamiðstöð. SMK 44, 2004. Camilla Söderberg – Ferskir vindar Camilla Söderberg Ríkarður Ö. Pálsson BLÁSARAKVINTETT Reykjavík- ur hélt sína hefðbundnu kvöld- lokkutónleika í Fríkirkjunni á fimmtudagskvöldið. Ásamt kvint- ettinum voru nokkrir aðrir blásarar á ferð og gat ég ekki betur séð en það væru allt félagar í Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem ég sæki tónleika Blásaravintettsins í Fríkirkjunni og verður að segjast eins og er að hljómburðurinn þar er ekkert alltof góður. Hver einasta nóta heyrðist reyndar skýrt, en lítil endurómun gerði að verkum að hljómurinn var litlaus og flat- neskjulegur. Að vísu er Fríkirkjan fallegt hús, en þegar tónleikar eru annars vegar skiptir það ekki meg- inmáli. Dagskráin hófst á Petite Symphonie eftir Gounod. Þetta er sérlega áheyrilegt verk; stíllinn er að einhverju leyti í anda Haydns þó tónlistin sé samin mun síðar. Hljóðfæraleikararnir spiluðu hana afar fallega; hendingar voru prýði- lega mótaðar, hraðar strófur voru jafnar og samhljómurinn var eins góður og húsið bauð upp á. Svipað var ástatt um Kvöldlokku (serenöðu) í c-moll KV 388 eftir Mozart, sem er hálfgerð sinfónía fyrir blásaraoktett. Þó flutning- urinn væri ekki alveg hnökralaus var túlkunin í anda tónskáldsins og skiluðu öll helstu einkenni verksins sér fyllilega til áheyrenda. Einhver þreytumerki voru heyr- anleg eftir hlé er þeir félagar fluttu Partítu í F-dúr eftir Krommer. Túlkunin var að vísu ágætlega formuð, bæði lífleg og hnitmiðuð, en tæknilega stóðst hljóðfæraleik- urinn ekki alltaf væntingar, þrátt fyrir að flest hafi verið eins og það átti að vera. Hugsanlega er hér hljómburði kirkjunnar um að kenna; takmörkuð endurómunin gerir að verkum að hver einasta misfella heyrist greinilega og má ekkert út af bera. Ég vil taka það fram að síðast þegar ég heyrði í Blásarakvint- ettnum var það í Árbæjarkirkju, en þar er endurómurinn ríkulegri. Upplifunin þá var allt önnur; hljómurinn var gæddur dýpt án þess að skýrleikinn glataðist. Kannski ætti Blásarakvintettinn að halda jólatónleika sína í einhverri annarri kirkju næst. Takmarkaður hljómburður TÓNLIST Fríkirkjan Verk eftir Gounod, Mozart og Krommer. Blásarakvintett Reykjavíkur og félagar: Bernharður Wilkinson, Daði Kolbeinsson, Peter Tompkins, Einar Jóhannesson, Sig- urður I. Snorrason, Jósef Ognibene, Þor- kell Jóelsson, Hafsteinn Guðmundsson, Brjánn Ingason og Rúnar Vilbergsson. Fimmtudagur 16. desember. Blásarakvintett Reykjavíkur og félagar Jónas Sen HERMA, Ombra og Ríma eru nöfnin á verkum eftir Hafliða Hallgrímsson sem heyra má á geisladiski með Kammersveit Reykjavíkur. Þetta eru allt konsertar þótt síðastnefnda tón- smíðin sé fyrir einsöngvara og hljóm- sveit. Verkin eiga það sameiginlegt að skapa myrka, draumkennda stemningu með máttugri undiröldu, hljóðheim þar sem hið ósagða segir meira en þúsund orð. Hafliði opinber- ar ekki hug sinn með beinum hætti; hann gefur meiningu sína bara í skyn, svo fínlega að maður tekur varla eftir því. Merkingin kemst samt í gegn á einhvern hátt – kannski smýgur hún inn bakdyramegin, inn í dulvitundina. Vissulega veit maður ekki um hvað tónlistin fjallar, en andrúmsloftið er auðfundið; allar þessar hendingar, stefbrot og hljómar segja frá ein- hverju illskilgreinanlegu sem er handan við venjulega skynjun, en er þarna samt. Sagði ekki Victor Hugo að tónlist væri um eitthvað sem ekki væri hægt að koma orðum að, en væri ekki heldur hægt að þegja yfir? Það á svo sannarlega við um tónlist Hafliða. Ombra hefst á einföldum einleik víólunnar, en sérkennilegir, mildir hljómar heyrast frá hinum hljóðfæra- leikurunum. Rödd víólunnar er ein- tal, síbreytilegt ljós sem varpar skuggum er hljómsveitin holdgerir. Framvindan er lífræn og því eðlileg; konsertinn er gæddur innra sam- ræmi og næm túlkun Þórunnar Ósk- ar Marinósdóttur víóluleikara gerir honum prýðilega skil. Svipaða sögu er að segja um hina konsertana; Herma er kraft- mikill tónaseiður sem Torleif Thedéen sellóleik- ari túlkar með sannfærandi til- þrifum og er út- koman ein- staklega áhrifa- rík. Stemningin í Rímu er sömu- leiðis yfirskil- vitleg; textinn er Sónhenda LXXVIII eftir Buonarroti og fjallar um nóttina: „Hjá þér úr hug við allri tregðu týn- um sem teygar rakur skuggi er kyrrðin prýðir …“ Hljómmikill, til- finningaþrunginn söngur Ragnhild Heiland Sørensen er unaðslegur áheyrnar og andrúmsloft ljóðsins skilar sér fyllilega í tónlistinni. Leikur Kammersveitar Reykjavík- ur undir stjórn Bernharðs Wilk- insonar er í senn agaður, blæbrigða- ríkur og ástríðufullur; túlkunin er einlæg en fer ekki yfir strikið. Þetta er frábær geisladiskur og fyrir unn- endur íslenskrar nútímatónlistar al- ger skyldueign. Holdgerðir skuggar TÓNLIST Íslenskar plötur Tónlist eftir Hafliða Hallgrímsson. Kammersveit Reykjavíkur undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar. Einleikarar/ einsöngvari: Torleif Thedéen, selló; Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóla; Ragn- hild Heiland Sørensen, sópran. Smekk- leysa 2004. Herma Ombra Ríma Hafliði Hallgrímsson Jónas Sen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.