Morgunblaðið - 22.12.2004, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2004 C 3
ÞÓRARINN Kristjánsson,
knattspyrnumaður úr
Keflavík, er kominn heim
eftir vikudvöl hjá norska
1. deildarliðinu Bryne.
Áður var hann í rúma
viku hjá Busan Icons í
Suður-Kóreu, og honum
líst mjög vel á aðstæður
hjá báðum félögum. Flest
bendir til þess að hann fái
tilboð frá þeim báðum á næstu
dögum.
„Það kom mér nokkuð á óvart
hversu öflugt félag Bryne er þó
það sé í 1. deild. Þetta er hörku fé-
lag sem ætlar sér stóra hluti og
hefur sett stefnuna beint á úrvals-
deildina. Eins var það með Busan
Icons, þar voru bæði að-
stæður og sjálfur fótbolt-
inn mun betri en ég átti
von á og það væri spenn-
andi kostur að spila þar,“
sagði Þórarinn við Morg-
unblaðið í gær.
Hann ætlar þó að kanna
þriðja kostinn en Þórarinn
fer til Skotlands í byrjun
janúar og æfir þá vænt-
anlega með úrvalsdeildarliðinu
Aberdeen. „Ég ætla að bíða með
að ákveða mig framyfir þá ferð en
ég stefni á að klára mín mál sem
fyrst að henni lokinni og ætla að
vera kominn með allt á hreint um
miðjan janúar,“ sagði Þórarinn
Kristjánsson.
Þórarinn ánægður með
bæði Busan og Bryne
Þórarinn
FÓLK
ELLERT Jón Björnsson, knatt-
spyrnumaður, skrifaði í gær undir
nýjan tveggja ára samning við ÍA.
Ellert lék 10 leiki með Skagamönn-
um í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð
og skoraði tvö mörk og þrjú mörk í
þremur Evrópuleikjum.
FINNUR Hansson, fyrrum leik-
maður FH, er í færeyska landsliðinu
í handknattleik sem mætir Norð-
mönnum í tveimur leikjum í vikunni,
í Noregi. Finnur, sem er sonur Hans
Guðmundssonar, fyrrum leikmanns
með FH og fleiri félögum og íslenska
landsliðinu, hefur verið búsettur í
Færeyjum um árabil og leikur þar
með Kyndli frá Þórshöfn.
GUÐJÓN Valur Sigurðsson, Ess-
en, var valinn í lið vikunnar í annað
sinn á leiktíðinni af þýska handbolta-
tímaritinu Handball Woche sem birti
liðið í gær.
GUÐMUNDUR Stephensen og fé-
lagar í Malmö unnu Meriedals í 10.
umferð sænsku deildarinnar í borð-
tennis í fyrradag. Guðmundur vann
sinn leik nokkuð örugglega 3-1 þar
sem allar loturnar enduðu 11:7.
Malmö er í öðru sæti með 16 stig en
Eslövs er efst með 18 stig.
FRÓÐI Benjamínsen, færeyski
landsliðsmaðurinn í knattspyrnu
sem lék með Fram í sumar, er geng-
inn til liðs við B36 í Þórshöfn. Flest
liðin í færeysku 1. deildinni voru á
höttunum á eftir Fróða sem kom til
Fram frá B68.
FERNANDO Morientes, sem er á
mála hjá Real Madrid, lýsti því yfir í
gær að hann hefði mikinn áhuga á að
leika með Liverpool í Englandi.
Hann fær fá tækifæri hjá Real, var í
láni hjá Mónakó í fyrra og gekk mjög
vel og hefur franska liðið falast eftir
kröftum hans á ný eins og Liverpool.
VELIMIR Zajec var í gær ráðinn
knattspyrnustjóri Portsmouth í stað
Harry Redknapps sem sagði starfi
sínu lausu á dögunum og er tekinn
við liði Southampton. Zajec var ráð-
inn yfirmaður knattspyrnumála hjá
Portsmouth í haust og það fór eitt-
hvað fyrir brjóstið á Redknapp sem
ákvað í kjölfarið að hætta.
STEVE Morgan, sem hefur reynt
að fjárfesta í Liverpool undanfarið,
hefur dregið 70 milljóna punda tilboð
um að taka yfir félagið til baka. Hann
segist vera orðinn þreyttur á að bíða
eftir því að stjórnin taki ákvörðun og
reyni um leið að nota tilboð hans til
að pressa á einhverja aðra um að
gera betra tilboð.
THOMAS Grandi frá Kanada varð
hlutskarpastur í stórsvigi í heims-
bikarkeppninni á skíðum en mótið
fór fram í Flachau í Austurríki í
gær. Þetta var annar sigur Grandis í
heimsbikarkeppninni en hann fagn-
aði sigri á Ítalíu um síðustu helgi.
Didier Cuche frá Sviss varð annar
og Bandaríkjamaðurinn Bode Mill-
er, sem hefur forystu í stigakeppn-
inni, varð þriðji.
SIGURLÁS Þorleifsson var í
gær ráðinn þjálfari bik-
armeistaraliðs ÍBV í knatt-
spyrnu kvenna til eins árs.
Hann tekur við liðinu á ný
eftir sex ára hlé, en Heimir
Hallgrímsson, sem tók við af
Sigurlási fyrir tímabilið
1999, lét af störfum í haust.
Heimir hefur verið með
Eyjaliðið frá 1999, að árinu
2002 undanskildu þegar El-
ísabet Gunnarsdóttir stjórn-
aði því frameftir sumri og
Michelle Barr á lokasprett-
inum.
Sigurlás þjálfaði áður
karlalið ÍBV, Stjörnunnar og
Selfoss og hann hefur þjálf-
að yngri flokka í Vest-
mannaeyjum um árabil. ÍBV
vann sinn fyrsta stóra titil á
þessu ári þegar liðið varð
bikarmeistari og það hefur
verið í öðru sæti úrvals-
deildar undanfarin tvö ár.
Sigurlás
tekur
við ÍBV
Samningur Auðuns við Landskronarennur út um áramótin en forráða-
menn liðsins hafa boðið honum nýjan
tveggja ára samning og þá hafa Íslands-
meistarar FH-inga rætt lítillega við Auðun
með það fyrir augum að fá hann í sínar rað-
ir. Auðun hafnaði tilboði frá norska úrvals-
deildarliðinu Fredrikstad á dögunum og
þá hefur félag í dönsku úrvalsdeildinni
sýnt honum áhuga.
„Ég var nú eiginlega nokkuð ákveðinn í
að flytja heim. Ég hafnaði tveimur tilboð-
um frá Landskrona en nú er ég með það
þriðja undir höndum og er að brjóta heil-
ann um hvað ég eigi að gera. Það tók nýr
þjálfari við Landskrona í haust og eftir að
hafa rætt við hann þá freistar það mín að
vera áfram hjá liðinu því hann leggur
mikla áherslu á að ég verði um kyrrt,“
sagði Auðun við Morgunblaðið í gær.
Auðun segir líka spennandi að koma
heim og spila í úrvalsdeildinni og þá fyrir
FH. Auðun er fæddur og uppalinn FH-
ingur og lék með liðinu áður en hann skipti
yfir í Leiftur Ólafsfirði og fór síðan út í at-
vinnumennsku, fyrst með Viking í Noregi,
síðan Lokeren í Belgíu og loks hjá Lands-
krona í Svíþjóð þar sem hann hefur leikið
síðustu tvö árin.
„Það kemur vissulega til greina að spila
hér heima og þá vonandi með FH,“ sagði
Auðun sem reiknar með að taka ákvörðun
um framtíð sína á allra næstu dögum.
Auðun með Lands-
krona eða FH
AUÐUN Helgason knattspyrnumaður
hefur ekki gert upp hug sinn um
hvort hann leikur áfram með sænska
úrvalsdeildarliðinu Landskrona á
næstu leiktíð eða sest að á Íslandi á
nýjan leik og gengur í raðir sinna
gömlu félaga í FH.
Auðun Helgason
Við höfum gert það upp við okkur
ern verður kallað ef þörf reynist
r markvörð til viðbótar ef meiðsli
ma upp hjá þeim sem fyrir eru. Þá
ður leitað til Ólafs Gíslasonar hjá
eir sextán leikmenn sem ég hef
valið og stefni á að fara með til
is eru heilir heilsu eftir því sem
est veit. Nokkrir þeirra eiga eft-
ð fara í gegnum strangt pró-
mm hjá félagsliðum sínum í
kalandi fram yfir áramót. Nú er
a að krossa fingur og vona að allir
pi heilir í gegnum þessa leiki,“
r Viggó Sigurðsson, sem farið er
klæja í fingurna eftir að hefja
irbúning með landsliðinu sínu
r fyrsta stórmótið sem landsliðs-
fari í handknattleik – heims-
starakeppnina í Túnis.
!
"
"
"
#
#
#
#
#
#
#
#
1
899>
;
4<
#'
899@
;
C2
Morgunblaðið/Golli
Guðjón Valur Sigurðsson skorar í sigurleik gegn Slóveníu á ÓL í Aþenu.
ÍÞRÓTTIR
HSÍ hefur fengið tvo mark-
varðaþjálfara til að koma til
móts við íslenska landsliðið á
meðan það dvelur í Svíþjóð við
æfingar 3.–7. janúar nk. Þetta
eru Ramón Lauren, mark-
varðaþjálfari hjá Ystad, en lið-
ið er eitt af fjórum þeim bestu
í Svíþjóð. Hinn er Peter Kanht
en hann hefur verið mark-
mannaþjálfari hjá sænska
handknattleikssambandinu og
félagsliðum. Lauren, sem
vinnur með sænska unglinga-
landsliðið, kemur með heim
með íslenska landsliðinu og
þjálfar markverði landsliðsins
þar til það heldur í æfingaferð
til Spánar 13. janúar. Allar æf-
ingar þeirra verða teknar upp
á myndband til fræðslu og út-
breiðslu fyrir íslenskan hand-
knattleik.
„Markvarsla er Akkíles-
arhællinn í íslenskum hand-
knattleik og ég vil að á þessum
málum verði tekið. Því vona
ég að þessi samvinna við
sænsku þjálfarana sé upphafið
að því að menn taki þjálfun
markvarða föstum tökum hér
á landi og mér finnst koma til
greina að HSÍ stuðli að fleiri
heimsóknum sem þessum,“
segir Viggó Sigurðsson, lands-
liðsþjálfari.
Þeir þjálfa
mark-
verðina