24 stundir - 04.03.2008, Blaðsíða 10

24 stundir - 04.03.2008, Blaðsíða 10
Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir.is „Ég vona að Hallargarðurinn verði ekki eyðilagður,“ segir Jón H. Björnsson sem hannaði Hallar- garðinn árið 1953. Reykjavíkur- borg tók á sínum tíma tilboði Novator, fjárfestingarfélagi Björg- ólfs Thors Björgólfssonar, í húsið á Fríkirkjuvegi 11 sem stendur í Hallargarðinum. Sá fyrirvari var þó á tilboðinu að veitt yrði heimild til breytinga á garðinum með það að markmiði að bæta aðkomu að hús- inu. Jón segir að þær breytingar sem lagðar hafa verið til muni eyði- leggja garðinn. Fyrsti garður sinnar tegundar „Óhætt er að segja að garðurinn hafi slegið í gegn eftir að hann var fullgerður,“ segir Jón en hann rekur vinsældir garðsins til þess að hann hafi á sínum tíma verið nýstárlegur og í raun fyrsti almenningsgarður sinnar tegundar á Íslandi. „Garð- urinn var hannaður í svokölluðum óformlegum stíl öfugt við hinn formlega stíl sem hér hafði tíðkast og reyndar um meginland Evrópu,“ segir Jón. Hann segir að við skipu- lag Hallargarðsins hafi hann leitast við að hver lína garðsins hefði ákveðna þýðingu og að opin svæði mynduðu samræmda heild. „Hverskonar rask myndi eyðileggja heildarmynd garðins og það er ekk- ert smá rask sem þær hugmyndir sem nú eru uppi um breytingar á garðinum fela í sér. Þar með væri Hallargarðurinn ekki lengur til í mínum huga.“ Jón segist helst vilja sjá garðinn óbreyttan en standi til að breyta honum þá vilji hann fá að koma þar að. Vilja halda í karakter garðisins „Það sem lagt hefur verið til er að bæta aðkomu að neðstu hæð hússins, þar á meðal fyrir hjólastóla og allan almenning en þar er gert ráð fyrir sýningu um starf og ævi Thors Jensen. Þar á að verða svolít- ið torg,“ segir Stefán Örn Stefáns- son arkitekt sem er ráðgjafi Nova- tors. „Síðan er búinn til möguleiki á því að keyra inn frá Fríkirkjuveg- inum með gesti því gert er ráð fyrir að þarna verði haldnar móttökur líkt og í Höfða,“ bætir hann við og segir þetta vera möguleika sem verði einungis notaður í undan- tekningartilvikum. „Í mínum huga er þetta alls engin skemmd á garð- inum. Við erum með þessum til- lögum að reyna að raska karakter garðsins sem minnst. Ég held að í heildina tekið þá sé þetta til bóta fyrir garðinn og þar með borgar- búa alla.“ Óttast um framtíð Hallargarðsins  Höfundur Hallargarðsins segir garðinn eyðilagðan gangi hugmyndir Novators eftir  Novator segir breytingarnar nauðsynlegar til þess að bæta aðgengi að Fríkirkjuvegi 11 ➤ Í görðum í óreglulegum stíl erlögð áhersla á að á göngu gegnum þá séu stöðugt ný áhugaverð sjónarhorn sem gesturinn upplifir. ➤ Í gegnum garða í formlegumstíl liggur ás sem endar í ákveðinni þungamiðju líkt og garðurinn sem liggur fyrir framan Háskóla Íslands. ➤ Á seinni árum hefur formlegistíllinn þótt fátæklegur og ófrumlegur í samanburði við frjálsleika og fjölbreytni óformlega stílsins. ÓLÍKIR STÍLAR 24stundir/Frikki 10 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 24stundir REOG Þarf að leggja göngustíg, hirða gróður, setja upp körfuboltahring eða framkvæma eitthvað annað? SAMRÁÐ UM BETRA BORGARUMHVERFI „Þingvallavatn er þekkt út um allan heim fyrir hreinleika og það koma fleiri hundruð ferða- manna hingað til lands til þess eins að kafa í því,“ segir Pálmi Dungal sem kafað hefur í Þing- vallavatni í 25 ár og tók við þá iðju meðfylgjandi mynd úr Pen- ingagjá. Pálmi segir grátlegt að lesa fréttir af því að mikið kvikasilfur mælist í fisknum í Þingvallavatni en eins og sagt var frá í 24 stund- um fyrir skömmu er magn kvika- silfurs í stórurriðanum í vatninu yfir heilsuverndarmörkum. „Þetta hefur verið þjóðargersemi okkar Íslendinga og verið skráð á heimsminjaskrá. Það er spurning hvort það geti verið þar áfram þeg- ar svona er komið fyrir vatninu,“ segir Pálmi, og bætir við: „Auk þess hlýtur maður að spyrja sig hvort við getum átt von á því að kvika- silfur berist í neysluvatn, t.d. frá Hellisheiðarvirkjun, fyrst það er komið í Þingvallavatn.“ hlynur@24stundir.is Þjóðargersemi okkar Íslendinga gæti verið í hættu Áhyggjur af framtíð Þingvallavatns Landbúnaðarráðherra segir að glöggt megi merkja aukinn áhuga á heimavinnslu hjá bændum. Hann hefur nú skipað nefnd til að skoða hvernig best sé að standa að og greiða fyrir þróun og sölu heimaunninna afurða, í samráði við Félag heima- vinnsluaðila sem stofnað var sl. föstudag. Henni hafa ekki verið sett nein ákveðin tímamörk til vinnunnar, að sögn ráðherra. þkþ Hallargarðurinn dregur nafn sitt af Bindindishöllinni en húsið sem stendur á Fríkirkjuvegi 11 gekk undir því nafni á sínum tíma þegar það var þá í eigu góðtempl- ara. Garðurinn var tekinn í notk- un þann 18. ágúst 1954 og vakti þá tjörn með gosbrunni sérstaka athygli. Hún varð mjög vinsæl á meðal barna sem heimsóttu garð- inn á góðum sumardögum en með tímanum fór tjörnin þó að leka og var á endanum fjarlægð. „Ávalar línur einkenna garðinn í öllu skipulagi eins og garða am- erísku módernistanna. Megin- stígur bugðast skáhalt í gegnum garðinn frá Listasafni Íslands og kvíslast svo annars vegar til móts við Fjólugötu en hins vegar til móts við Hljómskálann. Annað megineinkenni skipulagsins sést þegar gengið er eftir stígum garðsins. Birtast þá í sífellu ný sjónarhorn, bæði innan garðsins og utan,“ segir Samson Bjarnar Harðarson landslagsarkitekt um skipulag garðsins í Morgun- blaðinu þann 6. júní 2005 en garðurinn er fyrsti almennings- garðurinn á Íslandi sem er í svo- kölluðum óreglulegum stíl. ejg Heimavinnsla Sala og þróun afurða skoðuð Hallargarðurinn Nýstárleg hönnun Jón H. Björnsson Í hallargarðinum sem hann hannaði fyrir meira en hálfri öld.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.