24 stundir - 04.03.2008, Blaðsíða 27

24 stundir - 04.03.2008, Blaðsíða 27
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 27 Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@24stundir.is James er fæddur þann 16. janúar 1963 og er hvað best þekktur fyrir að stýra Top Gear ásamt þeim Je- remy Clarkson og Richard Ham- mond. Þar gengur hann undir við- urnefninu Captain Slow þar sem hann þykir aka mjög varlega. Þó hefur honum tekist að aka Bugatti Veyron á 407 km hraða á klukku- stund, nokkuð sem afar fáum hef- ur tekist. James skrifar einnig viku- legan pistil á bílasíður The Daily Telegraph og hefur skrifað í gam- ansama bílablaðið Sniff Petrol. Þá gaf hann út bókina May On Mot- ors sem er samsafn úgefinna greina hans og var kosinn blaðamaður ársins árið 2000 af félagi breskra bílablaðamanna. Rithöfundur og vínsmakkari May hefur einnig verið í skemmtilegum sjónvarpsþætti sem ber nafnið Oz and James’s Big Wine Adventure. Í honum ferðast saman vínsérfræðingurinn Oz Clarke og bjórþambarinn May. Harla ólíkt par enda kallaði May Clarke hégómagjarnan og Clarke hann á móti óheflaðan. Saman ferðuðust þeir þó í gegnum vín- héruð Frakklands á Jagúar- blæjubíl og smökkuðu sig í gegn- um landið. Smám saman tókst Clarke að fræða May um vín og allt sem þarf að vita við vínsmökkun. Þættirnir slógu í gegn í Englandi og héldu þeir kappar því næst til Kaliforníu til að taka upp næstu seríu þáttanna. Glaumgosinn og bíladellukallinn Daniel May Hrifinn af bjór ➤ Hefur ætíð fundist óþægilegtað klæðast jakkafötum. ➤ Á uppáhaldspeysu sem vinirhans gáfu honum í afmæl- isgjöf árið 1986 og hann not- ar enn. ➤ Finnst að karlmenn eigi aðlykta af bensíni og brenndu gúmmíi. JAMES DANIEL MAY James Daniel May er einn stjórnenda bresku sjón- varpsþáttanna Top Gear. Hann er mikill bíla- áhugamaður og þekktur fyrir að vera svolítill glaumgosi. Vínsmakkari og bíla- áhugamaður James May er ekki við eina fjölina felldur. Nýjar reglur eiga að gera það næstum ómögulegt að koma sér undan því að borga í stöðumæli á stórum bílastæðum í Englandi. Hingað til hefur bíræfnum öku- mönnum tekist að sleppa við sektir með því að forðast stöðumæla- verði eins og heitan eldinn eða gefa í rétt áður en stöðumælasekt hefur verið smellt á framrúðuna. En brátt verður öldin önnur. Ný reglugerð Frá og með næsta mánuði mun Traffic Management Act taka gildi í Englandi en þá munu bæjaryf- irvöld hafa leyfi til að skipta stöðu- mælavörðum út fyrir örygg- ismyndavélar. Með öryggismyndavélunum verður hægt að mynda þá sem reyna að koma sér undan því að borga og munu þeir hljóta sekt fyrir. Eft- irlitsmyndavélar hafa þegar borið góðan árangur við að góma þá sem ekki fara eftir umferðarreglunum á vegum úti og er vonast til að þetta beri jafngóðan árangur. Yfirvöld í London hafa notast við mynda- vélar í umferðinni síðan árið 2004 og hafa síðan gefið út yfir sex millj- ónir sekta. Eftirlitsmyndavélar bera árangur Sex milljónir sekta Bíræfnir ökumenn Munu ekki komast langt eftir tilkomu eftirlits- myndavéla.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.