24 stundir - 04.03.2008, Blaðsíða 29

24 stundir - 04.03.2008, Blaðsíða 29
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 29 Í mars verður haldin 78. alþjóð- lega bílasýningin í Genf en sýn- ingin laðar að þúsundir ferða- manna á ári hverju. Sýningin verður frá 6.-16. mars og á henni verða yfir 130 forsýningar á bílum og ýmsum græjum þeim tengdum. Á sýningunni má sjá hátt í 1.000 vörumerki frá þrjátíu löndum og 260 sýnendum. Slík sýning þarf greinilega töluvert pláss enda er hún í 77.550 fermetra sal. Und- anfarin ár hefur mátt sjá að áhersla framleiðenda er sífellt meira að snúast um nýja tækni og aðra elds- neytisvalkosti. Auk þess munu gestir uppgötva þrjá nýja framleið- endur sem munu vafalaust vekja athygli. Enda búast sýningarhald- arar við yfir 700 þúsund manns á sýninguna þá ellefu daga sem hún er opin almenningi. En bílasýningin er ekki aðeins sýningarstaður fyrir bíla framtíð- arinnar því þrjú fyrirtæki munu halda upp á afmæli sitt, Italdesign sem ber ábyrgð á fyrsta Volks- wagen Golf, Alfa Romeo Brera og Fiat Grande Punto. svanhvit@24stundir.is Alþjóðleg bílasýning í Genf 6.-16. mars. Bílar framtíðarinnar Í byrjun maí næstkomandi verð- ur haldin sýningin Bílar & Sport 2008 en hún var síðast haldin árið 2006. Sú sýning var sú fjölmenn- asta sem haldin hafði verið í þeirri byggingu og höfðu þó margar stór- ar sýningar verið haldnar þar. Sýn- ingin vakti sérstaka athygli því fyrir sýninguna var fluttur til landsins hraðskreiðasti fjöldaframleiddi bíll í heimi, sænski sportbíllinn Koe- nigsegg CCX. Á sýningunni voru einnig frumsýningar á borð við Ford Mustang Saleen, MMC Evo 9, Victory mótorhjól og margt fleira. Í ár verður sýningaraðstaðan stækkuð um helming þar sem sýn- ingin verður haldin í Fífunni í Kópavogi. Fífan er ein stærsta íþrótta- og sýningarhöll landsins og er um 10.000 fermetrar að stærð. Aðstandendur sýning- arinnar staðhæfa að þetta verði stærsta og flottasta bíla- og mót- orsportsýning sem haldin hefur verið á Íslandi til þessa en tímaritið Bílar & Sport mun standa að sýn- ingunni. Tímaritið hefur verið gef- ið út í rúm þrjú ár og mun bjóða upp á fjölbreytilegt úrval á sýning- unni, þar á meðal jeppa, fornbíla, trukka, sportbíla, báta, flugvélar, þyrlur, mótorhjól, fjórhjól, sleða, aukahluti og búnað. Þetta verður því án vafa viðburður sem bíla- áhugamenn, sem og aðrir, bíða spenntir eftir. svanhvit@24stundir.is Bíla- og mótorsportsýning í Fífunni í maí Glæsileg sýning í 10.000 fermetrum Bílar og sport Í maí verður glæsileg bílasýning í Fífunni. www.hofdahollin.is Kletthálsi 2 S: 567 4840 höfdahöllin@ höfdahöllin.is ALLT Á EINUM STAÐ • SUMARDEKK • HEILSÁRSDEKK • OLÍS SMURSTÖÐ • BÓN OG ÞVOTTUR • HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA • RAFGEYMAÞJÓNUSTA • BREMSUKLOSSAR • ALLAR LJÓSAPERUR SMUR- BÓN OG DEKKJAÞJÓNUSTAN SÆTÚNI 4, SÍMI 562 6066 w BYGGGÖRÐUM 8, SÍMAR: AX: 561 1190 899 2190 561 1190 Alhliða bifreiðaverkstæði réttingar og sprautun. ími: 587 6350 Bíla aukahlutir í úrvali Þín auglýsing gæti verið HÉR! Sími: 510 3744 ÞJÓNUSTUSÍÐA AULÝSINGASÍMI: KOLBRÚN 510 3722 OG KATRÍN 510 3727 ALLT SEM ÞÚ ÞARFT FYRIR BÍLINN S 578 5070 – Skemmuvegur 44m www.bilarogtjon.is Verkstæðið þjónustar allar bíltegundir

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.