24 stundir - 04.03.2008, Blaðsíða 33

24 stundir - 04.03.2008, Blaðsíða 33
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 33 Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • www.jsb.is E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Staðurinn - Ræktin www.jsb.is Innritun á öll námskeið í síma 581 3730: • TT 1 Frá toppi til táar! Átaksnámskeiðin sívinsælu fyrir konur á öllum aldri Lokuð 9 vikna námskeið, 3 x í viku • TT Taktu þér tak! Lokuð 9 vikna átaksnámskeið 3 x í viku fyrir stelpur16-20+ ára • Rope Yoga Heildrænt hug- og heilsuræktarkerfi Lokuð 9 vikna námskeið 2 x í viku • 60 + Líkamsrækt fyrir konur 60 ára og eldri Lokuð 9 vikna námskeið 2 x í viku • Frjáls aðgangur að tímum í opna kerfinu og tækjasal Glæsilegur nýr tækjasalur! Vertu velkomin í okkar hóp! Opna kerfið - Þinn tími er kominn! 1. Almenn þjálfun, þol, styrkur og liðleiki 2. Púltími, hressileg upphitun, ýmist á palli eða gólfi, styrktar- og liðleikaþjálfun 3. Pallatími, samsett spor, mikil brennsla 4. Lóðatími, upphitun ýmist á palli eða á gólfi, unnið með þyngd og mótstöðu, lóð, stangir, teygjur 5. Liðleikaþjálfun, upphitun, styrktar- og slökunarteygjur 6. Yoga 7. Bræðingur, líkamsrækt með dansívafi, salsa, mambo, samba, jazz, funk og stuð 8. MRL - Magi, rass og læri 9. Stöðvaþjálfun, fjölbreyttir vaxtamótunartímar 10. STOTT PILATES Nýtt, nýtt sérstakir tímar í tækjasal Nú geturðu gerst áskrifandi að líkamsrækt JSB Betra verð í áskrift, aðeins 4.400 kr. á mánuði Nýr TT-flokkur þri, fim, fös. kl. 10:30 telpurS onuK r Möguleikum ungs fólks á að stunda nám eða starf erlendis hefur fjölgað mjög á und- anförnum árum meðal annars vegna al- þjóðlegra stúdentaskiptaáætlana og öflugs starfs félagasamtaka. Þeir sem eru á aldr- inum 16-25 ára og vilja kynna sér mögu- leika á námi, starfi eða sjálfboðavinnu er- lendis geta lagt leið sína á kynninguna Útþrá 2008 sem fram fer í upplýsinga- miðstöð Hins hússins í Pósthússtræti í dag kl. 16-18. Tækifæri erlendis „Þetta er gert til að auðvelda fólki að leita sér upplýsinga um tækifæri erlendis á einum stað á sama tíma,“ segir Björk Kon- ráðsdóttir sem hefur umsjón með viðburð- inum hjá Hinu húsinu. Björk segir að fólk leiti sér gjarnan upp- lýsinga um þessi mál á Internetinu en hafi ekki alltaf erindi sem erfiði. Á Útþrá gefist fólki enn fremur tækifæri til að tala við þá sem hafa reynslu á þessu sviði. Fólk með reynslu „Þarna verða sérfræðingar frá hverjum samtökum fyrir sig og þeir geta útskýrt allt sem tengist umsóknarferli, hvernig þetta gengur fyrir sig og veitt fólki allar þær upp- lýsingar sem það leitar að en eru ekki endi- lega settar á netið. Þetta er fólk sem er búið að vinna lengi í þessu, hefur reynslu og veit hvað það er að tala um,“ segir Björk. Þátttakendur í Útþrá 2008 eru AFS - Al- þjóðleg fræðsla og samskipti, Alþjóðaskrif- stofa háskólastigsins, AUS - Alþjóða ung- mennasamskipti, EURES - EES vinnumiðlunin, Europass, Evrópa unga fólksins, Leonardo starfsmenntaáætlunin, Nordjobb, Snorri West og Seeds. Möguleikar á námi og starfi erlendis Allar upplýsingar á einum stað Útþrá 2008 Kynningin er fyrir ungt fólk sem vill kynna sér mögu- leika á námi eða starfi erlendis. Hagaskóli og Seljaskóli keppa til úrslita í mælsku- og rökræðu- keppninni Málinu í Tjarnarsal Ráðhússins miðvikudaginn 5. mars kl. 20. Deilt verður um hvort Ísland sé besta land í heimi. Málið er mælsku- og rökræðu- keppni fyrir grunnskólana í Reykjavík sem var sett á stofn síðasta haust. Keppnisfyrir- komulag er með svipuðu sniði og í spurningakeppninni Nema hvað? Keppt er í fjórum borg- arhlutum um hverfismeistaratitil og hverfameistarar keppa síðan til úrslita. Hagaskóli og Seljaskóli í úrslit Heimili og skóli - landssamtök foreldra óska eftir tilnefningum til foreldraverðlauna sem veitt verða 15. maí næstkomandi. Einnig verða veitt hvatning- arverðlaun til einstaklinga og stofnana ef tilefni þykir til. Leitað er eftir tilnefningum um einstaklinga, félög, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög eða skóla á leik-, grunn- og framhalds- skólastigi. Þeir sem eru tilnefndir þurfa meðal annars að hafa stuðl- að að árangursríkum leiðum við að efla samstarf foreldra og kenn- ara. Nánari upplýsingar um verð- laun má nálgast á heimiliog- skoli.is. Tilnefningar til verðlauna Menntaskólinn í Kópavogi stend- ur fyrir mannréttindaviku með kynjuðu ívafi í þessari viku. Fjöl- breytt dagskrá verður dagana 3.- 6. mars sem samanstendur meðal annars af kvikmyndasýningum og fyrirlestrum um mannréttindi, fjölmenningu, jafnrétti og önnur mál. Menntaskólinn í Kópavogi hlaut jafnréttisverðlaun Jafnrétt- isráðs í fyrra. Mannréttinda- vika í Kópavogi

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.