24 stundir - 04.03.2008, Blaðsíða 42

24 stundir - 04.03.2008, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 24stundir Cleveland Brown, hinn pollrólegi nágranni Peter Griffin úr teikni- myndaþáttunum Family Guy, gæti komið fram í eigin þáttaröð á næstunni. Seth MacFarlane, skapari Family Guy, á nú í við- ræðum við Fox-sjónvarpsstöðina um framleiðslu þáttanna sem hafa hlotið vinnuheitið Cleve- land. Sigurganga Family Guy er engu lík. Fox-sjónvarpsstöðin tók þættina af dagskrá á meðan fram- leiðsla þriðju þáttaraðar stóð yfir. Vegna fjölda áskorana hófst framleiðsla á ný árið 2005 og hafa þættirnir halað inn einum millj- arði dollara síðan. afb Cleveland gæti fengið eigin þátt Hljómsveitin For a Minor Ref- lection er nokkurra ára gömul og meðlimir hennar eru allir á nítjánda ári. Þrátt fyrir ungan ald- ur er sveitin á fullu við að skipu- leggja tónleikaferð til Bandaríkj- anna og Kanada. Lagt verður af stað frá Íslandi þann 15. mars og spilað á 7 tónleikum á austur- strönd Bandaríkjanna og 3 tón- leikum í Kanada. Þar spilar sveitin meðal annars á tónleikastað sem fyrrum meðlimir Godspeed You Black Emperor eiga í Montreal. Guðfinnur Sveinsson gítarleik- ari For a Minor Reflection hefur orðið: „Þegar Airwaves-hátíðin var yfirstaðin síðasta haust fóru er- lendar hljómsveitir að setja sig í samband við sveitina í gegn um Myspace-ið okkar. Tvær þeirra buðu okkur að koma út og spila með sér, sveitirnar Northern Val- entine frá Bandaríkjunum og Ho- loscene frá Kanada.“ Aðspurður um hvort erlendu vinaböndin séu væntanleg til Ís- lands segir Guðfinnur að svo sé. „Northern Valentine hafa staðfest að von sé á þeim í júní. Þeir koma í rúma viku og spila á tvennum tón- leikum með okkur.“ Hljómsveitin fékk Loftbrúar- styrk fyrir flugmiðum til Banda- ríkjanna en þarf sjálf að sjá um ferðakostnað til Kanada og ætlar því að standa fyrir fjáröflunartón- leikum þann 9. mars á NASA við Austurvöll. Ásamt For a Minor Reflection koma fram Ólafur Arn- alds, Shadow Parade og Hraun. Miðar eru seldir á midi.is og við innganginn á NASA. Miðaverð er 1.000 krónur. Húsið opnar klukkan 20:00 og tónleikar hefjast klukkustund síð- ar. Nánar um hljómsveitina og tónleikana er að finna á mys- pace.com/foraminorreflection. heida@24stundir.is For a Minor Reflection í landvinningum Tíu tónleikar í Kanada og Ameríku For a Minor Reflection Airwaves, Myspace og Loftbrú hjálpa til. Tónlistarmaðurinn Neil Young spilar á Hróarskeldu í sumar. Sjö ár eru liðin síðan hann steig þar síðast á svið og þeir tónleikar lifa í minningu heppinna gesta hátíð- arinnar það árið. Neil bætist við frítt föruneyti fjölbreyttra rokk- ara og lengist listinn með hverj- um deginum. Þegar er búið að til- kynna sveitirnar Radiohead, Chemical Brothers, Slayer, Band of Horses, My Bloody Valentine, The Notwist, The Streets og Teit. Miða á hátíðina er hægt að fá á www.midi.is. Hróarskelda fer fram dagana 3.-6. júlí og hefst upphitun 29. júní. re Neil Young á Hróarskeldu Heidi Montag, ein af stjörnum raunveruleikaþáttarins The Hills, hefur gefið út lag sem virðist vera dúett hennar og Britney Spears. Þær stöllur syngja saman í lagi sem var spilað í útvarpsþætti Ryan Seacrest í gær en ekki er allt sem sýnist. Britney gaf aldrei leyfi fyrir notkun hennar flutnings í laginu, sem ku vera gamalt lag sem Britney tók upp en notaði ekki á eina af breiðskífum sínum. Upptökustjórinn sem tók upp lagið lét Heidi fá það og hún ákvað að halda söng Britneyjar í laginu og syngja sjálf með. Þann- ig varð til dúett sem enginn bjóst við að heyra. Heidi stelur söng Britney Tvífarar vikunnar að þessu sinni eru annars vegar Markús Örn Ant- onsson, fyrrum borgarstjóri, út- varpsstjóri og sendiherra, og nú- verandi framkvæmdastjóri Þjóðmenningarhússins, og hins- vegar Christian Clemenson leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem hinn sérlundaði Jerry Espenson í framhaldsþáttamynda- flokknum Boston Legal sem sýnd- ur er við miklar vinsældir á Skjá- Einum. Það má með sanni segja að svipur sé með þeim félögum. Tvífarar vikunnar Leikarinn Christian brosir blítt fyrir myndavélina. Framkvæmdastjórinn Markús Örn brosir í kampinn. Eftir Ragnheiði Eiríksdóttur heida@24stundir.is Tónlistarbransinn er skrýtin skepna. Ferlið frá upptöku og þar til lag hljómar í útvarpi er langt og strembið. Síðustu ár hafa upp- tökur færst úr risahljóðverum sem líta út eins og geimstöð yfir í ferða- tölvur sem tónlistarmenn geta jafnvel sjálfir tekið upp á. Græj- urnar verða ódýrari og aðgengi- legri en jafnframt gerð krafa um að allir séu með eins gott sánd og hægt er. Tónlistarmaðurinn Þorvaldur Bjarni telur að verið sé að ofnota tæknina í hljóðvinnslu dagsins í dag. „Upp á síðkastið hefur allt átt að vera svo hátt. Útkoman er þá þannig að hljóðið verður eins og múrsteinn og engin dýnamík er eftir. Þá reynist ómögulegt að hlusta í heyrnartólum því þetta þreytir eyrun miklu meira.“ Nýleg grein í vefritinu Word- magazine kemur inn á að tónlist sé að verða hærri og hærri og hljóm- urinn verri og allt vegna sam- keppni milli plötufyrirtækja í út- varpi. „Ég tók nú þátt í þessu hávaðastríði fyrir nokkrum árum,“ segir Þorvaldur „en hef í seinni tíð viljandi verið að fara mun var- legar.“ Valgeir Sigurðsson upp- tökustjóri viðurkennir að ný tækni hafi heilmikil áhrif á tónlist í dag. „Það er orðið svo auðvelt fyrir hvern sem er að nýta tæknina. Ef til vill er frekar tilhneiging í þessa átt í útvarpsvænni popptónlist en menn eru þá bara farnir að gera útvarpsútgáfur af lögum sínum. Valgeir segir alveg til í dæminu að fólk fari þá leið að taka upp hlið- rænt (analog) en ekki stafrænt (digital), til að ná réttum hljómi. „Það er erfiðara að taka upp þann- ig, tímafrekara, kostar meira og mun færri sem hafa vald á því en oft er það þess virði. Þegar við gerðum Sprengjuhallar-plötuna tókum við grunnana upp á teip og færðum þannig inn í tölvu. Það skilaði sér alveg.“ Nýjasta tækni í upptökum hefur áhrif á tónlist í dag Hljómur verður hærri og verri Þorvaldur Bjarni Telur að fara verði varlega með tæknina ➤ Þörf er á að endurhljóð-blanda Californication með Red Hot Chili Peppers, því hún er of há og ódýnamísk. ➤ Hæsta rokkplata sögunnar erendurhljóðblöndun Raw Po- wer með Iggy Pop. HÁVÆRAR PLÖTUR Upptökutækni dagsins í dag verður æ aðgengi- legri en skilar sér ekki endilega í betri hljóm. Fyrir kemur að fólk keppist við að ná miklum hávaða á kostnað gæða. 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Upp á síðkastið hefur allt átt að vera svo hátt. Útkoman er þá þannig að hljóðið verður eins og múrsteinn og engin dýnamík er eftir. Hlíðasmára 14 sími 588 2122 www.eltak.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband líðas ára 14 Sí i 588 2122 .eltak.is Hlíðasmára 14 • 201 Kópavogur Opið mán-lau kl. 11-17 Sendum frítt um land allt NÁTTÚRULÆKNINGABÚÐIN ULL OG SILKI Full búð af nýjum vörum Hitavermar, Angora, Silki, Merino. Einnig mikið úrval af brjóstagjafarfatnaði.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.