24 stundir


24 stundir - 12.04.2008, Qupperneq 6

24 stundir - 12.04.2008, Qupperneq 6
Átak í hreinsun veggjakrots í miðbænum hefur staðið yfir í rúma viku og hafa 70% fasteigna við Laugaveg verið hreinsuð á þeim tíma. „Það er búið að hreinsa allt að tvö þúsund fermetra af veggja- kroti,“ segir Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi hjá fram- kvæmda- og eignasviði Reykjavík- urborgar. Samhliða hreinsuninni hefur vöktun verið komið á lagg- irnar til að hindra veggjakrot. „Við fylgjumst með þeim stöðum þar sem líkur eru mestar á veggja- kroti,“ segir Jón Halldór og segir vöktunina verða til frambúðar. Jafnframt er unnið að frekari þátt- töku íbúa til að tryggja góða um- gengni í miðbænum. Hreinsunarátak Reykjavíkur- borgar er eigendum fasteigna í miðbænum að kostnaðarlausu gegn því að þeir taki við og haldi húseignum sínum áfram hreinum. „Við getum ekki tekið þetta að okkur til frambúðar en það skiptir miklu máli að þrífa veggjakrotið strax. Ef það er ekki gert er eins og veggjakrotið smitist á næstu veggi,“ segir Jón og leggur áherslu á að sumir fasteignaeigendur hafi sinnt þessu mjög vel. „Við viljum bara stækka þann hóp.“ thorakristin@24stundir.is Átaki í hreinsun veggjakrots í miðbæ Reykjavíkur miðar vel Hús við Laugaveg hreinsuð Átak Unnið að hreinni borg. 6 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 24stundir Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is 08.00 Mæti á fyrstu lóðinaog byrja strax að klippa. Þessa dagana er „klippi- tímabilið“ að renna sitt skeið á enda og meira en nóg af runnum sem þarf að klippa, jafnt hjá ein- staklingum, fyrirtækjum og stofn- unum. Við reynum að hverfaskipta lóðunum og erum þessa dagana að færa okkur úr Hafnarfirði yfir í Garðabæ og Kópavog. 10.00 Við tökum okkursmá-kaffipásu í næsta bakaríi og fáum okkur kaffi og kleinur. Þar sem við höfum ekk- ert húsnæði til afnota má segja að við séum orðnir vel kunnugir all- flestum bakaríunum á höfuðborg- arsvæðinu. Það er þó ekkert eitt bakarí í uppáhaldi enda myndum við ekki vilja leyfa okkur að eyða tíma og eldsneyti til þess að vera alltaf að fara í sama bakaríið, sem gæti verið í hinum enda bæjarins. Eftir hálftíma kaffipásu förum við aftur út að klippa. 14.00 Loksins gefst tími tilþess að taka hádeg- ishlé og ég fer í Hagkaup og næ mér í jógúrt og sitthvað fleira. Það er mjög misjafnt hvenær við tökum hádegismat, enda reynum við að vera búin með þá lóð sem við erum að vinna á hverju sinni áður en við tökum hádegismat, og það er mis- jafnt hvenær þannig hittist á. Yf- irleitt reynir maður að fá sér eitt- hvað heitt í hádeginu ef kalt er í veðri, annars fer það bara eftir skapi. 17.00 Klippivinnunni erlokið og við höldum heim á leið. Hér er sama regla við lýði og í hádeginu; við reynum að klára þá lóð sem við erum á áður en við förum heim og ef það klárast ekki fyrr en hálfsex, þá vinnum við til hálfsex. Eftir heimkomu bíður okkar bræðra meiri vinna, þar sem við þurfum að setjast við tölvurnar og taka niður pantanir, gera tilboð fyrir hellulagnir, pallasmíði, skjól- girðingar eða hvaðeina. 23.30 Ég tek við síðastasímtali dagsins í tengslum við vinnuna. Við erum alltaf með gemsana á okkur og tök- um við símtölum allan daginn. Við geymum alla helstu pappírana í bílnum á daginn, sem má segja að sé fyrir vikið skrifstofan okkar. Bærinn fær vorklippinguna 24stundir með Kristjáni Magnússyni skrúðgarðyrkjufræðingi ➤ Kristján rekur fyrirtækiðGarðabræður ásamt bróður sínum, Ingvari. Þeir eru báðir skrúðgarðyrkjufræðingar. ➤ Hefur unnið við skrúðgarð-yrkju í um 19 ár, en fyrirtækið Garðabræður var stofnað fyr- ir um 3 árum. ➤ Segja má að hann hafi fengistvið garðyrkju allt sitt líf enda bæði faðir hans og afi hans heitinn garðyrkjufræðingar. MAÐURINN Klippitímabili lýkur senn Kristján Magn- ússon að störfum. Nú líður að því að líf fær- ist yfir gróðurinn af nýju og þá er ekki úr vegi fyrir garðeigendur að taka ær- lega til hendinni. Til þess að sjá um vorverkin í garðinum kjósa þó marg- ir frekar að ráða fag- menn, til dæmis Kristján Magnússon og bróður hans Ingvar hjá Garða- bræðrum. 24stundir/Árni Sæberg ÍS L E N S K A S IA .I S J A A 4 14 62 0 3/ 08 Átt þú erfitt með að muna sum númer? er svariðjá 118 ja.is Símaskráin Skeifunni17 • Smáralind • Akureyri • Ísafirði • Egilsstöðum • Vestmannaeyjum • Selfossi • Hafnarfirði (Bókabúð Böðvars) Allt fyrir skólann undir 1 þaki Meistaranám í þroskaþjálfafræði Tækifæri til að öðlast framúrskarandi sérfræðiþekkingu og hæfni til að leiða umbóta- og þróunarstarf í málefnum fatlaðra MENNTAVÍSINDASVIÐ www.khi.is Umsóknarfrestur er til 15. apríl / Skráning og upplýsingar á www.khi.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.