24 stundir - 12.04.2008, Blaðsíða 12

24 stundir - 12.04.2008, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 24stundir Fáðu nýja spennukilju senda heim sex sinnum á ári! 645 kr!Fyrsta kiljan á aðeins Hrafninn er nýr kiljuklúbbur hjá Eddu útgáfu sem sendir félögum nýjar spennusögur sex sinnum á ári. Nýir félagar geta valið milli tveggja frábærra spennusagna, Ösku eftir Yrsu Sigurðardóttur eða Sjortarans eftir James Patterson, og greiða aðeins 645 kr. fyrir kiljuna að viðbættu sendingargjaldi. Auk þess geta nýir félagar Hrafnsins valið eina af sex öðrum kiljum að gjöf! Veldu aðra kiljuna á aðeins 645 kr. Glæný kilja! Glæný kilja! ... og önnur að gjöf! Hildur Heimisdóttir, Fréttablaðinu Skráningar á edda.is eða í síma 522-2100 Nýir félagar í Hrafninum geta að auki valið sér eina af þessum 6 frábæru spennusögum frítt með. S P E N N U K I L J U R alm . verð þú greiðir Ný spennukilja 1.9 80 kr. 645 kr. Bók að gjöf 1.8 80 kr. 0 kr. Sendingargjald 200 kr. Samtals 3.8 60 kr. 845 kr. Þú sparar 3.015 kr. Inngöngutilboð: Ítalir ganga að kjörborðinu nú um helgina. Kosningar fara fram þremur árum fyrr en til stóð, eftir að rík- isstjórn Romano Prodis liðaðist í sundur í janúar. Í síðustu könn- unum hefur flokkur Silvio Berlusconis verið í forystu. Gangi þær spár eftir á Berlusconi von á því að verða for- sætisráðherra Ítalíu í þriðja sinn. Helsti andstæðingur Berlusconis er Walter Veltroni, sem áður var borgarstjóri Rómar. Flokkar beggja frambjóðendanna eru nýstofnaðir samsteypuflokk- ar sem bjóða fram í fyrsta sinn. aij Kosið á Ítalíu Berlusconi stefnir í forsæti Þegar Danir hjúfra sig við nota- legan arineld hleypa þeir efnum út í loftið sem eiga þátt í jafn- mörgum dauðsföllum og óbeinar reykingar. Samgönguráðuneyti landsins áætlar að 3.400 manns látist fyrr en ella vegna óhrein- inda í lofti, en þar eiga 600.000 eldstæði stóran hlut að máli. Leggur umhverfisráðið til að síur séu settar á skorsteina til að vinna gegn vandanum. aij Notalegur arineldur Á við óbeinar reykingar Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Ríkisstjórnir í Mið-Austurlöndum og norðanverðri Afríku verða að grípa sem fyrst til aðgerða til að forðast hættuástand þegar fram líða stundir. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðabankans, þar sem meðal annars er bent á að vatnsskorti megi þegar kenna um 1% lækkun þjóðarframleiðslu í Marokkó, Alsír og Egyptalandi og 3% lækkun í Íran. Hægt að afstýra ógæfu Svæðið er eitt hið þurrasta í heimi og gengur nú þegar afar nærri vatnsbirgðum sínum. Áætlar Alþjóðabankinn að vatn á hvern íbúa verði árið 2050 helmingur þess sem nú er, verði ekkert að gert. Helstu ástæður þessa eru loftslags- breytingar og fólksfjölgun. Telja skýrsluhöfundar að enn sé ráðrúm til að koma í veg fyrir að hættuástand skapist. Ríkisstjórnir þurfi að leggja áherslu á fjárfest- ingu í viðhaldi dreifikerfa og upp- byggingu innviða vatnsveitna. Ennfremur er talin nauðsyn að reisa afsöltunarverksmiðjur sem vinna neysluvatn úr sjó. Er bent á Túnis og Jórdaníu sem lönd þar sem tekist hefur að auka framboð á vatni og draga úr eft- irspurn með góðum árangri. Eftirspurn þarf að minnka Mest munar um að fræða neyt- endur um leiðir til að spara vatn. Vatnsveitur þurfa að draga úr því vatnsmagni sem þær missa vegna uppgufunar og bændur eru hvattir til að taka upp aðferðir við áveitu sem nýta vatnið betur. „Við þurfum einfaldlega að minnka það vatnsmagn sem er notað, sérstaklega við landbúnað- arframleiðslu sem er ástæðan fyrir um 85% notkunarinnar,“ segir Julia Bucknall, sérfræðingur Al- þjóðabankans í nýtingu náttúru- auðlinda. „Það er einfaldara að skipuleggja til framtíðar en að tak- ast á við kreppuástand síðar meir.“ Mið-Austurlönd að þorna upp  Tafarlausra aðgerða er þörf til að tryggja íbúum Mið-Austur- landa og norðurhluta Afríku nægt vatn í framtíðinni ➤ Í Mið-Austurlöndum og Norð-ur-Afríku er um 80% nýt- anlegs vatns nýtt. Sunnan Sa- hara er hlutfallið um 2%. ➤ Alþjóðabankinn gerir ráð fyr-ir að úrkoma minnki um 20% á svæðinu til ársins 2050. VATNIÐ EFTIRSÓTT NordicPhotos/AFP Börn í Bagdad Fjöldi fólks hefur takmarkaðan aðgang að hreinu neysluvatni. Skiptar skoðanir eru meðal skoskra viskíframleiðenda um fyr- irhugaðar breytingar á flokk- unarkerfi skoska viskísambands- ins. Telja smærri brugghús að ný hugtök sem sambandið ætlar að innleiða muni leiða til ruglings hjá neytendum og þrenginga hjá framleiðendum. Um er að ræða nýtt heiti á viskíblöndum sem eiga uppruna sinn hjá fleiri en einu brugghúsi. Segja gagnrýnisraddir hætt við að blandað viskí muni vegna þessa í síauknum mæli rata í innkaupakerrur þeirra sem eru að leita sér að einmöltungum. Mark Reynier, framkvæmdastjóri Bruichladdich á eynni Islay, segir nýja flokkinn fundinn upp til að stærstu framleiðendurnir, Diageo og Pernod Ricard, geti hámarkað hagnað sinn. andresingi@24stundir.is Deilt um viskíblöndur Meirihluti ástralskra karlmanna er of þungur, en aðeins helmingur þeirra gerir sér grein fyrir því. Þetta er meðal þess sem fram kemur í víðtækri könnun á lík- amsástandi og sjálfsmynd fólks í Ástralíu, sem framkvæmd var við Tækniháskólann í Queensland. Könnunin byggði á upplýsingum um 34.000 fullorðna Ástrala. Í ljós kom að rösklega 60% karlmanna í úrtakinu væru með þyngd- arstuðul yfir 30, og því of þungir. Hins vegar sögðust aðeins 36% karlmanna telja sig of þunga. Kvenmenn reyndust raunsærri í könnuninni. Þó bar nokkuð á því að konur ofmætu eigin þyngd. aij Karlar vanmeta bjórvömbina Bandarískir vís- indamenn telja sig hafa fundið upp lyf sem veitir líkamanum vernd gegn áhrifum geislunar. Slíkt lyf myndi nýtast í kjölfarið á kjarn- orkuárás eða óhappi í kjarn- orkuveri, og myndi nýtast krabbameinssjúklingum við að forðast ýmsar aukaverkanir geislameðferðar. Rannsókn vís- indamannanna hófst þegar þeir könnuðu hvers vegna sumar krabbameinsfrumur stæðu af sér geislameðferð. Virkni lyfsins byggir á því að það heldur aftur af prótíni sem veldur dauða frumu eftir að hún verður fyrir geislun. Prófanir á músum og mannöpum hafa gefið góða raun. Vonast er til að prófanir lyfsins á manneskjum geti hafist á næstunni. aij Hillir undir geislunarveikilyf Útgerðarmönnum á vestur- strönd Bandaríkjanna verður í sumar bannað að leggja fyrir lax undan ströndum Kaliforníu og Oregon. Er gripið til þessa ráðs vegna hnignunar laxastofna í norð- urhluta Kyrrahafs. Veiðar verða áfram leyfðar í Washingtonfylki. Oregonfylki mun veita undan- þágu fyrir frístundaveiði um helg- ar, en algert bann tekur gildi í Kali- forníu. Barbara Emley gerir bát út frá San Francisco. Hún segir þetta ekki koma sér á óvart. Telur hún ástand- ið vera jafn slæmt og raun ber vitni vegna þess hve fá seiði komast á haf út. Útgerðarmenn hafi veitt þessu athygli að undanförnu. „Þess vegna vakti ákvörðun fisk- veiðiyfirvalda ekki sérstaklega hörð viðbrögð,“ segir Emley. „Við vitum að þetta er raunverulegt vanda- mál.“ andresingi@24stundir.is Veiðibann í tveimur fylkjum Bandaríkjanna Kyrrahafslaxinn nýt- ur verndar í sumar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.