24 stundir - 12.04.2008, Blaðsíða 15

24 stundir - 12.04.2008, Blaðsíða 15
heimsendaspám. Formaðurinn, Jóhannes Gunn- arsson, segir spá Seðlabankans högg fyrir þá sem keypt hafa íbúð síðustu ár. „Gangi þetta eftir verða skuldir margra meiri en eignirnar. Ég hef verulegar áhyggjur af gjaldþrotum og tel að fjármálastofnanir beri mikla ábyrgð gagnvart því fólki sem þær ráð- lögðu. Ráðin eiga þátt í því að margir eiga þegar í erf- iðleikum með því að standa í skilum, “ segir Jóhann- es. Hann bendir á að annars staðar á Norðurlöndum séu í gildi lög um greiðsluaðlögun, svokallaða skulda- hreinsun, fyrir fólk í kröggum. „Ég kalla eftir því að undirbúningi laga um greiðsluaðlögun verði lokið. Slík lög þarf skilyrðislaust að samþykkja fyrir vorið,“ segir Jóhannes. „Lögin virka þannig að stjórnvöld gætu gripið inn í þar sem erfiðleikar væru miklir og úrskurðað um lækkun skulda. Þá yrði hluti höfuðstóll lána skorinn niður og skuldin einfaldlega lækkuð þannig að fólk gæti staðið í skilum. Þetta er betra fyrir alla en gjald- þrot. Bankarnir hljóta að koma til móts við fólk eftir allt sem á undan er gengið. Þar nefni ég sérstaklega hundrað prósenta veðsetninguna og myntkörfulánin þegar gengi íslensku krónunnar var sem hæst,“ segir Jóhannes. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, seg- ir uppstokkun í kjaraumhverfinu brýna, lágtekjufólki hafi löngu verið ýtt út af markaðnum og ójafnvægið sé nú orðið slíkt að millitekjufólkið sé úti líka. „Allar stökkbreytingar á fasteignamarkaði eru slæmar,“ segir Ögmundur. Hann telur því fleira þurfa að koma til en að eftir hrun á markaði geti einhverjir keypt á spott- prís af föllnum skuldara sem tók þá röngu ákvörðun að treysta á bankann og lukkuna beva@24stundir.is aBjörg Eva Erlendsdóttir Fólk fékk ráðleggingar um að kaupa stórt og strax og fá mikið lánað. Varla var til svo ómerkilegt húsgreni í Reykjavík að ekki væri hægt að selja það á dag- parti. Nú flytur Seðlabank- inn nöturlegar fréttir um hvað fólk var í raun að kaupa. 24stundir LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 15 Það var gefandi að hlýða á fyr- irlestur Al Gore um loftslagsmál í Háskólabíói á þriðjudaginn. Þrátt fyrir að hafa farið á myndina um óhentugan sannleika er fyrirlest- urinn enn áhrifameiri í lifandi flutningi. Ekki spillti að hann var sniðinn að stað og stund og kryddaður þekkingu fyrirlesarans á Íslandi. Það yljar alltaf land- anum að frægir menn frá útlönd- um viti að við séum til. Með einurð sinni og þolgæði hefur Al Gore valdið viðhorfs- breytingum um heim allan. Það sem var óljóst og umdeilt fyrir aðeins fáum árum viðurkenna nú allir sem staðreynd; stærsta og mikilvægasta verkefni samtím- ans. Það er ótrúlegt fordæmi og mikil hvatning öllum þeim sem tala fyrir mikilvægum úrbótum í samfélaginu að unnt sé að ná jafn miklum árangri og Al Gore. Tvískinnungur Nú skildi maður ætla að tals- menn loftslagsmengunar létu lít- ið fyrir sér fara þegar staðreyndir málsins liggja fyrir í niðurstöð- um færustu vísindamanna sem rannsakað hafa áhrif loftslags- breytinga fyrir Sameinuðu þjóð- irnar. En fjandinn deyr ekki ráðalaus og nú eru stjórnmála- menn, sem fyrir skemmstu boð- uðu að það væru engar loftslags- breytingar, farnir að nota þær til að réttlæta aukna loftslagsmeng- un á Íslandi! Þeir segja nú sem svo að betra sé að álver mengi á Íslandi knúið grænni orku, en að það mengi í Kína knúið kolaorku því þá mengi það meira „hnatt- rænt“ eins og það heitir svo fínt. Sumum þykir hér örlátt við- horf á ferðinni sem sé reiðubúið að fórna að mestu náttúrugæð- um Íslands til að draga pínulítið úr aukningu loftmengunar í Kína. En trúlega helgast viðhorf- ið oftar af skeytingarleysi um náttúruna en örlæti. Hverjum manni ætti að vera ljóst að það er fáránlegt að fórna náttúrugæð- um Íslands til þess eins að draga ofurlítið úr aukningu mengunar hjá annarri þjóð. En jafnvel þó það væri réttlætanlegt á það ekki við því dæmi mengunarsinnanna er ímyndun ein. Valkostirnir eru einfaldlega ekki að knýja álver grænni orku hér eða kolum annars staðar. Meirihluti álvera heimsins er knúinn endurnýjanlegri orku, en ekki bara á Íslandi. Ábyrg al- þjóðafyrirtæki einsog Alcoa eru ekki að fara að reisa ný álver árið 2008 sem knúin eru kolaorku. Valkostir okkar hafa því lítið með kolaorkuver í Kína að gera. Ann- að hvort byggir Alcoa álver á Bakka sem knúið er endurnýj- anlegri orku, eða það byggir álver annars staðar í heiminum sem líka yrði knúið endurnýjanlegri orku. Loftfimleikarnir um að betra sé að álver mengi hér eru þess vegna einkum ímyndunar- leikur. Verkefnið Þessir rökfimleikar hafa verið nýttir til að krefjast áfram sér- stakra aukaheimilda fyrir okkur Íslendinga til að menga loftslag jarðar meira en loftslagssamning- ar almennt heimila. Það er ógæfuleg nálgun að stærsta verk- efni samtímans, minnkun lofts- lagsmengunar, að hugsa fyrst og fremst um hvernig við sjálf get- um fengið undanþágu frá tak- mörkunum. Stundum erum við svo sjálfsupptekin að við höldum að aðeins Ísland hafi sérstöðu í heiminum. Staðreyndin er auð- vitað sú að allar þjóðir hafa sér- stöðu og ef 200 þjóðir ætla að leggja áherslu á undanþágur sín- ar er hætt við að þær nái aldrei saman um aðalatriðið, að draga úr loftslagsmengun. Við drögum heldur ekki úr loftslagsmengun með því að leita eftir mengandi starfsemi. Við eigum þvert á móti að nýta okkar grænu orku í starfsemi sem ekki mengar, s.s. netþjónabú, kísil- flögur o.s.frv. Auðvitað eigum við ekki síst að hjálpa öðrum þjóðum að framleiða græna orku. Þannig vinnum við trúlega mest gagn í loftslagsmálum fyrir nú utan að skapa með því miklu áhugaverðari störf og viðskipta- tækifæri en mengandi stóriðja býður. Höfundur er alþingismaður Best að menga á Íslandi? VIÐHORF aHelgi Hjörvar Loftfimleik- arnir um að betra sé að álver mengi hér eru þess vegna eink- um ímynd- unarleikur. Nú líka í Reykjavík www.marangoni.com MADE IN ITALY SKEIFUNNI 5, REYKJAVÍK, S. 581 3002 DRAUPNISGÖTU 5, AKUREYRI, S. 462 3002 ÞVERKLETTUM 1, EGILSSTÖÐUM, S. 471 2002 þar sem hjólin snúast Umboðsaðili á Íslandi Skeifunni17 • Smáralind • Akureyri • Ísafirði • Egilsstöðum • Vestmannaeyjum • Selfossi • Hafnarfirði (Bókabúð Böðvars) Allt fyrir skrifstofuna undir 1 þaki Síðumúla 3 · Sími 553 7355 Hæðasmára 4 · Sími 555 7355 sundfötin komin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.