24 stundir - 12.04.2008, Blaðsíða 24

24 stundir - 12.04.2008, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 24stundir Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is Erlendar rannsóknir benda til þess að í hverfum þar sem efnahags- staða er slæm, margir foreldrar eru einstæðir, hlutfall innflytjenda er hátt og búferlaflutningar eru tíðir sé tengslanet foreldra ekki þétt. Minna tengslanet foreldra leiðir svo til þess að svokallað óformlegt taumhald minnkar, þar sem for- eldrar fylgjast t.d. síður með börn- um annarra og því hverja börn þeirra umgangast. Sem oft verður til þess að hlutfall brotamanna í hverfunum verður hærra en annars staðar. Sama fylgni hér og erlendis „Mínar fyrstu niðurstöður benda til að sú sé einnig raunin hér á landi,“ segir félagsfræðingurinn Margrét Valdimarsdóttir, sem rannsakað hefur félagsgerð ís- lenskra skólahverfa ásamt Jóni Gunnari Bernburg, dósent í fé- lagsfræði við Háskóla Íslands. Nið- urstöðurnar kynnti Margrét á mál- þingi Félagfræðingafélags Íslands, sem haldið var á Grand hóteli sl. fimmtudag. Margrét hefur legið yfir tölum frá Hagstofunni, frá ríkislögreglu- stjóra og niðurstöðum nafnlausra spurningalista sem lagðir voru fyrir alla 9. og 10.-bekkinga á landinu. „Það sem er sérstakt við þessa rannsókn er að við notumst við mun yfirgripsmeiri gögn en áður hefur verið gert í sambærilegri rannsókn. Með því að keyra saman þessi gögn verður niðurstaðan rétt- mætari en ef notuð eru einungis ein þeirra.“ Ekki tengsl við tekjur Öfugt við erlendar rannsóknir var ekki marktækt samband á milli tekna í hverfi og hlutfalls íbúa sem hafa framið afbrot, þótt einhver tengsl hafi fundist á milli þessara þátta. Að öðru leyti virðist íslenskt samfélag koma vel heim og saman við það sem erlendar rannsóknir segja um samband félagsgerðar og tíðni afbrota. Það er, hátt hlutfall innflytjenda og einstæðra foreldra og miklir búferlaflutningar draga úr óformlegu taumhaldi og auka tíðni afbrota. Lágar tekjur og tíðir flutningar Margrét segir að þótt ekki hafi fundist marktækt samband á milli tekna og afbrotatíðni, hafi fundist samband á milli tíðra búferlaflutn- igna og lágra tekna. „Lágtekjufólk hefur síður efni á að kaupa sér fast- eignir. Og fólk á leigumarkaði þarf oftar að skipta um umhverfi, sem hefur slæm áhrif á tengslamyndun foreldra, og börnin þurfa oftar að skipta um grunnskóla. Allt þetta getur leitt til aukinnar afbrotatíðni í hverfi.“ En þótt niðurstöðurnar bendi til þess að samband sé á milli t.d. fjölda innflytjenda og tíðni afbrota, og fjölda einstæðra foreldra og tíðni brota, er ekki þar með sagt að innflytjendur eða börn einstæðra séu líklegri til að brjóta af sér, bendir Margrét á. Hins vegar sé lík- legt að félagsgerð hverfa með háan fjölda innflytjenda, hátt hlutfall einstæðra foreldra og tíðra búferla- flutninga, sé önnur en þar sem þessir þættir eru ekki til staðar. Ef nágrannabarn er að reykja Þar sem foreldrar þekkja síður börn annarra og þekkja síður ná- granna sína og tala jafnvel ekki sama tungumál og þeir, verður eft- irlit með börnum og eignum ná- grannans minni og foreldrar fylgj- ast síður með tómstundum barna sinna. „Einstaklingur er síður líklegur til að láta nágranna sinn vita af því að 14 barn hans sé að reykja úti í sjoppu, í hverfi þar sem búferla- flutningar eru tíðir og tengslanet foreldra lítið,“ eins og afbrotafræð- ingurinn Jón Óttar Ólafsson bend- ir á. Tengslanetið skiptir máli  Hátt hlutfall einstæðra foreldra, tíðir búferlaflutningar og fjöldi innflytjenda dregur úr tengslaneti foreldra og eykur tíðni afbrota ➤ Margrét Valdimarsdóttir hef-ur rannsakað félagsgerð ís- lenskra skólahverfa og afbrot unglinga í mastersritgerð sinni. ➤ Leiðbeinandi hennar í verk-efninu er dr. Jón Gunnar Bernburg, dósent í fé- lagsfræði við Háskóla Íslands. ➤ Niðurstaðan er sú, aðákveðnir félagslegir þættir dragi úr óformlegu taum- haldi, sem auki tíðni afbrota. RANNSÓKNIN Margrét Valdimarsdóttir Segir neikvætt samband á milli óformlegs taumhalds og tíðni afbrota. 24stundir/Golli upplysingar Kolbrun S.510 3722 Kolla@24stundir.is Kata@24stundir.is Katrin s.510 3727 Serblad 24 stunda tiska
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.