24 stundir - 12.04.2008, Side 25

24 stundir - 12.04.2008, Side 25
Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is Hvernig stendur á því að fé- lagsgerð hverfis hefur ekki áhrif á alla sem alast þar upp? Þessari spurningu velti Jón Óttar Ólafs- son upp á sama málþingi, en Jón Óttar hefur rannsakað samvirk- niáhrif félagslegra og sálfræði- legra áhættuþátta, í doktorsrit- gerð sinni í afbrotafræði við Cambridge-háskóla í Englandi. Niðurstaða rannsóknar Jóns Óttars er sú að einstaklingar sem eru „venjulegir“, í þeim skilningi að vera með sálfræðilega áhættu- þætti í meðallagi samkvæmt sál- fræðiprófum, verða fyrir miklum áhrifum af félagsveruleikanum sem þeir alast upp í, ef horft er til þess hvort þeir bregðist við áreiti með ofbeldi eða ekki. Einstaklingar sem eru annað hvort „slæmir“ eða „góðir“ í þeim skilningi að sýna mikla eða litla sálfræðilega áhættuþætti í sömu prófum, virtust hins vegar ekki mótast mikið af þeim aðstæðum sem þeir ólust upp við. Í lagi að sumir eigi slæma vini „Þannig að segja má að það sé mikið minni áhætta fólgin í slæmum félagsskap fyrir þann sem hefur óvenjulitla sálfræðilega áhættuþætti,“ segir Jón Óttar. Rannsóknin fór þannig fram að 100 strákar, sem alist höfðu upp í því hverfi Reykjavíkur þar sem býr lægst hlutfall afbrota- manna, og 100 strákar, sem alist höfðu upp í hverfi með hlutfalls- lega flesta afbrotamenn, voru látnir fylgjast með skjá þar sem sýndar voru aðstæður sem líkleg- ar eru til að reita fólk til reiði. Áreitið varð sífellt meira, og eftir að þátttakendur höfðu upplifað áreiti, t.d. þar sem virtist sem hellt væri yfir þá bjór eða til þeirra slegið, voru þeir spurðir hvernig þeir myndu bregðast við. Lítið taumhald í verri hverfum Þegar því var lokið, voru lögð fyrir þá ýmiss konar sálfræðipróf, svo sem persónuleikapróf, reiði- próf og sjálfstjórnarpróf og spurningar um uppvöxt og upp- eldisaðferðir foreldra þeirra, sem og ýmsar aðrar spurningar. „Marktækur munur var á svör- um þáttakenda á milli hverfa er þeir voru spurðir hvort þeir hafi einhvern tímann beitt ofbeldi,“ segir Jón Óttar. „Einnig reyndist vera marktækur munur á milli hverfanna varðandi félagslega formgerð – það var minna óformlegt taumhald í hverfunum þar sem meira var um afbrot, og munur var á uppeldisaðferðum á milli hverfanna.“ Áhættulífstíll jókst hjá öllum Jón Óttar segir að áhættulífstíll og rótleysi hafi einnig verið tölu- vert algengara í hverfum þar sem hærra hlutfall ofbeldismanna bjó. „En þótt áhættulífstíll ykist hjá öllum í „verra“ hverfinu, var af- brotatíðni hjá hópnum sem var með minnstu sálfræðilegu áhættuþættina ekki hærri í því hverfi.“ Greining á áreitisprófinu virtist einnig benda til að ofbeldishneigð þeirra sem eru „slæmir“ eða góðir þegar horft er til sálfræðilegra áhættuþátta aukist ekki þótt þeir komi úr hverfi þar sem meira er um afbrot og óformlegt aðhald er minna. Marktækur munur reynd- ist hins vegar á ofbeldishneigð hópsins sem var með sálfræðilega áhættuþætti í meðallagi, eftir því hvort þeir höfðu alist upp í „betra“ eða „verra“ hverfinu. Venjulegir verða slæmir „Það má segja að „venjulegu strákarnir“, sem höfðu alist upp í „verra“ hverfinu, hegði sér eins og strákar með mikla sálfræðilega áhættuþætti. Þeir sem hins vegar voru með mikla sálfræðilega áhættuþætti og höfðu alist upp í „betra“ hverf- inu, reyndust jafn-ofbeldis- hneigðir í áreitisprófinu og þeir sem voru með mikla sálfræðilega áhættþætti en höfðu alist upp í „verra“ hverfinu. Þeir sem hins vegar voru með óvenjulitla áhættuþætti og ólust upp í „verra“ hverfinu, sýndu jafn litla ofbeldishneigð og þeir sem voru með litla sálfræðilega áhættuþætti en ólust upp í „betra“ hverfinu,“ segir Jón Óttar. Hverfið hefur mismikil áhrif á fólk Venjulegir strákar verða slæmir Jón Óttar Ólafsson Hefur rannsakað sam- band afbrota og um- hverfis. 24stundir LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 25 Bryndís Ósk Jónsdóttir Meistaranemi í lagadeild Það byrjar á Bifröst. Nám til BS gráðu í viðskiptalögfræði á Bifröst er hið eina sinnar tegundar við íslenskan háskóla. Viðskiptalögfræði er hagnýtt nám sem sameinar greinar á sviði lögfræði, reksturs og fjármála og opnar fjölbreytta möguleika strax að námi loknu. Framhaldsnám í lög- eða viðskiptafræði er einnig spennandi kostur. Í lögfræðihluta BS-námsins eru kenndar grunngreinar lögfræðinnar, auk réttarsviða sem lúta að rekstri fyrirtækja og rekstrarumhverfi í víðu samhengi. Í viðskipta- fræðihluta námsins er farið gaumgæfilega í grunnþætti rekstrarhag- fræði og fjármála. Á lokaönn eiga nemendur kost á skiptinámi erlendis. Af þeim sem sækja um fyrir 1. maí eiga 5 bestu umsækjendur í hverri námsleið kost á veglegum námsstyrkjum í formi 50% afsláttar af skólagjöldum fyrstu annar. Allar nánari upplýsingar á bifrost.is. BS nám í viðskiptalögfræði www.bifröst.is E N N E M M / S ÍA / N M 3 3 12 0 ÓBREYTT SKÓLAGJÖLD ÞRIÐJA ÁRIÐ Í RÖÐ VIÐSKIPTADEILD • BS í viðskiptafræði • BS in Business Administration • MS í alþjóðlegri banka- og fjármálastarfsemi • MS í alþjóðaviðskiptum • MS í stjórnun heilbrigðisþjónustu • BA í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði (HHS) • MA í menningarstjórnun • MA í Evrópufræðum FÉLAGSVÍSINDADEILD • BS í viðskiptalögfræði • ML í lögfræði • MA í skattarétti LAGADEILD • Staðnám • Fjarnám FRUMGREINADEILD háskólinn á bifröst

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.