24 stundir - 12.04.2008, Blaðsíða 28

24 stundir - 12.04.2008, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 24stundir Þegar ég heyrði í kvöldfréttum Sjónvarpsins á fimmtudaginn við- tal við Gylfa Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, þá hnykkti mér illa við. Því hvernig stóð á því að Háskóli Íslands hefði ráðið í svo virðulegt embætti þjóðhættulegan óeirða- segg? Var maðurinn kannski kommúnisti? Íslamískur hryðju- verkamaður? Náttúruverndarsinni á snærum Saving Iceland? Eða jafnvel útsendari Baugsveld- isins? Hann hlaut að minnsta kosti að vera eitthvað skrýtinn. Því boðskapur Gylfa var hvorki meira né minna en sá að peninga- málastjórn Seðlabanka Íslands væri ónýt. Krónuræfillinn enn Það út af fyrir sig var kannski ekki nýlunda. Það höfum við heyrt áður. Og það vitum við reyndar líka fullvel sjálf. Hinar endalausu stýrivaxtahækkanir bankans, sem virðast vera hans eina ráð hvað sem á gengur, hvort sem krónan hækk- ar eða lækkar eða fer út eða suður eða norður eða niður - þær hafa löngu leitt okkur fyrir sjónir að bankinn er ónýtt tæki til að stýra peningamálum þjóðarinnar. Bankanum er vissulega að sumu leyti vorkunn, að þurfa að basla með þennan krónuræfil okkar eins og krónan sé alvörupeningur. Þótt auðvitað kunni að draga úr vor- kunn okkar þegar við minnumst þess að einmitt þar innan dyra eru sumir þeir menn sem fastast bíta í skjaldarrendur til varnar hinum ónothæfa krónuræfli. En af þessum vandræðum Seðla- bankans vitum við og þetta veit Gylfi væntanlega líka. Annaðhvort væri nú. En samt – og nú þegar kenn- arinn hélt áfram sperrti ég eyrun við útvarpinu sem ég var að hlusta á Sjónvarpsfréttirnar í – samt var hin ónýta íslenska króna ekki helsta skýringin á óförum okkar að hans mati. Raunar minntist hann á krón- uræfilinn svo ég heyrði. Traustið á Halldóri Blöndal Í staðinn beindi hann athyglinni að því að sjálf stjórn bankans væri komin í þrot. Uppstokkun væri nauðsynleg. Algjör uppstokkun. Því hann sagði beinlínis að það þyrfti að víkja frá bæði bankastjór- um og bankaráðinu. Í staðinn þyrfti að fá þarna inn sérfræðinga í peningamálum, bæði Íslendinga og útlendinga, sem hefðu – eins og hann orðaði það svo skemmtilega – „áunnið sér traust með verkum sínum“. Þegar Gylfi minntist á bankaráð- ið í þessu sambandi þá hló Mar- bendill. Því formaður bankaráðs- ins er Halldór Blöndal. Já, á einhverjum viðsjárverðustu og viðkvæmustu tímum í efna- hagsmálum lýðveldisins, þegar mest ríður á að stjórn peningamála sé farsæl og örugg, þá er formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands Halldór Blöndal. Með fullri og djúpri virðingu fyrir Blöndalsættinni eins og hún leggur sig: Hefur Halldór Blöndal „áunnið sér traust“ í peningamál- um? Eða sumir bankaráðsmennirnir eins og Hannes Hólmsteinn Giss- urarson? Myndarleg launahækkun og eftirlaun Marbendill hætti hins vegar að hlæja þegar rifjaðist upp fyrir hon- um að hverjum orðum Gylfa Magnússonar var fyrst og fremst beint. Hvern hann vildi umfram allt láta reka úr starfi. Það er Davíð Oddsson yfir- bankastjóri. Davíð Oddsson hefur vissulega áunnið sér traust síns fólks í pen- ingamálum. Hann lét hækka mjög myndarlega við sig launin eftir að hann kom í Seðlabankann svo hann hefur nú hærri laun en forseti Íslands. Og hann þiggur líka í hverjum mánuði svimandi há eft- irlaun sem hann skammtaði sér sjálfur. Hans fólk mun ekkert skorta. En traust annarra á verkum Davíðs í peningamálum er greini- lega orðið svo lítið að menn eins og Gylfi – virðulegur háskólakennari, altso - krefjast þess nú að hann verði rekinn. Svo það komist að menn sem hafa vit á hlutunum. Og hafa áunnið sér traust. Með verkum sínum, eins og dós- entinn orðaði það. Það voru þessi orð sem gerðu að verkum að stundarkorn átti ég bágt með að trúa eigin eyrum. Svo mengaður er maður orðinn af átakapólitíkinni sem Davíð þreifst á og gegnsýrði samfélagið á hans dögum, að mér fannst að eitt- hvað hlyti að búa undir hjá Gylfa. Hann væri bara á móti honum Davíð okkar af einhverjum tor- tryggilegum ástæðum. Hinn mikli og ástsæli leiðtogi En nú er ég búinn að leita um allt Internetið að grunsamlegum upplýsingum um Gylfa Magnús- son. Að einhverju sem gæti gefið vísbendingu af hverju hann ræðst svo heiftarlega að okkar mikla og ástsæla leiðtoga og öruggri hækkun hans á stýrivöxtum. En ég finn ekkert. Það næsta sem hann hefur komið pólitík sýnist mér vera að hafa verið blaðamaður á Mogganum. Og hann hefur aldr- ei unnið hjá Baugi. Og þá stendur aðeins eitt eftir. Að fagmanninum hafi blöskrað þetta fúsk. Að hagfræðidoktornum frá Yale-háskóla ofbjóði af fyllstu einlægni að horfa upp á aðfarirnar í Svörtuloftum. Nú væri gaman að vita hvort einhver er að hlusta. Til dæmis í Stjórnarráðinu. Eða hvort tryggð arftakanna við hinn mikla og ást- sæla leiðtoga er slík að fyrr skuli peningamál lýðveldisins fara til andskotans en hróflað verði við honum. Þegar doktornum ofbauð aIllugi Jökulsson skrifar um fjármál Og þá stendur aðeins eitt eftir. Að fag- manninum hafi blöskrað þetta fúsk. Að hagfræði- doktornum frá Yale-háskóla ofbjóði af fyllstu einlægni að horfa upp á aðfarirnar í Svörtuloftum. Gylfi Magnússon. „Bank- anum er vissulega að sumu leyti vorkunn, að þurfa að basla með þennan krón- uræfil okkar eins og krónan sé alvörupeningur. 24stundir/Ómar WWW.SVAR.IS - SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 179.900- 249.900-VERÐ ÁÐUR: SAMSUNG 40” LCD - R86 / R87 HDTV Ready / 1366x768 upplausn / stafrænn móttakari / 8.000:1 skerpa / 6 ms. svartími Sumarbústaðurinn er 48,6 fm + stórt svefnloft og er rúmlega tilbúið til innréttinga. Er á fallegum stað undan Búrfelli, nálægt Kerinu í Grímsnes- og Grafningshrepp. Tvö svefnherbergi, baðherbergi, stofa og eldhús. Rafmagn er komið í húsið ásamt köldu vatni en heitavatnið er áætlað að komi á árinu. Húsið stendur á 8.200 fm eignarlóð. Langtímalán til yfirtöku. Eggert Sk. Jóhannesson, Jóhannes Eggertsson, Ólafur Thoroddsen hdl. Nánari upplýsingar veitir Fasteignasalan Eignaver Sími 553-2222 • eignaver.is Síðumúli 13 • 108 Reykjavík Nýtt sumarhús við Kerið í Grímsnesi sölu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.