24 stundir - 12.04.2008, Blaðsíða 54

24 stundir - 12.04.2008, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 24stundir ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Eftirleikurinn er svo einfaldari þar sem áhugi barna og unglinga eykst í hlutfalli við árangur og eins og stendur erum við að fót- boltanum frátöldum stærsta deildin innan ÍR. Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is Afreksstefna hefur verið tískuorð um nokkurra ára skeið og íþrótta- félögin orðin fá á landinu sem ekki hafa slíka stefnu á pappírum. En eitt er að setja fram slíka stefnu og annað að fylgja henni til þrautar enda vandrataður vegur. Það hefur þó sannarlega tekist hjá frjáls- íþróttadeild ÍR sem þrátt fyrir bág- an hag og jafnvel djúpar skuldir á tímabili hefur tekist að framfylgja stefnu sinni af slíkri sannfæringu að deildin er orðin að sönnu stór- veldi í frjálsum íþróttum í landinu. Allir með, engin pressa Þótt fjölmargt afreksfólk sé inn- an raða ÍR þessi dægrin tekur Mar- grét Héðinsdóttir, formaður frjáls- íþróttadeildarinnar, fram að frjálsræði sé í hávegum haft og eng- inn iðkandi þurfi frekar að keppa en hann sjálfur vilji. „Við setjum alls enga pressu á einstaklinga inn- an okkar raða. Vilji fólk taka þátt í keppnum er það sjálfsagt en sé að- eins vilji til að vera með er það jafnsjálfsagt í okkar huga.“ Yfir 400 einstaklingar leggja stund á frjálsar hjá félaginu þennan veturinn og til að þjóna þeim hópi eru 20 þjálfarar og leiðbeinendur á launaskrá deildarinnar og þeir ekki af verra taginu. Meirihluti þjálfara hefur menntun í slíku og af sjö þjálfurum meistaraflokks eru til að mynda sex þeirra fyrrverandi eða núverandi Íslandsmeistarar. Mar- grét segir það mjög meðvitaða ákvörðun að fá bestu þjálfara hverju sinni til liðs við ÍR. „Það er stór hluti af því að fylgja afreks- stefnu okkar að hafa til þess hæf- asta fólkið hverju sinni og það hef- ur tekist vonum framar og óhætt að fullyrða að hér er bæði í meist- araflokki og yngri flokkunum val- inn þjálfari í hverju rúmi. Þetta gerum við þó alveg sé ljóst að æf- ingagjöldin sem við fáum inn duga alls ekki fyrir launum þeirra. Á því vinnum við bug með fjáröflun auk þess sem meirihluti starfsins að öðru leyti er unninn í sjálfboða- vinnu og í flestum tilfellum af for- eldrum barna sem hér æfa.“ Samfélagsleg áhrif Undir þetta tekur yfirþjálfari frjálsíþróttadeildarinnar, Þráinn Hafsteinsson. Segir hann stígandi gengi ÍR í frjálsum enga tilviljun heldur einmitt afleiðingu þess að hátt sé stefnt og staðið við það. „Við gerum okkur mikið far um að laða til okkar hæfustu þjálfara landsins því að okkar mati er það algjör undirstaða þess að árangur náist. Eftirleikurinn er svo einfald- ari þar sem áhugi barna og ung- linga á að taka þátt eykst í hlutfalli við árangur og fyrir utan fótbolt- ann erum við nú stærsta deildin hjá ÍR.“ Aðspurður um annað það er máli skiptir segir Þráinn samfélags- þáttinn mjög mikilvægan sem og einnig fjölbreytni í starfinu. „Við gerum okkur far um það hjá þeim yngstu að leggja enga ofuráherslu á keppni heldur samveru og leiki í bland við æfingar og það er ekki fyrr en síðar sem við förum að taka þátt í stærri mótum og förum reglulega með hópa til útlanda. Starfið er svo reglulega endurskoð- að og við breytum áherslum á tveggja ára fresti og viðhöldum þannig áhuga þeirra er með okkur eru.“ Framtíð frjálsra Hluti þeirra 400 ein- staklinga sem stund leggja á frjálsar íþróttir hjá ÍR en hver titillinn á fætur öðrum fellur nú félaginu í skaut. Grunnur lagður að gullaldarskeiði  Fyrir átta árum var fjárhagur frjálsíþróttadeildar Íþróttafélags Reykjavíkur, ÍR, ein rjúk- andi rúst og starfið lamað fyrir vikið  Með stórhug og einbeittu átaki hefur tekist að rífa hana upp úr þeirri ládeyðu og íþróttafólk félagsins sigrar nú flest sem hægt er að sigra ➤ Frjálsíþróttafólk ÍR hefur sigr-að í stigakeppni allra innan- hússmóta sem haldin hafa verið í vetur. ➤ ÍR vann Bikarmeistaratitilinná síðasta stórmótinu innan- húss. ➤ Unnu stigakeppni Unglinga-meistaramóts 15-22 ára. ➤ Unnu aðalhluta MeistaramótsÍslands. ➤ Félagar úr ÍR unnu Öld-ungameistaramót Íslands. ➤ Titillinn úr Bikarkeppni Frjáls-íþróttasambands Íslands til- heyrir ÍR. ➤ Síðasta sumar tók ÍR sæti FHsem sigursælasta félagið í stigakeppni Íslandsmeist- aramóta. FRÁBÆR UPPSKERA Fókus Fórnir þarf til að ná árangri og unglingarnir hjá ÍR hafa margir hverjir fært þær enda árangurinn eftir því. Hindranir Allar slíkar hafa verið yf- irstignar hjá ÍR og starfið ekki verið í eins miklum blóma um áraraðir. a Þetta gerum við þó alveg sé ljóst að æf- ingagjöldin sem við fáum inn duga alls ekki fyrir launum þeirra. 24stundir/Ómar Þrettán íslenskir keppendur taka þátt í Norðurlanda- mótinu í karate sem fram fer í Laugardalshöllinni í dag en keppt verður þar í kata og ku- mite. Allar helstu stjörnur greinarinnar frá hinum nor- rænu ríkjunum auk Eistlands mæta til leiks eða alls um 50 keppendur. Hefst mótið klukkan tíu. Þrettán á móti þeim bestu Allsérstæður viðburður á sér stað á svellinu í Egilshöll um helgina þegar allnokkur er- lend íshokkífélög skipuð leik- mönnum 12 til 13 ára etja þar kappi. Er það liður í sérstakri keppni Evrópu og Ameríku og koma félögin frá Kanada, Bandaríkjunum, Svíþjóð og Finnlandi. Er mikill spenn- ingur fyrir mótinu hér enda koma liðin frá stærstu og bestu íshokkíþjóðum heims. Viðburður Stjórn Héraðssambandsins Skarphéðins, HSK, hefur sótt um að fá að halda Landsmót Ungmennafélags Íslands árið 2010 en frestur til þess arna rennur út í lok þessa mánaðar. Færi mótið þá fram að Hvols- velli en talsverðar endurbætur þarf þar að gera til að mæta þeim kröfum sem gerðar eru til slíks mótshalds. HSK vill Landsmót Golfsamband Íslands hefur loks samræmt reglur hér- lendis við það sem gerist er- lendis hvað varðar forgjaf- arkerfi. Hefur verið nokkur munur á þeim reglum en héð- an í frá verða þær að öllu leyti eins. Allt um nýju reglurnar má finna á golf.is. Virk forgjöf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.