24 stundir - 12.04.2008, Blaðsíða 58

24 stundir - 12.04.2008, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 24stundir Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir Afþreying á löngum flugferðum skiptir gríðarlega miklu máli. Í flugvél fullri af ólíkum ein- staklingum er ómögulegt að gera öllum til hæfis. Hið nýja afþreying- arkerfi sem Icelandair er að setja í vélar sínar mun gera það að verk- um að engum þarf að leiðast á löngum flugferðum. Lítið úrval fyrst um sinn Án nokkurs vafa er stærsti mun- urinn sá að nú getur fólk valið sér sjálft þær kvikmyndir sem sýndar eru meðan á flugi stendur. Farþegar greiða tíu dollara, eða um 730 krónur, fyrir aðgang að kvikmynd- unum en þegar aðgangsgjaldið hef- ur verið greitt hefur fólk ótakmark- aðan aðgang að kvikmyndunum. Því getur fólk á lengri flugferðum horft á eins margar kvikmyndir og það lystir án þess að þurfa að greiða meira en tíu dollara. Eins og stendur er úrvalið af kvikmyndum ekkert til að hrópa húrra fyrir en það mun lagast með tímanum því Icelandair hyggst bæta við nýju efni með tveggja mánaða millibili. Nú geta farþegar valið á milli tólf mynda og er úrval- ið nokkuð dreift. Nýjustu mynd- irnar eru Juno og P.S. I Love You og fyrir krakkana eru Ice Age 2 og The Golden Compass. Vert er þó að eftirhermu, sudoku, Tetris og fleira í þeim dúr en leikirnir eru í mis- miklum gæðum. Eitt varðandi leikina sem er virkilega sniðugt er sú staðreynd að í vissum leikjum, nánar tiltekið skák og spurningaleiknum, geta farþegar spilað á móti öðrum far- þegum, hvort sem það er sessu- nauturinn eða flugdólgurinn aftast í vélinni. Gallinn við leikjaspilunina í af- þreyingarkerfinu er hins vegar sá að kerfið virðist varla ráða við að keyra þessa einföldu leiki og því er spilun leikjanna frekar hæg. Þetta er engu að síður ágætis viðbót sem getur stytt fólki stundir. Það sem betur mætti fara Í heildina séð er nýja afþreying- arkerfið frábær viðbót við þjón- ustu Icelandair. Þó eru nokkur at- riði sem Icelandair ætti að athuga betur. Heyrnartólin sem notast er við núna eru langt frá því að vera nægilega góð. Þau haldast illa í sambandi sem hefur þær afleið- ingar að farþegar þurfa bókstaflega að halda þeim í sambandi til að heyra nægilega vel. Snertiskjáirnir eru svolítið seinir að taka við sér og krefjast því þolinmæði farþega. Svo er gjörsamlega óþolandi að í hvert skipti sem flugstjórinn eða flug- freyjur þurfa að ropa einhverri til- kynningu út úr sér skuli kerfið fara í biðstöðu. Kerfi Icelandair er ekki full- komið en það býður upp á mikla möguleika og hefur svo sannarlega stytt flugferðina fyrir þennan ferðalang. Tölvuspil í háloftum Afþreyingarkerfið býður einnig upp á tölvuleikjaspilun með því að nota sérstaka USB-stýripinna sem er stungið í samband við afþrey- ingarkerfið. Hægt er að velja á milli spilavítisleikja, Space Invaders- taka fram að barnamyndirnar eru hvorki talsettar né textaðar. Þeir sem vilja ekki borga fyrir kvikmyndirnar geta valið úr fríu efni. Þar er til dæmis hægt að horfa á Simpsons og Malcolm in the Middle, hálfan Top Gear-þátt og svo heimildarþætti um Ísland. Nýtt afþreyingarkerfi í flugvélum Icelandair Gott en gæti verið betra Um þessar mundir vinnur Icelandair að því að upp- færa flugvélar sínar. Gömlum sætum er skipt út fyrir ný en nýju sætin skarta afþreyingarkerfi þar sem farþegar geta valið sér afþreyingarefni til að stytta ferðina. Mikil breyting Ný sæti Icelandair eru vissulega þægilegri og það er mikill munur að geta valið sína eigin afþreyingu. Leggur einhver í skák? Fjölspilun innan vélarinnar getur vissulega verið spennandi svo lengi sem enginn stórmeistari er um borð. Ekki fullkomið, en býður upp á marga möguleika. Afþreyingarkerfi Icelandair Mynd/Sigurjón Ragnar Mynd/Sigurjón Ragnar Kvikmyndir traustis@24stundir.is Lars and the Real Girl fjallar um ungan einrænan mann í banda- rískum smábæ, Lars Lindstrom, sem lifir í sjálfsblekkingu. Hann býr í bílskúr bróður síns og kýs að forðast öll líkamleg og mannleg samskipti við sem flesta, en er mjög reglusamur og stundar sína vinnu samviskusamlega. Einn dag- inn ákveður hann að panta sér kynlífsdúkku, Biöncu, furðu mannlega og líffræðilega ná- kvæma. Hún gegnir þó ekki hlut- verki kynlífsdúkku hjá Lars, heldur umgengst hann dúkkuna líkt og mannlega kærustu sína. Söguþráðurinn gæti hæglega sómt sér vel í 3 mínútna atriði í grínþætti. Hins vegar tekst leik- stjóranum listilega vel upp í að blanda fáránlegum kómískum at- riðum saman við raunsæja mann- lega eymd og gerir frábæru hand- riti Nancy Oliver góð skil, sem vel að merkja fékk tilnefningu til Ósk- arsverðlauna fyrir handritið. Þá er leikurinn frammúrskarandi og Ryan Gosling festir sig í sessi sem einn besti ungi leikarinn í Holly- wood. Ekki missa af þessari. Frábærlega fyndin og mannleg í senn „Réttu saltið Bianca“ Matarboðin geta ver- ið neyðarleg þegar gesturinn er kynlífsdúkka. Leikstjóri: Craig Gillespie Leikarar: Ryan Gosling, Patricia Clarkson, Emily Mortimer Lars and the real girl Leikarinn smávaxni, Kenny Ba- ker, sem er frægastur fyrir að leika vélmennið vinsæla R2D2 í Star Wars-myndunum, var flutt- ur með hraði á spítala í fyrradag eftir að hafa orðið veikur í flugvél á leið sinni til Manchester. Leik- arinn, sem er 73 ára, hefur lengi þjáðst af asma og eru veikindi hans rakin til sjúkdómsins. Baker hefur einnig leikið í myndunum Time Bandits, Flash Gordon og Labyrinth. Kenny Baker fluttur á spítala Eins og dyggir Playstation 3 eig- endur hafa tekið eftir, hafa Play- station-netverslanirnar legið niðri í um vikuskeið vegna breyt- inga. Nú hafa Sony og Konami tilkynnt að þegar búðirnar fara aftur í loftið í næstu viku munu leikmenn geta náð sér í prufuein- tak af netspilunarhluta Metal Gear Solid 4. Prufueintakið eru hluti af beta-prófunum leiksins en leikurinn er án nokkurs vafa einn af stærstu leikjum ársins og því er ljóst að margir bíða spenntir eftir búðirnar opni á ný. PSN-endurbóta- glaðningur 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Svo er gjörsamlega óþolandi að í hvert skipti sem flugstjórinn eða flugfreyjur þurfa að ropa ein- hverri tilkynningu útúr sér skuli kerfið fara í biðstöðu. SAFT MÁLÞING UM ALLT LAND SAFT, vakningarverkefni um jákvæða og örugga netnotkun barna og unglinga á Netinu og tengdum miðlum, stendur fyrir opnum málþingum um allt land í apríl og maí 2008. Akureyri• Egilsstaðir• Ísafj örður• Grundarfj örður• Höfn• Nánari upplýsingar á www.saft .is Borgarnes• Sauðárkrókur• Vestmannaeyjar• Selfoss• Reyðarfj örður• SAFT MÁLÞING ÞÚ ERT ÞAÐ SEM ÞÚ GERIR Á NETINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.