24 stundir - 09.05.2008, Blaðsíða 59

24 stundir - 09.05.2008, Blaðsíða 59
24stundir FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 59 Leikkonan Katherine Heigl hefur fengið nóg af því að vera í lækna- leik og vill hætta í hinni gríð- arlega vinsælu Grey’s Anatomy- þáttaröð. „Hún vinnur mjög langan vinnudag og hún er reiðubúin að prófa eitthvað ann- að,“ sagði ónafngreindur heim- ildarmaður við bandarísku slúð- urpressuna á dögunum. Það er ekki víst að Heigl fái að hætta í þáttaröðinni því hún mun vera rækilega samningsbundin. vij Heigl vill hætta í Grey’s Anatomy Gamla brýnið Paul McCartney hefur ákveðið að gleðja Breta og mun gefa nýjustu plötu sína, Me- mory Almost Full. Eintak af plöt- unni mun fylgja með hverju ein- taki af breska dagblaðinu Daily Mail hinn 18. maí. Með þessu er vonast til að tónlist gamla Bítils- ins komist inn á tvær milljónir breskra heimila. Paul McCartney gefur plötu sína Djammdúkkan Lindsay Lohan vinnur nú að því að koma sinni eigin fatalínu á markaðinn og lýs- ir nú eftir fyrirsætum til að leika í auglýsingu. Eitthvað virðist vera lítið í buddunni hjá Lohan því það er skýrt tekið fram að fyr- irsæturnar fái ekki greitt fyrir vinnuna. Þar að auki er kurt- eislega óskað eftir því að ljóskur haldi sig fjarri. Nískupúkinn Lindsay Lohan Kvikmynda- og sjónvarps- þáttaframleiðsla í Hollywood er nú óðum að koma sér á réttan kjöl eftir langdregið verkfall. Nú stefnir hins vegar í að allt geti stöðvast aftur því samtök leikara í Hollywood, SAG, hugleiða að fara í verkfall eftir að slitnaði upp úr viðræðum þeirra við samtök kvikmynda- og sjónvarps- þáttaframleiðenda. Annar í verkfalli – nú leikararnir „Mér finnst eiginlega skemmtilegast þegar ég fer á óhefðbundna staði. Ég er búinn að spila í öllum stórborgum Bandaríkjanna svo mér finnst mjög gaman að fara á svona sérstaka staði,“ segir plötusnúðurinn Illugi Magnússon, betur þekktur sem DJ Platurn, en hann er kom- inn heim til Íslands til að vera viðstaddur Skjaldborgar-heimildamyndahátíðina sem fram fer á Patreksfirði um helgina. Á hátíðinni verður frumsýnd heimildarmyndin From Oakland to Iceland: A Hip Hop Homecoming þar sem fjallað er um tónlistarferðalag Illuga um Ísland árið 2006 þar sem hann spilaði meðal annars á Airwaves-tónleikahátíðinni. Illugi er margverðlaunaður plötusnúður en hann þykir vera einn besti „scratch“- og „trick“- plötusnúður Bandaríkjanna. Aðspurður segir hann að Ísland sé síður en svo aftarlega á mer- inni þegar plötusnúðamenningin er annars veg- ar. „Senan hérna er mjög stór. Það er ekkert létt að koma til Reykjavíkur og spila. Ég var í síðasta mánuði að spila í minni borgunum í miðvest- urríkjum Bandaríkjanna. Það er svona sami fíl- ingur þar og hér. Það er ekki eins fyrirsjáanlegt og í stórborgunum og því meiri áskorun þegar maður spilar þar.“ Síðast þegar Illugi kom á heimaslóðir hafði hann vart undan að spila á hinum og þessum stöðum en hann segir að nú verði annað upp á teningnum. „Þegar ég var hérna síðast var ég í þrjár vikur og það voru bara stanslaus gigg. Núna ætla ég að vera aðeins rólegri,“ segir Illugi en hann mun þó spila nokkrum sinnum í Reykjavík áður en hann fer aftur til Oakland. vij Dj Platurn kominn heim og fer beint á Patreksfjörð Gaman að spila á sérstökum stöðum SÁLIN LEIKUR Á EFTIRFARAN DI STÖÐUM Á NÆSTU NNI: Föst. 08. maí: Broadway, Rvk. Lau. 09. maí: Broadway, Rvk. Lau. 17. maí: Ölfushöllinni, Ö lfusi Lau. 31. maí: Hafnarfirði & Br oadway, Rvk. Föst. 06. júní: Hlégarði, Mosfe llsbæ Lau. 07. júní: Nasa, Reykjavík Föst. 27. júní: Players, Kópavo gi Lau. 28. júní: Sjallanum, Akur eyri Lau. 05. júlí: Akranesi Lau. 12. júlí: Blönduósi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.